Helgarpósturinn - 05.03.1987, Page 27

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Page 27
LISTAP Höfundur mynda á borð vid Marmaramanninn og Járnmanninn ÍNN Andrzej Wajda íhugartökur á íslandi Frá Agli Helgasyni, fréttamanni HP í París. Samkvœmt traustum heimildum hér í París eru uppi áform um ad pólski kvikmyndaleikstjórinn Andrzej Wajda, verdi viö kvik- myndatökur á fslandi einhverntíma á nœsta ári. Enn hefur ekkert veriö fastákveöiö í þessu efni, en aö sögn Michel Lisorski, nánasta aöstoöar- manns Wajda, hefur leikstjórinn í hyggju aö leita til Vigdísar Finn- bogadóttur forseta íslands um aö hún hafi milligöngu í þessu máli. Eftir því sem næst verður komist er það hin fræga ópera Boris Gódu- noff eftir rússneska tónskáldið Modest Mussorgsky sem Wajda áformar að kvikmynda að einhverj- um hluta á íslandi. Ráðgert er að hljómsveitarstjórinn og sellóleikar- inn Mstislav Rostropowitsj hafi með höndum tónlistarstjórn í myndinni, en aðalhlutverkið, sjálfan Boris Gódunoff syngur ítalski bassasöngv- arinn Ruggiro Raimondi, sem með- al annars hefur leikið stórhlutverk í óperukvikmyndum ítalans Franco Zeffirellis (sem síðast gerði Ótelló, nú sýnd í Regnboganum). Væntan- lega mun þessi mynd Wajda verða fjármögnuð af Pólverjum og Frökk- um í sameiningu. Andrzej Wajda er flestum íslensk- um kvikmyndaunnendum að góðu kunnur. Hann stendur nú á sextugu og er óvefengjanlega helsti kvik- myndahöfundur Pólverja. Síðan fyrsta kvikmynd hans Kanal hlaut silfurverðlaun á Cannes 1957 hefur hann verið ein skærasta stjarna á himinhvolfi kvikmyndanna. Fjöl- margar kvikmynda hans hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum í Reykjavík, en þeirra frægastar eru líkast til Marmaramaöurinn frá 1977 sem fjallar um uppreisn verka- manna í skipasmíðastöðinni í Gdansk ári áður og Járnmaöurinn frá 1980 sem var samtíðarvitnis- burður um tímabil Samstööu, frjálsu verkalýðssamtakanna í Pól- landi. Báðar eru þessar myndir margverðlaunaðar og lofaðar, en illu heilli ekki til sýningar í heima- landi listamannsins — ekki enn. Eftir að herlög voru sett á í Pól- landi í desember árið 1981 flúði Wajda land um hríð og settist að í Frakklandi. Þar gerði hann kvik- mynd um ævi byltingarmannsins Dantons með Gérald Depardieu í aðalhlutverki, en þvínæst hélt hann til Þýskalands og gerði myndina Ást- arsaga frá Þýskalandi. Wajda ráð- gerði hinsvegar aldrei að vera land- flótta Pólverji til langframa. Hann sneri aftur til Póllands og þar hefur hann nýlokið við myndina Krónika um ástir, sem fjallar á tregablandinn hátt um horfnar bernskustöðvar rit- höfundarins Tadeuz Konwicki í grennd við borgina Vilnius í Lithá- en. Sú mynd var nýlega frumsýnd hér í París að Wajda viðstöddum. Um þessar mundir er Wajda í Pól- landi þar sem hann fæst við nýja mynd sem er byggð á einni sögu Dostojevskís, þeirri sem á íslensku er ýmist kölluð Djöflarnir ellegar Hinir afhöldnu. Að þeirri mynd lok- inni, mun þessi afkastamikli leik- stjóri hefjast handa við tökur á Boris Gódunoff og hvort það verður að einhverju leyti á íslandi; um það er enn of snemmt að segja. En Adrzej Wajda yrði okkur sannarlega aufúsugestur. . SER. MYNDLIST eftir Guðberg Bergsson Ljósbrotiö er í linsunni Það góða við sýningu fram- haldsskólanemá í Ásmundarsal er að myndirnar á henni eru ekki all- ar af hinum „myndarlegu" ís- lensku fjöllum. Eg þakka Ijós- myndagyðjunni fyrir það. En næstum allar ljósmyndasýningar hérlendis hafa verið og eru af „bráðmyndarlegum" fjöllum. Ljósmyndarar okkar hafa gert sér far um að þéra þau með vélum sín- um, eins og skáldin gerðu — forð- um daga — í rímuðum ljóðum. En sem sagt, Ljósmyndafélag framhaldsskólanema er ekkert að taka ofan hattinn af linsunni til að hampa fjalli á mynd. Næstum allar myndirnar eru af fólki, eða því sem fólk kemur nálægt. Myndirn- ar eru ekki af fjallgöngufólki. Því það væri allt of mikill íslenskur brandari að hætta að ljósmynda fjöll en mynda þess í stað fjall- göngufólk á klossum, í ullarsokk- um og með skyrtuna niður um sig og peysuna flaksandi um mittið. Og nokkrir æðahnútar sjást á kálf- unum. Svo er líka annar kostur við sýn- inguna, sá að ekki er leitast við það að ná „listrænum" myndum. Hér örlar ekki á „lífi í frosti", sól- setursglóð eða sól í skammdeginu yfir „freraðri tjörn". Ljósmyndarar eru að uppgötva íbúa þessa lands, þótt hægt fari. Fólkið á myndunum er yfir höfuð sætt fólk. Annað fólk er dónaskap- ur. Og svo er líka engin leið að taka mynd af ljótum íslendingum, vegna þess að þannig menn eru ekki til „í alvörunni". Ef á sýningu þessari er eitthvert ófrítt fólk, þá er það útlent og í afskaplega „ljós- myndalegu" umhverfi: Ótal aðrar verur speglast í rúðum, einkum búðargluggum. Allt er þetta sam- kvæmt gamalli ljósmyndahefð. Sem félögum í Ljósmyndafélaginu dettur auðvitað ekki í hug að rjúfa. Annars væru þeir ekki íslenskir. Hér sýnir ekki félagið „Brotnar linsur". Það er þess vegna ekki hægt að segja að ljósmyndavélar félag- anna séu rauðar og róttækar, held- ur svartar og japanskar, og þeim stjórnar íslenskur andi sem leitar að mótífum, en lætur þau ekki berast sér. Á sýningunni örlar varla á hreinni ljósmyndaðri tilvilj- un. Ég get ekki betur séð en sumir ljósmyndarar haldi sér hér við japanskan lit, Fuji-litinn, sem er „mildur" og nálgast stundum það sem ég leyfi mér að kalla mósku- kennda væmni. Fuji-filman er vandasöm. Svart-hvítu myndirnar eru dálít- ið oflýstar, að mínu viti. En kannski er oflýstur grámi viss ljós- stefna hjá félaginu. Þetta gengur svo langt að myndir í lit eru jafnvel gráar í anda. Slíkt olli mér tals- verðum heilabrotum, eins og reyndar sýningin öll. En þó eink- um mynd Jóns Sveinssonar: í þyngdarleysinu. Það er kannski vegna þess að myndin er ekki í þyngdarleysi, eða efni hennar, heldur lætur þyngdarlögmálið bununa lúta lögmáli sínu, þótt hún snúi upp. Ég segi ekki hvers vegna það sést á bununni, en læt áhorfendur um að „spá í veruleika" myndar- innar, bununa úr flöskunni, svo þeir spyrji sig þessarar spurningar: Hlykkjast buna sem stendur upp í strók á sama hátt og buna sem streymir niður? Spurningin gæti vel verið spurn- ing í „Samræmdu prófunum". Svona eru félagar í Ljósmynda- félagi framhaldsskólanema mikið fyrir að gera áhorfendur verka sinna vísindalega þenkjandi. Ég held það þurfi góðan „vatnseðlis- fræðing" til að sjá í gegnum um- rædda mynd. Þótt sýningin sé skemmtileg, þá skortir hana þá óvæntu og mér liggur við að segja fólsku sveiflu, sem er í ljósmyndagerð snilling- anna. Hún sést hjá þeim, jafnvel þótt þeir taki á atar „hæga" filmu. Og með sveiflunni afhjúpa „séní- in“ innra borð hlutanna og sveifla því rakleitt upp á yfirborð film- unnar, þannig að yfirborð og und- irdjúp viðfangsefnisins sitja sam- síðis á hinni framkölluðu mynd, sem er oftast í hvítu og svörtu, það er að segja: í misjafnlega gráum gráma. Aldrei í einlitum gráma. Allt á eftir að lagast hjá fram- haldsskólanemunum, þegar leikn- in næst. Þá fara synir að ljós- mynda feður sína í ákafa. Þótt ég sé alls ekki fyrir það að vera neitt með ráðleggingar — og því síður ráðningu — þá langar mig að benda á tvö fögur fordæmi, um ljósmyndir af rithöfundum. Vert er að skoða, fyrir væntanleg- an Ijósmyndara, mynd Herberts List af Somerset Maugham, þá sem hann kallaði: I am certainly not asnob* Og svo er önnur ágæt mynd til af Alexandre Dumas eftir Nadar. Síðan enda ég þetta hjal í „fag- mannsdúr": „Ég þakka fyrir ágæta sýningu. Til hamingju!" *P.S. Til að sanna það að ég er „lærður listfræðingur" og mikill fræðimaður á því sviði, þá gríp ég til neðanmálsgreinarinnar með pínulítilli stjörnu. Sem merkir: ís- lenska myndin af hinum íslenska Maugham gæti heitið: „Ég er ekki neitt andskotans séní“. Þetta er tekið fram hér, til að benda á hlið- stæður. Þó kann að vera að ég fylgi of sjálfrátt í pistli mínum fleygum orðum bókmenntagagn- rýnenda, þegar þeir segja: Efni þessa texta hefur „tilvísanir í ýms- ar áttir". Ef svo er bið ég enska snobbið, íslenska séníiö og afkom- andann innilegrar afsökunar. Ætl- un mín var bara að lýsa því sem „linsa augna minna sá“ á sýning- unni. ANDLIT heitir sýning á skúlpt- úrverkum sem Sverrir Ólafsson opnar í Gallerí Grjót nk. föstudag. Eins og suma rekur eflaust minni til varð Sverrir nýlega illa úti þegar hitaveiturör sprakk í geymslu á Korpúlfsstööum, þar sem hann geymdi ásamt fleiri listamönnum verk sín. Flest verka Sverris sem þar voru eru ónýt og hefur borgin neit- að að bæta honum skaðann á nokk- urn máta og eftir því sem fregnir herma ekki látið þar við sitja, heldur sagt honum upp húsnæðinu. Sverrir lætur hins vegar ekki deig- an síga og um leið og hann opnar sýningu sína í Grjótinu gerist hann samstarfsaðili að rekstri gallerísins, sem þrátt fyrir ungan aldur, fjögur ár, er orðið elsta gallerí í Reykjavík. Jafnhliða sýningu Sverris munu aðrir eigendur gallerísins sýna verk sín í baksal. Sýningin stendur til 22. mars og eru öll verkin til sölu en þau hefur listamaðurinn unnið á síðasta ári og þessu og ekki að efa að marg- ir hugsa sér gott til glóðarinnar að líta hin mörgu andlit Sverris Ólafs- sonar myndhöggvara. ANNA Björns leikkona í Kali- forníu er nú komin á fullan skrið í undirbúningi fyrir sína aðra heim- ildarmynd, en hún gerði sem kunn- ugt er verk um afkomendur íslands- faranna til Brasilíu ásamt Jakobi Magnússyni fyrir nokkrum misser- um. Nýja heimildarmyndin, sem fjallar um íslenskar konur sem gift- ust bandarískum hermönnum og hafa búið síðan vestra, hefur þegar hlotið styrk úr Kvikmyndasjóöi. Verkið vinnur Anna í samvinnu við Ingu Dóru Björnsdóttur, sem hefur einmitt lagt stund á rannsóknir á högum þessara íslensku kvenna á undanförnum árum við háskóla í Arizona. HELGI Þorgils Friöjónsson gerir víðreist um þessar mundir. Um þess- ar mundir tekur hann þátt í samsýn- ingu á vegum Kunsthallen/Brandts Klœdefabrik í Óðinsvéum í Dan- mörku ásamt sex öðrum listamönn- um, þar á meðal Magnúsi Pálssyni. Sýningin ber nafnið LitteARTure og er sú fyrsta sinnar tegundar á veg- um gallerísins. Það eru listamenn- irnir sjálfir sem setja saman sýning- una og að þessu sinni var það Svíinn Bengt Adler sem valdi þátttakend- urna og þema hennar sem er sam- runi myndar og orðs. Áðurnefnt gallerí hefur og í sam- vinnu við þýska galleríið Nemo, gef- ið út bók með verkum Helga sem heitir Aörír dagar. í þeirri bók eru birtar teikningar og stuttir prósar eftir Helga og er hún gefin út í 200 tölusettum og árituðum eintökum, samfara sýningu hans meðal þýskra. HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.