Helgarpósturinn - 05.03.1987, Síða 9

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Síða 9
eftir Gunnar Smára Egilsson myndir Jim Smart eftir llluga Jökulsson þennan innflutning íslenskra ferða- manna. Samkvæmt alþjóðlegum reglum er flugfarþegum óheimilt að flytja með sér meira en 5 kíló af skotvopnum og skotfærum, og ber þeim að greina frá þessum farangri sérstaklega. Þetta er gert af öryggis- ástæðum, en eins og skiljanlegt er hefur smyglarinn hag af því að fara leynt með vopnaflutning sinn og því farast þessar öryggisráðstafanir fyrir. Nokkrir þeirra skotveiðimanna er HP ræddi við, töldu sig hafa vissu fyrir því að í nokkrum ferðum frá Grænlandi hefðu komið tugir vopna í sömu ferð. I þeim tilfellum eru menn að flytja inn vopn umfram eigin þarfir. SJÓMENN GOÐIR VIÐSKIPTAVINIR Það gera einnig sjómenn sem smyglað hafa inn byssum, einkum frá Bretlandi. Flest Evrópulönd hafa ritað undir samþykkt þess efnis að veita hvert öðru upplýsingar um kaup útlendinga á skotfærum í sínu landi. Bretland er eitt fárra Evrópu- landa sem ekki hafa ritað undir þessa samþykkt. Afgreiðslumenn í Lightwood, sportveiðiverslun í Grimsby, sem HP valdi af handahófi, könnuðust vel við vopnakaup íslenskra sjómanna. Þeir sögðu að íslenskir fiskimenn hefðu keypt tugi, ef ekki hundruð byssa á undanförnu ári. Sjálfhlaðnar haglabyssur væru vinsælar, en því færi fjarri að íslendingar einskorð- uðu sig við þær. Af þessari stikkprufu í Grimsby má ætla að byssur séu farnar að keppa við myndbandstæki og áfengi sem vinsæll smyglvarningur. Fiskimenn selja afla sinn víðar í Bretlandi og farmenn sigla til margra landa sem ekki hafa undir- ritað ofangreindan samning um upplýsingaskipti um byssukaup. AFLEIÐING ÞRÖNGRA LAGA Þegar HP innti Hjalta Zóphónías- son eftir því hvort aðgerða væri að vænta frá ráðuneytinu, sagði hann að engar sérstakar aðgerðir, um- fram það eftirlit sem fælist í núgild- andi lögum, stæðu fyrir dyrum. Hann tók dæmi af þjóðvegi þar sem hámarkshraði væri 60 kílómetrar á klukkustund, en umferðin lægi í 70 kílómetrum. Slíkt kallaði ekki á harðar aðgerðir. Af viðræðum HP við menn er hafa með þessi mál að gera, er ljóst að bann við sölu á sjálfhlöðnum haglabyssum í núgildandi lögum er þeim flestum þyrnir í augum. Hagla- byssan hefur nú nær útrýmt rifflin- um sem helsta veiðivopnið og þykir flestum það til mikilla bóta. Mönn- um finnst hins vegar hart að þurfa að hlíta lögum um það hvort þessar byssur eru sjálfhlaðnar eða ekki. Þetta er sjálfsagt rík ástæða fyrir að- gerðaleysinu. En samkvæmt könnun HP er langt í frá að smyglið sé einskorðað við þessa tegund vopna. ráðuneytinu, sagði að þetta bann hefði að öllum líkindum verið sett á sínum tíma vegna hugmynda al- þingismanna um „herramannsleg- ar“ veiðiaðferðir. Þeir hafi talið sanngjarnt að fuglinn hefði þann tíma til að forða sér sem tæki að hlaða byssuna aftur. EIN BYSSA Á HVERJA SEX ÍSLENDINGA Þeir skotveiðimenn sem HP ræddi við sögðust einnig vita til þess að menn létu hjá leiðast að skrá önnur vopn en sjálfhlaðnar hagla- byssur. Ef til þess kæmi að lögregla og tollyfirvöld gerðu gangskör að því að loka fyrir helstu innflutnings- leiðir, gætu þessir aðilar gengið að þeim vísum með því að lesa af skránum, hvaða einstaklingar væru stærstu söluaðilarnir. Þó einungis ef allir færu með vopn sín til skráning- ar. Þar af leiðandi eru menn tregir til. Viðmælendur HP töldu nær ómögulegt að skjóta á fjölda óskráðra vopna á íslandi. Flestir sögðu þau skipta þúsundum, aðrir nefndu 10 þúsund, enn aðrir meira. Einn viðmælandinn taldi að álíka miklu væri smyglað inn af vopnum eins og flutt væri inn löglega. Það eru 6-700 byssur á ári. Þegar óskráðar byssur eru taldar með, er ekki óvarlegt að áætla skot- vopnaeign íslendinga á bilinu 30—40 þúsund byssur. Það þýðir að 6—7 íslendingar séu um hverja byssu, og þá eru ómálga börn talin með öðrum. KROSSAPRÓF ÁSKILIÐ Sportveiðimennska verður sifellt vinsælli íþróttagrein. Til þess að geta stundað hana þarf viðkomandi að hafa byssuleyfi og eiga byssu eða riffil. Auðvelt er að afla sér byssu- leyfis. Umsækjandinn þarf að hafa hreint skavottorð og vera andlega heilbrigður. Lögreglustjóra er skylt að kanna hæfni hans, en í fram- kvæmd hefur það próf aðallega ver- ið í formi krossaspurninga sem lagð- ar eru fyrir umsækjendur. Skotveidi- félag íslands hefur sent ráðuneytinu tillögur um hertar kröfur um hæfni umsækjenda, en lögin munu vera til endurskoðunar þar. Það er ekki vitað hversu margir ís- lendingar hafa byssuleyfi, eða hversu margar byssur fyrirfinnast hérlendis. Talið er að þeir séu á bil- inu 15—20 þúsund talsins. Um helm- ingur þeirra stundar veiðimennsku að einhverju ráði. SMYGLA NIÐUR- GREIDDUM BYSSUM Þessir veiðimenn þurfa að borga háa tolla og álagningu af skotvopn- um þegar þeir kaupa þau út úr búð á íslandi. Ríkið tekur um helming af útsöluverðinu í sinn vasa. Því þykir mörgum freistandi að smygla með sér byssu þegar þeir koma frá út- löndum. Góða byssu geta menn keypt fyrir 50—80 þúsund krónur erlendis, en sambærilegt vopn kost- ar hér 100—150 þúsund krónur. En þótt ótrúlegt kunni að virðast er töluverðu smyglað af vopnum frá Grænlandi. Þangað leggja fáir leið sína, en fyrir skotveiðimann getur slík ferð borgað sig. Ferð til Græn- lands kostar ekki nema um 11 þús- und krónur, báðar leiðir. Þar geta menn hins vegar fengið keypta byssu á um 20 þúsund krónur, sem kostar hér um 80 þúsund krónur. Menn þurfa því ekki að kaupa nema eina byssu til þess að ferðin borgi sig og skili tæplega 50 þúsund króna sparnaði. Þann sparnað er auðvelt að auka með því að kippa með sér nokkru magni af skotfærum, sem eru, eins og byssurnar, niðurgreidd af danska ríkinu. ÖRYGGISRÁÐSTAFANIR HUNSAÐAR Þessi innflutningsleið á skotvopn- um er það kunn, að dómsmálaráðu- neytið hefur frétt af henni og hefur ráðuneytið gert tollgæslunni við- vart. En samkvæmt upplýsingum frá Grœnlandsflugi hefur mönnum þar enn ekki verið tilkynnt um Umtalsveröu magni af skotvopnum er smyglaö frá Grœnlandi og Bretlandi. I vopnlausu landi er til ein byssa á sjötta hvern íbúa. Lögreglan skráir öll skotvopn, án þess aö kanna hvort um smyglvarning sé að ræöa. íslendingar eru vopnlaus þjóö, eöa svo segir þjódsagan. Samt sem áður er það viðurkennd staðreynd að hér er stundað umtalsvert vopna- smygl og leynileg vopnasala sam- fara því. Mikið er um að skotveiði- menn smygli með sér byssum er þeir koma heim úr ferðalögum erlendis. Einnig er stundað vopnasmygl í auðgunarskyni frá Grænlandi, þar sem vopn eru niðurgreidd afdanska rtkinu. Pá eru skotvopn vinsœll smyglvarningur meðal íslenskra sjómanna, bœði farmanna og fiski- manna. Dómsmálaráðuneytinu er kunn- ugt um ofansagt, og hefur m.a. látið tollgæslunni í té upplýsingar um vopnasmyglið frá Grænlandi. Meðal skotveiðimanna er almenn vitn- eskja um þetta smygl. Þeir sem versla með skotvopn hafa einnig orðið varir við smygluð vopn, m.a. hefur þeim verið boðinn slíkur varningur í umboðssölu. Enginn veit fyrir víst hver byssu- eign íslendinga er. Þó er ljóst að þjóðin er langt frá því að vera vopn- laus, eins og hún státar sig af. Lögreglustjóraembættin i hverju héraði eiga samkvæmt lögum að skrá öll skotvopn. Yfirumsjón með því hefur dómsmálaráðuneytið, en þar er engin samræmd skrá til. Talið er að skráðar byssur séu á bilinu 20—25 þúsund. Það gerir eina byssu á níunda hvern íbúa. „HERRAMENNSKA" í LÖGUNUM Við þetta bætast óskráðar byssur. Þegar skotvopn eru færð inn til skráningar á lögreglustöðvum er uppruni þeirra ekki kannaður. Nægjanlegt er að geta þess aðila sem vopnið er keypt af, hvort sem um er að ræða einstakling eða versl- un. Að sögn Valdimars Sigurðsson- ar, þess sem sér um skráningu skot- vopna í Reykjavik, leggur lögreglan meiri áherslu á að skrá öll vopn, en að uppræta hugsanlegt smygl. Eng- ar ráðstafanir eru gerðar er fælt geti menn frá því að skrá byssur sínar. En samt sem áður hafa menn ástæður til að forðast það að skrá byssur. Samkvæmt núgildandi lög- um um skotvopn, sprengiefni og skotelda er óheimilt að flytja inn sjálfhlaðnar haglabyssur. Þetta er mjög umdeilt atriði meða! skot- veiðimanna, og reyndar einnig meðal manna innan lögreglunnar og í ráðuneytinu. Hjalti Zóphónías- son, skrifstofustjóri í dómsmála- Samkvæmt upplýsingum frá afgreiðslumönnum í sportveiði- versluninni Lightwood í Grimsby eru íslenskir fiskimenn traustir við- skiptavinir. Þeir segjast hafa selt þeim tugi, ef ekki hundruð, skot- vopna á undanförnu ári. MANNFORNIR OG KAFFIHÚSASKÁKIR — Ad afloknu IBM-skákmótinu Eftirminnilegasta skákin á IBM- skákmótinu? Bráðfallegir sigrar stráksins Shorts á Ljuboievic eða Timman? Æsilegar tímahraksskák- ir Jóns L. gegn Timman, Ljuboievic og Kortschnoi? Kóngssókn Jóhanns gegn Short þegar sá síðarnefndi var farinn að halda að hann vœri guð? Mannfórnir Tals gegn þeim sama Jóhanni eða fjandvini sínum Kort- schnoi? Endatafl Kortschnois gegn Timman sem hann vann bara afþví hann œtlaði sér það? Kolgeggjað jafntefli Ljuboievic og Pólúngaévsk- ís? Pað er af nógu að taka. Eg skal viðurkenna að ég varð ekkert upp- rifinn þegar fréttist fyrst að hér œtti að halda skákmót í 14. styrkleika- flokki, en sterkari gerast skákmót varla. Mót af þessu tagi eru yfirleitt frið- samleg; skákmeistararnir mjög jafn- ir að styrkleika og bera virðingu hver fyrir öðrum. Eg sá þetta fyrir mér: stutt jafntefli á flestum borðum nema hvað allir reyndu að vinna ís- lendingana. Helgi, Margeir, Jón L. og Jóhann á höggstokknum en hinir færu í gufubað eftir ellefu leiki eins og Spassky. Það hýrnaði svo aðeins yfir mér þegar þátttakendalistinn var birtur. Þetta voru þó að minnsta kosti annálaðir baráttujaxlar en skákvélarnar sátu heima. Því miður átti Beljavskí svo ekki heimangengt en Tal kom í hans stað. Þetta yrði kannski ekki svo afleitt mót. Ég ákvað að vera bjartsýnn. Bjartsýnn? Ég hallast að því að engin bjartsýni hefði getað búið mann undir þær tröllaskákir sem tefldar voru á Loft- leiðum þessa febrúardaga og mars. BISKUPAPAR OG EKKERT PAR Short? Ég sá hann fyrst þegar ég fór með fleiri íslendingum að gefa út mótsblaðið í Luzern á ólympíumót- inu þar haustið ‘82. Þá var hann 17 ára og býsna ólánlegur táningur, gelgjuleg beinasleggja og bólugraf- inn. Heldur ósympatískur. Og af því ég hef ekki nema takmarkaða hæfi- leika til þess að meta hin fínni blæ- brigði skáklistarinnar og verð í stað- inn að velja mér uppáhaldsskák- menn eftir einhverju öðru — því allt- af verð ég að „halda með“ einhverj- um — þá setti ég Short í frystikist- una og fannst heldur leiðinlegt þeg- ar hann sigldi fram úr þeim Miles og Nunn sem sterkasti skákmaður Eng- lendinga. Hann hefur staðið sig frá- bærlega vel síðasta árið og rúmlega það; ég ákvað að nú væri nóg komið og rétt að hann gæfi öðrum séns. Svona dampi gæti 21 árs stráklingur ekki haldið endalaust nema hann væri skilyrðisiaust heimsmeistara- kandídat af gráðu þeirra Karpovs og Kasparovs — og á það vildi ég ekki fallast. Samt þorði ég ekki annað en spá honum sigri; það var lógískast, en vonaði að Ljuboievic tæki hann í karphúsið. Svo birtist Short, reyndist vera öllu mannlegri en í Luzern — eins og eðlilegt mátti heita — þó hann væri fráleitt farinn að fullorðnast nokkuð að ráði í útliti. Það kom líka á daginn að þetta var skemmtileg- asti piltur og bráðgreindur — þetta varð greinilegt þegar ég átti við hann tvö útvarpsviðtöl og einnig í frægu kokkteilboði Davíðs í Höfða. Það sem meira var: drengurinn tefldi alveg eins og engill. Strax í fyrstu umferð vann hann Ljuboiev- ic, sem ég hafði bundið trúss mitt við, á aldeilis stórkostlegan hátt; í næstu umferð var hann að sönnu býsna heppinn gegn Kortschnoi en síðan át hann íslendinga í hvert mál. Loks sýndi hann fram á að biskupa- parið getur verið öllu skárra en „ekkert par" og Timman játaði sig sigraðan. ÞÁTTUR REU KARAGEORGIOU Þó var Rea Argyro Karageorgiou komin til leiks í sjöttu umferð. Menn ímynduðu sér að ungfrú Kara- georgiou (dóttir Florins? heyrðist hvíslað með hryllingi) myndi hafa slæm áhrif á taflmennsku stráksins en það var öðru nær gegn Timman. Samt var Short meira úti í sal í þeirri umferð að kyssa Reu og koma við hana heldur en uppi við taflborðið; hann rétt brá sér að borðinu þegar hann átti leik og hristi þá umsvifa- laust einhverja snilldina fram úr erminni til að komast út í sal á nýjan leik. Re Rea: vitaskuld ríkir geysilegur karlmannamórall meðal skák- manna. Sjálfur hef ég áður leitt að því rök, með tilvísun til lítillar frænku minnar, að konur hafi alltof mikla heilbrigða skynsemi til að bera til þess að geta látið leik eins og skák heltaka sig jafn gersamlega og þau fagidjót sem tefldu á Loftleiðum eða horfðu á. Tjíbúrdanídse, Pía Cramling og þær Polgar-systur (að ekki sé minnst á Khadilkar-slektið á Indlandi) eru ennþá ekki annað en undantekningin sem sannar regl- una. Og af því málum er svona hátt- að — og þetta held ég allir karlmenn viti inn við beinið — þá verða karl- arnir sem hafa skák á heilanum að snúa vörn í sókn og láta sem leikur- inn sé í raun og veru æðri lífinu sjálfu og það sé verst fyrir konur sjálfar að geta ekki neitt í honum. Svo mikið er alla vega víst að karl- remban í sinni tærustu mynd þrífst mæta vel á skákmótum og ýmislegt heyrði ég sagt um Reu Karageorg- iou og hina þeldökku konu Tim- mans sem ég ætla ekki að hafa eftir. Reyndar er alltaf gaman að fylgjast með viðbrögðunum þegar konur birtast á skákmótum; það liggur við að kliður fari um salinn meðan menn eru að reyna að átta sig á því hverjum þessi tilheyri. Vei, ó vei, ef hún tilheyrir ekki neinum en virðist hafa vit á skák! Skúnkar og flóðhest- ar verða þá enn glúrnari á svipinn og nálgast sjálfan heimsmeistarann að skákviti. Menn kímdu líka í barm sér og kinkuðu kolli hver til annars þegar Short hætti sigurgöngu sinni eftir komu Reu (ef glæsisigurinn gegn Timman er undanskilinn). Ojæja. Short fannst þetta undarleg- ar hugleiðingar, sagðist einfaldlega hafa verið farinn að ofmeta sjálfan sig eftir sigrana sex í byrjun og tapið gegn Jóhanni Hjartarsyni hefði komið sér niður á jörðina. Eftir það hefði hann einbeitt sér að því að vinna mótið í stað þess að vinna hverja skák og Rea hefði ekki haft þar nein áhrif á. Menn þóttust nú vita betur. . . „ÞESSIR MÆTTU" Ahorfendur á skákmótum eru reyndar merkilegir fyrir fleira en góðlátlega karlrembu sína. (Góðlát- lega segi ég og meina. Mig minnir að allir hafi haldið með Píu Craml- ing á Búnaðarbankamótinu um ár- ið.) Það er engin stéttaskipting á skákmótum. Þar eru menningarvit- ar, fjármálaspekúlantar, alþingis- menn, lögfræðingar, skrifstofu- menn, stúdentar, lögregluþjónar, verkamenn, bílstjórar og bændur og allir eins þegar þeir góna upp á sýningartöflin. Skemmtilegast er að sjá smástráka sem ná fullorðnu fólki varla í hné rekja flóknar vinn- ingsleiðir fyrir þrautþjálfaða áhorf- endur sem sumir hverjir muna eftir því þegar þingfundur féll niður í Al- þingishúsinu af því þingmenn vildu heldur horfa á fjöltefli Alekhines en stjórna landinu. Nú þegar meira að segja Jörundur er seint og um síðir hættur að herma eftir Helga Sæm heldur hann enn sæti sínu meðal áhorfenda á skákmótum og Sæmi rokk er ennþá að spjalla um kenjar Fischers. Sumir mæta bara til þess að komast í dálkinn „Þessir mættu" í DV! Ekki öfundaði ég Sigurdór Sig- urdórsson blaðamann af því hlut- skipti sem sá dálkur var. En sem sé: Short vann mótið vel og tryggilega og minn maður náði sér aldrei á strik. Ljubomir Ljuboie- vic frá Júgóslavíu er afskaplega ánægjulegur skákmaður, hann teflir djarflega og af ódrepandi bjartsýni sem í þetta sinn kom honum í koll. Ljuboievic fór svolítið í taugarnar á sumum áhorfendum; hann er tauga- óstyrkur og sífellt að líta á aðra keppendur eins og til þess að að- gæta hvernig þeim finnist tafl- mennska hans; hann er líka dálítið hégómlegur og á það til að haga sér ögn kjánalega. En mér fannst hann bara skemmtilegur og manni sem teflir eins og hann gerði á móti Pólúgaévskí fyrirgefst allt! Ef ein- hver veit það ekki: hann tefldi eins og hann væri staddur á kaffihúsi í Belgrad en ekki á móti 14. styrk- leikaflokki; fórnaði mönnum og peðum á báða bóga eins og ekkert væri sjálfsagðara og á endanum var skákin orðin svo vitfirringsleg að þeir Pólú sömdu bara jafntefli af því þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð Ég spurði Ljuboievic hvað þetta hefði átt að þýða og hann reyndi að telja mér (en aðallega sjálfum sér, held ég) trú um að þetta hefði allt saman verið yfirmáta sólíd og traust og hann hefði aldrei verið í neinni tap- hættu! Svona mönnum á að bjóða á mót! BURT MEÐ AGDESTEIN! Ég ætla rétt að vona að svona skákmót verði haldið fljótlega aftur hér á landi. Tröllaskákir í hverri um- ferð og stórmeistarajafntefli teljandi á fingrum annarrar handar. Þá verð- ur bara að velja þátttakendur jafn vandlega og á þetta mót (rétt að láta Vaganjan fljóta með!) og helst halda B-mót um leið svo léttlyndu Ameríkanarnir verði gjaldgengir. Við þurfum líka að fara að framleiða alþjóðameistara til að fylgja eftir „fjórmenningaklíkunni". (Meðal annarra orða: það er vitaskuld mesti misskilningur að Islending- arnir hafi staðið sig sérlega illa nema helst Margeir sem er alltof samviskusamur bankamaður. Helgi hefði að vísu mátt vera agressívari en bæði Jón L. og Jóhann unnu tvær skákir af stórmeisturum með yfir 2600 stig og fram á öllu meira var ekki hægt að fara. Hins vegar legg ég til að Agdestein verði ekki framar boðið á mót á íslandi. Hann kom hingað með nokk- cinninga í forgjöf! Bjóðið heldur 'irmian!) En þangað til næsl t hefst: það er léttir að þetta s’ ra búið. Það tók nefnilega ve: á taug- arnar að fylgjast me sum at- gangi öllum. Ég ætlaði 1 mynda að ganga af göflunum ;ar Jón L. var eitthvað að slór, egn Kort- schnoi með fáeinar sekúndur eftir á klukkunni og það var bara í síðustu umferð. Það er, skal ég segja ykkur, ekki síður erfitt að fylgjast með svona móti en að tefla skák. Ég hef að vísu aldrei teflt á svona móti og á það ekki eftir. Ég er bara að vitna í Short. Héðan í frá ætla ég að hafa hann í töluverðum metum. 8 HELGARPÓSTURINN HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.