Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 2

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 2
ÚRJÖNSBÓK Viðsjár og valkvendi eftir Jón Örn Marinósson Enn einu sinni hefur það borist út um heimsbyggðina að á ísiandi eru ævinlega að gerast hlutir í fyrsta sinn sem hafa ekki gerst annars staðar eða gætu ekki gerst annars staðar einfaldlega vegna þess að annars stað- ar eiga íslendingar ekki heima. í þetta skipti var það kosningasigur Kvennalistans sem varð útlendum mönnum tilefni til að dást að þjóðinni úr tryggri fjarlægð og þakka for- sjóninni fyrir að íslendingum skuli sakir nær- veru Bandaríkjahers, fámennis þjóðarinnar og lengstu vinnuviku í heimi vera um megn að leggja undir sig veröldina. Erlendis hefur aldrei þótt leika nokkur vafi á, eftir að forsætisráðherra var skinnhúfu- laus í brunagaddi í Moskvu, að íslendingar væru hugdjarfir menn og ódeigir, komnir af norrænum víkingum; var bent á gjarnan til staðfestingar þessu landhelgisátök eyjar- skeggja við breska heimsveldið og þá ákvörðun íslensku vegagerðarinnar að neita að opna Öxnadalsheiði fyrir fréttastjóra sjónvarpsins. Hvarflaði þó ekki og aldrei að einni einustu sáiu, ekki einu sinni að trygg- ustu aðdáendum þjóðarinnar, að íslendingar væru gæddir svo ofurmennskum kjarki að þeir tækju þá ákvörðun sjálfviljugir og í Iýð- frjálsum kosningum að bera fram til sigurs sóknhörð samtök eintómra kvenpersóna og lúta þar með undir stjórn þeirra. Heims- byggðin stóð á öndinni; Japanar jafnvel trúðu vart sínum eigin eyrum og kalla þó ekki allt ömmu sína í þessu efni, aldir upp við „harakiri" og „kamikaze". Á íslandi sjálfu tók það karlmenn allt að sólarhring að átta sig á hvað hafði gerst. Þeir sáu tölurnar, smituðust af sigurvímu kvenn- anna að stíga sinn darraðardans við gítar- undirleik í Naustinu og runnu ekki til sjálfs sín fyrr en á mánudagsmorgun þegar búið var að vinda úr þeim hvern einasta snefil af kvensemi. Gerðist þá svo sem vænta mátti að karlar brugðust misjafnlega við hinni blá- köldu staðreynd. Sumir skynjuðu ekki hætt- una og létu blekkjast af hinum friðelskandi heimilisbrag á fundum Kvennalistans þar sem örlagavaldar þjóðarinnar sitja yfir kaffi- bolla að prjóna með sakleysissvip á meðan þeir grafa undan máttarstólpum samfélags- ins. Óðrum karlmönnum varð deginum ljós- ara að konurnar höfðu prjóna og kaffibolla svo sem eins og mjúkar línur að yfirskini ein- göngu og steðjaði mikil ógn að hinum skegg- gróna helmingi þjóðarinnar. Beið og einn þeirra ekki boðanna og skundaði á fund hinna sigurreifu kvenna í von um að mætti tala þær til; gaf sér að gilti í stöðunni sama regla og í öðru kvennasnagi: að vera fyrri til en allir hinir. Ekki skal fullyrt hvort sá grunur hans reyndist á rökum reistur, en hitt er víst að í hópi karlmanna vakti ferð hans ókyrrð og gremju og tók enginn þeirra trúanlegt að hér hefði eingöngu verið um óformlegar við- ræður að tefla. íslendingar velta nú mjög fyrir sér hverju það breyti að þeir skuli hafa veitt konum slíkt brautargengi i kosningum til alþingis. Gætnir karlmenn telja varlegt að hugsa um of gott til glóðarinnar þó að loðinhærðum bringum, kollvikum og sköllum hafi fækkað í samein- uðu þingi, en að öðru leyti eru menn mjög hikandi að spá um breytingar; sé það rétt, sem hermt er, að konur séu engir eftirbátar karla, gildir það jafnt um kosti þeirra og galla, fórnarlund og síngirni. Lykilstöðu Kvennalistans er þó þegar farið að gæta á stjórnmálasviðinu. Nú dugir ekki Jóni Baldvin lengur að laga efndir sinna kosningaloforða að sjónarmiðum íhaldsins heldur verður hann einnig að taka mið af málum brjóstahaldsins. Bíða kjósendur spenntir eftir að sjá hvað verður afgangs af kjarna jafnaðarstefnunnar að lokinni þessari endurskoðun. En óróinn er þó mestur í hug- arfylgsnum eiginkvenna þeirra karlmanna JÖN ÖSKAR sem sitja fram á nætur að mynda ríkisstjórn með fulltrúum Kvennalistans; er andvaka þeirra skýrast dæmi um breyttar aðstæður í íslenskum stjórnmálum. Maraþonfundur Kvennalistans um síðustu helgi, þar sem konurnar voru að búa til mál- efnagrundvöllinn sem þær vantaði fyrir kosningar, gefur að sumra dómi vísbendingu um hverra breytinga er að vænta fari Kvennalistinn í stjórnarsamstarf. Sú ákvörð- un listakvenna að tefja sig ekki á því fyrir kosningar að reyna að móta einhverja stefnu eða taka afstöðu í mikilvægum þjóðmálum heldur bíða með allt þess háttar dedú og dont þar til ljóst væri með hverjum þær ættu kost á að ylgra sér í ráðherrasætum, lýsir nefnilega því auðkenni á konum sem skilur þær frá körlum öllu framar: þær eru prakt- ískar, hagsýnar, verkhyggnar og jarðbundn- ar. Karlar hneigjast að því að láta sig dreyma og smiða loftkastala. Þeim hættir jafnvei tii að glutra niður í sveimórum tengslum við miskunnarlausan veruleikann. Glöggur vitn- isburður um þetta er einmitt sú árátta karla að verja ómældum tíma og ærinni vinnu í að setja saman stefnuskrá og búa til málefna- grundvöll fyrir kosningar sem þeir verða síð- an að sjálfsögðu að umbylta gjörsamlega og tæta niður eftir kosningar þegar þeir ranka við sér frammi fyrir staðreyndum og verður ljóst með hverjum þeir ætla að ná samkomu- lagi í ríkisstjórn. Liðsmenn Kvennalistans voru hins vegar trúir sínu innsta eðli og gerðu ákkúrat það sem vænta mátti af sönn- um praktískum, hagsýnum og jarðbundnum konum: fóru ekki að sóa dýrmætum tíma sínum í að móta listanum stefnu fyrr en sú hætta vofði yfir þeim að þær yrðu að taka á málum í ríkisstjórn. En þá fóru þær líka af stað og höfðu af því mikið hagræði að vita í onálag hvaða karlar biðu eftir þeim með sín- ar marklitlu og draumórakenndu stefnu- skrár frá því fyrir kosningar. Af slíkum vinnubrögðum kvennalista- kvenna má ef til vill — eins og áður sagði — ráða í hvernig íslensk stjórnmál og andrúms- loft á alþingi eiga eftir að breytast á komandi árum þegar konum fer þar fjölgandi. Þar verður allt á raunsæjum og jarðbundnum nótum og fullvíst að liðin er öld karlanna, öld hinna stóru raunfirrtu drauma. Karlar einir leika sér; konur leika sér ekki — nema að körlunum. Karlar einir sjá hlutina í hillingum — nema ef vera skyldi konuna sem þeir hafa kynnst; konur sjá ekkert í hillingum — nema ef vera skyldi konur sem þær hafa aldrei kynnst. Konur hafa ævinlega horfst í augu við staðreyndir lífsins og nú á allra síðustu ár- um hafa þær smám saman tileinkað sér vitn- eskju um að konur séu einnig staðreynd; karlar forðast eftir megni að horfast í augu við staðreyndir, jafnvel þó að þær séu konur, og láta sig dreyma um betri tíð; fara dult með það ef þeim líst ekki á blikuna... Og þó... Ekki allir. Kunningi minn tók andköf þegar tal okkai barst að víðfrægum sigri Kvenna- listans. „Ég ætti nú ekki annað eftir en að óska þjóðinni til hamingju með hálfan þenn- an kellingaklúbb inni á alþingi!" „Gættu að hvað þú segir,“ hvíslaði ég skelfdur, „ef einhver af þeim skyldi heyra til okkar. Þá má ekki nota lengur orðið „kell- ing“; þú átt að segja maður. Kellingarnar gætu heimtað að þú yrðir settur í steininn." „Sama er mér. Maður getur varla verið ófrjálsari þar inni en bundinn af kellinga- veldinu fyrir utan.“ „Við verðum að horfast í augu við stað- reyndir," sagði ég. „Huh!“ hnussaði í kunningja mínum og hann yppti öxlum af megnustu lítilsvirðingu á meðan heimsbyggðin, kallar og kellingar stóðu á öndinni af aðdáun. 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.