Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 13
Dagbókin hennar Dúllu Elsku, besta, kæra dagbók! Ég er í svo rosa góðu skapi, vegna þess að Þ. {þú veist, í mínum bekk...) bauð mér upp á diskótekinu í skól- anum um helgina. Mér hefur nú allt- af fundist hann frekar hallærislegur og ekkert pælt mikið í honum, en ég held bara að hann sé kannski ekki sem verstur. Hvað ætli það sé svo sem asnalegt að vera með rautt hár? Og hvað með það þó hann gangi svolítið furðulega? Hann er örugg- lega ferlega klár og veit til dæmis alveg helling um pólitík. Það er bara verst að hann er í Heimdalli. Ég hugsa að pabba og mömmu þætti það ekkert sniðugt. En hann er svo sem ekkert farinn að bjóða mér neitt út, eða svoleiðis... Hann sagdist sam t ætia að hringja í mig, þegar við vorum að dansa síð- asta vangadansinn. Og líka þegar hann kvaddi mig við hliðina á bíl- skúrnum heima. Það væri í fyrsta sinn sem ég fengi svona „alvöru" símtal frá strák. Pabbi og mamma ætla til Akur- eyrar um næstu helgi. Stebba systir sagði, að pabbi væri að bæta fyrir það þegar hann þurrkaði óvart hluta af bókinni sem mamma er að þýða út úr tölvunni á kosninganótt- ina. Mér finnst það nú fáránleg að- ferð. Ekki birtast týndu kaflarnir í tölvunni þó þau fari norður að sjá eitthvað leikrit og gista á hóteli. Hann hefði þá frekar átt að hjálpa henni að þýða þetta upp á nýtt. Annars gæti verið að þau færu ekkert. Mamma var nefnilega að uppgötva það áðan, að amma á Einimelnum er líka að fara á þetta leikrit. Gamii kailinn er víst að bjóða henni. Þessi, sem er alltaf „úti að aka" með hana (eins og mamma segir). Og mamma sagðist ekki fara í sinn „sekkond hönnímún" (eða eitthvað svoleiðis) með tengdó. Það hafi verið nóg að taka Hönnu frænku með í brúðkaupsferðina í fornöid. Það er naumast að þetta blessað leikrit á Akureyri er vinsælt, þó það hafi verið sýnt í Reykjavík fyrir mörgum árum og sé til á öllum vídeóleigum, þar sem enginn tekur það... Ég meina það! Líklega er það rétt hjá Stebbu að þetta sé bara af- sökun hjá fullorðna fólkinu fyrir því að detta í það og hafa það gott. Það þarf alitaf að gera alla hluti svo KJARVALSSTAÐIR VORU BYGGÐIR ÁRÐ1968 GLÆSILEG BYGGING ÚR GÓÐRI STEYPU Það er okkur mikil ánægja að hafa framleitt steypuna í þessa glæsilegu miðstöð lista og menningar. Frá því að Steypustöðin hóf starfsemi sína hefur það veriö aðal markmiðið að vinna að rannsóknum og þróun á steinsteypu til hagsbóta fyrir steypukaupendur. Við vitum hversu mikil- vægt það er að geta tryggt viðskiptavinum okkar aðeins þá bestu steypu sem til er. Rétt efni og öflugt eftirlit tryggja gæðin. STEYPUSTÖÐIN hf flókna. Ég myndi nú frekar leigja mér nokkrar góðar spólur, kaupa kjúklingabita og franskar og græða helling á sparnaðinum, eða þann- ig... (Ég veit ekki betur en það sé líka til nóg af brennivíni hér fyrir sunnan!) Bless — læt þig vita ef Þ. hringir. Dúlla PS Engum segja, en Þ. hefur ör- ugglega aldrei kysst stelpu fyrr! Hann vissi nákvæmlega ekkert hvað hann átti að gera og var líka alveg feriega æstur. Og hvað held- urðu? Ég var fjóiublá á efrivörinni þegar ég vaknaði um morguninn! Ég varð að nota dökka varalitinn minn frá í fyrra, þó allar stelpurnar séu núna með ljósa. Þær héldu að ég væri biluð... (0 < co O HELGARPÖSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.