Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.03.1987, Qupperneq 35

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Qupperneq 35
ÚRSLITAKEPPM ÍSLANDSMÓTSINS í KÖRFUKIMATTLEIK SUDURNESJASLAGUR í UPPSIGLINGU KARFAN Á UIMDIR HÖGG AÐ SÆKJA GAGNVART HANDKNATTLEIKNUM LÍTIÐ UM SNJALLA NÝJA LEIKMENN HEFUR BANDARÍSKI KÖRFUKNATTLEIKURINN HUGSANLEGA ÖRVANDI ÁHRIF? SKORTUR Á STÓRUM LEIKMÖNNUM Nú líöur senn aö því aö úrslita- keppni íslandsmótsins í körfu- knattleik fari aö hefjast. Eins og áöur þá eru þaö fjögur lið sem koma til meö aö berjast um sœmdarheitið besta körfuknatt- leiksliö íslands. Þegar þetta er skrifaö hafa þrjú liö þegar tryggt sér þátttökurétt í úrslitakeppninni, þ.e. Njarövíkingar, Keflvíkingar og Valsmenn. Slagurinn um fjóröa sœtiö stendur síöan á milli KR- inga og Hauka frá Hafnarfiröi. Standa þeir fyrrnefndu heldur betur að vígi. Njarövíkingar hafa þegar tryggt sér sigur í deildar- keppninni og þykir flestum sem þeir séu einnig líklegastir Islands- meistarar. Hér á eftir mun HP rýna lauslega í þaö keppnis- tímabil sem nú er aö líöa. Það verður ekki annað sagt en að körfuknattleikurinn á íslandi hafi farið verulega halloka fyrir gífurlegum framförum í hand- knattleiknum. Þessar „stóru" inn- anhússíþróttir keppa jafnan um hylli áhorfenda yfir vetrartímann og reyna alla jafna að bjóða uppá skemmtilega leiki sem draga að áhorfendur. Hjá körfuknattleikn- um hefur lítið gengið á þessum vetri. Áhorfendur hafa heldur fylgst með ört vaxandi stjörnum í handknattleiknum en ört „minnk- andi“ körfuknattleiksmönnum. Ástæður þessa eru nokkrar: — Hjá körfuknattleiknum hefur verið lítið um nýja og sérstaka leikmenn í vetur. Á síðasta ári voru Haukarnir sterkir vegna þess að þeir höfðu í sínum röðum Ivar Webster sem bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Hann leikur nú í 1. deild. Haukunum hefur því ekki gengið sem skyldi í vetur og í þeirra röðum hafa ekki blómstr- að nýir menn sem gaman er að horfa á. Njarövíkingar skarta sama liði og síðastliðið ár og þar er sama sagan. Liðið er jafnt og sterkt þó vissulega megi taka Val Ingimundarson útúr en það er þó ekkert nýtt. Að vísu hefur Teitur Örlygsson átt góða ieiki í vetur en þar fer ungur og snjall leikmaður. Valsmenn eru með sömu leik- menn og enga stórstjörnu, en Kefl- víkingar fengu til liðs við sig Gylfa Þorkelsson og hefur hann reynst þeim vel þó liðið sé að öðru leyti jafnt. KR-ingar hafa Guðna Guönason sem er frábær leik- maður en það eru heldur engin ný tíðindi. í stuttu máli þá vantar nýja og spennandi leikmenn í deildina og ekki hefur bætt úr skák að allir leikir Frammara hafa verið hreint formsatriði fyrir andstæðingana. — Þegar sjónvarpsáhorfendum (jjeim sem hafa keypt sér lykil) býðst að horfa á besta körfu- knattleik í heimi einu sinni í viku á Stöð tvö þar sem risar keppast við að troða knettinum í körfuna þá er viðbúið að mönnum finnist lítið til þess koma að fylgjast með „dvergunum" í íslenska körfu- knattleiknum, sem ekki ná að troða boltanum nema einu sinni á keppnistímabilinu. Hér vantar til- finnanlega eina hæð ofan á körfu- knattleiksmennina og okkar bestu menn eru yfirleitt þeir sem eru bestar skyttur, s.s. Valur, Pálmar og Guðni. Skortur á stórum leik- mönnum kemur nokkuð jafnt niður á liðunum, en fyrir áhorf- endur vantar eitthvað spennandi og sérstakt í körfuboltann. — Því miður hefur deildin ekki verið eins spennandi á toppi og botni og efni stóðu til. Frammarar hafa verið með lang slakasta liðið í deildinni og hin liðin ekki þurft að óttast þá bláklæddu á neinn hátt. í toppbaráttunni var mikil spenna framan af, en síðan stungu Njarðvíkingar af og skildu hin liðin eftir. Lengst af virtist öruggt, að Haukar myndu sitja eftir í næst neðsta sæti, en ágætir leikir þeirra að undanförnu hafa komið þeim upp undir KR-inga og nálægt úrslitakeppninni. — Keppnistímabil þetta hefur einkennst mjög af lágu stigaskori í leikjum. Lögð hefur verið meiri áhersla á varnarleik en sóknar- leik. Þetta gildir ekki um alla leiki, en fjöldann allan af Ieikjum. Það verður þó að segjast eins og er, að áhrifin frá bandaríska körfuknatt- leiknum virðast vera að koma í ljós. Haukar og KR-ingar spiluðu hörku körfuknattleik um daginn og skoruðu þá bæði liðin grimmt og spiluðu sóknarkörfuknattleik. Það segir sig sjálft að þegar lítið er skorað í leikjum þá vekur það ekki löngun hjá áhorfendum að koma og fylgjast með. Áhorfendur vilja sjá sóknarkörfuknattleik alveg eins og áhorfendur vilja sjá sóknarknattspyrnu. Það er ekki sanngjarnt að taka bara veiku punktana á körfuknatt- leiknum í vetur, þegar um hann er fjallað. Auðvitað hefur íþróttin átt sína góðu punkta líka. Það er hinsvegar augljóst að leggja verður meiri rækt við leikinn með tilliti til áhorfenda ef karfan á að ná verulegum vinsældum hér á landi. Margir hafa haft það á orði, að þær reglur sem spilað er eftir í körfuknattleiknum séu of strangar og bent á að varla megi tveir leik- menn stökkva upp á eftir bolta án þess að sé dæmd villa. Þá hefur það kerfi bónusa sem notað er gert suma leiki sem harðir eru að eilífðar göngutúr á milli karfa til að skjóta vítaskot. Þetta er ein- faldlega leiðinlegt. Þrátt fyrir að landsliðið íslenska hafi á undanförnum árum náð sín- um besta árangri í keppni við er- lendar þjóðir og sitji nú í B-flokki á Evrópumælikvarða, þá hefur leikurinn í deildinni staðnað og þörf er á nýjum leikmönnum og spennandi. Njarðvíkingar eru þegar orðnir deildarmeistarar og þykja að margra dómi líklegastir meistarar. Þeir munu mæta annað hvort KR eða Haukum í undanúrslitunum. Mæti þeir KR verður við Guðna Guðnason að glíma, en í vetur hafa Njarðvíkingar fundið svar við honum. Þá hafa Njarðvíkingar á að skipa Val Ingimundarsyni sem án efa veitir Guðna keppni í stiga- skorun hvar sem hann er. Lið Njarðvíkinga hefur á að skipa mörgum jöfnum leikmönnum og getur því hvílt sína aðalleikmenn vel í hverjum leik. Þeir hafa ein- faldlega góða breidd, eða „góðan bekk“ eins og það er víst kallað. Þessi breidd ásamt þeirri hefð sem komin er á góðan körfuknattleik á Suðurnesjum hefur reynst Njarð- Valur Ingimundarson Njarðvlkingur víkingum vel í vetur. Njarðvík- ingar gætu hugsanlega mætt Haukum í úrslitunum. Haukar veittu þeim mjög harða keppni í fyrra en þá höfðu Haukarnir Webster og munaði um minna. Tilfinning skrifara HP er sú að ekkert lið nái að stöðva Njarðvík- inga. Keflvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar og mæta þeir Vals- mönnum í undanúrslitunum. Gæti þar orðið um hörkuviðureign að ræða. Keflvíkingar hafa það senni- lega fram yfir Valsmenn að „bekkur" þeirra er heldur breið- ari. Þá eru þeir nánast ósigrandi á heimavelli. Keflvíkingar eru með jafnt lið sem treystir ekki á einn aðalskorara eins og nokkur hinna liðanna gera. Þá má ekki gleyma þjálfara Keflvíkinga, Gunnari Þorvaröarsyni, en hann á eflaust einhver þjóðráð í sínum vasa sem duga gegn hvaða liði sem er. Kefl- víkingar ættu að vinna Valsmenn og mæta nágrönnum sínum Njarð- víkingum í úrslitaleik. Þær viður- eignir gætu orðið ansi fjörugar og Keflvíkingar ættu að geta gert meira en velgt Njarðvíkingum undir uggum. Valsmenn byggja sitt lið á reynd- um leikmönnum svo sem Torfa Magnússyni, Tómasi Holton og Sturlu Örlygssyni. Bekkurinn hjá þeim er þó í þrengsta lagi og það hefur verið þeim til trafala. Viður- eign þeirra og Keflvíkinga gæti orðið góð svo framarlega sem ekki reyni mjög á „bekki“ félag- anna. Þar hafa Keflvíkingar vinn- inginn. Reynsla lykilmanna Vals gæti hinsvegar reynst dýrmæt, þegar á hólminn er komið. Þó hallast skrifari HP frekar á að Suðurnesjaliðin mætist í úrslitum en að Valsmönnum takist að slá Keflvíkinga út af laginu. KR-ingar urðu fyrir því áfalli að missa bæði Pál Kolbeinsson og Birgi Mikaelsson til Bandaríkjanna þar sem þeir eru við nám og körfuknattleik. Enginn vafi leikur á því að KR-ingar hefðu getað orðið mjög sterkir ef þeirra beggja hefði notið við þetta árið. Nú þurfa þeir að treysta um of á Guðna Guðnason. Það er þó ekki slæmt en dugar ekki. Gegn Njarð- víkingum verður að koma til meira en hæfni eins manns. Haukar eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Þeir spiluðu til úrslita á síðasta vetri og þá gegn Njarðvíkingum. Þeir misstu hinsvegar fvar Webster sem var nánast 50% í liðinu þar sem hann hafði bæði hæð sem nýttist honum til varnar- og sókn- arhlutverks auk þess sem sú athygli sem að honum beindist opnaði fyrir aðra leikmenn. Haukar hafa ekki sýnt að þeir séu verðugir íslandsmeistarar og skrif- ari HP er nokkuð viss um að þeir liggja fyrir Njarðvíkingúm ef þeim tekst að komast í úrslitakeppnina. ^ Niðurstaðan er nokkuð augljós. Úrslitaleikirnir verða háðir á Suðurnesjum þar sem hjarta körfuknattleiksins slær hve örast um þessar mundir. Njarðvíkingar munu leggja erkifjendurna Kefl- víkinga að velli í þremur leikjum og halda þar með íslandsmeistara- titlinum. leftir Þórmund Bergsson mynd Árni Bjarna HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.