Helgarpósturinn - 11.12.1986, Qupperneq 22
texti: Anna Kristine Magnúsdóttir
„ÁSTAMÁL OG SPENNA FYRIR UNGLINGANA -
JÓLASVEINAR OG FURÐUVERUR FYRIR BÖRNIN"
Lítii geimvera sem komin er til
jarðarinnar, skemmtilegir jólasvein-
ar á ferðalagi um landið, fimm ára
heimsmeistari í bata og hvalveiði-
mennirnir Óli og Maggi eru meðal
þeirra sem yngri lesendurnir geta
fengið að kynnast um jólin. íslenskir
barnabókahöfundar standa sig vel í
stykkinu og fyrir jólin koma á mark-
að margar góðar bækur sem vert er
að huga að.
Sigrún Eldjárn sendir frá sér
barnabókina B2-Béfveir sem segir
frá litla snáðanum Áka og geimver-
unni Bétveir. Bétveir er kostuleg
vera með tvö höfuð og fjóra fætur
og segist vera kominn til jarðarinn-
ar til að kynnast stórkostlegu fyrir-
bæri sem hann hefur frétt að sé til
þar. Þessi bók er unnin í fullum lit-
um og er prýdd fjölda litmynda.
Bókin sem dreifir huga barnanna
fyrir jólin heitir ,,Ekki á morgun,
ekki kinn. . .“ og er eftir Ragnheiöi
Gestsdóttur. Á hverjum degi fram til
jóla geta börnin lært eitthvað nýtt í
máli og myndum, og búa til jólakort
og jólaskraut, kökur og sælgæti.
Idunn Steinsdóttir og Búi Kristj-
ánsson eru höfundar bráð-
skemmtilegrar barnabókar sem ber
nafnið „Jólasveinarnir". Hún segir
f rá ferðalagi jólasveinanna um land-
ið þar sem ýmislegt sniðugt hendir
þá. Bráðskemmtilegar teikningar
Búa Kristjánssonar vekja enn frek-
ari áhuga barnanna á að kynnast
þessum kunningjum sínum nánar.
í mörgum bókaverslunum er
mælt með bókinni „Beta-heims-
meistarinn" eftir Vigfús Björnsson.
Sagan segir af Betu, fimm ára teipu
sem veikist alvarlega af berklum og
þarf að fara á hæli. Heimþráin gerir
henni erfitt um vik svo hún grípur til
sinna ráða. Þegar hún loks kemst
heim veitir yfirlæknirinn henni
sæmdarheitið „heimsmeistari í
batá'.
Ármann Kr. Einarsson skrifaði
fyrir rúmum 20 árum bók sem nú
kemur út endurunnin undir nafninu
„Hvalveibimenn í bjarnarklóm" og
á vel við á þessum tímum þegar um-
ræða um hvalveiðar er sem mest.
Þar segir frá Óla og Magga, kunnum
köppum úr fyrri bókum Ármanns,
sem í þessari bók gerast hvalveiði-
menn í Norðurhöfum. Þeir komast í
hann krappan með áhöfninni á einu
hvalveiðiskipa Hvals h.f. og lendir
skipið m.a. í hafís. Hörkuspennandi
saga fyrir alla krakka, ekki bara
strákana.
Nýstofnaður verðlaunasjóður ís-
■lenskra barnabóka veitti fyrstu
barnabókaverðlaunin í vor. Komu
þau í hlut Gubmundar Ólafssonar,
höfundar bókarinnar „Emil og
Skundi". Þetta er falleg saga um
Reykjavíkurstrák og hundinn hans
og söguþráðurinn er spennandi.
„Saman í hring" er nafnið á nýj-
ustu bók Gubrúnar Helgadóttur og
er hún sjálfstætt framhald bókarinn-
ar „Sitji Guðs englar“ sem kom út
fyrir tveimur árum. I þessari bók
segir nánar af Lóu-Lóu, yngstu syst-
urinni og er ekki að efa að lesendur
Guðrúnar bíða spenntir eftir fram-
haldinu.
Þýddar bækur fyrir þau yngstu
eru margar og má nefna bókina
„Vib Andrés" sem sennilega verður
kærkomin gjöf ef marka má vin-_
sældir þeirra félaga hér á landi. I
bókinni eru nokkrir kaflar og fá
börnin m.a. að kynnast tómstunda-
störfum Andrésar og raunum Andr-
ésínu auk annars.
Tvær matreiðslubækur fyrir börn
eru nýkomnar út. Þær heita „Veislu-
matur“ og „Heitir réttir“. Þessar
bækur eru sérstaklega samdar fyrir
börn og skýr texti og f jörlegar teikn-
ingar eru börnunum til leiðbeining-
ar. Bækurnar eru þýddar og stað-
færðar af Sigrúnu Davíbsdóttur.
Enn ein óviðjafnanleg bók eftir höf-
undinn Astrid Lindgren er komin út
og heitir „Drekinn meb raubu aug-
un". Hún segir frá grísamömmu sem
eignast tíu grísi og einn dreka — og
hvað gera börnin þá?! Þá er komin
ný söngbók barnanna sem ber nafn-
ið „Fljúga hvítu fibrildin" og inni-
um stundum fyrir framan sjónvarp-
ið er ljóst af sölu unglingabóka að
þeir lesa — og ekki bara um jól, því
ódýrari bækur í kiljuformi seljast
jafnt og þétt allt árið til ungling-
anna. Dýrari og vandaðri bækurnar
fá þau heldur í gjafir og víst er að lít-
ill vandi verður að velja fyrir þessi
jól.
Andrés Indribason sendir frá sér
tvær bækur, „Meb stjörnur í aug-
um“ og „Enga stœla". Fyrrnefnda
tekin í strákaklíkuna eftir slagsmál,
lendir í háska í búningsherbergi
stelpnanna og heyr að lokum ein-
vígi upp á líf og dauða — vegna
stelpu! „Ein af strákunum" er bók
um vináttu og fjandskap, gleði og
sorg, og um það hvernig hlutverka-
skipti geta orðið til þess að maður
skilji lífið ögn betur.
„Sumardansinn“ er saga af tveim-
ur 16 ára strákum sem eru nánir vin-
ir þótt óiíkir séu. Þeir hitta Lísu,
heldur yfir hundrað vísur og kvæði,
þekkt og lítt þekkt með nótum og
gítargripum. Helga Gunnarsdóttir
tónmenntakennari safnaði lögum
og vísum og Ragnheibur Gestsdóttir
teiknaði myndir. Svona bók hefur
lengi vantað á barnaheimili og leik-
skóla og er að sjálfsögðu kjörin á
hvert heimili þar sem börn eru.
Ný gerð smábarnabóka sem eru
að koma á markað á meginlandi
Evrópu þessar vikurnar kallast
„leikbækur" og eru tvær bækur í
þeim flokki væntanlegar fyrir jólin.
Þetta eru bækur ætlaður þeim al-
yngstu og inni í þeim eru plastþynn-
ur með augum, munnum, nefjum og
fleiru sem börnin setja á andlitin í
bókunum. Þær bækur sem koma
fyrir jólin heita „Furbufés" og
„Furbulúbar". Þá eru væntanlegir
fjórir bókatitlar fyrir litla bóka-
orma, harðspjaldabækurnar ,,Leik-
föngin mírí', „í dýragarbinum",
„Fötin mírí' og „Dýrin mín smá“.
Einnig koma ævintýrabækurnar
„Segbu mér sögu“ og ,yEvintýri og
sígildar sögur" með vinsælum
þekktum ævintýrum eins og Mjall-
hvít og dvergarnir sjö, Rauðhetta og
Hans og Gréta.
Ást, ást, ást snemma að
morgni... Það sem helst einkennir
þær unglingabækur sem koma á
markað eru ástamálin sem nú eins
og alltaf eru jafn ómissandi í sögu
um unglinga. Við gefum sem betur
fer ekki bara þeim yngstu og þeim
elstu bækur í jólagjafir því ungling-
arnir lesa líka. Þrátt fyrir að oft sé
sagt að unglingar nútímans eyði öll-
bókin segir frá Sif, sautján ára stúlku
í fjórða bekk Menntaskólans sem
fellur fyrir sætasta stráknum í
fimmta bekk. Skemmtileg og vel
skrifuð saga, átakamikil og sönn úr
lífi ungs fólks í Reykjavík. „Enga
stœlal" er sjálfstætt framhald af
bókinni „Bara stœlar'' sem kom út
fyrir jólin í fyrra. Þetta er æsispenn-
andi og gráthlægileg unglingasaga
sem fjallar um tvo unglinga sem eru
í unglingavinnu sumarið eftir átt-
unda bekk. Þau verða vitni að
myrkraverkum í skólanum sínum
um miðjan dag og það þýðir ekkert
að vera með stæla þegar maður er
allt í einu kominn í hlutverk leyni-
löggu!
„Efþú bara vissir'' nefnist ný bók
Helgu Ágústsdóttur sem skrifaði
metsölubókina „Ekki kjafta frá".
Söguhetjan í „Ef þú bara vissir"
heldur að það auðveldi tilveruna að
fara í vinnu til Mallorka og stígur aft-
ur á föðurlandið reynslunni ríkari
eftir viðburðaríkt sumar við Mið-
jarðarhafið...
„Algjörir byrjendur" heitir ný bók
Rúnars Ármanns Arthúrssonar og
segir frá félögunum Grímsa og Palla,
uppátækjum þeirra og mismunandi
fjölskyldulífi. Spennandi saga fyrir
unglinga — og að sjálfsögðu kemur
stelpa inn í málið!
Þýddar unglingabækur eru marg-
ar á markaði nú. Meðal þeirra má
nefna „Ein afstrákunum". Þar segir
frá stúlkunni Simone sem líkist strák
í útliti og þegar hún kemur í nýjan
skóla hafa orðið mistök. Simone er
álitin vera strákurinn Símon og er
sæta stelpu frá vel stæðu heimili og
verða báðir hrifnir af henni. í úti-
legu sem þau fara þrjú saman í ger-
ast óhugnanlegir hlutir þegar mót-
orhjólaklíkan Englarnir mætir á
svæðið. . .
Þá er þess vert að geta að saga;n af
Hófí árið sem hún var alheims-
drottning hefur verið tekin saman af
Jóni Gústafssyni, sjónvarpsmannin-
um góðkunna. Sagan er byggð á
dagbókum Hófíar og er prýdd fjöl-
mörgum myndum. Viðfelldinn lest-
ur og lærdómsríkur, um það hvað
það er í raun að vera „Ungfrú heim-
ur“.
„Kœri Sáli" er bók sem Sigtryggur
Jónsson sálfrœbingur hefur tekið
saman. Þar eru birt bréf frá ungu
fólki og þau mál sem unglingum
liggja á hjarta eru rædd. Þessi bréf
voru upphaflega lesin í útvarpsþætt-
inum Frístund sem naut mikilla vin-
sælda á Rás II. Unglingar geta sótt í
bókina fróðleik, hvatningu og góð
ráð og er ekki síður gagnlegt for-
eldrum sem vilja öðlast betri skiln-
ing á lífi og tilfinningum barna sinna
á því stórkostlega æviskeiði sem
unglingsárin eru.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru varðandi þær bækur sem á
markað koma fyrir jólin fyrir börn
og unglinga. Margar bókanna voru
ekki komnar út þegar þessi grein
var unnin en við vonum að þessar
upplýsingar verði einhverjum að
gagni. Þá er bara að fara í næstu
bókaverslun og hefja jólagjafakaup-
in!
22 B HELGARPÓSTURINN