Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 14

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 14
Framtídarstarf er nokkud sem fólk vandar valiö á. Þaö skiptir enda ekki svo litlu máli viö hvaö er starfaö þegar stór hluti lífsins fer í vinnu. Sumir velta vöngum yfir framtíöarstarfinu svo mánuöum eöa árum skiptir, byrja í námi og hœtta; finna aö þeim líkar alls ekki eins vel og þeir höföu gert ráö fyrir og geta ekki hugsaö sér aö mennta sig til þess starfs sem þeir höföu álitiö „draumastarfiö." Aörir viröast fœöast inn í ákveöiö starf og enn aörir feta í fótspor foreldra sinna og fara í sama starf og annaö hvort þeirra. Hver veit til dœmis ekki um biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson eöa pólitíkusana Steingrím Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson? Enda er sagt aö sjaldan falli epliö langt frá eikinni og því aö mörgu leyti eölilegt aö hæfileikar beinist í líka átt eöa foreldrar hafi áhrif á börn sín. Þaö eru hins vegar fá börn sem feta í fótspor mœöra sinna, enda eru þær yfirleitt svo lágt launaöar aö ekki þykir freistandi aö fara í sömu störf og þœr. En er œskilegt aö foreldrar hafi áhrif á starfsval barna sinna? HP leitaöi til fjögurra aöila sem hafa fetaö í fótspor feöra sinna og spuröi þau hvaö heföi valdiö því aö ,,vinnan hans pabba" varö fyrir valinu. Jens Guðjónsson er landskunnur og rómaður gullsmiður, en færri vita máske að einkadóttir hans Hansina fetaði í fótspor hans. Hér eru þau feðginin á gullsmíðastofunni. ■sai Halldóra Sigurdórsdóttir ásamt Sigurdór Sigurdórssyni föður sfnum, sem hefur starfað við blaðamennsku í fjölda ára, lengst af á Þjóðviljanum, en nú síðast á DV. eöa fólkiö sem fetar í fótspor feöra sinna eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur myndir Jim Smart Halldóra Sigurdórsdóttir blaðamaður UPPLÝSANDI AÐ EIGA FÖÐUR í FRÉTTAMENNSKU Halldóra Sigurdórsdóttir hefur undanfarid ár starfad sem blada- madur hjá Frjálsu framtaki h.f., en hún er dóttir Sigurdórs Sigurdórs- sonar bladamanns hjá DV, og ádur Þjóövilja. Halldóra segist fyrst hafa starfad við blaöamennsku sumariö 1984 eftir að hún lauk íslenskunámi frá Háskóla Islands. Þá um haustiö lagði hún leiö sína til Freiburg í Þýskalandi þar sem hún las norrœn frceöi, bókmenntir og þjóðfrœöi. Eft- ir heimkomuna réöist hún til starfa hjá Frjálsu framtaki: „Það var reyndar tilviljun að ég fór í blaðamannsstarfið," segir hún. „Ætli ég hafi ekki fyrst fengið áhuga á blaðamennsku í æsku, enda hefur pabbi verið blaðamaður í tuttugu ár. Auðvitað hafði það áhrif á mann að alast upp við umræður um fjölmiðla á heimilinu. Það er mjög upplýsandi að eiga föður sem starfar við frétta- mennsku og ég fylgdist því vel með því sem var að gerast í þjóðfélag- inu." Hún segir að sér hafi aldrei fundist starf föður síns valda ónæði á heim- ilinu og telur engan vafa leika á að hún hafi „smitast" af honum: „Ég geri fastlega ráð fyrir að áhuga minn á blaðamennsku megi rekja beint til pabba. Hins vegar réði til- viljun ein því að ég fór að starfa við tímarit. Þegar ég kom heim frá námi heimsótti ég vinkonu mína, Gull- veigu Sæmundsdóttur ritstjóra á Nýju lífi og þá kom í Ijós að það vant- aði blaðamann við fyrirtækið. Hún hvatti mig til að sækja um og það er því henni að þakka að ég er í þessu starfi nú." Hvort hana hafi ekki heldur lang- að til að vinna á dagblaði eins og pabbi hennar svarar hún: „Nei og reyndar ætlaði ég mér ekkert frekar að starfa sem blaðamaður. Þegar ég kom heim frá námi hafði ég jafnvel hugsað mér að fara að vinna við eitthvað sem tengdist mínu námi eða væri á því sviði. Mér finnst blaðamannsstarfið ekki „sjarmer- andi" — öllu heldur líflegt. Það er eins og ég átti von á og mér finnst ekkert hafa komið mér á óvart í 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.