Helgarpósturinn - 05.03.1987, Page 23

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Page 23
íslenska handboltalandslidið: KEPPIR VIÐ ÚRVAL FRÁ EVRÓPU í VOR — eða t.d. Svía á 30 ára afmæli HSÍ íslenska landslidið í handknatt- leik er að verða einn af vinsælustu keppinautum annarra þjóða um þessar mundir. Liðið hefur sýnt og sannað, að það er í hópi albestu liða í þessari grein í heiminum. Þannig rignir inn á skrifstofur HSÍ boðum um þátttöku íslenska landsliðsins í hinum mótum og þessum og eiga í mestu önnum og erfiðleikum þeir Einar Magnússon og Jón Erlends- son hjá HSl að vinna úr þessum til- boðum. Hér áður fyrr þurftum við fremur að standa í hálfgerðum „sníkjum" til að fá sterk landslið til keppni. Það er liðin tíð. Þannig er ákveðið, að Is- lendingar taki þátt í „Yugoslavian Trophy" í sumar, en það mun vera eitt af alsterkustu handknattleiks- mótum, sem haldin eru í heimi hér. Þá hafa Brasilíumenn boðið ís- lenska landsliðinu til að keppa í Rio de Janeiro og Sao Paolo í sumar, Bandaríkjamenn hafa boðið liðinu til Colorado í æfingabúðir í sumar og leikja í nokkrum borgum í Bandaríkjunum. Um yrði að ræða eins konar sýningarleiki. Yfirgnæf- andi líkur eru á því, að HSÍ þiggi þetta boð. Margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki verði fleiri leikir í vetur við aðr- ar þjóðir eftir sætan sigur yfir Júgó- slövum á dögunum. Hið eina, sem er á dagskrá eru leikir í tengslum við 30 ára afmæli HSÍ í vor. Stefnt var að því að fá hingað heimsliðið í handbolta, en IHF, alþjóðasamtök- in, þurfa víst að samþykkja slíkt og þeir virðast reglufastir menn, því ekki fékkst samþykki þeirra heið- ursmanna og er ástæðan sú, að um þetta gildir einhver 50 ára afmælis- regla! Hvað um það. HSÍ hyggst aungvu að síður reyna að safna liði bestu handknattleiksmanna Evrópu, aust- an og vestan, og er þá komið heims- lið hvort sem er. Takist það ekki eru menn spenntir fyrir því að að fá t.d. Svía hingað og má víst telja, að svo sé farið um fleiri. Varðandi heims- liðið og jafnvel heimslið HSÍ hefur verið rætt um að fá hinn fræga þjálf- ara Austur-Þjóðverja, Tiedemanns, til að stjórna því og hrista saman. Semsagt allt á fullu „svingi" hjá HSÍ og handboltahetjum íslands. Og svo má ekki gleyma ungu mönnun- um, en um páskana og í kringum kosningar, dagana 24., 25. og 26. apríl verður haldið hérlendis Norð- urlandamót unglinga (18 ára og yngri) með þátttöku Svía, Finna, Norðmanna, Dana, fslendinga og Færeyinga. Grænlendingar ætluðu að vera með en hafa afboðað. H.H. Jón Erlendsson og Einar Magnússon starfsmenn HSÍ: Miklar annir, tilboðin streyma inn. talsverður hagnaður varð á rekstri Flugleiða á síðasta ári. Forsvars- menn fyrirtækisins eru tregir til að gefa upp hver sá hagnaður varð; Morgunblaðið sagði hann vera 400 milljónir, en Sigurður Helga- son, forstjóri, gekkst ekki við nema 200 milljónum — í bili að minnsta kosti. En ekkert fer á milli mála að hagnaðurinn er umtalsverður. Því vekur það athygli að Verðlags- stofnun hefur tvívegis lagt blessun sína yfir hækkanir á fargjöldum fé- lagsins. Stuttu fyrir síðustu jól fengu Flugleiðir að hækka um 7,5% og svo aftur í lok síðasta mánaðar um önn- ur 10%. Samgönguráðuneytið skammtar sem kunnugt er flug- rekstraraðilum flugleyfi á ákveðn- um leiðum og sitja félögin ein að þessum leiðum. Þau hafa því einok- un, hvert á sinni leið. Verðlagseftir- liti Verðlagsstofnunar er sjálfsagt ætlað að vega upp á móti þessari einokunaraðstöðu. En stofnunin virðist hafa tekið þá ákvörðun að láta farþega greiða fyrir frekari gróða Flugleiða. Farþegar geta þó séð sér leik á borði og keypt hluta- bréf í Flugleiðum. Þessar hækkanir ættu að tryggja góðan arð á þessu ári. .. Við erum með hagstœðu verðin og úrvalið líka! Gabriel I HÓCGDtYfAH_ I MIKUJ ÚRVALI J fTTAIT t^Alfematorar Startarar Hýtf O0Ma VMtamU)uupp0MMi. SpennustiHar M jo-it fl miiii ! i FiAT varahlutir Kúplingsdiskar og pressur . I eHirtalda lólkiOila og jeppa: Ameriska — Enska tgjpf Franska — ftalska Sænska — Þýzka Eontremur kúpkngsdiska í ^ BEN2 - MAN - SCANIA - VOLVO Bremsuklossar í úrvali ( \ „Fijótandl gler" 1 11 ■ Varahlutlr i m kveikjukerfið 1 lA| Einnig úrval kvelkjuloka. Bílabón í r^\ sérflokki Luiiidii iiun Betri bíll Æ'M) \ öCj\\ e Auðvelt í nolkun \guc^6\\ e Auðvelt að þrifa \ - \ e Margtðld ending \ Pl\ Bk U Bónoöo td. brettl og geföu \ samonbufö vtóoöfoc \ _ \\ böntegundir Þú tekuf engo \ HO" \\ óhconu Þ'1 \ \\ vlð endurgrelðum \ Jsóootoöof eftwpoövof ef bú ert ekkl tyUliega önœgð/ut meö B| ffSfa hamra ..Hlgh Energy '. 1 n hásponnukofla WB ■ og transistorkvelkjuhluta fNkn I amerfska m bHa. frá 1976 og yngrl. tynr - KERTAÞRÆÐIR lítinn pening u*et e «I«S i »mtm m h* ófongurinn. KPpa æm ðevfk trunandl KMfVtgiut % Glóöarkerti í úrvali fyrir m TOYOTA m ISUZU M DATSUN MERCEDES BENZ ^ O.FL. W Oliusiur P& Spíssadísur | Fœöidœlur Auk þess meðal annars: Stýrisendar Spindllkúlur Vatnsdœlur Mlðstöðvar og mótorar LJðs og perur HÁBERG ” SKEIFUNNI 5A. SIMI 91-8 47 88 HÁBERG r SKEIFUNNI 5A SIMl 91 8 47 88 HÁBERG P SKEIFUNNI5A. SIMI 91-8 47 88 PIZZAHÚSIÐ GRENSÁSVEGI 10 108 R. Eina ekta pizzahúsið — ávallt í leiðinni. Njótið þægilegra veitinga i þægilegu umhverii Einnig skyndiþjónusta — takið með ykkur pizzu heim eða pantið í síma 39933. Ef málid snýst um EYÐNI þá hringiröu í 91-62 22 80 H> GEGN EYÐNI sem samanstendur af; Kransaköku, rjómatertu, Sachertertu, Alltfyrirkonuna“, Mokkatertu, brauðtertu, skúffuköku og snittum erðhugmyndir 20 manna veisla 8.900.- 30 manna veisla 12.600.- 40 manna veisla 15.600.- osnið við áhyggjur og fyrirhöfn Heimsendingarþjónusta ildarkjör - HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.