Helgarpósturinn - 11.12.1986, Qupperneq 18
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd: Jim Smart
i Bókmenntagagnrýnendur blad-
! anna hafa mikið aö gera þessa dag-
ana. Jólabókavertíöin er í fullum
; gangi og von er á um fjóröa hundr-
| aö titlum fyrir jólin. Okkur lék for-
I vitni á aö vita hvernig þetta fólk
\ vinnur aö gagnrýninni, hversu
; margar bœkur þau lesa fyrir jól,
i hversu löngum tíma þau eða við
\ lestur og skrifá ritdómum og hvort
i þau hafi einhvern tímann skipt um
skoöun á verkum eftir aö hafa skrif-
aö um þau.
Viö náöum sambandi viö fimm
gagnrýnendur sem svöruöu fljótt og
vel spurningum um vinnubrögöin
og fylgja svörin hér á eftir.
ÖRN ÓLAFSSON DV:
FREMUR ERFITT AÐ
SKRIFA RITDÓMA
Gagnrýni vinn ég þannig að ég
byrja á að lesa bókina alveg í gegn,
en það er rétt að taka það fram að ég
| reyni að fá bækurnar í próförkum
svo ég hafi meiri tíma til að kynnast
þeim. Jólabækurnar hef ég því feng-
ist við að lesa frá því í september.
Eftir að ég hef lesið bók einu sinni í
gegn læt ég hana liggja í einhvern
tíma og fer þá jafnve! að vinna að
annarri á meðan. Síðan les ég bók-
ina aftur og ef það er skáldsaga sem
um er að ræða geri ég lista yfir
hana, skrái hjá mér hvað er að ger-
ast í hverjum kafla, helstu einkenni
persóna, átta mig á byggingu sög-
unnar og hvernig persónusköpunin
er. Að vísu kemst aðeins takmarkað
inn í ritdóminn þar sem gagnrýn-
endur fá takmarkað rými á síðum
blaðanna og við verðum að reyna
að halda okkur við ákveðna lengd á
grein. Ljóðabækur les ég einnig
tvisvar. I einni ljóðabók geta verið
milli 20—30 Ijóð og hvert þeirra er
sjálfstætt verk svo ég reyni ekki að
gera úttekt á bókinni í heild. Ég segi
almennt frá efnisvali og aðferð, tek
síðan eitt til tvö Ijóð og reyni að gera
grein fyrir þeim og opna þannig
augu lesandans á því hvað sé sér-
stakt við þau.
Ég hef ekki nákvæma tölu á því
hversu margar bækur ég skrifa um
fyrir jólin en meðalafköst eru um
tvær bækur á viku, mest þrjár. Ég er
frekar fljótur að lesa og hef alltaf les-
ið mikið. Stutta skáldsögu, 200 blað-
síður, les ég á einum degi — ef ég
geri lítið annað. Mér finnst alltaf
fremur erfitt að skrifa ritdóma og er
lengi að því. Ég hef hjá mér athuga-
semdirnar og slæ þær inn á tölvuna,
fer svo að vinna við annað og lít aft-
ur á ritdóminn daginn eftir. Það
gengur yfirleitt betur í síðara skiptið
að koma honum saman eftir að bók-
in hefur gerjast aðeins í mér. — Jú,
jú, ég skipti stundum um skoðun frá
fyrstu áhrifum bókar. Ég man til
dæmis eftir einni ljóðabók sem ég
var farinn að fordæma í ritdómi fyr-
ir jólin í fyrra. Síðan skoðaði ég
hana betur og sá að ég hafði haft
höfundinn fyrir rangri sök. Það sem
mér hafði fundist fáránlegar líking-
ar stóðst í rauninni, þetta var sjálf-
stæði og dirfska hjá höfundi... Ég
gat breytt ritdóminum áður en hann
birtist á prenti.
EYSTEINN SIGURÐSSON,
TÍMANUM:
FORÐAST AÐ HRAÐLESA
BÖK
Venjulega les ég bókina í gegn,
geymi svo í 2—3 daga og hugsa um
hana. Síðan sest ég niður og skrifa
ritdóminn og geymi hann í einn dag
og skoða aftur. Ég forðast að hrað-
lesa bók en þó er ég tiltölulega fljót-
ur að lesa. Skáldsögur les ég gjarn-
an á einum eftirmiðdegi, tek svona
fjórar, fimm klukkustundir í það. Ég
held ég sé líka fremur fljótur að
skrifa ritdóma og hef ekki rekið mig
á að ég hafi skipt um skoðun eftir að
hafa kynnst verkinu betur. Annars
er það alltaf spurning um túlkunar-
möguleika. Við gagnrýnendur velj-
um okkur eðlilega mismunandi
túlkunaraðferðir, líkt og lesendur og
þegar ég les gagnrýni eftir aðra sé
ég oft að þeir túlka bækurnar öðru-
vísi en ég. Ég reikna með að ég
muni lesa um 20—30 bækur fyrir
jólin.
18 B HELGARPÓSTURINN