Helgarpósturinn - 05.03.1987, Page 33
Þýski kvikmyndaleikstjórinn Margarethe von
Trotta er komin í fremstu röð kvikmyndagerð-
armanna í heiminum. í einkaviðtali við Mann-
líf segir hún frá ást sinni á kvikmyndum, körl-
um, konum — og íslandi.
Fátt hefur vakið jafn mikla athygli í íslenskum
stjórnmálum í vetur en þeir atburðir sem leiddu
til þess að Stefán Benediktsson, alþingis-
maður ákvað að hætta við þátttöku í prófkjöri
Alþýðuflokksins í Reykjavík og draga sig í hlé
frá stjórnmálum. í viðtali við Mannlíf, sem án
efa á eftir að verða mikið umtalað gerir Stefán
Benediktsson upp stjórnmálaferil sinn og
Bandalags jafnaðarmanna, hreyfingarinnar
sem Vilmundur Gylfason stofnaði og leystist
smám saman upp á einu kjörtímabili. Hann
fjallar um brottför sína úr stjórnmálunum sem
telja verður pólitíska aftöku sem á sér engin for-
dæmi á íslandi.
Meðal fjölmargs annars efnis: Forvitnileg grein um vanda íslenska
dómskerfisins og Hæstarétt íslands, sem undanfarið hefur æ meir ver-
ið kallaður til að skipa „dómnefndir" í pólitískum hitamálum og um-
deilt hefur orðið, sagt er frá vinsælustu leiksýningunni í London, Les
Liaisones Dangereuses og aðalleikarinn, Alan Rickman, sem sjón-
varpsáhorfendur þekkja úr þáttunum um The Barchester Chronicles,
segir Mannlífi frá lífi sínu og list, grein er um nýlegan landvinning
kvenna á vinnumarkaðnum, þar sem eru kvenleigubílstjórar og fjallað
um þróunina í hasarblaðasögum og rætt við Alan Moore, höfund vin-
sælla hasarblaðasagna.
MANNLÍF áskriftarsími: 687474
„Góðæri" er hugtak sem hent hefur
verið á lofti í stjórnmálaumræðu vetr-
arins og verður án efa áberandi í þeirri
kosningabaráttu sem nú fer í hönd. i
fróðlegri grein, sem nefnist Draumar
faraós fjallar Sigurður Snævarr, hag-
fræðingur á Þjóðhagsstofnun um
þetta hugtak og spáir í það hvort unnt
sé og æskilegt að hafa stjórn á „góð-
æri" til frambúðar.
Erótík er stundum ruglað saman við
klám. Nakinn líkama er unnt að túlka
í mynd á fjölmargan hátt. Á Ijós-
myndasíðum glímir annar af Ijós-
myndurum Mannlífs, Gunnar Gunn-
arsson við það viðkvæma Ijósmynda-
form sem erótískar myndir eru og við
birtum myndir hans af fyrirsætunum
Dröfn Jónsdóttur, Nanette, Hrafni
Friðbjörnssyni og Vilborgu Halldórs-
dóttur, ásamt Ijóðum sem eitt af yngri
Ijóðskáldunum, Bragi Ólafsson orti
við þær.
Allir kannast við hljómsveitirnar Spil-
verk þjóðanna og Stuðmenn, sem
báðar eru mikilvægar stærðir í ís-
lensku popptónlistarlífi. Sigurður
Bjóla var lykilmaður í báðum þess-
um sveitum á sínum tíma, einkum
þeirri fyrrnefndu, en fyrir allmörgum
árum dró hann sig út úr sviðsljósinu.
í skemmtilegu viðtali rifjar Sigurður
Bjóla upp gamla tíma og rýnir í nýja.
Metsölutímaritíð MarrnMf
er komíð út
„Ég var valinn" nefnist einstakt viðtal Mann-
lífs við Einar Jónsson á Einarsstöðum, fræg-
asta læknamiðil íslendinga sem á þrjátíu ára
ferli hjálpaði tugþúsundum manna um allan
heim. Viðtal þetta er hið síðasta sem tekið var
við Einar á Einarsstöðum. Það fór fram rúmum
mánuði fyrir andlát hans í síðustu viku, en birt-
ist nú með samþykki aðstandenda. Jafnframt
ræðir Mannlíf við tvo aðra læknamiðla, þau
Guðmund Mýrdal og Unni Guðjónsdóttur, sem
nú halda áfram því starfi að vera tengiliður
framliðinna lækna og lifandi sjúklinga.
Sýning sænska þjóðleikhússins á Atómstöð-
inni eftir Halldór Laxness í söngleiksgerð Hans
Alfredson hefur vakið mikla forvitni hérlendis.
í viðtölum við Mannlíf segja höfundur leik-
gerðarinnar Hans Alfredson og aðalleikonan
Lena IMyman, sem flestir þekkja fyrir leik sinn
í hinum „djörfu" myndum Ég er forvitin gul og
blá, frá verkinu og sjálfum sér.
HELGARPÖSTURINN 33