Helgarpósturinn - 05.03.1987, Side 31

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Side 31
JAZZ eftir Vernharð Linnet Rollingur, blúsbeljari og andi gamla greifans Allstaðar má finna djassgeggjar- ana og einn þeirra hörðustu hefur aldeilis komið okkur á óvart með flunkunýrri stórstórsveitarskífu. Sá geggjari er trommari Rolling Stones, gamla brýnið Charlie Watts, og skífan nefnist The Charlie Watts Orchestra live at Fulham Town Hall (CBS/Steinar). Stórstórsveit með sanni: tuttugu- ogtveir blásarar auk níu rýþma og hljómborðsmanna. Margir þeirra eru gamalkunnir í breska djass- heiminum ss. saxistarnir; Evan Parker, Alan Skidmore og Peter King, trompetleikarinn Harry Beckett, básúnuleikarinn Paul Ruthenford, píanistinn Stan Tracy og víbrafónleikarinn Bill Lesage. Svo blæs ungstirnið Courtney Pine í tenórsaxafón, Jack Bruce strýkur selló og Charlie Watts er einn af þremur trommurum sveit- arinnar, sem stjórnað er af útsetj- ara hennar: Alan Cohen. En hvað ætli rollingurinn hafi á efnis- skránni: djassrokk, bíbopp eða svalan djass í anda Chico Hamil- tons sem kom honum á trommu- bragðið með burstaleik sínum í Walkin Shoes Mulligans kvartetts- ins. Neinei — hér ^r sveiflan í há- vegum höfð í Kansans City anda gamla Count Basies. Rifjasteikin er steikt af logandi blæstri geggj- aranna og það vellur og kraumar í Robins Nest, Stompin at The Savoy og Lesters Leaps In, þartil allt er orðið brjálað í djassgeggjun meistara Hamptons: Flying Home. Tenóristarnir fara á kostum: meir- að segja Evan Parker, sem hélt há- tíðlega tónleika í Norræna húsinu og að Kjarvalsstöðum með hring- öndun og austrænni íhugun tryllir einsog múgæsingamaður á úti- fundi. And fun was had by all, nefndist síðasta skífan sem Thad Jones hljóðritaði með Radioens big band og það má segja um þessa tónleika í Fullham Town Hall. Mikið djöfulli njóta mennirn- ir þess að blása lungum og lifur gegnum lúðrana og það er ekki hægt annað en að fagna því að tuttugu ára draumur rollingsins Charlies Watts hefur ræst: Eg er ungur í annað sinn, segir hann með glampa í augum og það verða allir sem hlýða á skífuna. Bandið hvílir í tveimur ópusum: Moonglow sem víbrafónleikararn- ir Lesage og Jim Lawless leika fal- lega og Scrapple from The Apple þarsem bassaleikararnir Ron Matthewson og Dave Green ríkja tveir í djarfri sveiflu og frjóum tví- leik. Andi gamla greifans svífur yfir allri sveiflu og ekki síst þarsem gamlir liðsmenn hans koma sam- an. Að hlusta á Jimmy Rushing, blúsbeljarann mikla og Dicky Wells básúnublásarann óviðjafn- anlega er mikið dúndur — ekki síður en hákarl og brennivín. Þeir voru samskipa í Basieband- inu á árunum 1938 til 1950, en þá varð Basie að hætta með stórsveit- ina um tíma af fjárhagsástæðum og stjórna áttaman na sveit. Jimmy stofnaði þá eigin hljómsveit og lék Dicky með honum til 1952 er sú sveit hætti störfum. Þeir áttu þó eftir að hljóðrita mikið saman eftir það og á dögunum var að berast til landsins tvöfalt albúm: Jimmy Rushing — The Bluesway Sessions (Charley/Skífan) er hefur að geyma tvær skífur er upphaflega komu út á ABC-Paramouth merk- inu. Fyrri skífan var tekin upp 1967 og leikur þar undir söng Jimmy Rushing stórsveit sem Oliver Nelson stjórnar og er Dicky Wells aðaleinleikari á gullnu básúnuna sína. Af öðrum mektar- mönnum er þar leika má nefna Clark Terry á trompet, en hann var um tíma í Basiebandinu og Hank Jones á píanó og orgel. Það er dálítið gaman að heyra þennan frábæra píanista blúsa á orgelið. Þarna eru bæði gömul verk og ný og Blues in the dark kannski þekktast. Nelson tekst oft frábær- lega að sameina blúsbeljanda Rushings nútímalegum Basie- kenndum útsetningum. Seinni skífan er sú næstsíðasta er Rushing hljóðritaði, en hann lést árið 1971. Upptökurnar voru gerðar í New York 1968 og Dicky Wells enn með svoog annar gam- all Basiegaur, tenóristinn Buddy Tate sem bæði hefur blásið í Reykjavík með Benny Goodman og Teddy Wilson. Dave Frishberg stjórnar rýþmanum með kraft- miklu píanóspili en félagar hans standa miðja vegu milli rýþma- blús og djass. — Jimmy Rushing er einn af höfuðsöngvurum djass- ins — og blúsins. Á þessum skífum er hann frábær og Kansans City blússveiflan sterk í gæðahljóðrit- un. Trymbillinn (bygginn á svip. KVIKMYNDAHUSIN AIISTURBtJARRiíl BROSTINN STRENGUR (Duet for One) ★★★ Afskaplega hreint hrífandi mynd. Konchalovsky leikstýrir úrvalsleikurum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÉG ER MESTUR (Aladdin) NÝ Gamanmynd með Bud Spencer. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LÖGMÁL MURPHYS (Murphys Law) Með Charles Bronson. Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ■Mafiiai JUMPIN JACK FLASH NÝ Gamanmynd með Whoopi Goldberg, stjörnunni úr Color Purple. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. GÓÐIR GÆJAR (Tough Guys) ★★★ Tveir gamlir kallar uppgötva að timinn stendur ekki kyrr. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. FLUGAN (The Fly) ★★ Jeff Goldblume breytist í flugu. Galdrar og hrollur fyrir það sem þess er virði. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 9 og 11. PENINGALITURINN (The Color of Money) ★★★ Tekur við þar sem The Hustler hætti. Nú er Newman kominn í hlutverk hins ráðsetta og reynda. Sýnd kl. 5 og 7. KRÓKÓDlLA DUNDEE (Crocodile Dundee) ★★★ Mick Dundee, Ástralíubúi kemur til New York. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. LUCAS ★★ Enn ein unglingamyndin. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hundalff, öskubuska og Hefðar- kettir á 3 sýningum um helgina. BÍÓHÚSIÐ SJÓRÆNINGJAR (Pirates) ★★★ Stórmynd eftir þann fræga Roman Fblanski með Walther Matthau í rullu sjóræningjaforingja. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.10 og 11.15. fðUASKOUIIO TRÚBOÐSSTÖÐIN (Mission) NÝ Vönduð stórmynd eftir Roland Joffe. LAUGARÁS B I O EFTIRLÝSTUR LlFS EÐA LIÐINN (Wanted Dead or Alive) NÝ Spennumynd með Rutger Hauer og Gene Simmona Bönnuð yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. EINVlGIÐ (Race of Honour) ★ Ninja mynd með Sho Kosogi. Bönnuð yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. E.T. ★★★ Frábær fjölskyldumynd. Sýnd kl. 5 og 7. LAGAREFIR (Legal Eagles) ★★★ Mjúkt lögfræðingadrama. Sýnd kl. 9 og 11. IREGNBOGHNN SKYTTURNAR ★★★ Ný íslensk mynd eftir Friðrik Þór. Fer hægt af stað en sterkur endir. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. HEPPINN HRAKFALLABÁLKUR (Fóreign Body) Gamanmynd með Victor Benerjee. Inn- flytjandi frá Indlandi gerist læknir á fölskum forsendum. Sýnd kl. 5,7,9 og 11- FERRIS BUELLER ★★ Gamanmynd um skróp og Ferrari bfl. Sýnd kl. 3.05, 5.05,7.05,9.05 og 11.05. ELDRAUNIN (Firewalker) ★★ Chuck brosir. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 11.15. NAFN RÓSARINNAR (The Name of the Rose) ★★★ Sterk mynd. Var Kristur kátur? Bönnuð yngri en 14. Sýnd kl. 3.10, 6.10 og 9.10 TIL HAMINGJU MEÐ ÁSTINA NÝ Frönsk mánudagsmynd. Sýnd kl. 7.15 og 9.15. STATTU MEÐ MÉR (Stand by Me) NÝ Jnglingar sem ákveða að finna lík sem ekki finnst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. BLÓÐSUGUR (Vamp) ★ Mynd sem fer víst ekki alveg eftir beinu línunni. Með söngkonunni Grace Jones. Sýnd kl. 11. ÖFGAR (Extremities) ★★★ Farrah Fawcett kemur öllum á óvart. Bönnuð yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Völundarhús og Kærleiksbirnir sýndar kl. 3 um helgina. VlTISBÚÐIR (Hell Camp) ★ Um ameríska hermenn sem lenda í ýmsu misjöfnu. Bönnuð yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miölungs ★ þolanleg O mjög vond ÁBENDING Pirates eða Sjóræningjar eftir Roman Fblanski er þess virði, Matthau fer á kostum þó ekki væri annað. Þeir sem hafa hraða og spennu í fyrirrúmi ættu að sjá Eftirlýstur... ( Laugarásbíói. Hin- um er bent á Lagarefi í sama bíói sem nú hafa gengið mánuðum saman. MYNDBAND War and Peace (Stríd og friöur). ★★★ 77/ útleigu hjá m.a. Myndbanda- leigu kvikmyndahúsanna. Bandarísk. Argerö 1956. Leikstjórn: King Vidor. Adalhlutverk: Audrey Hepburn, Henry Fonda, Mel Ferrer, Vittorio Gassman, Herbert Loom, Oscar Homolka, Anita Ekberg o.fl. o.fl. Það er alltaf jafn notalegt að hnjóta öldungis óviðbúið um viðlíka kvikmyndasöguleg gullkorn og hér um ræðir á hillum mynd- bandaleiganna. Stríö og fridur meistara Tolstoys er líkast til það verk heimsbók- menntanna, sem menn hafa hvað mest rembst við að þýða yfir á myndmál kvikmyndarinnar í tím- ans rás. . . með misjöfnum árangri VIKUNNAR þó. Fyrsta markverða tilraunin var gerð í Rússlandi þegar árið 1916, þ.e. aðeins rétt rúmum 20 árum eftir að miðillinn kom yfirleitt til sögunnar. Þær frægustu komu hins vegar ekki til fyrr en á sjötta og sjöunda áratugnum: Þ.e. hið sjö tíma langa meistaraverk Sergei Bondartchuks frá 1964 og siðan hin öllu rislægri, en þó vel frambærilega útgáfa King Vidors frá 1956, er okkur gefst nú að fá leigða hjá Myndbandaleigu kvik- myndahúsanna. Þessi kvikmyndun Vidors á meistaraverki Tolstoys er á margan hátt dæmigerð mastódonfram- leiðsla frá síðara gullaldarskeiði Hollywood. Það tók ein tíu ár að undirbúa töku myndarinnar og önnur tvö til viðbótar að skrá hana á filmu. Tugmilljónum dollara var sóað í hina vægast sagt stórbrotnu umgjörð hennar, en líkt og endranær þegar Holly- wood-staðallinn er annars vegar mistekst höfundinum hrapallega að koma sjálfu grunnþema frum- verksins sómasamlega til skila á hvíta tjaldinu. Kvikmyndin er engu að síður í eðli sínu býsna athyglis- verð kvikmyndasöguleg heimild og sem slík ágætlega ásjárverð: Þar vinnur t.d. Audrey Hepburn elhn af mikilsverðari leiksigrum ferils síns og hinar vægast sagt stórkostlegu orrustusenur myndarinnar eru einhverjar þær bestu sinnar tegundar 'í gjörvallri sögu draúmaverksmiðjunnar við Kyrrahafið. Ó.A. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.