Helgarpósturinn - 05.03.1987, Page 16
Marco Panella, foringi
róttækra, i umræðum í
sjónvarpssal — buncf-
inn og keflaður.
eftir Egil Helgason
NEKTARDANSMEYJA
Fyrir rúmu ári lók flokkur rót-
tœkra á Ítalíu (Partito Radicale)
harla glœfralega ákvöröun. A
þingi flokksins í árslok 1985 var
þaö heit strengt að flokkurinn yrdi
leystur upp og hœtti öllum stjórn-
málaafskiptum ef ekki tœkist að
auka og margfalda tölu flokks-
manna. Markmiðinu yrði ekki
hnikað: Skráðir flokksmenn skyldu
vera tíu þúsund í lok árs 1986. Á
þeim tíma gat flokkurinn ekki
státað af nema rúmlega þrjú
þúsund meðlimum. Með linnu-
litlum fundahöldum, bírœfnum
uppátœkjum og þrotlausum
hlaupum þeirra flokksmanna sem
fyrir voru rœttist þessi draumur
um síðir, t trássi við spár. Samt
þóttust róttœkir ekki áncegðir með
sinn hlut. I lok 1986 settu þeir sér
annað markmið, hálfu fráleitara
aö því er virtist. Við, sögðu rót-
tœkir, leggjum flokkinn niður ef
okkur tekst ekki að safna fimm
þúsund nýjum meðlimum í janúar
1987.
Það munaði ekki nema hárs-
breidd, en þegar þetta er skrifað
undir miðbik febrúarmánaðar
hefur Róttæka flokknum ítalska
enn ekki orðið hált á fífl-
dirfskunni. Ekki verður betur séð
en að enn um sinn muni hann
bítast um hylli kjósenda á marg-
klofinni miðju ítalskra stjórnmála
— mitt á milli risaveldanna Kristi-
legra demókrata og Kommúnista.
EINIRÁ BÁTI
Það liggur náttúrlega í augum
uppi að fimmtán þúsund flokks-
menn eru ekki nein býsn á ítalska
vísu. Keppinautar róttækra, smá-
flokkarnir á miðjunni og vinstri
vængnum, geta velflestir hreykt
sér af þeirri tölu margfaldri. Þegar
til kosninga kemur hafa þó rót-
tækir iðulega notið meiri
stuðnings en tala flokksmanna
segir til um — í þingkosningunum
1983 fékk flokkurinn rúm tvö
prósent atkvæða og sjö þingmenn
kjörna og í kosningum til Evrópu-
þingsins 1985 vann flokkurinn
ágætan sigur og fékk ríflega þrjú
prósent atkvæða. Sem er hreint
ekki svo afleitt á Italíu þar sem
kjósendur þykja óhemju fast-
heldnir og fylgi flokka stöðugt.
Hingað til hefur Róttæki
flokkurinn kosið að vera einn á
báti, sérvitur smáflokkur sem
fjandskapast jafnt út í Kristilega
16
Meöal meðlima í Róttœka
*
flokknum á Italíu eru þrír
Nóbelsverðlaunahafar,
heimsfrœgir rithöfundar
og poppstjörnur — í ærið
skrítnum félagsskap
morðingja, hryðjuverka-
manna og nektardans-
meyja. Þetta er lítill skrít-
inn flokkur sem fyrir
skemmstu hét því að
leggja upp laupana ef
honum tœkist ekki að
margfalda tölu flokks-
manna...
HELGARPÓSTURINN
Róttæklingar mótmæla á Rynego
Starego Miasta, Gamlamarkaðstorginu í
Varsjá.
demókrata og Kommúnista.
Flokkurinn hefur aldrei tekið þátt
í ríkisstjórn, ólíkt smáflokkum á
borð við Repúblíkana, Frjálslynda
og Sósíaldemókrata, sem einmitt
nú eru litlir bræður í fimm flokka
stjórn Bettino Craxi ásamt Sósíal-
istum og Kristilegum demó-
krötum. En þótt róttækir séu utan-
garðs að vanda er talið að sósíal-
istinn Craxi ætli flokknum ósmátt
hlutverk í því bandalagi vinstri- og
miðjuflokka sem hann dreymir um
að koma á laggirnar undir sinni
eigin forystu — afli sem loks gæti
hnekkt þeim heljartökum sem
Kristilegir demókratar og
Kommúnistar hafa haft á ítölskum
kjósendum síðustu áratugina.
HÁSKASAMLEGA
FRJÁLSLYNDIR
Þrátt fyrir að Craxi finni rót-
tækum stað í framtíðardraumum
sínum, er jafnvíst að fjölmörgum
löndum hans er ekki jafnhlýtt til
flokksins. Hægrimenn sem
aðhyllast heimsskoðun kaþólsku
kirkjunnar hafa löngum álitið hug-
myndir róttækra háskasamlega
frjálslyndar, enda hefur mál-
flutningur róttækra lengstum verið
ærið andklerklegur. Kommúnistar
hafa gamalgróna óbeit á „borgara-
legri frjálslyndisstefnu" róttækra
og fara yfirleitt um þá hinum
háðuglegustu orðum. í skoðana-
könnunum hefur Marco Panella,
leiðtoga Róttæka flokksins,
hlotnast sá vafasami heiður að
vera útnefndur einn þeirra þriggja
stjórnmálaforingja sem Italir hafa
hvað mesta skömm á — þar er
hann á hælunum á Giulio Andre-
otti, leiðtoga Kristilegra demó-
krata, og Alessandro Natta, leið-
toga Kommúnistaflokksins. Þar er
þess náttúrulega að gæta að
Kristilegir demókratar og
Kommúnistar hafa rúm þrjátíu
prósent atkvæða hvor flokkur um
sig, en róttæklingar aðeins lítil
tvö-þrjú prósent. ..
Afstaða róttækra í ýmsum
málum hefur vissulega ekki verið
til þess fallin að auka þeim vin-
sældir. Samt má færa að því gild
rök að það séu hvorki baráttumál
þeirra eða hugmyndir sem valda
því að flokkurinn er jafnumdeildur
og raun ber vitni. Eftilvill er
skýringanna fremur að leita í því
hvernig þeir kjósa að koma hug-
myndum sínum á framfæri, og þá
kannski ekki síður í látæði og
framkomu flokksforingjans, Marco
Panella. Það er altént víst að
Panella fer ekki troðnar slóðir í
stjórnmálabaráttunni og í humátt
fylgja flokksmenn og víla ekki
fyrir sér að láta einsog skrípa-
fígúrur og sirkustrúðar ef þeir
halda að það geti orðið mál-
staðnum til framdráttar.
LEIKARI MEÐ PÓLITÍSKT
NEF
Fyrir síðustu jól klæddi Panella
sig tildæmis í jólasveinabúning og
gerði mikinn usla í jólaösinni á
Navona-torgi í miðborg Rómar.
Það mun hafa verið liður í herferð
flokksins gegn hungri í heiminum.
Þegar fóru fram hefðbundnar
kosningaumræður í sjónvarpi fyrir
nokkrum árum birtist Panella
bundinn og keflaður á skerminum
og streittist við að losa sig úr
fjötrunum í þær fimm mínútur
sem róttækum höfðu verið
skammtaðar í útsendingunni. Með
þessu vildi flokkurinn vekja
athygli á því ólýðræðislega klíku-
fyrirkomulagi sem róttækir telja
að ráði ríkjum á ríkisútvarpinu,
RAI. Fyrir tíu árum síðan, þegar
róttækir börðust fyrir því að
ítalska fíkniefnalöggjöfin yrði
rýmkuð, gerði Panella sig vís-
vitandi sekan um að reykja hass á
almannafæri og mátti fyrir vikið
dúsa þrjár vikur í tukthúsi. Og
fyrir skemmstu þótti taka út yfir
þjófabálk þegar Panella var
myndaður í bak og fyrir þar sem
hann stóð í faðmlögum við þekkta
nektardansmær, sem þvínæst
hlaut fyrir vikið flokksskírteini í
flokki róttækra.
Panella, sem situr hvort tveggja
á ítalska þinginu og á Evrópu-
þinginu, er óhemju líflegur ræðu-
maður, uppfullur af prakkaraskap,
gráglettni og látalátum. í ræðu-
púlti baðar hann út höndum,
strýkur höndum yfir úfið grátt
hárið, fettir sig og brettir. „Þrátt
fyrir það,“ segir John Wyles, frétta-
ritari Financial Times í Róm, „er
hann síður en svo sá bjáni sem ég
hélt hann vera í fyrstu. í rauninni
er Panella prýðilegur leikari —
með gott pólitískt nef.“
GLÆPAMENN OG
NÓBELSHAFAR
Uppá síðkastið hafa óvenjulegar
aðferðir róttækra við að laða til
sín nýja flokksmenn einnig vakið
hneykslan og stundum aðhlátur.
Það heyrðist að vonum ramakvein
í ítölsku pressunni þegar hópur af
alræmdum glæpamönnum gekk til
liðs við flokkinn — þar á meðal
morðingjar, nauðgari og fyrr-
verandi Mafíuforingi. En um leið
vakti þessi uppákoma athygli á