Helgarpósturinn - 05.03.1987, Page 17
baráttu flokksins fyrir bættum
aðbúnaði í ítölskum fangelsum.
Dæmdir hryðjuverkamenn úr
Rauðu herdeildunum hafa líka
fengið inngöngu í flokkinn og það
undir sama yfirskini og virðulegir
lögspekingar. Róttækir hafa nefni-
lega barist einarðlega fyrir
umbótum á ítalska dómskerfinu
og fyrir því að öll sérlög, sem
voru sett á til að kveða niður
hryðjuverkafárið á síðasta áratug,
verði afnumin.
Hinir nýju flokksmenn eru þó
ekki allir af svo vafasömum toga.
Róttækum þykir gott að geta stært
sig af fjölda lista-, mennta- og
gáfumanna sem gengu til liðs við
flokkinn á síðasta ári, jafnt ítalir
sem fólk af öðru þjóðerni. Með
barnslegu stolti þylja þeir upp
nöfn á borð við leikritaskáldið
Eugene lonesco, sovéska andófs-
manninn Leonid Pliusc, leikhús-
frömuðinn Lindsay Kemp, kvik-
myndahöfundinn Liliana Cavani,
poppstjörnurnar Miguel Bosé og
Angelo Branduardi og Nóbelsverð-
launahafana George Wald, Vassili
Leontjeff og Rita Levi Montalcini.
Það er fullvissa róttækra að stjórn-
mál nútímans lúti ekki landa-
mærum og þarfnist engra vega-
bréfa og því sjá þeir ekkert
athugavert við það þótt
útlendingar fylli flokk þeirra. Af
ástæðum sem hér verða ekki
raktar hafnaði undirritaður þó
boði um að ganga í Róttæka flokk-
inn ítalska. ..
FORN FRÆGÐ
Síðari hluti sjöunda áratugarins
og fyrri hluti hins áttunda var tími
frækilegrar baráttu fyrir Róttæka
flokkinn. Þótt hann næði aldrei
ýkja miklum hljómgrunni meðal
vanafastra kjósenda náði
flokkurinn að fylkja liði um ýmis
baráttumál sem aðrir flokkar
veigruðu sér við að snerta. Nú-
orðið neita því fáir að á þeim
árum voru róttækir óvefengjanlegt
framfcna- og umbótaafl. Flokkurinn
leiddi baráttuna fyrir hjóna-
skilnuðum, fóstureyðingum,
réttindum samkynhneigðra og
réttinum til að neita að gegna her-
skyldu af samviskuástæðum. Á
sama tíma héldu aðrir flokkar að
sér höndum af djúprættum ótta
við að styggja hina voldugu
kaþólsku kirkju, enda þótt þeir í
orði kveðnu teldust vera vinstri-
sinnaðir umbótaflokkar.
fóstureyðingar. „Þrátt fyrir flokka-
drætti eru menn sennilega hvergi
jafnsammála um flest grundvallar-
mál og á ftalíusegir John Wyles.
En samt er öldungis ekki allur
vindur úr róttækum. Á síðustu
árum hafa þeir staðið fyrir þaul-
skipulögðum og fjörlegum her-
ferðum af ýmsu tagi: Fyrir
auknum mannréttindum í austan-
tjaldslöndum, gegn hungurvofum í
þriðja heiminum, gegn umhverfis-
mengun og kjarnorku, fyrir um-
bótum á dómskerfinu og kosn-
ingalöggjöfinni ítölsku, svo fátt eitt
sé nefnt. Ungir róttæklingar neita
hvort tveggja að gegna herskyldu
og þeirri borgaralegu þjónustu-
skyldu sem ungu fólki er gert að
gegna neiti það herskyldu, og eiga
yfir höfði sér fangelsisdóma fyrir
vikið. Flokksmenn hafa mótmælt á
götum úti í Moskvu, Varsjá,
Búdapest, Ankara og Peking og á
flestum þessum stöðum hafa þeir
verið hnepptir í varðhald og
gerðir landrækir fyrir vikið. „Með-
limir í flokki róttækra eru yfirleitt
annað og meira en nöfn á blaði
einhvers staðar ofan í skúffu,"
segir Gaetano Dentamaro, ungur
fréttamaður á Radio Radicale,
útvarpsstöð róttækra, sem sjálfur á
yfir höfði sér refsingu fyrir að
hunsa bæði herskyldu og þjón-
ustuskyldu. Og, bætir hann við:
„Stjórnmálin eru stórt leikhús og
við eigum ekki annarra kosta völ
en að leika betur og meira heldur
en hinir."
KÆRLEIKAR CRAXIS OG
RÓTTÆKRA
Kommúnistaflokkurinn, stóri-
bróðir róttækra í stjórnarand-
stöðunni, heldur því fram að nú-
orðið sé Róttæki flokkurinn ekki
annað en angi af fylkingu sósíal-
ista, dulbúnir nótar Craxis; hverju
sem fram vindi greiði þeir nær
alltaf atkvæði einsog Sósíalista-
flokkurinn býður. Og því verður
ekki neitað að Craxi og róttækl-
ingar hafa verið að skjóta sér
saman síðustu árin. Kannski eru
þeir ekki alltaf yfirmáta hrifnir af
því hvernig forsætisráðherrann
heldur á málum, heldur er hann í
þeirra augum sá eini sem er þess
umkominn að umturna hinu stein-
runna ítalska flokkakerfi. Craxi er
kannski sá sem lengi hefur verið
beðið; leiðtogi sem gæti skapað
þriðja stórveldið í ítölskum stjórn-
málum, langþráð bandalag miðju-
Nýir meölimir f Róttæka flokkinum — absúrdleikritaskáldið aldna, Eugene lonesco, og
sovéski andófsmaðurinn og eðlisfræðingurinn Leonid Pliusc.
Það má eftilvill segja að síðan
þá hafi ýmsir orðið til þess að
stela glæpnum frá róttækum.
Hreyfingu hómósexúalista,
kvennahreyfingunni og hreyf-
ingum umhverfisverndarmanna óx
fiskur um hrygg á kostnað rót-
tækra, auk þess sem ýmis baráttu-
mál þeirra náðu smátt og smátt að
síast inn í stefnuskrár annarra
stjórnmálaflokka. Andstæðingar
þeirra á vinstri kantinum halda
því fram að Róttæki flokkurinn
hafi í raun lokið hlutverki sínu, sá
tími þegar hann stóð í hita
orrustunnar sé liðinn — núorðið
lifi flokkurinn aðeins á fornri
frægð.
EKKI NÖFN í SKÚFFU
Og líkast til er það rétt að sá
tími sé fyrir bí þegar ítalska þjóðin
var þverklofin í afstöðunni til stór-
mála á borð við hjónaskilnaði og
og vinstrimanna, sem ekki þyrfti
alltaf að vera upp á náð Kristi-
legra demókrata eða Kommúnista
komið.
Slíkt bandalag lítur þó tæpast
dagsins ljós fyrr en eftir næstu
þingkosningar, sem verða annað
hvort á þessu ári eða því næsta.
Þangað til þurfa róttækir að leita
annarra leiða til að réttlæta tilveru
sína. Og þótt flokkurinn sé smár
er ábyggilegt að hans yrði saknað
ef hann hyrfi af sjónarsviðinu.
Hann endurspeglar öðrum
flokkum betur viss einkenni sem
ítölum eru eðlislæg og hjartfólgin
— gáska, sundurgerð og ást á
dramatískum tilþrifum. Þeir sem
kunna að meta glannaskap og ögn
af hugmyndaflugi í stjórnmálum
geta altént huggað sig við það að
Róttæki flokkurinn ítalski þurfti
ekki að standa við gefin fyrirheit
og leggja upp laupana ...
ER OPIN VIRKA DAGA KL. 10-02
OG
UM HELGAR KL. 10-05
V/SA
VANTIÞIG A BUDARVERÐI
sælgæti
snakkvörur - ídýfur
samlokur - pizzur
gos - ávaxtasafa
ýmsar vörur
kex - ýmislegt
pylsur - niöursuöuvörur
súpur
ís - G-vörur
hreinlætisvörur
tóbak
mjólk - brauð
og viljir þú spara tíma og búðaróp
er símanúmerið
74477
Heimsendingargjald kr. 150.-
Ath. sérstakt afsláttargjald
á heimsendingarkostnaði fyrir
elli- og örorkulífeyrisþega kr. 70-
HELGARPÓSTURINN 17