Helgarpósturinn - 07.05.1987, Side 16

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Side 16
— en þegar til átti aö taka vildu Thorsarar ekki selja. Flugleiðabrœðurnir Sigurður og Gunnar Helgasynir buðu 74 milljónir í ána í fyrra. Fyrir ári sídan voru uppi umrœd- ur um eigendaskipti í Haffjaröará í Hnappadal og kaupverð talið um eða undir tveimur miUjónum doll- ara. Eins og fram kom ísíðasta tölu- blaði HP er á þessi í eigu afkomenda Richard Thors sem jafnframt eiga nœr allar jarðir sem að ánni liggja. Ósamkomulag og málaþrcetur milli bœnda og eigenda hafa verið með allra mesta móti og jarðeigendur ýtt mjög á að koma jörðum sínum, 10 að tölu, í eyði. Pegar fréttist að áin vceri föl sýndu sveitarfélögin því máli mikinn áhuga. / september hafði þeim tekist að afla tilskilins fjármagns en á sama tíma orðið sinnaskipti í liði Thorsara. Tilboð- inu var hafnað og stríðið heldur áfram. Þeir sem stóðu að baki fjármögn- un kaupanna fyrir bændur voru ein- staklingar á höfuðborgarsvæðinu undir forystu þeirra bræðra Gunn- ars lögfræðings hjá Flugleiðum og Sigurðar fyrrverandi forstjóra, Helgasona. Kauptilboðið hljóðaði upp á 74 milljónir króna og skyldi heimingur greiðast út við undirritun en eftirstöðvar 1. júní á þessu ári. Tilboðinu var hafnað og af hálfu bænda þótti þá ljóst að áhugi eig- enda á sölu væri ekki lengur fyrir hendi. Milli bændanna annars vegar og þeirra Flugleiðabræðra hins veg- ar var gert ráð fyrir að þeir legðu fram umræddar 74 milljónir og fengju í staðinn veiðirétt árinnar næstu 20 ár. Sveitarfélögin væru aft- ur á móti hinir raunverulegu eig- endur bæði jarðanna og árinnar. ARÐURINN ALLT AÐ 6 MILLJÓNUM Eins og fram kom fyrir tveimur vikum í HP var hreinn arður af Haf- fjarðará á síðasta ári milli 5 og 6 milljónir króna. Einhver skattur er lagður á slíka upphæð og á næst- unni er búist við að fasteignamat ár- innar verði hækkað úr 32 milljón- um króna í 60 milljónir. Líklegt er að nýir eigendur myndu borga lögboð- in gjöld í Fiskræktarsjóð eins og gert er alls staðar þar sem veiðifélög eru Veiðihús Thorsara skammt frá þjóðveginum sem liggur út Snæfellsnes. Miklar endur- bætur eiga sér nú stað við húsið og viðbygging en líklegt er að Páll í Polaris taki nú við húsforráðum og rekstri árinnar. um ár. Núverandi eigendur hafa allt frá því gjaldinu var komið á 1970 neitað að borga það en gjaldtakan er 2%_ af hreinum veiðitekjum. Að sögn Árna Jónassonar hjá Fiskrækt- arsjóði er það mál nú hjá lögfræð- ingi. En hvað sem öllum gjöldum líður er talið fullvíst að ána megi borga upp á u.þ.b. 20 árum. Gunnar Helgason lögfræðingur sagði í samtali við blaðið að ástæð- an fyrir því að þeir bræður hefðu komið inn í þetta væri m.a. kunnug- leikar þeirra á svæðinu. Þeir væru ættaðir af Mýrum og hefðu haft áhuga á að koma veiðirétti árinnar t hendur bænda. „Við höfðum þetta svo að segja allt á borðinu og það var hægt að fjármagna kaupin eftir eðlilegum leiðum. Hugsjónin var að veiðin kæmist undir jarðirnar en það tókst því miður ekki,“ sagði Gunnar Helgason í samtali við HP. Eigendur árinnar hafa ekki viljað tjá sig opinberlega um það hvers vegna slitnaði upp úr söluviðræðunum en HP hefur heimildir fyrir að aldrei hafi verið eining um söluna meðal þeirra sem hafa með ána að gera. Eins og fram kom í síðasta HP voru það 5 börn Richards Thors sem áttu ána en Thor R., sem var elstur þeirra systkina, er nú látinn. Tvö þessara systkina dvelja erlendis og sjá umboðsmenn þeirra hér heima um þeirra þátt í eigninni. Bjarni Bjarnason endurskoðandi fer með hiut Richards og Óttar Yngvason með hlut Jónu írisar. Auk þess hefur Óttar Yngvason haft ána í rekstri og séð um útleigu veiðileyfa frá því um „Þessi skrif eru full af rangfœrsl- um og skrifuð í leiðindatón," sagði Ottar Yngvason fulltrái eigenda við Haffjarðará í samtali við HP að- spurður um skrif blaðsins í þar síð- ustu viku um Thorsveldið vestra. Ottar tók það jafnframt fram að skrifin í heild vœru sóðaleg og bœru blaðamanninum einum vitni. Að- spurður um einstök atriði benti hann á að þegar fólk leigir út sína eign þá flokkist það undir skítkast að tala um að „góssið skili 6milljón króna arði í vasa eigenda". Þá taldi hann að í greininni vœri yfirgangur einstakra manna túlkaður sem eðli- leg mannleg samskipti. „Það er sóðaskapur," sagði Óttar Yngvason en vildi að öðru leyti ekki benda á atriði í skrifum Helgarpóstsins þar sem farið vœri rangt meö. Aðspurð- ur um einstök efnisatriði varðandi söluviðrceöur og breytingu á leigu- fyrirkomulagi árinnar sagði Óttar að þau mál kœmu hvorki Helgar- 1970. Bændur eru samdóma um að málaþras og deilur hafi byrjað um líkt leyti og Óttar tók við og megi rekja upptök þeirra flestra til hans. KAUPUMRÆÐUR LOGNUÐUST ÚT AF í maímánuði 1985 gerðu fulltrúar eigenda sér ferð vestur í Hnappadal og ræddu við oddvita hreppanna póstinum né blaðamanni við heldur vcéru þetta „prívatmál". Öttar Yngvason umboösmaður Thors- systkina, bæði við útleigu árinnar og ( málaþrasi við bændur. Frá þv( hann tók við „léninu" um 1970 hefur allt logað (ill- deilum vestra og Thorsarajarðirnar bæði drabbast niður og hrunið úr byggð. tveggja sem land eiga að ánni. Er- indið var að athuga afstöðu sveitar- félaganna til þess að nýir aðilar tækju yfir eignir Thorssystkina. HP hefur ekki neinar staðfestar heim- ildir um það hvaða aðilar voru þar á ferðinni og það var aldrei gefið upp í viðræðum eigenda við oddvitana. Eins og kunnugt er hafa sveitarfélög forkaupsrétt á öllum landareignum sem seldar eru og því var nauðsyn- legt að hreppsnefndirnar sam- þykktu kaupin. Umræður um þessi kaup gengu nokkra hríð en lognuð- ust endanlega út af í ágústmánuði 1985. I októbermánuði leituðu sveitarfélögin eftir því við eigendur að fá að ganga inn í þau kaup sem höfðu staðið til. Eigendur gáfu þau svör að öllum væri frjálst að gera til- boð og tóku málinu ekki illa. Sam- kvæmt heimildum HP var Bjarni Bjarnason hlynntur sölu og sömu- leiðis Thor R. og síðar ekkja hans, en Thor dó á síðasta ári. Afstaða hinna systkinanna er ekki eins ljós en talið er að Þórður Thors hafi þeg- ar selt einhvern hluta sinna eigna systkinum sínum. Hreppunum gekk brösuglega að ná saman fjármagni til kaupanna og höfðu lengi með sér aðila sem sér um rekstur annarrar laxveiðiár í landinu. Sá var fulltrúi fleiri fjármagnseigenda en tókst þó ekki að fá dæmið til að ganga upp. Ein ástæða þess er talin sú að jarð- irnar voru metnar sérstaklega og áin sérstaklega sem ein fasteign. Ána áttu systkinin saman en jarð- irnar hvert fyrir sig. Þau hafa því viljað hafa verð hverrar jarðar sem hæst. Þannig var Stóra Hraun boðið á 4,2 milljónir, Syðri Rauðamelur á 5,7, Kolviðarnes á 2,3, Gerðuberg á 3,6 og Höfði á 3,7, en ailar þessar jarðir mega teljast illa hýstar nema Kolviðarnes þar sem ábúandi á hús- in. FLUGLEIÐABRÆÐURNIR OG PÁLL í POLARIS Að hausti 1986 komu þeir Flug- leiðabræður, Gunnar og Sigurður, til skjalanna og þá var lagt fram um- rætt tilboð um 74 milljónir fyrir allt góssið. Heimildir HP herma að þeg- ar hér var komið sögu hafi skoðun Óttars Yngvasonar orðið ofaná og að hann hafi alls ekki viljað selja. Á liðnum vetri gerði Óttar ásamt öðr- um eigendum samning við Pál Jóns- son sem kenndur er við fyrirtæki sitt Polaris um að hann tæki við rekstri árinnar. Páll hefur væntan- lega tekið ána á leigu. HP hefur ekki tekist að afla upplýsinga um það hvernig samningi Páls og Óttars sé háttað en þeir hafa báðir sagt heim- ildarmanni blaðsins að hann sé ein- ungis til reynslu í eitt ár. Þegar viðræður um kaup á Haf- fjarðarárgóssinu hófust síðla árs 1985 stöðvuðu hrepparnir fram- gang flestra málaferla í réttarkerf- inu. Á liðnum vetri voru þau svo sett af stað að nýju en af þessari þriggja missera töf hafa eigendur haft aug- ljósan hag, — ,,en bændurnir teymd- ir á asnaeyrum allan tímann," eins og einn heimildarmanna HP orðaði það. Ekki góss heldur eign — segir Ottar Yngvason fulltrúi eigenda Haffjaröarár 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.