Helgarpósturinn - 05.03.1987, Page 36
NAUÐUNGARUPPBOÐ^
segir Einar Jónsson sem missti hús sitt á nauðungaruppboði: Get sýnt fram á að ég eigi fyrir
skuldum. Tapaði 3 milljónum á eignaupptöku Iögfræðinganna. Átti von á að fá frestun upp-
boðs. Ekkert tekið tillit til mannlegra þátta. Við hjónin vorum berskjölduð.
Einar Jónsson. Auðvitað eiga menn aö borga sínar skuldir en þaö á ekki að vera hægt
að skilja mann eftir á nærbuxunum einum fata...
„Þetta eru hreinar Gestapó-að-
ferðir við eignaupptökuna á Suður-
nesjurn," sagði Einar Jónsson sem
varð fyrir þeirri ömurlegu lífs-
reynslu á fimmtudaginn í sl. viku að
húsið var selt ofan af honum og fjöl-
skyldu hans á nauðungaruppboði,
sem hann hafði átt von á að yrði af-
lýst. Við báðum Einar að segja okk-
ur frá þessu máli:
„Forsaga þessa máls er sú, að við
hjónin áttum annað einbýlishús við
Kirkjuveg í Keflavík, sem við seld-
um fyrir 2,2 milljónir króna í októ-
ber 1985. Við fengum 200 þúsund
krónur við undirritun samningsins
en síðan ekki söguna meir. Við höf-
um ekki fengið krónu í viðbót. Þetta
hefur komið sér afar illa, þar sem
við erum að sjálfsögðu háð greiðsl-
um til að borga okkar eigið hús. Þess
vegna hefur verið farið fram á riftun
þessara kaupa og málið er nú fyrir
dómstólum.
— Sjálf keyptum við fokhelt ein-
býlishús haustið 1985 fyrir 1,2 millj-
ónir króna. Síðan höfum við bætt
við og byggt upp húsið, m.a. bílskúr
og innréttingar, þannig að í það eru
komnar um 3 milljónir til viðbótar.
Að brunabótamati sl. haust var
þetta hús 4 milljónir króna, þó svo
að ekki væri það þá fullgert."
LENTU í ÞRENGINGUM
„Þetta dæmi er eiginlega einfalt
og þessi kaup okkar áttu að ganga
auðveldlega upp. En eins og oft vill
verða þá kom babb í bátinn í vetur..
Ég fékk krabbamein í ristil og hef
þurft að gangast undir uppskurð og
til lækninga síðan vegna þess. A
sama tíma áttu greiðslurnar að
koma fyrir gamla húsið okkar á
Kirkjuvegi, en bárust ekki. Hús-
næðisstofnun ríkisins tók af miklum
skilningi á okkar málum og þar hef
ég fengið lán og á um 1 milljón þar
inni.
Fyrir utan þessa milljón eigum við
eftir að fá 1,5 milljónir fyrir gamla
húsið, þannig að samtals eigum við
útistandandi um 2,5 milljónir sem
skila sér fyrr eða síðar. Skuldirnar á
þessu nýja húsi okkar eru hins vegar
um 2 milljónir. Ég lagði fram áætlun
um greiðslur og bað um frest á upp-
boði, þar sem augljóst var að ég
væri borgunarmaður fyrir skuld-
um.“
SYNJA FRESTUN
„Nú var svo komið að búið var að
auglýsa húsið mitt á nauðungarupp-
boði, annað og síðasta uppboð. Lög-
fræðingur minn fer fram á greiðslu-
stöðvun og frest á uppboði af þeim
sökum og áttum við ekki von á öðru
en það gengi átakalaust fyrir sig. En
svar barst ekki fyrr en sama dag og
uppboðið var haldið. Jón Briem lög-
maður kröfuhafa neitar frestun, og
lætur það svar koma á síðasta degi.
Þetta vissi ég ekki fyrr en um hádegi
daginn sem uppboðið er haldið og
lögmaður minn, sem brá sér til
Keflavíkur, kom því ekki við að
mæta á uppboðið. Þetta var svo
tímahrakið, að ég gat ekki einu sinni
fengið mann til að bjóða í eignina
fyrir mig á móti þeim.“
BLÓÐUG EIGNA-
UPPTAKA — UPPBOÐIÐ
LÖGLEYSA
„Nú er skemmst frá því aö segja, að
„Ég hef ritað bæjarfógeta og mót-
mælt uppboðinu og tilkynnt að ég
muni áfrýja til Hæstaréttar ef með
þarf,“ sagði Skúli Sigurðsson lög-
maður Einars Jónssonar, en hann
varðist frekari fregna á þessu stigi
málsins.
Viðbrögð fógeta verða þau, að
hæstbjóðandi verður að greiða en
síðan liggur málið kyrrt meðan um
það er fjallað í hæstarétti, sagði Jón
Eysteinsson bæjarfógeti í Keflavík.
„Það er til svokallað þriðja uppboð
það er komið að uppboðinu. Við
hjónin vorum ein heima, en 12 ára
dóttir okkar var sem betur fer í skól-
anum. Enginn lögmaður var fyrir
okkur á staðnum þegar fógeti og
lögmenn kröfuhafa héldu þetta upp-
boð. Þeir hafa þetta eins og þeim
sýnist og taka ekki tillit til fólks. Ég
sem haldið er ef allir kröfuhafar fall-
ast á það,“ sagði Jón. Ef Einar gæti
lagt fram greiðsluáætlun sem lög-
menn féllust á, þá gæti komið til
slíkrar lausnar.
Jón Eysteinsson kvað óvenju
mörg uppboð hafa farið fram að
undanförnu á Suðurnesjum. Hér
væri oftast um gömul mál að ræða,
en lögmenn væru að hans mati
ekkert óeðlilega harðir í slíkurn
málum.
er þess fullviss að uppboðið hafi ver-
ið lögleysa. Fyrst les fógeti upp hluta
af uppboðsskilmálum og síðan er
vaðið í að bjóða.
— Auðvitað mótmælti ég harka-
lega þessu uppboði og hélt að fógeti
hefði fallist á að bóka það, en það er
ekki að sjá á bókun að hann hafi
gert það nema að hluta. Þá fór ég
einnig fram á að uppboðinu yrði
frestað í viku, þar til úrskurður lægi
fyrir um greiðslustöðvun. Allir lög-
fræðingarnir samþykktu frestun á
uppboðinu, nema Jón Briem, en
fógeti spurði hann hvort hann vildi
fresta. Hann sagði nei.
Það er athyglisvert með öðru, að
fógeti setti hvorki né sleit uppboð-
inu formlega. Það var bara byrjað
að bjóða. Vilhjálmur Vilhjálmsson
byrjaði boð, eina milljón króna, en
þá spurði annar lögfræðingur fóg-
eta hverjir væru uppboðsskilmál-
ar. Þá sneri hann sér að lögfræðingn-
um og sagði: einn fjórði út og restin
á tveimur mánuðum. Annað var
það ekki, — og aldrei fékk ég að vita
rétt minn eða aðra uppboðsskil-
mála. Um síðir var húsið slegið Jóni
Briem fyrir 1500 þúsund. „Þið sjáið
að þetta er stórt og fallegt hús, —
ætlið þið ekki að bjóða?" spurði fóg-
eti en enginn sagði neitt. Síðan
sagði hann fyrsta og annað, fyrsta,
annað og þriðja og þar með vorum
við hjónin orðin eignalaus. Það tók
ekki langan tíma fyrir lögfræðing-
ana í Keflavík.
— Eignin var slegin Jóni Briem,
aðallögmanni kröfuhafa, fyrir 1,5
milljónir króna. Húsið er áreiðan-
lega komið uppí um 5 milljónir
króna að mati, þannig að þeir höfðu
þarna af mér 3 milljónir króna.
Þetta er ekkert annað en blóðug
eignaupptaka. Hér á Suðurnesjum
voru 5 fleiri nauðungaruppboð
heldur en í allri Reykjavík á sl. ári.
Hér eru starfandi 6 lögmenn og
ganga um eins og eldur á akri. Auð-
vitað eiga menn að borga sínar
skuldir, en það á ekki að vera hægt
að skilja fólk eftir á nærbuxunum
einum fata, það verður að vera til
eitthvað mannlegt í þessum aðför-
um lögmannanna á Suðurnesjum.
Auðvitað var þetta blóðugt og er
í raun ólíðandi. Þarna stóðum við
hjónin berskjölduð, enginn lögmað-
ur fyrir okkur viðstaddur, meðan
eignaupptakan fór fram. Með hörku
fékk ég að hluta bókuð mótmæli og
fór m.a. fram á að kvaddir yrðu til
matsmenn til að meta verðmæti
eignarinnar, en því var ekki sinnt.
Það hafa margir orðið fyrir hlið-
stæðu á Suðurnesjum og maður
verður ekki beinlínis trúaður á
dómskerfið eftir slíka reynslu.
Hvaða kost á ég í þessari stöðu, ann-
an en þann að fara með málið í blöð-
in? Auðvitað reynum við allt áður
en maður lætur bera sig út úr húsinu
sínu,“ sagði Einar Jónsson að lok-
um.
Uppboðið til hæstaréttar
Skúli Sigurðsson lögmaður uppboðsþola: Mótmœli uppboðinu og
mun áfrýja ef þarf. Jón Eysteinsson bœjarfógeti: Gœti komið til
þriðja uppboðs. Lögmenn ekki óeðlilega harðir á Suðurnesjum.
eftir Óskar Guðmundsson mynd: Jim Smart
„Einar vélaði
húseignina út
úr umbjóð-
anda mínum/#
Jón G. Briem lögmaður kröfu-
hafa — slegin eignin á uppboð-
inu: Hann hefur ekki notað fyrri
fresti. Einar afbakar málið ger-
samlega. Hann hefur ekki borg-
að krónu í húseigninni. Ég hef
kært hann til rannsóknarlög-
reglunnar.
„Ég sá ekki að hann hefði notað
fyrri fresti til þess að afla fjár til að
greiða skuldirnar," sagði Jón G.
Briem lögmaður, sem slegin var
húseignin á Kópabraut þegar HP
spurði hvers vegna hann hefði neit-
að beiðni um frestun uppboðsins.
En nú voru aörir lögmenn á upp-
bodsstad reiðubúnir að leyfa frestun
og Einar var með beiðni um
greiðslustöðvun í gangi. . .?
„Það vissi ég reyndar ekkert um,
ég var ekkert látinn vita af því.
Reyndar varðaði það mig ósköp lít-
ið, það er skiptaráðandi sem tekur
afstöðu til þess,“ sagði Jón Briem.
Jón Briem er lögmaður helsta
kröfuhafa í húsið. „Kröfuhafinn er
sá sem seldi honum húsið, eða öliu
heldur sem hann sveik húsið út úr,
því Einar hefur ekki borgað honum
eina einustu krónu í húsinu, ég er að
innheimta allt kaupverðið."
Einar kveður þetta alrangt og
hefur undir höndum máli sínu til
sönnunar kvittun um fimm hundr-
uð þúsund króna útborgun með
undirritun Páls Jónssonar. Hann
bendir á að greiðslur hafi ekki farið
í vanskil fyrr en í haust, er veikindi
komu til sögunnar.
Eins og komið hefur fram var hús-
ið að brunabótamati 4 milljónir, en
Einar telur að það sé komið upp í
fimm milljónir. Markaðsverð á hús-
um er hins vegar lágt á Suðurnesj-
um og Jón G. Briem kveðst hafa lát-
ið meta húsið tvisvar eða þrisvar og
það hafi hæst komist uppí 2,9 millj-
ónir að mati. Einar fór fram á að
fógeti léti meta húsið áður en til
uppboðs kæmi, en Jón Briem telur
að það sé ekki í verkahring fógeta
að gera slíkt. Jón Eysteinsson fógeti
telur að beiðnin um mat hafi verið
of seint fram komin, slíkt mat geti
aldrei verið meira en leiðbeinandi
— en ekkert slíkt mat hafi farið fram
í þessu tilfelli.
„Einar afbakar málið gersamlega,
minn umbjóðandi hefur misst húsið
sitt til hans án þess að fá eina ein-
ustu krónu. Og það er verið að snúa
málinu við. Minn umbjóðandi á að
vera þrjóturinn en sá sem svíkur út
úr honum húsið á að vera góði mað-
urinn. Ég kærði hann til rannsókn-
arlögreglunnar fyrir ólöglega veð-
setningu á fasteigninni, fyrir að véla
fasteignina út úr honum með ólög-
mætum hætti, því hann er búinn að
fá þinglýsta eignarheimild án þess
að hafa borgað eina krónu. Hann
var búinn að setja veðskuld á fyrsta
veðrétt. Ég kærði hann út af því en
veitti honum þriggja mánaða frest á
uppboði gegn því að hann aflétti
þessari veðskuld og hann fékk frest-
inn til þriggja mánaða," segir Jón
Briem.
Fógeti hefur 14 daga frest til að
ákveða hvort hann taki boði eða
hafni því. í þessu tilfelli nýtti hann sér
ekki allan frestinn og tilkynnti Jóni
Briem að hann hefði tekið boðinu.
En á Einar ennþá möguleika til að
leysa málin?
„Hann á alltaf þann möguleika. Ef
hann borgar sína skuld þá er málið
leyst, en hann hefur ekki borgað
eina einustu krónu enn sem komið
er,“ segir Jón Briem.
36 HELGARPÖSTURINN