Helgarpósturinn - 05.03.1987, Síða 5
INNLEND YFIRSYN
eftir Óskar Guðmundsson
✓
Atveislan mikla
Ekki búist við átökum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Talið er að
einhverjir fái útrás fyrir óánægju við varaformannskjör. Ungu
markaðsriddararnir af malbikinu með nýjar áherslur í pólitíkinni:
„byggðastefna unga fólksins". Framboð formanns SUS í sveitinni
setur friðsælan svip á ungliðana.
„Nei, ég býst ekki við átökum á þessum
landsfundi," sagði Þorsteinn Pálsson formað-
ur Sjálfstæðisfiokksins á biaðamannafundi
sem hann hélt á mánudaginn til að skýra frá
landsfundi flokksins sem settur er í dag,
fimmtudag og stendur fram á helgi. Lands-
fundurinn er talinn verða ein allsherjar
halelújasamkoma, enda stutt í kosningarnar
og fundurinn eins og liður í kosningabaráttu,
„pepp fyrir liðið" eins og einn heimildar-
maður okkar komst að orði. Pannig verður
hápunktur þessarar „pólitísku" samkundu
sameiginlegur kvöldverður landsfundarfull-
trúa, allt að 1200 manns, í Laugardalshöll.
„Þar verður etið og drukkið og ofið í eining-
arband."
AFRAM VEGINN. . .
Sjálfstæðisflokkurinn er að sjálfsögðu í
kosningaham, og á landsfundinum má
hvergi sjá misfellur. Gallarnir við að halda
„glansfund" af þessum toga eru einkum þeir,
að ekki skapast spenna eða sérstakur áhugi
í kringum fundinn. En á hinn bóginn mun
tækifærið verða notað til að sýna hversu stór
flokkurinn er og sterkur, og til að minna á að
það sé eiginlega Sjálfstæðisflokknum að
þakka hversu mikill þorskur hefur veiðst úr
sjónum og hversu hátt verð hefur fengist fyr-
ir þá skepnu. Góðærið verður notað til hins
ýtrasta og sagt i þessum dúr: lífskjörin hafa
aldrei verið betri, verðbólgan aldrei minni,
hvaða ástæða er til að breyta — viljið þið
breytingu hér á?
Þorsteinn Pálsson talaði mjög í þessa veru
á fyrrnefndum blaðamannafundi og lýsti
ánægju sinni með árangurinn á stjórnar-
tímabilinu, með samstarfið við Framsóknar-
flokkinn og verkalýðshreyfinguna — og
áfram veginn í vagninum ek ég. Hins vegar
gaf hann Alþýðuflokknum einnig undir fót-
inn léttilega. Slíkt daður hlýtur að teljast eðli-
legt, þó ekki væri nema vegna þess að Fram-
sóknarflokkurinn hefur komið illa út úr
skoðanakönnunum — og ef fylgi þess flokks
yrði ekki meira í næstu kosningum, er úti-
lokað að núverandi stjórnarflokkar geti
starfað saman í næstu ríkisstjórn. Skiptir þá
engu hvort vilji standi til áframhaldandi
hjónabands eður ei. Dragi til skilnaðar, verð-
ur hins vegar haldið áfram á sömu braut með
krötunum, að því er forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins segja. Sjálfstæðisflokkurinn vill
áreiðanlega ekki að pólitísk barátta næstu
vikna fari mikið út fyrir ramma góðærisins
og þjóðarsáttar, sem flokkurinn þakkar sér,
„stétt með stétt".
ÞORSTEINN STERKI
Ástandið í flokknum einkennist mjög af
því, að Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra
og flokksformaður hefur mjög verið að
styrkja stöðu sína út á við. Þetta kemur
glöggt fram í skoðanakönnunum um þess
háttar hluti (sjá t.d. skoðanakönnun í HP í
dag). Morgunblaðið hefur fylgt formanni sín-
um vel eftir siðustu vikurnar á fundaherferð
hans um landið og fundirnir hafa verið fjöl-
sóttir og þótt vel heppnaðir fyrir formann-
inn.
Hér er auðvitað um meðvitaða pólitík að
ræða; flokknum þykir það heillavænlegast í
kosningabaráttunni að auglýsa sem mest
upp Þorstein formann og þannig freista þess
að „gömlu jálkarnir" gleymist og þó sérstak-
lega að Albert Guömundsson falli í skugg-
ann, það eigi að kjósa um Þorstein Pálsson
umfram annað.
Þetta hefur hins vegar í för með sér, að
stjarna annarra á himni Sjálfstæðisflokksins
dofnar eilítið amk. um tíma, svo sem Davíds
Oddssonar og Fridriks Sophussonar. En þó
Þorsteinn hafi ómótmælanlega styrkt stöðu
sína að undanförnu er fjarri því víst að hann
verði sterkur formaður til langframa, hann
er enn í hlutverki „blaðafulltrúa", sem Styrm-
ir Gunnarsson Morgunblaðsritstjóri úthlut-
aði honum fyrir nokkrum árum.
Heimildarmenn okkar í Sjálfstæðisflokkn-
um segja, að ekki séu minnstu líkur á öðru
en Þorsteinn fái einhliða stuðning og hvatn-
ingu frá landsfundarfulltrúum, bæði um mál
sem hann ber fram sem og persónu sína þeg-
ar kemur til formannskjörs. „Landsfundur-
inn verður landsfundur Þorsteins Pálssonar"
sagði heimildarmaður í flokknum.
En hver ákveður hvaða áherslur þessi
flokkur leggur í kosningabaráttu, t.d. um að
keyra á auglýsingu um formanninn? Mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins kýs framkvæmda-
stjórn, sem ber mikia ábyrgð, m.a. á slíkum
hlutum. í henni sitja Birgir ísleifur Gunnars-
son, Ólafur G. Einarsson, Kjartan Gunnars-
son, Jón Hákon Magnússon, Ingimundur
Sigfússon, Esther Gudmundsdóttir — og
fundi hennar mun einnig sitja Friðrik
Sophusson, varaformaður flokksins. Þessi
nefnd sér um áróðursmál í stórum dráttum
og starfar með kosningastjórn, sem kemur
sjaldan saman. í henni eru forystumenn
flokksins og efstu menn á framboðslistum
flokksins í öllum kjördæmum. Auk þessa eru
kosningastjórnir í hverju kjördæmi. í Reykja-
vík eru m.a. í henni Sveinn Skúlason, for-
maður fulltrúaráðsins, og þrír efstu menn
listans. Samkvæmt heimildum blaðsins hef-
ur sú kosningastjórn enn ekki komið saman
— og Albert sem einnig er í henni hefur ekki
unnið að flokksstarfi að ráði í mörg ár, utan
prófkjörsbaráttu. Reykjavík verður því látin
falla undir verndarvæng formannsins eins
og önnur kjördæmi þegar ímynd flokksins
verður kynnt kjósendum.
VARAFORMAÐURINN
Á LAUMUFUNDUM
Á blaðamannafundi flokksins á dögunum
kom fram, að Fridrik Sophusson, varafor-
maður, hefði einnig haldið fjölda funda út
um allt land að undanförnu. Með honum í för
hefðu verið fleiri forystumenn eins og Ólafur
G. Einarsson og Birgir ísleifur. Þessir fundir
hafa ekki farið hátt í frásögnum, t.d. í Morg-
unblaðinu. „Það er ekki nema von, því yfir-
leitt hefur verið um trúnaðarfundi að ræða,
þar sem menn hafa farið yfir ástandið, sem
er mjög gott um allt land í okkar flokki," segir
Friðrik Sophusson í viðtali við HP.
Innan flokksins í Reykjavík hefur gætt
gagnrýni á Friðrik fyrir að eyða timanum í
flokksstarf á landsbyggðinni, — „hann er
eins og þingmaður Trékyllisvíkur," sagði
einn heimildarmaður HP í flokknum í
Reykjavík.
Margir telja, að flokksmenn geti ekki feng-
ið útrás fyrir óánægju sína með flokkinn í
kosningu um Þorstein formann að þessu
sinni og muni frekar leyfa sér að bregða á
leik í kosningum um varaformannsembætt-
ið. Orðrómur er á kreiki um að einhverjir
stuðningsmenn Eyjólfs Konráds Jónssonar
fyrrverandi „þingmanns Heimdallar" muni
setja hans nafn á blað. Þá hefur einnig heyrst
nafn Sverris Hermannssonar ráðherra
fræðslumála í þessu sambandi. Það nafn var
einnig nefnt i sama samhengi fyrir síðasta
landsfund. „Með slíkum orðrómi er oftast
nær einungis verið að styrkja viðkomandi
persónur innan flokksins," sagði einn heim-
ildarmaðurinn um þessa hugsanlegu fram-
bjóðendur.
Og alveg eins og fyrir síðasta landsfund
flokksins 1985 hefur nafn Davíðs Oddssonar
verið nefnt í sambandi við kjör á forystu. En
heimildarmenn okkar telja slíkan samblást-
ur nú afar ólíklegan: „Davíð verður aldrei
neitt „vara" í okkar flokki, hann vill ráða,
stjórna, baða sig í valdi, án þess að þurfa að
taka tillit til hinna." Engu að síður er ævin-
lega horft til hans, þegar rætt er um þörf á
Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæöisfiokksins
„Landsfundurinn verður landsfundur Þorsteins Páls-
sonar". Smartmynd.
„sterkari foringja" innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Það má ekki gleyma JósefStalín sem hef-
ur fengið tilnefningu í forystukjöri á lands-
fundi í Sjálfstæðisflokknum eins og reyndar
fleiri sterkir, þegar fulltrúar hafa brugðið á
leik til að hindra „rússneska kosningu" for-
ystumanna sinna.
ÞJÓÐARSÁTTIN ÁFRAM
— KUNNINGJAÞJÓÐFÉLAGIÐ
Allt sem gerist á landsfundinum tekur mið
af ytri aðstæðum. Auðvitað óttast flokkurinn
hugsanlegt fylgistap; í Reykjavík vegna
Alberts og samkeppni við Alþýðuflokkinn,
— úti á landsbyggðinni vegna óánægju þar
með ríkisstjórnina og ekki óeðlilegt að kæmi
til fylgistaps svo sem hjá hinum ríkisstjórnar-
fiokknum. Þess vegna gæti Sjálfstæðisflokk-
urinn tapað til Kvennalista og Þjóðarflokks-
ins eins og hinir gömlu flokkarnir. M.a. þess
vegna verður hvatt til varfærni og síður sleg-
ið á reykvíska neytendastrengi og hamrað á
niðurskurði félagslegrar þjónustu eins og
stundum áður. Þó mörgum verði tíðrætt um
ábyrgð stjórnmálamanna og siðferði í að-
draganda kosninganna, þá mun Sjálfstæðis-
flokkurinn ef að líkum lætur ekki leggja
ofuráherslu á slík mál.
Hins vegar mun Sjálfstæðisflokkurinn
halda áfram með þjóðarsáttina við verka-
lýðsforystuna, eins og Þorsteinn Pálsson
staðfesti á blaðamannafundinum. Vilhjálm-
ur Egilsson segir að þjóðarsátt á vinnumark-
aði geti haldið áfram um nokkra hríð. Hins
vegar byggist hún á kunningjaþjóðfélaginu
— hún sé tilkomin vegna þess að menn í
hagsmunasamtökunum hafi kynnst og við-
urkennt hver annan. Hins vegar eigi kunn-
ingjaþjóðfélagið eftir að springa þó síðar
verði. En það sé ekkert við það að springa
núna eða á næstu árum. „Það reynir ekki
verulega á þetta fyrr en við lendum í næsta
erfiðleikatímabili," segir Vilhjálmur í samtali
við HP.
„SVEITAMANNAFLOKKUR"
í SÓKN
Á blaðamannafundinum voru kynntar til-
lögur svo tugum skiptir, sem lagðar verða
fyrir fulltrúa á landsfundi. Hins vegar kvað
formaðurinn að stjórnmálaályktunin myndi
verða eins konar kosningaplagg, þar sem
svo skammt væri til kosninga, en drögin að
henni voru ekki tilbúin í vikubyrjun. Hún er
undirbúin af nefnd undir forsæti Geirs
Haarde.
Þorsteinn lýsti sig ánægðan með árangur í
skattamálum, húsnæðismálum, landbúnað-
armálum o.s.frv., þannig að ekki er ástæða til
að gera ráð fyrir ályktunum sem ganga þvert
á þegar markaða stefnu flokksins í ríkis-
stjórn. Hins vegar gætu komið til atkvæða
ályktanir um frjálsan innflutning á landbún-
aðarafurðum, frjálst olíuverð eða eitthvað
svipað. Það breytti hins vegar engu hvort
slíkar ályktanir yrðu samþykktar eða ekki,
miðað við slíkar samþykktir áður. Hjá öllum
stjórnmálaflokkunum fyrnist mjög fljótt yfir
slíka hluti.
Á hinn bóginn segja heimildarmenn innan
Sjálfstæðisflokksins að sú staðreynd, að for-
maður flokksins sé þingmaður fyrir lands-
byggðarkjördæmi — að ekki sé talað um
þegar formaður SUS er í framboði úti á landi
— setji mjög svip sinn á landsfundinn og
kosningabaráttuna.
Allt í einu eru hinir gömlu markaðsriddar-
ar höfuðborgarinnar eins og Þorsteinn Páls-
son og Vilhjálmur Egilsson komnir í slægj-
una í túninu syðra og nyrðra og sveifla lján-
um ógnvekjandi yfir hálmstráum frjáls
markaðar á höfuðborgarsvæðinu. Stefnir,
tímarit ungra sjálfstæðismanna var að koma
út tileinkað „splunkunýju" hugtaki (að vísu
fengið að láni frá gamla fólkinu úr gömlu
flokkunum) nefnilega „byggdastefnu". Hag-
fræðingur Vinnuveitendasambandsins í
Reykjavík kvartar þar í grein sáran undan
„eyðslu", sem leitt hefur til ,,uppgangs í
ýmsum greinum verslunar, framkvœmda og
þjónustu á höfudborgarsvœdinu" og greini-
legt að Vilhjálmur er korninn til framboðs í
sveitinni.
Ungir sjálfstæðismenn eru því komnir
með gamla stefnu flokka eins og Framsókn-
ar og Alþýðubandalags eða hvað? „Nei,
þetta er allt önnur nálgun að viðfangsefn-
inu," segir Vilhjálmur í spjalli við HP. Að
þessu sinni mun unga fólkið á landsfundi
halda fram „byggðastefnu unga fólksins" að
mati Vilhjálms Egilssonar, og allir heimildar-
menn okkar voru sannfærðir um að þessi
fundur yrði með mikilli spekt og ekki blásið
til leiftursóknar í bili. „Aðstæðurnar leyfa
það ekki, við viljum allir leggja okkar af
mörkum í þágu sameiningarinnar," sagði
einn fulltrúa á landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins. Sá sagðist ekki láta sig vanta í matarveisl-
una á laugardagskvöldið, — átveisluna miklu
þar sem 1200 dyggustu trúnaðarmenn Sjálf-
stæðisflokksins munu njóta samvistanna.
HELGARPÓSTURINN 5