Helgarpósturinn - 05.03.1987, Side 3

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Side 3
FYRST OG FREMST mmk W*&m, <&T ^<r\\r //Zm iíJLM xi//z/ v£rþ í&Yi VERKTAKA bransinn er skemmtilegur. Og spinnast oft gamansögur af viðskiptum verk- taka og verkkaupa. Ein slík er sögð af viðskiptum Davíðs Odds- sonar borgarstjóra og þriggja verktaka. Borgarstjóri þurfti að fá unnið ákveðið verk fyrir borgina og ákvað að fram skyldi fara útboð. Þegar útboðsfrestur rann út kom í ljós að þrjú verktilboð bárust. Eitt frá Akureyri, annað frá Reykjavík og það þriðja úr Hafnarfirði. Akureyrarverktakinn vildi taka þrjár milljónir fyrir verkið, Reyk- víkingurinn sex og Hafnfirð- ingurinn níu milljónir. Þótti borgarstjóra verkið misdýrt og ákvað að kalla verktakana þrjá fyrir sig og leita eftir skýringum. Kallaði hann fyrst fyrir sig Akureyring, og spurði hvernig hann vildi sundurliða tilboðið, og ekki stóð á svarinu: „Milljón í efni, milljón í laun og milljón í hagnað," svaraði Akureyringurinn. Gott og vel hugsaði borgarstjóri og beindi sömu spurningu til Reykvíkingsins, og hann svaraði að bragði: „Tvær milljónir í efni, tvær milljónir í laun og tvær milljónir í hagnað," sagði Reykvíkingurinn án þess að blikna. Og borgarstjóri hugsaði með sér, að hér væri ekkert gefið við dyrnar. Eftir þessi svör gerðist borgarstjóri eftirvæntingarfullur og vildi ræða við Hafnfirðinginn strax. Lagði hann sömu spurningu fyrir hann, og ekki stóð á svarinu: „Jú, sérðu til. Ég tek þrjár milljón- ir. Þú færð þrjár milljónir sjálfur — og svo látum við Akureyringinn vinna verkið fyrir þrjár millj- ónir...“ VIÐ HÖFUM stundum birt perlur úr því ágæta blaði, Lögbirt- ingablaðinu, og þá einkum til- kynningar um stofnun fyrirtækja með kostuleg nöfn. Forsvarsmenn fyrirtækisins Pakkning h/f, sem er systurfyrirtæki Plastprents h/f, komu okkur til hjálpar í nýlegum Lögbirtingi. Þar tilkynntu þeir að hið gagnsæja heiti fyrirtækisins væri hér með lagt niður. I stað þess væri tekið upp annað, mun sveigjanlegri merkingar: Pakk h/f. Ekki er ljóst hvað forráðamenn fyrirtækisins meina með þessu, en við skulum vona að hér sé ekki um samheiti á starfsfólkinu að ræða. ALLTAF heyrir maður eitthvað nýtt. Nú hafa vísindamenn gert þá uppgötvun úti í heimi, að sykur- laust te geti haft gífurlega góð áhrif á tennur fólks. í teinu eru nefnilega tannínsýrur, sem sagðar eru næstum jafnáhrifamiklar gegn tannskemmdum og flúor. Japanir eru þegar farnir að framleiða tannkrem með tanníni og von er á munnskoli með þessu efni þar í landi. Rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum tanníns við há- skóla í Bandaríkjunum og segir tannlæknaprófessor þar í landi að þarna sé líkast til komin skýringin á því hvers vegna margir te- drykkjumenn hafa svona góðar tennur. ENN um tennur .. . og það er ekki ofsögum sagt af því hvað býr í kýrhausnum. Reyndar í manna- hausum líka, eftir því sem þeir segja í tannlæknadeildinni við Kaliforníuháskóla. Þeir eru að kanna hvort hægt er að hjálpa heyrnarlausu fólki til þess að fá einhverja heyrn með því að setja móttökutæki í holu eftir fjarlægða tönn. Það er meira að segja búið að finna upp nafn á þessa fræði- grein, „audiodontics", en hún byggist á því hve tennur okkar endurvarpa vel hávaða. Þetta gæti vakið miklar vonir hjá heyrnar- daufum, en teiknari bresks dag- blaðs gerði hins vegar bara grín að öllu saman. r b ÞAÐ er víða verið að berjast við fordómana í tengslum við eyðni. Herferðir á borð við þá sem land- lœknisembœltid hér á landi stendur fyrir, eru í gangi í flestum þjóðlöndum og er megináherslan lögð á að kynna fóiki smitleiðirnar og hvernig hægt er að verjast þeim. Díana prinsessa, eiginkona Karls Filippussonar, mun opna sjúkrahús fyrir eyðnisjúklinga næstkomandi mánudag og hefur hún fengið fyrirmæli frá heil- brigðisyfirvöldum landsins um að taka í höndina á a.m.k. einum sjúklinganna. Vonast er til þess að myndir af þessum viðburði verði birtar í blöðum og sjónvarpi og til- gangurinn er sá að sýna fólki fram á að veiran berist ekki á milli manna við snertingu. SMARTSKOT HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Rápherra „Nú skyldi enginn láta nafnið glepja sig og 1 Sovétríkjunum hímir fólk í helsi halda ad hér sé,,hœttulegur“ sósíalisti á ferð.“ og harla fátt til eftirbreytni lokkar. Við gætum þó lært að skerða ferðafrelsi WÐING ALWÐUBLAÐSINS I VIKUNNI A GREIN forsætisráðherrans okkar. NORSKA BLM. SVEN ARNE KORSHAMN UM ÍSLENSKA ALWÐUFLOKKINN OG VIÐTAL VIÐ Niðri FORMANN HANS. Ertu hræddur við Hljóðvarp? Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri á Bylgjunni „Nei." — En er Hljóðvarp h/f ekki Ifklegt til að veita ykkur mun harðari samkeppni en Rás 2 gerði í byrjun? „Það er ómögulegt að segja. Það er margt ágætt fólk þarna um borð. En hversu hröð samkeppnin verður kemur í Ijós með dagskrárplönum og útvarpshlustun." — Stofnendur Hljóðvarps eru dagskrárgerðarmenn, bæöi af Rásinni og Bylgjunni. Ertu hræddur við að missa fleira starfsfólk á nýju stöðina? „Á þessum byltingartímum er mikil hreyfing á starfsfólki. Við tókum mikið af fólki frá Ríkisútvarpinu á sínum tfma. Ég kom þaðan, Hallgrímur Thorsteinsson og Páll Þorsteinsson komu þaðan líka og fleiri og fleiri. Jón Axel, einn af stofnendum Hljóðvarps, kom frá Ríkisútvarpinu til okkar og er nú farinn á enn nýtt útvarp. Það er engin leið að spá fyrir um þetta. — Fleiri hafa farið en Jón Axel. Um daginn misstuð þið einn af fréttamönnunum, Árna Snævarr, í öfuga átt — til Rfkisútvarpsins? „Ég held að þetta séu tiltölulega fáar uppsagnir, miðað við að hér vinnur á fjórða tug starfsmanna. — Það stendur fyrir dyrum andlitslyfting hjá Rás 2, ný stöð á leiðinni og þið haldið áfram. Allar þessar stöðvar munu útvarpa allan sóiarhringinn dagskrám sem eru svipaðrar gerðar. Munuð þið ekki drepa hvern annan f samkeppninni? „Það er engin leið að spá fyrir um hvað þessi markaður getur borið mikið. Hvort hann muni stækka — hvort hann tekur eitt- hvað af prentmiðlunum. Ef við lítum á næturútvarpið, þá höfum við einir rekið næturútvarp hingað til alla daga vikunnar. Það eru tiltölulega fáir hlustendur á nóttinni. Okkur fannst hins veg- ar að þessir fáu hlustendur ættu skilið einhverja þjónustu. Úr því Ríkisútvarpið hafði ekki, á 56 ára ferli sínum, tekið þetta upp, ákváðum við að slá til. Menn verða síðan að gera það upp við sig hvort þeim þykir taka þvf að keppa um eyru þessa fólks. En við munum halda áfram. Það er ekki nokkur vafi á því." — Fréttadeildin ykkar hefur stundum fengið ákúrur, en nú stendur til að stokka þar eitthvað upp. „Hallgrímur Thorsteinsson er að taka við starfi fréttastjóra og við erum að setja vissar breytingar í gang. Þegar við fórum af stað var margt nýtt í starfseminni. Fréttamennirnir þurftu að vinna mikla tæknivinnu. Þessu fylgdu náttúrulega byrjunar- örðugleikar. Við höfðum ekki 56 ára reynslu að byggja á. Við urðum að vinna þetta upp á 56 dögum og það hefur orðið gjör- breyting á því sem fréttadeildin hefur verið að gera. Við tökum þátt í fréttamennsku af engu minni metnaði og látum en Ríkis- útvarpið. Við reynum að vera með í því sem við mögulega get- um. Ég held t.d. að fréttaflutningur okkar frá Moskvu hafi skilað meiru en það sem Ríkisútvarpið gerði." — En hvaða breytingar fylgja Hallgrími? „Það verða ýmsar breytingar. En tíminn verður að leiða það í Ijós." — En Elli-Bylgjan. Er hún ekkert á leiðinni? „Það er allt í burðarliðnum. Það er verið að vinna undirbún- ingsvinnu i kringum hana. En við höfum ekki viljað binda okkur við neinn fastákveðinn dag ennþá." — Nýjar og breyttar stöðvar hafa ekki dregið kjarkinn úr ykkur í sambandi við nýja rás? „Nei, en við tökum að sjálfsögðu mið af breyttum aðstæð- um. (sambandi við nýju rásina erum við að hugsa um allt ann- an hlustendahóp. En ég hef aldrei gert ráð fyrir því að þetta yrði einhver leikur. Ég hef alltaf gert ráð fyrir því að þessi slagur mundi harðna. Við höfum búið okkur undir þetta og höfum ákveðna hluti í pokahorninu." — Hver eru leynivopnin? „Það eru leynivopnin." Fyrir skömmu var stofnað hlutafélag, Hljóðvarp h/f, og er ætlun að- standenda þess að hefja starfsrækslu nýrrar útvarpsstöðvar. Dagskrá hinnar nýju útvarpsstöðvar mun verða (Kkingu við dagskrá Rásar 2 og Bylgjunnar. Á hálfsárs llftfma sfnum hefur Bylgjunni tekist að ná ótvf- ræðum yfirburðum á þessum markaði. Nú standa fyrir dyrum gagn- gerar breytingar á Rás 2 og ný útvarpsstöð er í fæðingu. Samkeppnin mun þvf harðna. Við tókum Einar útvarpsstjóra Sigurðsson tali Itilefni af þvl. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.