Helgarpósturinn - 05.03.1987, Qupperneq 44
M _ .
gremju gætir nú á tónlistardeild
Ríkisútvarpsins við Skúlagötu
vegna afskipta Markúsar Arnar
Antonssonar útvarpsstjóra af mál-
efnum Léttsveitar stofnunarinnar,
sem nýlega var hleypt af stokkun-
um. Fyrir síðustu helgi hafði tals-
maður Alþýðuflokksins samband
við Markús og óskaði eftir því að
Léttsveitin fengi að spila á stórfundi
frambjóðenda krata í Stapa í
Reykjaneskjördæmi, en hann fór
fram nú um heigina. Magnús mun
hafa neitað bóninni á þeirri for-
ser.du að Léttsveitinni væri ekki
ætlað að koma nálægt pólitík. Dag-
inn eftir hringdi Jón Hákon Magn-
ússon sjónvarpsmaður og forsvars-
maður fyrirtækisins Kynning og
markaður í útvarpsstjóra vegna
landsfundar Sjálfstæðisflokks-
ins, sem fram fer nú í vikunni, en
Jón Hákon annaðist meðal annarra
manna undirbúning hans. Jón
Hákon ku hafa borið fram sömu ósk
og kratinn, hvað Léttsveitina snerti,
sem sé að hún spilaði fyrir sjálf-
stæðismenn. Heimildir HP neðan af
Skúlagötu herma að tíu mínútum
eftir samtal Markúsar Arnar og Jóns
Hákons hafi svo framkvæmda-
stjóra Léttsveitarinnar, Ólafi Þórð-
arsyni, verið tilkynnt að hafa allt
tilbúið fyrir landsfundinn í Laugar-
dalshöll. . .
L t ð hefur heyrst af fræðslu-
stjóramálinu svokallaða. Það þýðir
hins vegar ekki, að málið sé í bið-
stöðu. Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra skipaði fyrr-
verandi starfsmenn Byggðastofnun-
ar, þá Helga Óiafsson og Kristján
44 HELGARPÓSTURINN
Kolbeins, til að gera úttekt á
fræðsluembættunum í landinu og er
gert ráð fyrir að embættin skipi tvo
menn á móti sendimönnum
menntamálaráðherra. í Norður-
landskjördæmi eystra voru skipaðir
þeir Trausti Þorsteinsson, skóla-
stjóri á Dalvík, og Sverrir Thor-
steinsson, fræðslustjóri til bráða-
birgða. Hitta þeir sendimenn Sverr-
is í dag, fimmtudag. . .
Þ
að hefur vakið nokkra at-
hygli að lögmaður Sturlu Kristj-
ánssonar, Jónatan Sveinsson,
hefur ekkert heyrt frá fjármálaráð-
herra og menntamálaráðherra
vegna fræðslustjóramálsins. Sátta-
umleitanir hafa engar orðið og hef-
ur enda lögmaður Sturlu lagt fram
stefnu gegn Þorsteini Pálssyni,
f.h. ríkissjóðs, í málinu. Stefnu lög-
mannsins fylgir löng og ítarleg
greinargerð þar sem hann leggur
fram lista yfir málskjöl. Af þeim
lista má ljóst vera að lögmaður ætl-
ar sér að draga fram ýmsar þær
upplýsingar, sem enn hafa ekki
komið fram í fjölmiðlum og geta
varpað nýju ljósi á fræðslustjóramál-
ið. Jafnframt hefur lögmaður sett
fram þá kröfu að toppurinn í
menntamálaráðuneytinu, þ.e. ráð-
herra, Sverrir Hermannsson,
ráðuneytisstjóri, Knútur Hallsson,
skrifstofustjórarnir, Sólrún Jens-
dóttir og Örlygur Geirsson, verði
öll kölluð til vitnis í málinu. Herma
heimildir HP að fræðslustjóramálið
sé allt hið óþægilegasta innan ráðu-
neytisins. . .
Er þér annt
umlífþitt jjj*
og limi £
STÆRSTA TIMARIT LANDSINS
í hvert hús kjördæmisins næstu daga
Grindavík, Garð, Sandgerði, Keflavík, Njarðvík, Voga, Hafnir, Hafnarfjörð, Garðabæ,
Kópavog, Seltjarnarnes, Mosfellssveit, Kjalarnes, Kjós
Viðtöl - Mannlíf - Stefna - Heimsóknir
? X
c 2
3 3‘
2i *+■
CL OJ
cu X"
UD
5 rt)
3 “t
•2* o«
3? x-
sr
~a