Helgarpósturinn - 05.03.1987, Side 32
s
^Vamkvæmt heimildarmönn-
um okkar í Norðurlandi eystra
munu framsóknarmenn vera laf-
hræddir við framboð Stefáns Vál-
geirssonar og almennt er talað um
það, að Stefán nái þingsæti og Val-
gerður á Lómatjörn sitji eftir á búi
sínu við Eyjafjörð. Þannig myndi
þingmönnum Framsóknar í kjör-
dæminu fækka um 2, úr þremur í
einn. Hins vegar er á það bent, að
nýju kosningalögin hefðu hvort sem
var valdið fækkun þingmanna Fram-
sóknar um einn í Norðurlandi
eystra. En það er þó huggun harmi
gegn, að Stefán Valgeirsson lítur
enn á sig sem framsóknarmann og
Pétur Valdimarsson einnig, þannig
að komist þeir báðir að, fær „Fram-
sókn“ 3 þingmenn eftir allt saman í
Norðurlandi eystra. . .
Fyrr í vikunni heyrðist það haft
eftir Pétri Valdimarssyni nýkjörn-
um formanni nýja stjórnmálaflokks-
ins, Þjóðarflokksins, að hann
hygðist ekki segja sig úr Framsókn-
arflokknum enda þótt hann væri á
leið í framboð fyrir nýjan stjórn-
málaflokk, sem Pétur lýsti sjálfur
frati á í sjónvarpsviðtali um liðna
helgi. Þetta þykir mönnum skrýtið.
Annars er fordæmi fyrir þessu, sem
er að sjálfsögðu frambjóðandinn
Stefán Valgeirsson. Hann ætlar
heldur ekki að segja sig úr Fram-
sókn. Hvort þetta samræmist lögum
^sSSPllP
1 i
u. %.
■ ■
■ .
Siysavamaféiags isiands
Framsóknarflokksins er víst talið
vafamál. . .
Akureyri heyrast sögusagnir
um að Hermann Sveinbjörnsson
ritstjóri Dags til rösklega 7 ára sé á
förum til Reykjavíkur. HP kannaði
málið og er niðurstaða þeirrar at-
hugunar sú, að Hermann hafi haft
þetta á orði, en ákvörðun hafi hann
hins vegar enga tekið. Það sem veld-
ur því, að sagan fór á flot, eru orð,
sem næm eyru hafa heyrt eftir Her-
manni um að 10 ára starf í fjölmiðl-
un séu orðin ærinn tími auk þess
sem hann hafi jafnvel áhuga á því að
fara að leggja stund á lögfræði, en
hana hefur hann aldrei stundað frá
því hann Iauk prófi frá lagadeild HÍ.
Sumsé vangaveltur frá Akureyri. . .
E^nda þótt félagar í HÍK hafi
samþykkt að fara í verkfall um miðj-
an mars er ekki allt sem sýnist.
Þannig hefur HP góðar heimildir
fyrir því, að flestir hafi viljað fella til-
lögu stjórnar um verkfallsheimild
vegna óheppilegrar tímasetningar.
Hins vegar hafi niðurstaðan orðið
sú, að greiða verkfallsheimildinni
atkvæði, þar sem ósigur stjórnar
yrði túlkaður sem gallhart vantraust
á sömu stjórn og svo langt hefðu
menn ekki viljað ganga. ..
Hafðu
smokk
við
hendina
?
Hann gœti
reddad þér
GEGN EYÐNI
32 HELGARPÓSTURINN