Helgarpósturinn - 07.05.1987, Síða 12

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Síða 12
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart ( Ásdís Jenna í skólanum. Hún er þarna í lyftu, sem gerir fötluðu börnunum í Hlíðaskóla kleift að komast á milli hæða engu síður en þeim heilbrigðu. Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, 17 ára fötluð stúlka, er ein þeirra sem nýtur góðs af tækniundrum nútímans „Mg langar í lítinn apa“ Ásdís Jenna Ástráösdóttir er 17 ára og yrkir Ijóð. Hán var að Ijáka samrœmdu prófunum í íslensku og dönsku og fór í bíó með frœnkum sínum til þess að halda upp á að það. Ásdís á hins vegar við erfiðari vandamál að etja en flestir unglingar. Hún er alvarlega spastísk og án háþróaðrar tœkni nútímans er hœtt við að framtíöar- horfur hennar vœru ekki glœstar. Ásdís Jenna býr á Seltjarnarnesi með foreldrum stnum og tveimur brœðrum. Hún gengur í Hlíðaskóla og eins og fyrr segir hefur hún nýlokið samrœmdu prófunum í dönsku og íslensku. Blaðamaður HP heim- sótti Ásdísi í byrjun vikunnar, m.a. í tilefni þess að nú um helgina verður sýning á hjálpartœkjum og gögnum fyrir fatlaða í anddyri Borgarleikhússins. Það eru einmitt slík tœki, sem gera Ásdísi kleift að tjá sig og létta henni lífið á margan hátt. Samtal okkar átti sér stað með þeim hætti að Asdís fékk skriflegar spurningar, sem hún síðan svaraði á tölvuna sína. Tölvunni stjórnar hún með því að gefa frá sér hljóð (smellir tungu i góm) í hljóðnema. Þannig getur hún valið alla þá stafi, sem aðrir myndu velja frá lyklaborði tölvunnar. — Hvernig fannst þér nú samrœmdu prófin — erfiðari eða auðveldari en þú bjóst við? „Danskan var léttari, en íslenskan erfiðari en ég bjóst við.“ — Hvort fagið finnst þér skemmtilegra? „Mér finnst íslenskan skemmtilegri.1 — Varstu búin að kvíða mikið fyrir? „Ég var búin að kvíða mikið fyrir prófunum, en þegar ég var komin í þau, leið mér vel." — Gerðir þú þér einhvern dagamun, 12 HELGARPÓSTURINN þegar þetta var yfirstaðið? „Já, ég fór í bíó með tveimur frænkum mínum." — Eru til einhver hjálpartœki, sem þú veist af og langar í? „Rafmagnshjólastóll er efstur á blaði hjá mér, en hann er í pöntun. Umhverfisstjórnunartæki, sem ég gæti notað t.d. til að kveikja og slökkva á útvarpi og sjónvarpi. Textasími, eins og heyrnarlausir nota. Tölva, sem ég gæti stjórnað með augunum. Lítill api, eins og sýndur var í sjónvarpinu, sem gæti náð í hluti fyrir mig, t.d. bækur, og hjálpað mér við að borða og drekka." — í hverju mun aðal breytingin felast fyrir þig, þegar þú fœrð nýja hjólastólinn? „Þegar ég fæ rafmagnshjólastól, get ég (vonandi) loksins hreyft mig úr stað sjálf, fengið meira frelsi. Kannski get ég farið út í búð fyrir mömmu. Ég hlakka mikið til, en er líka svolítið hrædd um að ég geti ekki stjórnað honum og keyri á!“ — Eg veit að þú lest mjög mikið, Ásdís. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa þessa dagana? ,,Skáldsögur. Ég kemst yfir mikið lesefni, því ég hef oftast ekkert annað að gera en lesa eða horfa á sjónvarp, þegar ég er ekki í skólanum." — Hlustarðu líka á útvarp og fylgist með vinsceldalistunum? „Ég hlusta nú ekki mikið á útvarp, því ég heyri illa. Hlusta þó dálítið á tónlist, en fylgist ekki með vinsældalista." — Áttu uppáhaldslag? „Hægt og hljótt.‘“ — Ætlaröu að fylgjast meö Eurovision- keppninni á laugardaginn? „Já, ég ætla ekki að missa af henni." — Finnst þér tölvurnar, heima og í skólanum, fullnœgja þínum þörfum, Ásdís? „Því miður er ég mjög sein að skrifa á tölvurnar, en mér fer fram. Þar sem ég nota hljóðnema við að skrifa, verður að vera hljótt í kringum mig, en það er það ekki nærri alltaf." — Hvernig notarðu þœr helst — til að skrifa? „Ég nota tölvuna fyrst og fremst til að skrifa og tjá mig. Ég geri skrifleg verkefni með henni." — Ertu með eitthvað af gögnum inni í tölvunni í stað bóka? „Ég er með nokkur kennsluforrit, t.d. til að æfa ensku, en það eru ekki til mörg forrit, sem henta mér." — Hefurðu lengi fengist við að yrkja? „Ég man, að ég orti fyrstu vísuna mína 12 ára.“ — Lestu mikið af Ijóðum? „Ég elska ljóð og les dálítið af þeim.“ — Megum við birta Ijóð eftir þig í Helgar- póstinum? „Já, þið megið birta ljóð eftir mig.“ — Ertu báin að ákveöa hvað þú gerir, þegar þú lýkur samrœmdu prófunum og 9. bekk á nœsta ári? „Mig langar að fara í menntaskóla og síðan í háskóla. Kannski í íslensk fræði." — Langar þig að vinna við eitthvað sérstakt í framtíðinni? „Mig langar að skrifa sögur og ljóð. Það er eitt af því, sem ég ætti að geta gert. Ég held ég hafi gott ímyndunarafl." — Attu þér framtíðardraum? „Þetta er framtíðardraumurinn, að skrifa. En líka það að ferðast um allan heiminn." Ég hugsa eins og þið Ég hugsa eins og þiö En þid vitid þaö ekki Ég get ekki sagt ykkur það Þið skiljið mig ekki Ég reyni að tala við ykkur En þið horfið bara á mig og farið EFTIR ÁSDÍSI JENNU ÁSTRÁOSDOTTUR, 17ÁRA. ORT6.2. 1987

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.