Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 3
FYRST OG FREMST TVEIR hífaðir félagar sátu á Fógetanum um helgina. Þeir voru orðnir æstir eftir pólitískar deilur og til að slá félagann lit af laginu varð öðrum þeirra að orði: „Veistu það að einu sinni var ég með svona alskegg eins og þú. Svo leit ég í spegil og sá hvað það var ljótt að hafa skegg svo ég rakaði mig hið snarasta!" Hinn lét sér ekki bregða og svaraði: „Einu sinni var ég með andlit eins og þú. Svo leit ég í spegil og sá hvað það var hrikalega ljótt. Þá lét ég mér vaxa alskegg...!“ STJÓRNMÁLAMENN eru mikið grinistafóður, hvar i heimi sem er og virðast hitamálin harla keimlík, hvað sem öllum landa- mærum líður. Þessa teikningu rákumst við á í erlendu dagblaði og í lauslegri þýðingu er textinn svona: „Guð hjálpi mér! Ef pólitíkusar þyrftu nú að segja af sér sökum óheiðarleika, gætu flokkarnir ekki lengur boðið fram vegna manneklu." FRAMSÓKNARKONUR urðu að vonum glaðar þegar kvenmaður bættist í þingflokkinn í nýliðnum kosningum. Af þessu tilefni var haldið samkvæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóltir var að sjálfsögðu heiðursgestur. í þakkar- ræðu sinni minntist þingmaðurinn á viðtal, sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir átti við hana á Bylgjunni um kynlíf minka. Kom m.a. fram í útvarpsviðtalinu, að högnarnir eru látnir æsa minka- læðurnar hressilega upp, allt að tveimur dögum áður en eðlun fer loks fram. Tilvitnun í þessar sam- ræður Valgerðar og Ástu varð til þess, að Valborg Bentsdóttir setti saman eftirfarandi vísu í fram- sóknarsamkvæminu: Hjá minkum er misjöfn geta og makalíf í flóknum þáttum. En Ásta og Valgerður eðlið meta, einkanlega í grófum dráttum. KRATAR voru rósrauðir í framan fyrir kosningar — og gáfu landsmönnum rauðar rósir nokkr- um dögum áður en lýðurinn lauk upp stóra dómi. Nokkuð ljóst þykir að allar þær fjörutíu þúsund rósir úr Niðurlöndum sem flokkur- inn færði fólkinu, skiluðu sér ekki í atkvæðum — og ku kratarnir nú vera að vinna að því af hverju ilmurinn virkaði ekki. HP heyrir hluta ástæðunnar, reyntfar með auknum þunga, dag frá degi. Hingað hringir til okkar fólk, hálf gremjulegt til raddarinnar og segir rósirnar aldrei hafa sprungið út, í mesta lagi haldið lit fram undir síðdegi á föstudag, en þá lyppast niður — og verið lítið augnayndi um það leyti sem fólk var að ákveða sig framan við panel- umræður Ingva Hrafns og flokks- formannanna hvað það ætti nú að kjósa... DÆMALAUST hvað ráðlegg- ingar afgreiðslumanna í ýmsum svokölluðum „sérhæfðum" versl- unum getur verið háskalegur og einkar ófaglegar. Kunningi HP var fyrir nokkru heldur óhress með útlitið á gluggapóstunum í stof- unni hjá sér og vildi ólmur mála upp á nýtt. Hann skeiðaði því út í næstu málningarbúð (og áður en lengra er haldið verður að taka fram að þessi sögupersóna hefur aldregi haft mikið vit á þeim ógur- lega vökva, málningu). Hann spurði fyrst afgreiðslumanninn í búllunni hvort hann ætti ekki handa sér eitthvert efni sem gæti auðveldað honum að losna við gamla lakkið á gluggapóstunum svo það nýja klíndist betur á þá. Búðarmaðurinn hélt það nú — og slöngvaði hendi upp í næsta rekka þar sem fyrir var salmíakstúba. „Þetta er nú ebbnið laggsmar," sagði þessi málningarmaður — og okkar maður keypti umsvifalaust. Skrítið hinsvegar hvernig rúðurn- ar í stofunni blöstu við sögu- persónunni okkar daginn eftir að hann var búinn að maka og ekki bara maka, heldur þrykkja salmíakinu inn í póstana. Vita- skuld hafði „ebbnið" slest aðeins út á rúðurnar, enda annað óvitað en þær þyldu það, en nei nei. .. Salmíakið hafði grafið sig inn í glerið, gert rúðurnar móskulegar og lítt færar til síns eðla hlutverks að gefa útsýni. Okkar manni var svo sagt nokkru seinna í annarri og heldur almennilegri fagverslun, að hann gæti helst náð uppruna- legu útliti rúðanna með því að þræla steinull á glerið, en það væri að vísu langtímamarkmið, reyndar hefði hann — þessi búðar- maður — aldrei heyrt aðrar eins ráðleggingar og sögupersóna okkar fékk í búðinni sem hann skeiðaði út í fyrst, illu heilli. Og núna ullar okkar maður í hvert sinn sem hann labbar fram- hjá þeirri búllunni, með bólgna fingur af steinullarnuddi. . . SMARTSKOT HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Kaldur er kvennalisti Það veit ekki neinn hvað þær vilja, „Gaman aö fylgjast með svona fyrirbœri þær vita ekki hverju þær nenna. aftan frá.“ Raun er að reyna að skilja reynsluheim kvenna. EGILl ÓLAFSSON UM EUROVISION KEPPNINA i BRUSSEL i SAMTALI VIÐ DV 6. MAi 1987. Niðri. Heldurðu að halli á Höllu? Árni I. Magnússon faðir Höllu Margrétar í Brussel „Það er aldrei hallað á Höllu." — Hvenær komu sönghæfileikarnir í Ijós hjá henni? „Þeir komu fyrst í Ijóst þegar hún var þriggja ára gömul. Þá söng hún feiknarlega skemmtilegan konsert upp allan Lauga- veginn á Þorláksmessu. Það var lagið „Vanda la mera" sem síð- ar var lauslega þýtt „blandaðu meira". Þetta söng hún upp allan Laugaveginn á móti rokinu." — Hefur hún alltaf verið skapgóð? „Já, hún hefur alltaf verið mjög létt í skapi." — Hvatti fjölskyldan hana til að fara í söngnám? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Það á hún alveg sjálf." — Eru fleiri söngvarar innan fjölskyldunnar? „Nei, það er ekki hægt að kalla það söngvara! Hins vegar höfum við öll gaman af söng. Við hlustum mikið á tónlist og faðir minn var til dæmis kirkjuorganisti í gamla daga. Hins veg- ar er ekki hlustað mikið á dægurlög á heimilinu, heldur klassík." — Hvað finnst þér um keppni eins og Eurovision? „Æ, þarf ég nú að svara því? Ég hef aldrei verið neitt fyrir Eurovisionkeppnina en hins vegar á hún eflaust rétt á sér." — Ertu búinn að heyra öll lögin? ,Já, ég er búinn að því. Ég pikkaði út israel og Þýskaland." — Finnst þér þátttaka Höllu Margrétar f þessari keppni vera „alvarlegt hliðarspor" frá klassíkinni? „Nei, það finnst mér ekki. Þetta lag er það mikil melódía að það á ekki að saka hana." — Heldurðu að hún verði framvegis stimpluð sem „poppsöngkona" hér? „Nei, það ætla ég að vona ekki. Þetta er ekki það mikið popplag. Þetta er klassískt lag." — Hvernig finnst foreldrum að sjá á eftir dóttur sinni í „gin fjölmiðlanna"? „Halla hefur nú gert svo margt um dagana að það er ekki ástæða fyrir okkur að hafa áhyggjur af því." — Heldurðu að svona mikil umfjöllun eigi eftir að skaða hana? „Nei, ég hef alltof mikla trú á Höllu til þess að ætla að hún skaðist af að vera í sviðsljósinu." Árni I. Magnússon prentmyndasmiður er faöir Höllu Margrétar Árna- dóttur sem syngur lag Valgeirs Guðjónssonar „Hægt og hljótt" í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva á laugardagskvöldið. HP forvitnaðist um hvaða augum faðirinn lítur keppnina og það tilstand sem henni fylgir. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.