Helgarpósturinn - 05.03.1987, Síða 28
BRÚÐURí
UPPELDISHLUTVERKI
Litiö inn til Ólínu Geirsdóttur sem kennir
óvenjulega brúðugerð.
/ vetur hefur Ólína Geirsdóttir
haldiö námskeid í Hladvarpanum í
brúdugerd svokallaðra Waldorf-
brúöa. Pessar brúður eiga sér langa
sögu og byggja ú úkveðinni hug-
myndafrœði sem miðar að því að
auka sköpunargleði barna og
ímyndunarafl.
— Ólína, hvað eru Waldorf-brúð-
ur?
„Þetta eru tuskubrúður sem fyrst
voru framleiddar í Stuttgart í V-
Þýskalandi. Þar var fyrsti svokallaði
Waldorf-skólinn stofnsettur 1919.
Nú eru þeir starfræktir víða um
heim og þeir byggjast á ákveðnum
hugmyndum um uppeldi og kennslu
sem eru komnar frá Rudolf Steiner."
— Eru þetta ekki eins og hverjar
aðrar brúður?
„Nei, þessar brúður eru gerðar
með ákveðin markmið í huga, þær
hafa ekki ákveðin einkenni eins og
margar aðrar brúður, þær eru ekki
alltaf brosandi, eða eitthvað annað
heldur eiga börnin að búa persónu-
einkenni brúðunnar til. Brúðurnar
Fríður flokkur brúða.
eiga að geta skipt skapi eins og
börnin gera sjálf."
— Hvernig tengist þetta Steiner?
„Hann áleit að skólinn ætti að
frelsa einstaklinginn í sama mund
og hann hefði áhrif á hann og þess-
vegna lagði hann mikla áherslu á að
um skapandi starf væri að ræða, í
tónlist, myndsköpun og fleiru.
Yngstu krakkarnir í þessum Wal-
dorf-skólum búa t.d. sjálf til kennslu-
bækurnar sínar fyrstu árin og brúð-
urnar eru hluti af þessu. Allt starfið
átti að mati Steiners að örva skap-
andi hæfileika, sjálfstæða hugsun
og sjálfstraust. Þessvegna eru brúð-
urnar einkennalausar, börnin eiga
að móta þær eftir eigin höfði."
— Hvernig kynntist þú þessum
brúðum?
„Ég vann nokkur ár sem fóstra útí
Stokkhólmi og þar kynntist ég
þessu, seinna þegar ég kom heim
fór ég að kenna þetta í Fósturskólan-
um og byrjaði svo með námskeiðin
síðastliðið haust."
— Og hefur gengið vel?
„Já, það er alltaf fullt. Það má
kannski láta þess getið að þetta eru
ekki handavinnunámskeið, ég er
fyrst og fremst að hugsa um gildi
leikfanganna, það skiptir máli
hvaða leikföng við gefum börnum
okkar."
KK
KVIKMYNDIR
Roman
í hafsauga
Bíóhúsið: Pirates (Sjó-
rœningjar). ★★★
Framleiðandi: Rarak Ben
Ammar.
Leikstjórn: Roman Polanski.
Handrit: Gerard Brach, Roman
Polanski.
Kvikmyndun: Witold
Sobockinski.
Tónlist: Philippe Sarde.
Aðalhlutverk: Walter Matthau,
Cris Campion, Damien Thomas,
Charlotte Lewis, Olu Jacobs o.fl.
Það hlaut að koma að því að
meistara Polanski tækist eftir ára-
langa lægð að hrista eitthvað
temmilega bitastætt fram úr
jakkaerminni unnendum sínum til
óblandinnar ánægju. Sjóræningja-
mynd... hvers vegna ekki? Óg
hverjir eru ekki líklegir fjármagns-
aðilar slíkrar glæframennsku en
einmitt þeir Golan og Globus, sem
á liðnum misserum hafa hvað ötul-
ast barist við að byggja upp nýja
ímynd Connon-fyrirtækisins útá-
við, með því að fá til liðs við sig
ýmsa af þekktari leikstjórum
evrópskrar kvikmyndahefðar.
Það er ekki hending ein sem
ræður því að Pirates byrjar á þann
veg sem hún gerir. Upphafssenan
á sér beina samsvörun í fyrri verk-
um Polanskis. Getur í reynd skoð-
ast sem einskonar vörumerki
hans, eða óræð viljayfirlýsing af
hans hálfu: Sko, hér er ég enn
mættur til leiksins. . . og kann
ennþá sitthvað fyrir mér, hversu
andsnúnir sem kvikmyndafram-
leiðendur hafa verið mér á liðnum
misserum.
Líkt og í t.d. Cul-de Sac frá árinu
1965 og umfram allt í hinni marg-
frægu upphafssenu smámyndar
meistarans frá skólaárunum í Pól-
landi: Tveirmenn og klœðaskúpur
(1958), hefst þessi nýja afurð hans
úti í hafsauga. . . í bókstaflegri
merkingu þess orðs. Þar svamlar
banhungraður hákarl kringum
flekaræksni, sem komið er að því
að liðast í sundur. Á flekanum sitja
tveir jafn banhungraðir skip-
brotsmenn, skipsdrengurinn Frog
og hinn ógurlegi kafteinn Red.
Það er skemmst frá því að segja,
að í þann mund er hinn illskeytti
höfðingi sjóræningja allra tíma er
að því kominn að læsa skoltum
sínum í hið girnilega kjötmeti er
veslings skipsdrengurinn ber ut-
anyfir beinaberum fótleggjunum
birtist óforvarendis spænska gallíón-
an Neptune úti við sjóndeildar-
hringinn, að sjálfsögðu berandi
gull og dýra eðalsteina handan yfir
hafið úr nýlendum Spánverja vest-
anhafs.. . þarf að spyrja að leiks-
lokum?
Ó.A.
Keyrt á fullu
Laugarúsbíó:
Eftirlýstur (Wanted, dead or
alive)
★★★
Bandarísk, úrgerð 1986.
Framleiðandi: Robert C. Peter.
Leikstjóri: Gary Sherman.
Handrit: Michael P. Goodman,
Brian Taggart og Gary Sherman.
Kvikmyndun: Alex Nepom
Miaschy. Tónlist: Josep Renzetty.
Aðalleikarar: Rutger Hauer,
Gene Simmons og Richard
Guillemette.
Ef ég man réttilega var það fyrir
réttum fimm árum sem sá geðslegi
glókollur, Rutger Hauer, vakti
verulega athygli vestanhafs fyrir
kvikmyndaleik, en hann hafði þá
áður náð talsvert langt í því hlut-
verki á heimaslóðum sínum Hol-
landi — og víðar um gamla heim-
inn. Fyrir fimm árum já, og það
var í rigningarmynd Ridley Scotts,
Blade Runner, þar sem Harrison
Ford lék aðallega. Síðan hefur
þessi stæðilegi, fallegi og fremur
ágæti leikari aukið hróður sinn
jafnt og þétt vestra og minnast
menn hans síðast úr Hitcher í
þeim efnum. Um svipað leyti lék
hann og í skemmtilega grimmri
miðaldamynd eftir félaga sinn
Paul Vernhover, Flesh and Blood.
Núna stýrir Gary Sherman
drengnum, hreint glettilega vel.
Og heiti verksins segir meira en
langar setningar um inntakið,
Wanted, dead or alive. Þetta er
spennusaga af gamla skólanum
með köldum köllum. Ef kvenfólk,
þá ýmist fyrir eða leggjalangt.
Semsé hraði. Ofsahraði. Wanted,
dead or alive er geysihröð spennu-
mynd í góðri merkingu klisjunnar
atarna um mannaveiðara gegn
hryðjuverkahópi, ágætlega sköp-
uð persónum, vönduðu og upp-
byggilegu plotti sem stuðar í ein-
faldleika sínum. Og Rutger vinur-
inn, ekki síðri en fyrri daginn;
dæmalaust agaður í leik sínum
milli alvöru, fimi og glettninnar
sem þarf alltaf pínu svo spennan
spenni líflega.
-SER.
Banerjee
snýr aftur
Húskólabíó: Heppinn
hrakfallabúlkur
(Foreign Body)
★
Framleiðandi: Colin M. Brewer.
Leikstjóri: Ronald Neame.
Handrit: Celine La Freniere.
Kvikmyndun: Ronnie Taylor.
Tónlist: Ken Howard.
Aðalleikarar: Victor Banerjee,
Trevor Howard, Warren Mitchell
og Geraldine McEwan.
Ronald Neame leikstjóri er lík-
ast til kunnastur af kvikmynd
sinni um Odessa skjölin, auk þess
er menn þekkja til Poseidon-slyss-
ins, Zahrain-flóttans og Hopscotch
sem er ein af hans nýjustu mynd-
um. Neame er fæddur 1911 og var
einn slyngasti kvikmyndatöku-
maður Breta á fyrri hluta aldarinn-
ar, ef ekki þeirra besti, en sneri sér
svo óvænt að leikstjórn á miðjum
aldri. Listrænn árangur hans í því
hlutverki hefur ekki þótt sem
skyldi, altént ekki borið saman við
getu hans í kvikmyndatöku.
Foreign Body, sem Háskólabíó
þýðir einfaldlega Heppinn hrak-
fallabálkur er eitthvað um tuttug-
asta kvikmyndaverk hans sem
leikstjóra — og reyndar fyrsta
mynd hans margt lengi. En karl-
greyinu hefur ekki farið fram.
Ekki spor. Þessi gamanmynd um
uppgang innflytjanda frú Indlandi
í London er ekki par fyndin þó
markmiðið hafi sjálfsagt verið að
örva hláturtaugarnar.
Hér veldur margt. Handritið er
ákaflega losaralegt. Sögupersónur
eru nokkuð áhugaverðar, en svo
lítt mótaðar og samband þeirra
innbyrðis svo veiklulegt, að sam-
band þeirra við áhorfendur slitnar
fljótlega. Ekki bætir úr skák að
Banerjee, sem síðast lék í Ferðinni
til Indlands, er vandræðalegur
gamanleikari. Myndin er
skemmtilegust þegar Trevor
gamla Howard bregður fyrir, en
hann er bara í svo afar smárri
rullu.
Semsé; heldur ófyndin elliglöp.
-SER
Ólína Geirsdóttir leggur
síðustu hönd á eina brúðuna.
ÞRÁTT fyrir að Skytturnar fái
ekki mjög mikla aðsókn hér heima
virðist myndin ætla að ná töluverðri
dreifingu erlendis. Nú þegar hefur
norskt fyrirtæki keypt sýningarrétt-
inn að myndinni á öllum Norður-
löndunum. Þetta er í fyrsta sinn sem
íslensk mynd fær svo mikla dreif-
ingu í bíóhúsum hjá frændum okkar,
aðeins Hrafninn flýgur hefur farið
ámóta víða enda var hún fjármögn-
uð af Svíum. Myndin mun ganga
undir heitinu Hvítir hvalir erlendis,
sem var upphaflegt heiti á handrit-
inu, og í maí munu gestir á kvik-
myndahátíðinni í Cannes væntan-
lega berja augum White Whales frá
íslandi.
Úr kvikmyndaheiminum er það
einnig að frétta að stjórn Kvik-
myndasjóðs hefur tekið þá ákvörð-
un að styrkja myndir aðeins með
því skilyrði að þær fari ekki í sjón-
varp eða á myndbönd. Þetta verð-
ur haft svo næstu þrjú til fimm árin
í þeim tilgangi að reyna að auka að-
sókn í kvikmyndahúsin.
STEINUNN Þórarinsdóttir hlaut
sem kunnugt er starfslaun Reykja-
víkurborgar fyrir árið 1986 og bráð-
lega gefst Reykvíkingum kostur á
að berja augum afrakstur þess tíma-
bils. Þann 4. apríi opnar Steinunn
sýningu í austursal Kjarvalsstaða á
25 höggmyndum sem hún vann ’86
og einnig á þessu ári. Steinunn vinn-
ur verk sín ýmist í leir sem hún
brennir með japanskri aðferð, soðið
járn eða hitað gler. Síðast hélt Stein-
unn einkasýningu í Listmunahúsinu
árið 1984 og er ekki að efa að þess-
arar sýningar er beðið með eftir-
væntingu.
DÆGURgeirinn státar ekki af
mikilli hljómplötuútgáfu þessar vik-
urnar, enda eru Steinar og Fúlkinn i
óða önn að undirbúa útgáfu á
nokkrum laganna sem verða í und-
ankeppni fslands fyrir söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Þó heyrum við að Steinar hyggist
senda frá sér stóra hljómplötu með
söng Sigrúnar Hjúlmtýsdóttur
næsta haust, jafnframt sem fyrir-
tækið hefur í hyggju útgáfu á hljóm-
plötu með Eyjólfi Kristjúnssyni
söngvara um svipað leyti. Grammið
hefur nýlega gefið út lög Hilmars
Arnar Hilmarssonar úr Skyttunum,
og hyggst halda áfram á þeirri braut,
því væntanleg er tólftommu með
lögum Bubba Morthens og Sykur-
molanna úr sömu mynd.
28 HELGARPÓSTURINN