Helgarpósturinn - 05.03.1987, Qupperneq 40
ÞEGAR FRAMHALDSNÁMIÐ STANGAST Á VIÐ STARFIÐ
HP RÆÐIR VIÐ ÞRJÁ AF ÞEIM FJÖLMÖRGU EINSTAKLINGUM SEM VINNA VIÐ ALLT ANNAÐ EN ÞEIR MENNTUÐU SIG TIL
INGVAR J. KARLSSON, LÆKNIR OG FORSTJÓRI HEILD-
VERSLUNAR KARLS KARLSSONAR:
MARGIR HÉLDU AÐ ÉG HEFÐI
MISST RÉTTINDIN
SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, MEINATÆKNIR OG FRÉTTA-
MAÐUR HJÁ RÍKISÚTVARPINU:__________
HEPPILEGT AÐ FJÖLMIÐLA-
FÓLK KOMI ÚR MISMUNANDI
ÁTTUM
Ingvar J. Karlsson rekur Heildverslun Karls
Karlssonar í Reykjavík. Það þætti svo sem ekki
sérstaklega í frásögur færandi, nema fyrir þá
sök að hann er menntaður læknir og starfaði
sem slíkur um skeið. Sjálfum finnst Ingvari
þetta ákaflega lítið mál og um fátt áhugavert.
Benti blaðamanni t.d. á þá staðreynd að lög-
iærðir menn ynnu iðulega við hálfgerð sendla-
og innheimtustörf, án þess að það þætti saga
til næsta bæjar.
„Ég Iærði læknisfræði í Newcastle í Bret-
landi — valdi raunar staðinn með tilliti til þess
að þar voru engir íslendingar við nám, enda á
ég mikið af erlendum vinum frá þessum tíma.
Ég starfaði í um 6 ár eftir námið, bæði í norð-
austur hluta Englands og Kanada, en þar að
auki vann ég um tíma við sjúkrahús hér á ís-
landi. Þegar maður er vanur stífri vinnu og
miklu fleiri tilfellum, kemur það sér illa að
hafa hlotið sitt læknisfræðilega uppeldi alfarið
á eriendri grund.
Þetta hefur ekkert með aðstöðuna að gera
eða slíkt, það er bara fólksfjöldinn. íslendingar
lifa lengur en nokkur önnur þjóð og heilsufar-
ið er sjálfsagt betra hér en víðast hvar annars
staðar. Ég vann mest í töluvert fátækum iðn-
aðarhéruðum í Bretlandi og þar var þess
vegna mikið um sjúkdóma og veikindi ýmiss
konar. Það er einfaldlega ekki jafnáhugavert
að starfa hérna og á Englandi, finnst mér.
Mér finnst alls ekkert svekkjandi að hafa far-
ið í þetta nám, þó ég vinni ekki við það. Ég er
heldur ekki alveg dottinn úr tengslum við
læknisfræðina, því það leita til mín sjúklingar
í hverri viku, bæði kunningjar og fyrrverandi
sjúklingar mínir. Þeir hafa engar áhyggjur af
því að hringja í heildsölu til þess að komast í
samband við lækni.
Viðbrögð innan fjölskyldunnar við þessum
umskiptum voru af ýmsum toga; mjög jákvæð,
mjög neikvæð og allt þar á milli. Það er dálítið
gamaldags viðhorf til lækna hér á landi, eins
og menn vita. En læknanámið er bara eins og
hvert annað nám og kemur manni vel, hvað
sem maður starfar við. Það er kannski sjald-
gæft að læknar skipti svona alveg um, eins og
ég hef gert. Samt er mikið um að læknar vinni
skrifstofuvinnu, þó svo þeir geti enn notað tit-
ilinn þar. Þannig að þetta er ekkert einsdæmi.
Læknar, sem starfa á rannsóknarstofum,
fara inn á óskapiega þröngt svið og nýta þess
vegna sína almennu þekkingu ekki nema að
litlu leyti. Það er kannski erfitt fyrir ieikmenn
40 HELGARPÓSTURINN
Ingvar J. Karlsson: „Fólk hefur engar áhyggjur af þvf
að hringja I heildsölu til þess að komast I samband
við lækni."
að sjá það, en læknanámið nýtist mjög misjafn-
lega.
Eg hef verið heimsóttur af þremur af gömlu
kennurunum mínum, sem komið hafa til þess
að athuga hvern fjárann ég sé að gera. Þeir
hafa viljað fá mig út í vinnu, en það vegur
hreinlega þyngra að maður vill búa hér á ís-
landi.
Ef ég væri skyndilega orðinn tvítugur aftur,
myndi ég alveg örugglega fara nákvæmlega
sömu leiðina. Eg myndi alla vega ekki fara að
læra einhvern „bisness". Námið er nokkurs
konar lúxus sem maður á að njóta, en síðan er
lífið bara vinna. Það skiptir þá ekki höfuðmáli
hvort maður er læknir, lögfræðingur eða eitt-
hvað annað. Erlendis er töluvert um að læknar
séu í viðskiptum, en hérna heima hefur þetta
kannski vakið meiri undrun. Sumir fyrrver-
andi sjúklingar mínir hafa orðið mjög hissa og
rétt eftir að ég tók við heildsölunni gengu auð-
vitað sögusagnir um að ég hefði fallið á próf-
unum eða misst læknaréttindin. Það er svona
eins og gengur... Það fer alltaf eitthvað þannig
af stað. Læknanám er mjög góð undirstaða fyr-
ir hvað sem er og nýútskrifaðir læknar ættu
ekki að hræðast það að fara út í hvað sem er.“
Sigrídur Árnadóttir, fréttamaður hjá Ríkisút-
varpinu, hefur ekki eingöngu leitað góðra
fréttamála eftir að hún lauk stúdentsprófi. Hún
hefur einnig leitað uppi bakteríur og dregið úr
þeim blóð, sem hún hefur síðan sett undir smá-
sjá. Sigríður Árnadóttir er nefnilega meina-
tæknir að mennt, þó svo hún hafi einungis
starfað sem slíkur í tvo mánuði.
„Ég útskrifaðist sem meinatæknir á föstu-
degi, haustið 1982, og á mánudeginum á eftir
hóf ég störf við morgunútvarpið með Stefáni
Jóni Hafslein. Það var svo ekki fyrr en sumar-
ið eftir þetta að ég vann í tvo mánuði sem
meinatæknir. Eitt ár af náminu var raunar
verklegt, þannig að ég hef smá nasasjón af því
að vinna við meinatækni.
Þegar ég var 15 ára, byrjaði ég hins vegar að
vinna hjá útvarpinu. Þar gengur bráðsmitandi
baktería, sem margir smitast af og eiga erfitt
með að losna við. Eg smitaðist, eins og margir
aðrir. Og blaða- og fréttamennskubakterían er
lífseig!
Samt sem áður er maður alltaf að reyna að
berjast við hana. Þó égfæri í meinatækni, nám
sem ég hafði virkilegan áhuga á, dugði það
ekki til að yfirvinna hana. Vissi reyndar ekki
þá að ég væri smituð.
Mér finnst það tvímælalaust kostur að hafa
tekið þetta hliðarspor yfir í meinatækni, því ég
hef hvergi annars staðar unnið en á útvarpinu
— fyrir utan það að passa börn í eitt eða tvö
sumur. Það var gott að komast aöeins útfyrir
stofnunina. Annars væri maður eflaust enn að
hugsa um hvernig það væri að vinna við eitt-
hvað annað. Ég veit það þó núna.
Ég finn ekki til neinnar knýjandi löngunar til
þess að fara í fjölmiðlanám og sé síður en svo
eftir að hafa ekki sérmenntað mig á því sviði.
‘Það er mín trú, að allt nám komi manni til
góða í fjölmiðlun; næstum því sama hvað
væri. Ég hef ekkert meiri trú á fjölmiðlanám-
inu en hverju öðru hvað þetta varðar. Á hinn
bóginn finnst mér nauðsynlegt að fólk hafi
eitthvað lært. Það getur einfaldlega ekki verið
heppilegt að allt fjölmiðlafólk hafi farið í gegn-
um sama „prógrammið" Betra að það komi úr
mismunandi áttum...
Jafnvel þó svo laun meinatækna yrðu bætt
til mikilla muna, held ég að ég sneri ekki aftur.
Útvarpið er alveg búið að gleypa mig núna!
Það yrði erfitt að stíga svo stórt skref til baka
héðan af. Launamálin höfðu samt ekkert með
þessa ákvörðun mína að gera á sínum tíma. Ég
Sigrlður Árnadóttir: „Ég vissi að meinatæknin hlypi
ekki frá mér."
fékk þetta tækifæri upp í hendurnar, að starfa
við morgunútvarpið, og vissi að meinatæknin
færi ekki langt, en hitt myndi ekki bíða eftir
mér.
Ætlunin hafði verið að fara í framhaldsnám
og ég fór m.a.s. til Frakklands í eitt misseri til
læra frönsku. Ég var búin að sækja um og fá
inni í líffræði í frönskum háskóla, en kom heim
eftir inntökuprófin þar sem skólinn byrjaði
ekki strax. Þá var laus staða fréttamanns við
útvarpið vegna forfalla, ég gekk inn í hana og
þar með var ég komin í hringrásina. Hef ekki
hætt síðan. Ég lét skólavistina lönd og leið og
hef ekki séð eftir því ennþá. Kannski tárast ég
yfir því á elliheimilinu!"