Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 7
Skýrslu tœknideildar bandaríska sjóhersins um „gullskipiö“ á Skeiöarársandi var á sínum tíma haldið
leyndri fyrir Alþingi. Þingið samþykkti að ríkið gengi í ábyrgð á erlendu láni að upphœð allt að 130 millj-
ónum króna. Ef skýrslan hefði verið lögð fram má œtla að ósk um ríkisábyrgð hefði verið hafnað. ístað
skýrslunnar fékk þingheimur viðarbút að þefa af.
Fyrir rúmum fjórum árum samþykkti Alþingi Islendirtga að veita hlutafé-
laginu Gullskipinu ríkisábyrgö á erlendu láni að upphæð allt að 50 milljón-
um króna. Sú upphœð samsvarar tœplega 130 milljónum í dag. Trygging
ríkisins í þessum viðskiptum var bundin í því er kynni að finnast af hol-
lenska kaupfarinu Het Wapen van Amsterdam.
Pessi kostulega ákvörðun var tekin í tímahraki síðustu daga þingsins
1983. Heimildin var afgreidd frá efri deild með eins atkvœðis meirihluta.
Einn deildarmanna var fjarverandi atkvœðagreiðsluna, Ólafur Jóhannes-
son, þáverandi utanríkisráðherra, sem hafði lýst sig mótfallinn frumvarp-
inu í umrœðum.
Þrátt fyrir kröfu Ólafs Þ. Þórðarsonar, þingmanns Vestfirðinga, lögðu
flutningsmenn frumvarpsins ekki fram skýrslu er tæknideild bandaríska sjó-
hersins hafði tekið saman um „gullskipið“áSkeiðarársandi. Súskýrsla kom
heldur ekki fyrir augu nefndarmanna fjárhags- og viðskiptanefndar þings-
ins, sem fjölluðu um frumvarpið.
UPPLÝSINGUM HALDIÐ
LEYNDUM FYRIR
ALÞINGI
Skýrsla tæknideildar bandaríska
sjóhersins er sjálfsagt víðtækasta út-
tekt sem gerð hefur verið um strand
Het Wapen van Amsterdam og
hugsanlega björgun flaksins. Hún
var gerð að frumkvæði þeirra gull-
skipsmanna, en hefur nánast verið
leyniplagg á íslandi frá því að vinnu
við hana var lokið. Niðurstöður
skýrslu þessarar eru í öllum megin-
atriðum í andstöðu við það sem
björgunarmenn sjálfir hafa haldið
fram varðandi „gullskipið".
Ef skýrsla bandaríska sjóhersins
hefði verið lögð fyrir þingið má telja
fullvíst, að þingheimur hefði hafnað
beiðninni og komið í veg fyrir að
ríkissjóður ætti nú veð sitt týnt, ein-
hvers staðar á Skeiðarársandi.
í samtalsbók sinni við Arna John-
sen, Kristinn í Björgun, segir Krist-
inn Guðbrandsson, forvígismaður
Gullskips, að þessi ríkisábyrgð hafi
nánast verið neydd'upp á félagið. í
samtölum Helgarpóstsins við
nefndarmenn fjárhags- og við-
skiptanefndar þingsins kom annað
fram. Samkvæmt ummælum þeirra
börðust gullskipsmenn „ýmist grát-
andi eða hótandi" fyrir ríkisábyrgð-
inni.
Meðal gullskipsmanna var innan-
búðarmaður í þihginu, Eyjólfur
Konráö Jónsson, viðskiptafélagi
Kristins og hluthafi í Gullskipinu
h/f. Hann lagði þó ekki fram frum-
varpið. Birgir ísleifur Gunnarsson
var fyrsti flutningsmaður og flutn-
ingsmenn með honum voru Þórar-
inn Sigurjónsson, Sverrir Her-
mannsson og Magnús H. Magnús-
son. Við meðferð þingsins á fjárlög-
um hafði áður komið fram sam-
hljóða breytingartillaga við fjárlög
við lok afgreiðslu á þeim. Hún
fékkst ekki samþykkt, einkum
vegna þess hversu seint hún kom
fram. Flutningsmenn þeirrar tillögu
voru auk Birgis og Sverris, þeir Pét-
ur Sigurðsson, Ólafur Ragnar
Grímsson og Jón Helgason.
VARAÐ VIÐ FJÁRSJÓÐS-
LEITARMÖNNUM
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að þeir gullskipsmenn grófu
ekki upp hollenska kaupfarið, Het
Wapen van Amsterdam, þá um sum-
arið. Skipið sem kom í ljós var þýsk-
ur togari, Albert, er hafði strandað á
söndunum árið 1904. Það urðu
mörgum vonbrigði. En þegar
skýrsla tæknideildar bandaríska
sjóhersins er lesin, kemur í ljós að ls-
lendingar geta í raun prísað sig sæla
fyrir að hollenska kaupfarið fannst
ekki þá.
Meginniðurstöður skýrslunnar
eru þær að skrokkur flaksins sé að
öllum líkindum það heillegur, að
framkvæmanlegt sé að endur-
byggja hann. Öll yfirbygging skips-
ins sé hins vegar horfin. Mögulegt
sé að finna flakið með ærnum til-
kostnaði. Skýrsluhöfundar mæla
með hljóðbylgjum eða „infrarauð-
um" myndum, þar sem allur málm-
ur sé að öllum líkindum horfinn úr
skipinu. Ef skipið finnst hefur það
einvörðungu fornleifalegt gildi. Það
sé mjög ólíklegt að í skipinu sé enn
farmur sem væri það verðmætur að
söluverð hans gæti greitt niður
kostnaðinn við leitina, jafnvel þó að
ekkert yrði gert til að bjarga skrokk-
inum. Sú aðgerð yrði hins vegar
óheyrilega kostnaðarsöm og í raun
vísindalegt happdrætti. Skýrsluhöf-
undar líkja núverandi ástandi viðar-
ins í skrokknum við „blautt kex“.
Skýrsluhöfundar sjá ástæðu til
þess að vara við að fjársjóðsleitar-
mönnum verði hleypt í flakið. Slíkt
hafi oft orðið til þess að mikilvægar
fornmenjar hafi spillst og jafnvel
glatast. Ef slíkt gerðist á Skeiðarár-
sandi, yrði það mikið tjón fyrir sjó-
ferðasöguna, þar sem Het Wapen
van Amsterdam er eitt fárra þekktra
flaka af sautjándu aldar skipi og
eina vopnaða kaupfarið frá þeim
tíma sem vitað er af.
EKKERT GULL I
GULLSKIPINU
Niðurstöður skýrslunnar um
farminn, sem hefur orðið efni þjóð-
sagna á Islandi í þr jár aldir og virðist
vera drifkrafturinn í Gullskipi h/f,
eru skýrar. Samkvæmt farmskrá
skipalestarinnar var farmur Het
Wapen van Amsterdam að lang
stærstum hluta krydd. Persónulegur
farangur farþega og áhafnar mun
hins vegar hafa innihaldið mikið
magn verðmætra málma og steina.
En sannað þykir að mjög litlar Iíkur
séu fyrir að eitthvað af þessum verð-
mætum séu enn í flakinu.
Til eru heimildir um hollenskan
björgunarleiðangur árið eftir
strandið. Samkvæmt skjölum í hol-
lenskum söfnum var mikið af farm-
inum flutt aftur til Hollands. Þar
með talinn kopar, en hann mun hafa
verið neðst í lestum skipsins. Það er
því ólíklegt annað en að tekist hafi
að ná því sem lá ofar í skipinu.
Auk þess segja skýrsluhöfundar
að samkvæmt íslenskum heimild-
um sé sannað að skipið var að
mestu ofan jarðar í meira en 90 ár.
Bændur í Öræfum hafi dregið
ankeri upp að bæjum sínum og því
sjálfsagt átt auðvelt með að flytja
léttara góss heim í hlað. Auk þessa
eru til heimildir um milliríkjadeilu
Dana og Hollendinga vegna verð-
mæta er Ottó Bjelke, amtmaður á
Bessastöðum, hafði tekið úr flakinu
og sölsað undir sig persónulega.
Skýrsluhöfundar fara nokkrum
góðlátlegum orðum um nafngift ís-
lendinga á flakinu, „gullskipið á
Skeiðarársandi". Þeir komast að því
að rætur hennar megi rekja til ann-
ála sem skrifaðir voru langt frá
strandstað. Upphafið muni að öllum
líkindum hafa verið, að farmur allr-
ar skipalestarinnar var metinn á 43
tunnur gulls. Með tímanum varð
þetta mat síðan að farmi Het Wapen
van Amsterdam. íslendingar virðast
enn þann dag í dag standa í þeirri
trú að um borð í skipinu hafi verið
43 tunnur, fullar af gulli. Þessi skoð-
un lifir, þrátt fyrir að henni sé hvergi
um. íslenska ríkið virðist meira að
segja hafa tryggt sér veð í þessum
gulltunnum.
LÁ VIÐ FORNLEIFA-
HNEYKSLI
í greinargerð með frumvarpinu er
því haldið fram að söluverðmæti
farmsins sé miklum mun verðmæt-
ari en þær 130 milljónir sem ríkið
tryggði sér veð í. Samkvæmt samn-
ingi við gullleitarmennina á ríkið að
fá 12% af andvirði farmsins, að frá-
dregnum flutningskostnaði frá
strandstað í hús. Auk þess spá flutn-
ingsmenn rikinu miklum skatttekj-
um vegna fundarins. Þessar getgát-
ur fiutningsmanna verða hjákátleg-
ar í ljósi skýrslu tæknideildar banda-
ríska sjóhersins.
En alvarlegasti gallinn við frum-
varpið, og þar með ákvörðun Al-
þingis, er að með því stefndi í að ís-
lendingar yrðu ábyrgir fyrir forn-
leifafræðilegu hneyksli. Samkvæmt
skýrslu bandaríska sjóhersins er
óheyrilega kostnaðarsamt að forða
flakinu frá endanlegri eyðileggingu,
eftir að það hefur verið grafið upp.
I því sambandi benda þeir á reynslu
Svía í tilraunum við að varðveita
herskipið Vasa, sem þeir björguðu
af hafsbotni fyrir um tuttugu árum.
Þegar tekist hafði að ná Vasa upp,
kom í ljós að viðurinn var líkastur
„blautu kexi“, og segja skýrsluhöf-
undar að óábyrgt sé að reiícna með
öðru en að viðurinn í skrokki Het
Wapen van Amsterdam sé í svipuðu
ásigkomulagi.
Þór Magnússon, þjóðminjavörð-
ur, sagðist í samtali við Helgarpóst-
inn varla kunna að skrifa þær upp-
hæðir sem tilraunir Svía hefðu kost-
að. Auk þess væri ekki enn fyrirséð
hvort yfir höfuð tækist að „endur-
lífga“ viðinn svo, að hann þyldi
snertingu við andrúmsloft.
fSLENSKT „HUGVIT"
OFAR SÉRFRÆÐIÁLITI
Samkvæmt skýrslunni hefði þurft
að sjóða hvern viðarbút úr Het
Wapen van Amsterdam í vaxi í
mörg ár til að verja viðinn frekari
skemmdum. Auk þess hefði þurft að
koma fyrir risavöxnu úðunartæki á
vettvangi til að halda flakinu röku,
meðan það væri hlutað sundur og
flutt í vaxbaðið. Engar slíkar ráðstaf-
anir voru fyrirhugaðar í fram-
kvæmd gullskipsmanna á Skeiðar-
ársandi, árið 1983.
Gullskipsmenn lögðu þessa
skýrslu ekki fyrir þingið. Þeir komu
hins vegar með eigin niðurstöður og
viðarbút úr togaranum Albert, sem
þeir leyfðu þingheimi að þefa af.
Margir þingmenn fundu sterka aust-
urlenska kryddlykt af viðnum og
með það flaug ríkisábyrgðin í gegn.
En hvers vegna var skýrsla tækni-
deildar bandaríska sjóhersins ekki
lögð fram í þinginu? Þegar Helgar-
pósturinn innti Kristin Guðbrands-
son að því sagði hann að þessi
skýrsla væri ekki góð.
„Þessir menn þekkja ekki sand-
inn. Ég man eftir að hafa þurft að
hjálpa þessum mönnum yfir hann,
þegar þeir voru með sínar athugan-
ir. Þeir segja að skrokkurinn hafi
verið áratugi að sökkva. Ég hef hins
vegar séð sandinn gleypa skip á ör-
fáum árum.“
Samskonar viðhorf kom fram hjá
Birgi ísleifi Gunnarssyni þegar Ólaf-
ur Þ. Þórðarson innti hann eftir
skýrslunni. Birgir sagði að þeir sem
best þekktu segðu skýrsluna að
mestu byggða á líkum og þar væri
lítið um raunhæft mat.
Skýrslan var því hunsuð og treyst
á mat íslenskra hugvitsmanna. Mat
þeirra byggði ekki á líkum, þrátt fyr-
ir að þrjár aldir væru liðnar frá
strandinu.
hægt að finna stoð í raunveruleikan-
Valdsmenn í veiðiferð. Á myndinni eru Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður og varaformaður stjórnar Gullskips (Krist-
inn segir f bók sinni að Eykon sé kraftaverkamaður (fjármögnun), Helgi Bergs, bankastjóri Landsbankans, sem er viðskipta-
banki Björgunar h/f og sá banki er tók erlenda lánið fyrir Gullskip h/f, Helgi Eyjólfsson, húsasmíöameistari og stjórnarmaður
( Björgun, Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, Kristinn Guðbrandsson í Björgun, helsti forvígismaður gullleitarinnar og
Svanbjörn Frimannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Seðlabankans.
eftir Gunnar Smára Egilsson
HELGARPÓSTURINN 7