Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 15
Fisksölufeðgarnir Guðmundur Öskarsson og Óskar Guðmundsson halda hér á milli sín Séra Þorbjörn Hlynur Árnason að Borg á Mýrum ásamt föður sínum séra Árna F’álssyni sem þjónar Kópavogsbúum. Séra Árni heljar lúðu í fiskversluninni Saebjörgu á Grandagarði. vissi ekki einu sinni af því að sonur hans hefði farið út í guðfræðina á sinum tlma. Smartmyndir. starfinu. Ég held það sé ekki nokkur vafi á að foreldrar geti haft áhrif á starfsval barna sinna. Maður hlýtur alltaf að verða fyrir einhverjum áhrifum frá foreldrum sínum." Óskar Guðmundsson fisksali LÖGFRÆÐIN VAR DRAUMSÝN Á SÍNUM TÍMA Óskar Guðmundsson starfar hjá fiskversluninni Sæbjörgu: „Ef mad- ur á að fara út í titlaúthlutanir mœtti kalla mig framkvœmdastjóra hér“ segir Óskar. Hann er ekki sá fyrsti í fjölskyldunni sem ,,fetar í fótspor föður“ því faöir hans, Guðmundur Óskarsson, hefur starfað hjá Sœ- björgu í 35 ár: „Pabbi byrjaði að vinna hér þegar hann var 15 ára en afi minn og ann- ar maður stofnuðu Sæbjörgu í upp- hafi,“ segir Óskar. „Síðan þróuðust málin þannig að hann fór æ meira inn í reksturinn og tók algjörlega við fyrirtækinu fyrir 6 árum.“ Óskar segist annast allan daglegan rekstur fyrirtækisins: „Ég geng í þau störf sem þarf að sinna hverju sinni, í verkun, útkeyrslu og að öllu því sem lýtur skrifstofuhaldi. Við erum í þessu tveir bræðurnir núna ásamt pabba okkar.“ En hvað varð til þess að hann valdi sama starf og pabbi hans? „Það má kannski fyrst og fremst segja að tilviljun hafi ráðið því,“ svarar hann. „Ég lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1977 og eflaust hefur einhvers staðar blundað löngun innra með mér að fara í lögfræðina sem var mér mikil draumsýn á þeim tíma. Þá kynntist ég konunni minni og við eignuð- umst mjög fljótlega eldra barnið okkar og einhvern veginn fannst mér ekki samræmast að fara að berjast í gegnum skólagöngu — þótt auðvitað hafi margir gert slíkt. Ann- ar þáttur er líka sterkur í þessu en hann er sá að í þessu starfi hef ég góðar tekjur." Hann segist ekki hafa séð starfið fyrir sér í einhverjum ljóma: „Ég uni hins vegar vel mínum hag og er sátt- ur við það sem ég er að gera. Hins vegar er ég líka alveg viss um að ég gæti unað mér í mörgum öðrum störfum. ..“ Um það hvernig augum hann hafi litið starf föður síns þegar hann var barn segir Óskar: „Pabbi var alltaf á stórum bílum, vörubílum eða sendi- ferðabílum sem hafði þau áhrif að ég varð svolítið númer í götunni. Sérstaklega verkaði þetta leiðtoga- hvetjandi hjá manni! Ég sankaði að mér krökkum sem vildu fá að setjast undir stýri á þessum stóra bíl og maður gat leyft þeim það — og hleypt þeim inn eftir geðþótta!" — En er þetta ekki óþrifaleg vinna? „Jú, jú, alveg hrikalega óþrifa- leg!“ segir hann. ,,Ég man hins veg- ar ekki til þess að mér hafi þótt pabbi vera í „óþrifalegri" vinnu, þetta var bara hluti af lífinu. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég var kominn á unglingsárin að þetta starf gaf af sér góðar tekjur. Helst varð ég var við það þegar ég var kominn í framhaldsnám og þurfti aldrei að hafa áhyggjur af skólagöngu. Þá fór ég að velta vöng- um yfir því hvort þetta væri jafnvel eitthvað sem ég myndi sjálfur vilja sinna í framtíðinni. Það kom í ljós eftir að ég fór að vinna hér að ég uni mér vel í þessu starfi." Hvort honum finnist eðlilegt að börn fari í sama starf og annað hvort foreldrið svarar hann: „Já, það finnst mér mjög eðlilegt. Mér finnst uppeldið hafa tekist mjög illa hjá foreldrum ef þau hafa ekki haft ein- hver áhrif á börn sín í gegnum það starf sem þeir hafa innt af hendi all- an þann tíma sem börnin voru að alast upp. Ég segi fyrir mitt leyti að ef ég hefði verið sonur flugmanns þá er ekki nokkur spurning um að ég hefði nýtt mér það og komist inn hjá Flugleiðum!" Hansína Jensdóttir gullsmiður ALDREI UNNIÐ ANNARS STAÐAR EN HJÁ PABBA Hansína Jensdóttir gullsmiður er einkadóttir Jens Guðjónssonar gull- smiös. Hún segir það eiginlega hafa komið af sjálfu sér að hún valdi sama starf og faðir hennar: „Ég byrjaði að vinna á gullsmíðaverk- stœðinu hjá pabba í sumarfríum þegar ég var í gagnfrœðaskóla, lík- lega fjórtán ára. Eg hefaldrei unnið annars staðar en hjá honum. Að loknu skyldunámi fór ég í lðn- skólann í gullsmíðanám sem eru þrír mánuðir á ári innan skólans og afgangur námsins fer fram á verk- stæðinu en gullsmíðanám er fjög- urra ára nám. Það lá alltaf einhvern veginn beint við að ég færi í gull- smíðar, en ég held ég hafi ekkert endilega haft sérstakan áhuga á því, maður var svo ungur og framtíðin var ekkert mótuð. Ég man ekki til þess að mér hafi fundist starfið neitt sérstaklega heillandi, það var ein- hvern veginn sjálfgefið að ég færi í sama starf og pabbi." Að loknu námi við lðnskólann fór Hansína í nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands þar sem hún tók forskólann og hélt síðan til Calgary í Kanada þar sem hún fór í höggmyndanám sem hún lauk tveimur árum síðar. Hún segir skúlptúr og skartgripasmíðar eiga nokkuð sameiginlegt: „Að vissu leyti hef ég haft gott af því að hafa unnið í gullsmíðinni því í mínum skúlptúr þarf ég mikið að lóða, enda er ég mest með málma og þar koma gullsmíðarnar að góðum notum.“ Hansína hélt sína fyrstu einkasýn- ingu hér í mars sl. en hún hefur einn- ig tekið þátt í mörgum samsýning- um. Hvað henni finnist skemmtileg- ast við starfið segir hún: „Það er eiginlega allt skemmti- legt sem ég er að gera vegna þess að við ráðum algjörlega sjálf hvað við gerum. Við erum ekki skikkuð til að gera eitthvað sérstakt, eitthvað hefðbundið form heldur vinnum bara út frá því sem okkur langar hvern dag. Það er misjafnt eftir tímabilum hvaða hluti er skemmti- legast að smíða. Núna eru eyrna- lokkar og nælur vinsælir skartgripir og þá hluti er gaman að búa til. Mér finnst ekkert endilega eðli- legt að börn fari í sama starf og fot- eldrar. Hins vegar er það heldur ekkert óeðlilegt að foreldrar hafi að vissu leyti mótandi áhrif á börn síh og ég sé ekki eftir minni ákvörðun um að gerast gullsmiður." Þorbjörn Hlynur Árnason prestur HUGSAÐI FYRST EKKI MIKIÐ UM PRESTSKAP Séra Þorbjörn Hlynur Árnason býr að Borg á Mýrum þar sem hann er starfandi prestur en hann er son- ur séra Árna Pálssonar prests í Kópavogi. Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi valið sama starf og faðir hans: „Það er erfitt fyrir mig að segja að einhverjir sérstakir þættir, eins og ég sá þá í starfi föður míns, hafi orð- ið til þess að ég valdi þetta starf," segir hann. „Ástæða þess er fyrst og fremst sú að mér fannst mjög gaman að læra guðfræði og var afskaplega ánægð- ur þegar ég uppgötvaði hvað guð- fræðin er heillandi fag. Fyrstu árin sem ég var í guðfræðideild hugsaði ég ekki mikið um prestskap, en auð- vitað vissi ég af því starfi og þekkti megindrættina í prestsstarfinu og gat alveg hugsað mér að starfa sem prestur þótt það væri ekki ofarlega í huga mínum. Síðan fór ég í fram- haldsnám til Bandaríkjanna í tvö ár og þegar ég var kominn vel áleiðis í því námi fór hugsunin um prests- starfið að skjóta upp kollinum meira og meira og verða áleitnari. Það var því fyrst þá sem ég sá að þetta var það sem við blasti: að verða prestur. Þannig má segja að þetta hafi komið hægt og sígandi eftir því sem ég lærði meira, lifði og hrærðist í þessu.” Hvort pabbi hans hafi hvatt hann til að fara í guðfræðina svarar hann neitandi og segir pabba sinn ekki einu sinni hafa vitað af því fyrr en hann hafi verið byrjaður í guðfræði- námi: „Þá hins vegar ræddum við um þetta. En á þessum tíma var það fyrst og fremst vegna þess að mér fannst guðfræðin heillandi að ég valdi hana en sjálfsagt hafa líka ver- ið þar ómeðvitaðir þættir frá starfi pabba sem hafa haft áhrif á mig. Það er útilokað að vega og meta alla umhverfisþætti sem hafa áhrif á mann, hvað þá heldur áhrif frá for- eldrum og fjölskyldu. Að minnsta kosti vissi ég að þetta var starf sem ég gat prýðilega hugsað mér.“ Hvernig starf föður hans hafi virk- að á hann þegar hann var barn svar- ar hann: „Það virkaði vel á mig, kannski vegna þess að þegar ég var sjö ára gerðist pabbi prestur vestur á Snæfellsnesi. Mér fannst gaman að flytja í sveitina og gott að vera þar. I því prestakalli sem hann þjón- aði gafst færi á ágætu fjölskyldulífi, við vorum með búskap og það var óskaplega gott að vera þarna. Jú, mér fannst hann vera mikið í burtu á hátíðum,“ svarar hann aðspurður, „en það var ekkert sem maður tók nærri sér.“ Hvort prestsstarfinu hafi ekki fylgt ónæði heima fyrir segir hann að það hafi einkum verið á sumrin sem þeir eldri bræður hafi orðið „dauð súrir. Það var oft lítill friður til að vinna við heyskap því gestagangur var mikill og það fór helst í taugarnar á okkur strákun- um. Hins vegar var þetta ákjósan- legt starf að mörgu leyti og kom ekki mikið niður á okkur eldri bræðrunum en ég gæti trúað að yngri systkinin hafi orðið meira vör við mikla vinnu þegar pabbi gerðist prestur við miklu stærra prestakall í Kópavoginum." Nú velur þú líka að sinna prests- starfinu úti á landi. Eru það ein- hverjar æskuminningar? „Ég veit það nú ekki. Það er í rauninni fátt sameiginlegt með þessu hjá okkur pabba nema nafnið eitt. Þetta prestakall sem ég þjóna hér er svona miðja vegu milli sveita- prestakalls og prestakalls í Reykja- vík. Hér eru 2000 manns og ég hefði einfaldlega aldrei treyst mér til — né haft áhuga á — að byrja prestsskap í Reykjavík í stóru prestakalli þar sem kynni við fólk verða miklu ófullkomnari og tætingslegri en hérna. Þetta prestakall hér er af mjög ákjósanlegri stærð." — Finnst þér eðlilegt að börn feti í fótspor foreldra sinna í starfsvali? „Það getur verið mjög eðlilegt að börn feti í fótspor foreldra en það getur líka verið mjög óeðlilegt. Við þekkjum dæmi þess og sjáum stund- um að foreldrar setja börn sín í ein- hverjar skorður eða stellingar sem eru þeim þvert um geð og við getum séð persónulega harmleiki af völd- um þess að fólki er gert að vinna ákveðið verk sem því fellur ekki og verður þá að neita sér um það sem það hefur áhuga á. Þar sem það fer saman, áhugi og hæfileikar til að sinna sama starfi og foreldrar hafa sinnt, þá er það jákvætt." HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.