Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 18
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart
Amy Engilberts er dóttir hins kunna listamanns, Jóns
Engilberts, og hana lanqaði til þess að leggja fyrir
sig listskreytingar. Það pótti eklci nógu kvenlegt ó
þeim tíma og nú les Amy úr lófa fólks og spóir í
stjörnurnar. Hún er í HP-viðtali.
Fólk, sem veröur fyrir miklum ágangi annarra, grípur gjarnan til þess ráds
aö fá leynisímanúmer. Meö þeim hœtti getur þaö betur haft stjórn á daglegu
lífi sínu og veröur síöur fyrir truflunum í tíma og ótíma. Amy Engilberts er
hins vegar ekki einu sinni meö síma. Hún er líka eflaust ámóta eftirsótt og
umsetin og nokkrir helstu embœttismenn þjóöarinnar til samans. Hún býr
yfir þekkingu, sem viö þráum öll aö komast yfir.
Það er tæpast á neinn hallað, þó fullyrt sé að
Amy Engilberts sé frægasta og vinsælasta „spá-
kona“ okkar íslendinga. Hún veitir áhugasöm-
um einstaklingum upplýsingar um eigin per-
sónuleika og hvað framtíðin ber í skauti, jafn-
framt því sem hún lætur getið um ýmislegt í for-
tíðinni, sem viðkomandi hélt að enginn annar
gæti hugsanlega vitað! En hvernig ætli hún fari
að þessu? Er hún skyggn? Hefur hún lært ein-
hver galdrafræði? Svör við þessum spurningum
bjóst ég við að fá á frídegi verkalýðsins í síðustu
viku. Hélt að ég gæti síðan rölt heim, sest við rit-
vélina og miðiað þessum fróðleik til annarra
með vel völdum orðum á um það bil tíu til tólf
vélritunarblöðum.
Svörin fékk ég vissulega, en — eins og póli-
tíkusarnir segja — málið var ekki svona einfait!
ENGIN MYND EFTIR JÓN
ENGILBERTS
Amy Engilberts býr við Safamýri og þangað lá
leið mín í sói og snjó þann 1. maí, á meðan stétt-
víst fólk gekk með kröfuspjöld og hlustaði á eld-
heitar barátturæður í miðbænum. Hjá Amy var
allt annar andi. Yfirmáta rólegt og afslappað
andrúmsloft, sem ekki mætir manni víða. Svolít-
ið eins og í helgidómi.
Sjálf reyndist Amy afskaplega þægileg og hlý-
leg persóna. Lágvaxin, svartklædd, með gul-
brúnt liðað hár og þykk gleraugu. Mér fannst
strax eins og hún hlyti að sjá nákvæmlega hvað
ég væri að hugsa hverju sinni, þó svo það hafi
eflaust ekki átt við nokkur rök að styðjast. En
þegar hún spurði beint út hvernig mér liði, hvort
ég væri kvíðin eða spennt, kom mér að minnsta
kosti ekki til hugar annað en svara af fyllsta
heiðarleika. Það var óhugsandi að vera með ein-
hver látalæti við þessa konu.
Á meðan Amy hitaði handa okkur te og bar
fram mörghundruð freistandi hitaeiningar í
formi heimagerðrar jarðarberjaköku, skoðaði
ég myndirnar á veggjunum. Ekki ein einasta var
eftir föður hennar, Jón Engilberts, listmálara.
Það kom mér á óvart. Allar voru myndirnar
mjög svo sérstakar — hver á sinn hátt. Mest
áberandi var stór, handmáluð veggmynd frá Ind-
landi. Hún dró að sér athyglina og var ólýsan-
lega seiðandi. Við hlið hennar var lítil mynd eftir
Jóhönnu Ingvadóttur, sem virtist eins og sprott-
in úr öðrum heimi. Þar að auki voru þarna
grafíkmyndir í ýmsum stærðum, bæði eftir inn-
lenda og erlenda listamenn.
Teið var brátt til reiðu og þegar Amy hafði
frætt mig örlítið um myndirnar, fengum við okk-
ur sæti við dúklagt borðstofuborð og hófum
spjallið. Talið barst fyrst að því hvers vegna
áhugi á dulrænum málefnum væri svo mismikill
í hinum ýmsu þjóðlöndum. Amy sagði, að marg-
ir samverkandi þættir ættu þar hlut að máli;
þjóðfélagsgerð, trúarbrögð og fleira. Streitan og
hraðinn í iðnvæddum samfélögum nútímans
ynni gegn dulrænum áhuga og hæfileikum. Þar
væri svo erfitt að fá frið og ró til þess að rækta
hinar andlegu hliðar tilverunnar.
VAKNING I VÆNDUM
Hún horfði út um gluggann, svolítið fjarræn á
svip, og útskýrði síðan mál sitt nánar. „Næmnin
er til staðar í flestu fólki. Það hafa allir þetta inn-
sæi í sér... En kringumstæðurnar spilla oft fyrir.
Þær hafa áhrif á meðfædda næmni okkar.
Þú sérð líka hvað fólk verður að gera, ef það
vill stunda hugleiðslu og innri íhugun. Það verð-
ur að draga sig í hlé — draga sig út úr skarkala
heimsins. Þjóðfélagsgerð nútímans er að eyði-
leggja næmni okkar með streitu og efnishyggju.
Veistu, þegar ég hitti fólk á förnum vegi, spyr
það fyrr að því hvort ég eigi íbúð en hvernig mér
líði!
Efnishyggjan er svo neikvæð fyrir manneskj-
una. Sem betur fer held ég þó að hún sé komin
um það bil í hámark núna. Eg trúi því, að það
verði bráðlega vakning í heiminum, aiheims-
vakning. Fólk fer að breyta um lífsstíl. Þetta er
þegar byrjað. Maðurinn er orðinn hræddur við
sköpun sína. Hræddur við nútímaþjóðfélagið.
Eg efast samt um að ég lifi þessa vakningu.
Það verður þín kynslóð, eða kynslóð barnsins
þíns, sem fær að sjá hana."
Amy stóð upp og fór í te-leiðangur fram í eld-
hús. Þaðan kallaði hún til mín fram í stofu, eins
og til frekari áherslu: „Ég er nú alls ekki pólitísk
manneskja, en sjáðu hvað kvennalistakonurnar
eru að gera! Þær eru boðberar þessarar vakn-
ingar. Og smám saman er skilningur fólks á því
sem þær berjast fyrir að aukast."
Sjálf hefur Amy lagt rækt við þessa næmni,
sem hún segir að við búum öll yfir áður en þjóð-
félagið tekur að fara um okkur höndum. Hún
segist ekki vera skyggn, en „mjög næm“. Það
hjálpar henni mikið við að lesa úr lófum fólks og
skrift.
Tæpast myndi skortur á viðskiptavinum
standa í vegi fyrir því að Amy Engilberts gæti
unnið í fullu starfi við það, sem í daglegu tali kall-
ast „spádómar". Hún er raunar ekki hrifin af því
að tala um ,,að spá“. Kýs fremur að segja „lesa
úr“. En Amy hefur aldrei auglýst þessa þjónustu
sína. Fólk verður að skrifa bréf til þess að kom-
ast í samband við hana. Samt sem áður getur
hún ekki sinnt eftirspurninni. Segist einungis
gera þetta svona tvisvar, þrisvar í viku.
„Það er óskaplega þreytandi að stunda þetta
á hverjum degi. Það dregur úr mér mikla orku
í hvert sinn. Eg drekk í mig útstreymi frá per-
sónunum sem til mín leita, finn fyrir streitu og
spennu frá fólkinu. Eins og í öllum mannlegum
samskiptum, þá getur það verið erfitt. Auðvitað
eru þó ekki á þessu tómar neikvæðar hliðar, ep
krafturinn sem fer í þetta er mikill."
PABBI GEKK MEÐ MIG UM GÓLF
En hvernig er þessi óvanalegi hæfileiki til
kominn — er þetta meðfætt? Amy svaraði um
hæl: „Ég hef lært, en svo hef ég þetta líka í mér.
Það er nauðsynlegt að hafa næmnina til þess að
komast í samband við fólkið.
Skyggn? Nei. Ekki á þann hátt að ég sjái fram-
liðna. Eg finn hins vegar mjög greinilega áhrif
frá fólki, eins og ég sagði áðan. Og mig dreymir
fyrir daglátum. Það er sífellt að ágerast. En ég er
ekki skyggn.
Kannski var ég það þó fyrir 10 ára aldur."
„Kannski?" hváði blaðamaður, um leið og
hann bar sig eftir björginni í te-pottinum.
„Já, ég held ég hafi ef til vill verið skyggn, þeg-
ar ég var barn. Núna man ég þetta einungis á
þann hátt, að stundum varð ég mjög hrædd. Svo
hrædd, að pabbi varð að ganga um með mig í
langan tíma — lengi, lengi — til þess að róa mig
niður."
Sífellt meira berdreymin með árunum, sagði
Amy. En ekki vegna neinnar þjálfunar, svo sem
einbeitingar. Hún segist ekki vilja leggja út í að
þjálfa þetta. Slíkt gæti orðið hættulegt. Persónur
taki næmninni misjafnlega og hún viiji frekar
vera „spontant" en þjálfuð. „Það á betur við
minn persónuleika."
Þjálfun hefur hún þó auðvitað fengið í áranna
rás. Þegar Amy var 22 ára, hélt hún til náms í
París. Þar nam hún m.a. hina fræðilegu hlið lófa-
lesturs og rithandargreiningar, ásamt hinum sál-
fræðilegu þáttum. Fræðin geta flestir lært, burt-
séð frá því hvort þeir hafa títtnefnda næmni til
að bera eður ei. „Svo þjálfast maður með tíman-
um, eins og í hverri annarri atvinnugrein," bætti
Amy við í yfirveguðum tón. Hún hefði getað
verið að tala um saumaskap eða skúringar.
ALLTAF VERIÐ HRÆDD VIÐ S-A
ASÍUBUA
Dyrabjallan rauf hina sérkennilegu stemmn-
ingu, sem hafði myndast í litlu, sólríku stofunni.
Hversdagsleikinn skall á okkur og áður en ég
vissi, var Amy horfin niður stigann til þess að
svara kallinu. Þegar hún kom aftur, spurði ég
hvort þessi áhugi hennar á dularfullum og dul-
rænum fræðum hefði alitaf verið til staðar. Hún
settist, horfði brosandi fram fyrir sig og sagðist
hafa haft þennan áhuga strax á barnsaldri.
„Að einhverju leyti var það fyrir áhrif frá föður
rnínum. Hann hafði forvitnina... og áhuga á öllu
trúarlegu og dulrænu. Mér finnst það koma mik-
ið fram í málverkunum. Sálarlíf listamanna hlýt-
ur alltaf að koma í gegn í listsköpuninni. Það
sama á raunar við um alla. Okkar innri maður
kemur fram í öllu sem við tökum okkur fyrir
hendur.
Síðan er til svo næmt fólk, að það getur meira
að segja túlkað sálarlíf og tilfinningar dáinna
listamanna. Hefurðu ekki heyrt um það? Það
eru til einstaklingar, sem geta samið tónverk eða
málað málverk, sem sérfræðingar telja ná-
kvæmlega í anda einhverra látinna meistara."
Að þessum orðum sögðum rauk Amy á fætur
og tók að leita að dönsku blaði, Familie Journal,
sem hún hafði keypt um daginn. Hún sagðist
stundum kaupa dönsku blöðin, af því að þau
væru svo ágæt afslöppun frá stressinu í þjóðfé-
laginu. Þessari yfirlýsingu fylgdi prakkaralegt
brps.
í leit sinni að grein um ítalann Gustavo Rol,
sem getur m.a. málað eins og Goya, Picasso og
fleiri, rakst Amy á heilmikinn bálk um Tíbet í
frönsku tímariti. Hún sagði, að áhugi manna í
Tíbet á dulrænum fyrirbærum væri jafnmikill
og raun bæri vitni, vegna hinnar miklu einangr-
unar þar í landi. „Þess vegna erum við íslend-
ingar líka svona áhugasamir um þessi fræði. Það
er svo stutt síðan við bjuggum í slíkri einangrun;
innan við tveir mannsaldrar."
Amy reyndist afskaplega spennt fyrir Tíbet og
við stöldruðum við greinina í franska blaðinu.
„Ég gæti samt ekki hugsað mér að fara þangað,"
sagði hún eftir örlitla umhugsun. „Það er of fjar-
lægt, of ólíkt... Svo hef ég alltaf verið hrædd við
suð-austur Asíubúa, hvernig sem á því stendur.
En ég er forvitin um Tíbet.
Sjáðu t.d. hvað þeir segja hérna um lækningar.
Þeir skera aldrei upp í Tíbet. Nota bara náttúru-
legar aðferðir og náttúrumeðul. Um leið og búið
er að skera á vefi líkamans, er búið að raska
ákveðinni heild og hringrás. Þetta er rökrétt hjá
þeim, finnst þér ekki? Og þegar prófessor í lyf-
lækningum er spurður um það í greininni hvort
þeir stundi þá ekki hreinlega galdra, svarar
hann: „Eru ekki allar lækningar töfrar?" Skil-
urðu!“
PABBI SAGÐI AÐ ÉG YRÐI PÁ AÐ
RAKA MIG SJÖ SINNUM Á DAG
Það er greinilega ýmislegt, sem vekur áhuga
Amy Engilberts. En hvað skyldi hana hafa lang-
að að „verða" þegar hún var unglingur? Hún
varð alvarleg á svip við þessa spurningu.
„Mig langaði í listskreytingar," var svarið.
„Faðir minn var hins vegar á móti því. Hann
taldi það ekki mögulegt fyrir konu. Þetta var
einfaldlega tíðarandinn í þá daga, þó svo það
séu kannski ekkert óskaplega margir áratugir
síðan. Ég man, að hann sagði eitt sinn við mig
að ef ég ætlaði að leggja út á listabrautina, yrði
ég að raka mig sjö sinnum á dag!
Það var allt annar hugsunarháttur á þessum
tíma. Hinir kvenlegu eiginleikar voru þá álitnir
standa í vegi fyrir því að maður gæti orðið góður
á listasviðinu."
í stað þess að leggja fyrir sig listsköpun, fór
Amy Engilberts til Frakklands þegar hún var 22
ára gömul og lærði að lesa í lófa og segja til um
persónuleika fólks út frá skrift þess. Úti í Evrópu
eru þessi fræði meðal annars brúkuð við
mannaráðningar í fyrirtækjum. Amy taldi ís-
lenskt þjóðfélag hins vegar ekki nægilega stórt
til þess að því mætti koma við hérna.
Dáleiðsla finnst henni líka heillandi. „En ég
hef ekkert fengist við hana sjálf," bætti hún við
til útskýringar. „Þetta getur verið hættulegt og
ætti helst að vera einungis í læknishöndum. En
það er hægt að hjálpa fólki mikið með dáleiðsju,
t.d. að hætta að reykja, fá aukið sjálfstraust og
byggja upp úthald. Ég hef lesið töluvert um dá-
leiðslu og verið viðstödd þegar hún hefur verið
framkvæmd. Erlendis er dáleiðslu oft beitt sem
deyfingu, þegar fólk fer til tannlæknis, við fæð-
ingar og aðrar kvalafullar aðstæður. Þetta er þó
ekkert yfirnáttúrulegt. Dáleiðarinn kemst ein-
faldlega inn í persdnuna." Hún horfði beint fram-
an í mig og mér fannst allt í einu ekkert eðlilegra
en að einhver færi inn í persónu annars aðila.
GEF FÓLKI EKKI UPP
DÁNARALDUR
Við höfðum nær ekkert komið inn á aðalat-
vinnu Amyar, lestur í lófa, sem hún er löngu orð-
in þjóðþekkt fyrir. Skyldu línurnar í höndum
okkar breytast með árunum, eða ætli þær séu
eins frá vöggu til grafar?
„Nei, þær geta breyst," sagði hún og notaði lóf-
ann á mér sem sönnunargagn. „Sérðu þessar litlu
þverlínur? Þær eru að vísu ekki mjög áberandi
hjá þér, en það örlar þó á þeim. Þetta eru streitu-
línur og þær eru tiltölulega nýtt fyrirbrigði. Af-
leiðing nútímaþjóðfélagsins — eins konar 21.
aldar hendur! Fólk var ekki með slíkar línur hér
áður fyrr.
Línurnar geta líka breyst svolítið á um það bil
sjö ára fresti, eins og reyndar öll líkamsstarf-
semi. Það eru ákveðnar kenningar til um slíkar
líkamsbreytingar og þær geta Iíka átt við um lín-
urnar í lófunum.
Þessar línur breytast líka gjarnan á stríðstím-
um.“
Þar sem umræðurnar höfðu borist að styrjöld-
um og lófalestri, kom næsta spurning svo sem
eins og af sjálfu sér. Hvað ef maður með langa
líflínu er sendur í stríð? Er þá ólíklegt að hann
særist eða deyi?
„Nei, maður með sterka líflínu getur dáið til-
tölulega ungur í styrjöld. Hann er þá líklegur til
langlífis frá náttúrunnar hendi, en utanaðkom-
andi öfl breyta þessum líkum."
Hvað þá með slys?
„Þau sjást."
Forvitnin gaus nú upp í blaðamanninum, sem
ekki gat haldið aftur af spurningunum. Amy
svaraði, án þess þó að fara út í miklar málaleng-
ingar. Hún sagðist ekki segja fólki hvenær það
myndi deyja og ekki alltaf frá miklum veikind-
um, nema greinilegt væri að það næði sér sæmi-
lega aftur. „Það þolir enginn að vita hvenær
hann fer, Jónína. Manneskju á tvítugsaldri þætti
kannski ekkert erfitt að heyra að hún myndi