Helgarpósturinn - 05.03.1987, Side 10

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Side 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson Gunnar Smári Egilsson Guðlaugur Bergmundsson Kristján Kristjánsson Jónlna Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Sigurður Baldursson Sveinbjörn Kristjánsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sími 681511. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Fyrst fréttamennska — svo fjölmiðlafræði Við Háskóla íslands hefur lítillega verið feng- ist við kennslu I greinum tengdum fjölmiðlum og þá einkum félagsfraeði fjölmiðlunar. Nú hefur verið stigið smáskref í þá átt að þjóða nemend- um skólans upp á kennslu i eiginlegri fjölmiðlun, „hagnýtri fjölmiðlun", eins og þetta mun vera kallað í Félagsvísindadeild H.í. Þessu ber að fagna. Það var vonum seinna, að æðsta menntastofnun þjóðarinnar tæki sig til og hæfi tilraun með kennslu í þessari grein enda þótt ekki hafi sést opinberlega heildaráætlun um skipan fjölmiðlanáms í skólanum, hvort stefnt sé að því að útskrifa fólk með B.A. gráður og þá hvernig námið verður samansett. Upp úr 1970 sat nefnd að störfum á vegum Háskólans og menntamálaráðuneytisins þar sem verkefnið var kennsla fjölmiðlafræði eða blaðamennsku við Háskóla íslands. Sumir nefndarmanna vildu, að þetta nám yrði kennt einhvers staðar annars staðar en í háskólanum og þá sérstaklega bent á sérskóla fyrir þessa starfs- og fræðigrein. Aðrir vildu, að háskólinn sæi um málið. Þá greindi menn í nefndinni á um það, á hvað skyldi leggja áherslu í námi stúd- enta. Fulltrúi íslenskunnar (nefndinni lagði meg- ináherslu á markvissa og allvíðtæka íslensku- kennslu enda væri málið verkfæri fréttamanns- ins. Félagsfræðingurinn í nef ndinni hafði allt aðr- ar hugmyndir. Samkvæmt tillögum hans virtist svo sem félagsfræðin væri eins konar undir- stöðugrein fjölmiðlafræðinnar. Þessi nefndarstörf urðu ekki til neins áþreifan- legs. Síðan hefur þetta þjóðþrifamál legið í lág- inni. Heigarpósturinn getur ekki varist þeirri hugs- un, að nú þegar byrjað er að leyfa háskólastúd- entum að þefa af þlaðamennsku á háskólastigi, þá vanti samt einhverja heildaráætlun um það hvernig Háskóli Islands hyggst standa að þess- ari kennslu, hvernig námið verður byggt upp, hvaða greinar verði kenndar og t.d. hver hlutur íslenskunnar á að verða. Það litla skref, sem nú er verið að stíga mun alfarið vera innandeildar- mál Félagsvísindadeildar og málið ekki komið fyrir háskólaráð. Þegar farið er á stað með kennslu af þessu tæi hlýtur að liggja I augum uppi, að farið sé á stað með tiltölulega Ijós markmið, t.d. hvort þessi starfsemi verði áfram í formi einstakra nám- skeiða f einni deild háskólans eða hvort þetta upphaf nú sé fyrsta skrefið í átt til fullgildrar B.A. kennslu, og þá hvort lögð verður áhersla á frétta- mennsku sem slíka, þ.e. starfsnám eða hvort einnig eða jafnframt verður boðið upp á fræði- leg námskeið á hinum ýmsu sviðum fjölmiðla- fræðinnar. Rétt er að skjóta því að hér, að ein- staklingur með B.A. próf getur aldrei talist fjöl- miðlafræðingur. B.A. próf er pungapróf. Eins og við var að búast hefur orðið vart tals- verðrar íhaldssemi í þessu máli og þá einkum hjá þeim, sem starfa við blöðin og hafa ekki fengið formlega skólun í samræmi við strangar fræðilegar kröfur. íslenskir blaðamenn þurfa ekkert að fá minnimáttarkennd þótt þróunin verði sú, að í stétt fréttamanna sæki æ fleiri há- skólamenntaðir menn (greininni. Þeir sem fyrir eru verða ekki verri fyrir vikið og þótt einstakl- ingur hafi staðið sig vel í háskólanámi til B.A. prófs með fréttamennsku sem aðalgrein, er það hreint engin trygging fyrir því að viðkorhandi verði góður blaðamaður. Einstaklingar með B.A. próf í bókmenntafræðum (sem kalla sig bók- menntafræðinga!) þurfa alls ekki að vera skyn- ugri á bókmenntir en vel lesinn leikmaður. Skólanám er ekki gulltrygging góðra verka — á hvaða sviði sem er. En hingað til hefur skólaganga ekki verið talin skaða fólk, eins og ætla mætti af athugasemd- um, sem fram hafa komið um fjölmiðlanámið í háskólanum. Skóli þurrkar ekki út einkenni ein- staklinga og steypir í sama mót. i nútímaþjóðfé- lagi veitir einmitt ekki af sérmenntuðu fólki í fréttamennsku — og þvíhvetur Helgarpósturinn Háskóla íslands til þess að koma á legg B.A. námi í fréttamennsku til að byrja með, og stefna síðan að kennslu til meistaraprófs í eiginlegri fjölmiðlafræði, þar sem lögð yrði áhersla á fræðimennsku en ekki starfsnám. Vist er það hrunið — Sigurður E. Gagnrýni Helgarpóstsins á nýja húsnæðislánakerfið byggist á ein- faldri staðreynd. Forsendur kerfisins eru rangar. Lánsþörfin er gróflega vanmetin. í skrifuðum texta eru af- leiðingarnar afskaplega einfaldar, enda þótt það geti verið erfiður biti að kyngja fyrir þá einstaklinga, sem bundu vonir við nýtt húsnæðislána- kerfi. Afleiðing þess að menn köst- uðu höndunum til við undirbúning nýja kerfisins og neituðu að horfast í augu við staðreyndir sem lágu fyr- ir, þegar frumvarpið varð að lögum, er bidröd, eða eins og Sigurður E. Guðmundsson og Alexander Stef- ánsson kjósa að nefna biðtímann, afgreidslufrestur. um að forsendur nýja lánakerfisins stæðust ekki er rétt. I trúnaðarskýrslu Húsnæðisstofn- unar ríkisins tií Alexanders Stefáns- sonar segir um fyrirsjáanlega láns- þörf vegna ársins 1987 — orðrétt: ,,Efgert vœri rád fyrir 500 umsókn- um að meðaltali á mánuöi, yrðu þœr 6.000 samtals á árinu 1987. Þetta eru fleiri umsóknir en búast mœtti vid.“ Þetta er enn frekari stað- festing á því að útreikningar HP eru réttir. HP hefur gagnrýnt nýja húsnæð- islánakerfið fyrir það að veita þeim einstaklingum lánsrétt sem hafa ekki þörf fyrir lán. T.d. kynslóðinni sem byggði hús sín og íbúðir með Þriggja ára biðtími verður því aðeins styttur að auknu fé sé veitt í lánakerfið eða að lánsréttur sé tek- inn af einhverjum tilteknum hópi umsækjenda. Sigurður E. Guðmundsson eða Alexander Stefánsson eða þeir sem sömdu um nýtt húsnæðislánakerfi í Garðastræti, geta lamið hausnum við steininn og ásakað HP um „ein- hliða upplýsingar" og „villandi skrif' og ,,innantóm æsiskrif', en nýja húsnæðislánakerfið breytist ekki við þann barning. Nýja lánakerfið hvílir á spá um Iánsþörf. Gert er ráð fyrir 3.800 um- sóknum á ári tvö fyrstu árin. Síðustu fjóra mánuði ársins 1986 sóttu 4.260 einstaklingar um lán. Fullyrðing HP 10 HELGARPÓSTURINN neikvæðum vöxtum — kynslóðinni sem nú er í þann mund að minnka við sig húsnæði. Fólkið sem situr í dýrum skuldlausum eignum og vill minnka við sig húsnæði. Um þetta segir orðrétt í trúnaðarskýrslunni til Alexanders Stefánssonar: „Sam- kvœmt nýju lögunum eiga allir rétt á láni, efidgjöld til lífeyrissjóða hafa verið greidd og viðkomandi lífeyris- sjóður kaupir skuldabréf afstofnun- inni. Skiptir þá engu máli þó um- sœkjandi selji íbúð fyrir 10 m.kr. og kaupi aðra á 4 m.kr." Þetta er ein' ástæðan fyrir því að lánsþörfin mælist langt umfram það sem ráð var fyrir gert í nýja húsnæðislána- kerfinu, en þetta kemur ekki á óvart. Þetta átti höfundum lánakerf- isins að vera ljóst þegar þeir bjuggu kerfið til. Helgarpósturinn hefur látið reikna út biðtímann í þessu nýja kerfi og heldur því fram, að biðtími verði farinn að nálgast þrjú ár í lok ársins 1987. í trúnaðarskýrslu Hús- næðisstofnunar ríkisins til Alexand- ers Stefánssonar segir um biðtíma (verjendur nýja lánakerfisins kjósa að nefna biðtíma afgreiðslutíma) orðrétt: „Þeir sem eru að skipta um íbúðir og leggja inn umsóknir sínar íapríl 1987 munu fá fyrri hluta láns- ins í janúar 1989.“ Seinni hluti láns- ins verður síðan afgreiddur mið- sumars 1989, og hugsi menn þetta dæmi nokkra mánuði fram í tímann verður niðurstaðan sú sama og HP komst að. Biðtíminn verður farinn að nálgast þrjú ár í lok ársins 1987. HP hefur komið með dæmi um fjögurra manna fjölskyldu, með 90 þús. kr. mánaðarlaun, sem var hafn- að í Húsnæðisstof nun á þeim grund- velli að fjölskyldan stæði ekki undir afborgunum af lánunum. Um þetta dæmi segir framkvæmdastjóri Hús- næðisstofnunar að það sé „langt frá raunveruleikanum". Það kann að vera „langt frá“ raunveruleika þeirra sem bera ábyrgð á afgreiðsl- unni og sjálfu kerfinu, en raunveru- leiki þeirra sem var hafnað hljóðar svo ,,Umsœkjandi/maki getur ekki staöiö fjárhagslega undir þeim íbúðakaupum sem ráðgerð eru skv. frumkostnaðar- og greiðsluáœtlun." (Úr synjunarbréfi frá Húsnæðis- stofnun.) Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, sakar HP um innantóm æsi- skrif. Og látum við okkur það í léttu rúmi liggja. Fullyrðingar HP frá því í september standast. Fullyrðingar í grein HP 12. febrúar 1987 eru stað- festar í trúnaðarskýrslu Húsnæðis- stofnunar ríkisins til Alexanders Stefánssonar, dags. 10. febrúar 1987. í framhaldi af þeirri umræðu sem átt hefur sér stað á opinberum vett- vangi um húsnæðislánakerfið síð- ustu vikurnar má spyrja fram- kvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar eftirfarandi spurninga: Af hverju var trúnaðarskýrslan ekki send fjöl- miðlum? Hver verður afgreiðslu- tími, biðtími, eftir lánum í desember 1987 miðað við fjárstreymi til Bygg- ingasjóðs ríkisins? Hve margir eru umsækjendur sem fengið hafa láns- loforð og sitja í skuldlausum dýrum íbúðum, eða húsum? Hvað gerir stofnunin ráð fyrir að geta afgreitt marga umsækjendur fram til 25. apríl 1987? Er rétt, að þeir sem þeg- ar hafa fengið lánsloforð verði að skila inn nýrri greiðsluáætlun mán- uði áður en lán eru greidd út vegna hækkandi fasteignaverðs? Ritstj. BREF TIL RITSTJORNAR Athugasemd vegna bingós Reykjavík 27. febrúar 1987 Herra ritstjóri. Vegna greinar sem birtist í síðasta tölublaði Helgarpóstsins, undir heit- inu „Bingóstríð", sé ég mig tilneydd- an að leiðrétta þann misskilning og rangfærslur sem þar koma fram í máli heimildarmanna blaðamanns HP. Forsaga stofnunar bingósins, sem haldið hefur verið í Glæsibæ s.l. tvö ár, er sú, að þeirri hugmynd var komið til mín að upplagt væri að stofna bingó þar sem þrír dagar í viku hverri væru lausir, m.ö.o. þriðjudagar, föstudagar og laugar- dagar. Stórstúka íslands og templar- ar notuðu aðra daga. Við ákváðum þá að freista gæfunnar þar sem við héldum að þarna væri vettvangur til að láta eitthvað gott af sér leiða í sambandi við líknarstarfsemi og annað hjálparstarf, við héldum, eins og Þróttur, að hér væri um að ræða umtalsverða peninga til ráðstöfunar fyrir fólk sem ætti erfitt, og þá sér- staklega ung börn, sem urðu sjúk- dómum að bráð. Ég hafði sjálfur unnið við spítala í Bandaríkjunum, í sambandi við áfengissjúklinga, og hafði sjálfur orðið áfenginu að bráð, en þar sem þegar var fyrir hendi meðferðarstofnun hér á landi, þá fannst okkur rétt að beina þeim ágóða sem tiltækur yrði til hjálpar þeim sem minna máttu sín. Var því ákveöið að stofna sjóð í minningu látinnar konu minnar, Bryndísar Sigurjónsdóttur. Okkur fannst þetta sjálfsagt, þar sem hún hafði stjórnað Óskalagaþætti sjúklinga í Ríkisút- varpinu um margra ára skeið, eða til dauðadags 1962. Afkoma var hins- vegar í engu samræmi við það sem við höfðum búist við, eins og fram kemur í umsögn templaranna, af- gangurinn sem eftir var, eftir að bú- ið var að greiða vinninga, auglýs- ingar og annan kostnað, gaf okkur ekki möguleika til stórra átaka, við sjálf sem stóðum að bingóinu, höf- um til dagsins í dag verið án launa. Við notuðum hinsvegar fyrsta tæki- færi sem gafst til að miðla af því litla sem til var, og rann það beint til Barnaspítala Hringsins. Það var því ekki fyrr en nú eftir s.l. áramót, með endurbótum og stækk- un á salarkynnum Glæsibæjar, að við fengum einhverja von um að forsendan fyrir bingóhaldinu færi að bera tilætlaðan árangur, því með möguleikum á fleiri þátttakendum gat þetta farið að horfa til betri veg- ar. Éinhverra hluta vegna fann veit- ingamaður veitingahússins Glæsi- bæjar hvöt hjá sér til að segja okkur upp húsnæðinu, fékk sennilega ein- hverja glýju í augun út af „velgengn- inni“, allavega sagði hann okkur að hann hefði fengið miklu hærra til- boð í leigu á salnum og okkur stæði ekki til boða að bjóða á móti og okk- ur væri fyrir bestu að hætta starf- seminni algjörlega. Við berum engan kala til Þróttar, það er hverjum sem er heimilt að setja á stofn bingó á réttum siðferði- legum forsendum, okkur er nær að halda að heimildarmaður þeirra, hver svo sem hann nú er, hafi gefið þeim rangar og villandi upplýsingar hvað viðkemur afkomu, og forsend- um fyrir rekstri okkar á umræddu bingóhaldi. Með virðingu og vinsemd, Magnús Blöndal Jóhannsson. LAUSNÁ SKAKÞRAUT 43. Gray. Hér virðist 1. Hd8 eðlileg tilraun, en hún strandar á 1. - Kxb6 og nú tekur hrókurinn d8 frá biskupnum. Lausnin er hins vegar: 1 He8 Kxb6 2. Bd8 Kd6 2. Bf4 Kd4 2. Bf6 Kb4 2. Bd2 Þetta er ljómandi lagleg lausn. Það er kallað stjörnuflótti þegar kóngurinn kemst á alla fjóra horn- reitina við þann sem hann stendur á, eins og hér. 44 Junker. Hér duga ekki biðleikir eins og 1. Hc7 vegna 1. - Be7. En lausnin er: 1. Rd4 Be7 2. Kh7 Kf7 3. Df3. Þetta mát er óvænt og fallegt, og allir mennirnir taka þátt í því, bæði menn hvíts og svarts, og meira verð- ur ekki krafist. Leiðrétting í grein þeirri sem birtist um Létt- sveit Ríkisútvarpsins í síðasta blaði' urðu mistök í fyrirsögn. Sagt var að sveitin væri fyrsta íslenska stórsveit- in en átti að vera fyrsta íslenska at- vinnustórsveitin. Þarna er mikill munur á, enda hafa starfað hér á landi margar stórsveitir í gegnum tíðina og var alls ekki meiningin að gera lítið úr þeim á nokkurn hátt. HP biður hlutaðeigandi afsökunar á. þessum mistökum.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.