Helgarpósturinn - 05.03.1987, Page 26
ENSKUNÁM Á JAMAICA
14. júlí—25. ágúst
AFS á Jamaica býður Evrópubúum á aldr-
inum 20—30 ára að koma í sumar til
Karabíska hafsins og læra ensku við Vest-
ur-lndía háskólann í Kingston, Jamaica.
Auk enskunámsins býður AFS upp á dvöl
á heimilum og fjölbreytta kynningu á landi
og þjóð, tónlist og menningu.
Umsóknarfrestur er til 21. mars.
Skrifstofan er opin kl. 14—17 virka daga.
á íslandi
— alþjóðleg fræðsla og samskipti -
Hverfisgötu 39, PO Box 753 — 121 Reyjavík, sími
91-25450.
Dagbókin hennar Dúllu
Bolludagur 1987.
Kæra dagbók!
Það lá við að ég yrði skilnaðar-
barn um helgina. Allt út af helv. . .
rjómabollum, sem fást í þúsundatali
í búðunum í dag, en mamma vildi
endilega baka sjálf þó pabbi segði
að hann héldi þetta ekki út eitt árið
enn. Uppskriftin í Mogganum var
víst með prentvillu, allt lenti úti í
tunnu og pabbi svaf á sófanum á
laugardaginn. Sem sagt: algjör
bömmer! En þegar mamma fékk
grátkast í gærkvöldi, fór pabbi að
hugga hana og þau komu ekkert
fram í stofu aftur. Við fengum
bakarísbollur og ég held að þetta
hafi reddast.
Stebba systir er alveg tryllt útaf
einhverju verkfalli hjá kennurum.
Ég vona að ég verði ekki svona öm-
urleg þegar ég er orðin nítján.
Manneskjan hefur virkilega
áhyggjur af því að komast ekki í
próf í vor. . . Ég meina það. Það er
eins og hún muni ekki eftir því
hvernig hún hugsaði þegar hún var
ung! Ég vona bara að mínir kennar-
ar fari lika í verkfall — sem lengst.
Þá getum við Bella byrjað sumar-
vinnuna strax.
Ég hringdi í skúringakonufélag,
sem heitir Sókn, og kellingin sagði
mér hvað á að borga fyrir svona
húshjálp. Rétt rúmlega hundraðkall
á tímann. Ég meina það! Við Bella
ætlum að taka minnsta kosti 250 —
hvor. Það gerir Stebba og við skúr-
um örugglega ekkert verr en hún.
„Ester í einbýlishúsinu“ er eiginlega
búin að ráða mig og hún á fullt af
vinkonum, sem eru alveg vitlausar í
að fá svona heimilishjálp. Þá geta
þær verið á fundum og hangið í sím-
anum öll kvöld og talað um hvað allt
er óréttlátt fyrir konur. Hvernig er
hægt að vera svona vitlaus þó mað-
ur sé orðinn eldgamall eins og þær?
Ekki ætla ég að minnsta kosti að
kvarta og kveina þegar ég er orðin
stór. Ég ætla að ná mér í ríkan kall
— tannlækni eða kannski ráðherra
— og láta mér ekki detta í hug að
vinna! Alveg eins og amma á Eini-
melnum, sem hefur aldrei gert neitt
á ævi sinni. Hún kann líka að baka
almennilegar heimabollur, sem
pabbi stríðir stundum mömmu með.
Góða nótt, dagbók mín.
Dúlla.
PS Ég er að hugsa um að hringja í
Stöð 2 eða Bylgjuna á morgun og
spyrja hvort Jón Gústafsson sé gift-
ur. Helst af öllu vildi ég að Bella
gerði það fyrir mig, en ég vil bara
ekki láta hana vita að ég sé skotin í
honum í alvöru. Best að sofa á
þessu, eins og afi segir.
PPS Datt eitt æðislegt í hug! Ég ætla
að bíða fyrir utan Bylgjuna næst
þegar hann er með þátt. Æði, æði,
æði. . .
Tökum hunda ígœslu
til lengri eöa
skemmri dvalar
Hundagæsluheimili
Hundavinafélags íslands og
Hundaræktarfélags íslands
Arnarstöðum, Hraungerðishreppi
801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030
Opið laugardag í
öllum deildum frá kl. 9—16
Verslið þar sem
úrvalið er mest
og kjörin best.
V/SA
JIE p
KORT EUROCARO
ET| ■■■§
i uoocAiin
wlS
'A A A A A A % *
□ cc z □ Ouina'.
^ >-
uenuuuttuui »«iii7
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
26 HELGARPÓSTURINN