Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 21
Fjórum af átta leikjum í Evrópukeppninni lokiö. Afraksturinn tvö stig. Getum vid sigrað Norðmenn og A-Þjóðverja á heimavelli? Stendur íslenska liðið undir þeim vœntingum sem eru til þess? mttspyrna götum? • óánægðir með að tapa fyrir sjálfum og þjálfari liðsins talar um að þetta íann vonaðist eftir. Sú spurning hlýt- rið bestu úrslit sem við gátum vonast skýjaborgir þegar við förum fram á l stórveldum Evrópu á knattspyrnu- MIKLAR BREYTINGAR OG FRAMFARIR Það er ljóst að framfarir í íslenskri knatt- spyrnu hafa orðið miklar á undanförnum ár- um og við höfum eignast hóp af harðsnúnum leikmönnum sem geta staðið leikmönnum sterkra þjóða snúning þegar vel árar. Það hafa þeir sýnt á undangengnum árum, bæði í síðustu HM-keppni og svo núna í Evrópukeppninni. Við eigum all-marga atvinnumenn í íþróttinni, suma góða en aðra ekki jafn góða þrátt fyrir að þeir hafi lifibrauð sitt af því að sparka fótbolta. Og það er auðvitað í þessum atvinnumönnum sem styrkur okkar landsliðs liggur, þeir eru vel sjóaðir i hinum harða heimi og það er af sem ... við höfum færst miklu nær sterkum knattspyrnu- þjóðum, án þess þó að geta gert raunhæfar kröfur um að vinna þær. Kannski næsta kynslóð íslenskra knatt- spyrnumanna skili okkur alla leið?! áður var, að við komum ekki við boltann heilu leikina nema til að hreinsa frá marki, þó loka- tölur leikjanna hafi ekki breyst svo ýkja mikið. Með öðrum orðum þá töpum við enn 0—1 fyrir þjóð eins og Skotum hér heima, þrátt fyrir að vera síst lakari aðilinn í leiknum. Fyrir 10—12 árum töpuðum við líka með sama markahlut- falli fyrir svipuðum þjóðum en áttum þá aldrei möguleika í leikjunum. Þannig hefur margt breyst, við höfum færst miklu nær sterkum knattspyrnuþjóðum, án þess þó að geta gert raunhæfar kröfur um að vinna þær. Við leikum oft vel hér heima, eins og gegn Skotum og Wales hér um árið, gegn Frökkum og Sovétmönnum síðastliðið vor. Eitthvað virðist þó greinilega skorta á að við getum rékið smiðshöggið á það sem við höf- um byrjað á, nefnilega unnið leikina, haidið forskoti, nýtt tækifæri þegar þau gefast o.s.frv. Við náum sem sagt oft góðum árangri, sem felst í því að tapa naumt, en við sigrum sjaidnast sem hlýtur þó að vera markmiðið. DÖNSUM VIÐ SÖMBU? Það má því kannski segja að varðandi þá Evrópukeppni sem nú stendur yfir, standi ís- lenska liðið og þarmeð íslensk knattspyrna á krossgötum. Ef við náum veruiega góðum ár- angri í þeim leikjum sem eftir eru má ef til vill reikna með enn frekari stíganda, ef ekki, þá er líklegt að allt lendi í sama farinu á nýjan leik. Við fáum nú tækifæri sem okkur hefur ekki gefist lengi, að spila hér heima við tvær þjóðir, allmiklu siakari en þær sem við höfum áður leikið við og þar með tækifæri á að sýna að við getum gert meira en varist vel gegn stórþjóð- um, við getum líka sótt og stjórnað leik gegn þeim sem ekki eru jafn sterkar. Ef að það tekst getum við talað um að okkur hafi greinilega farið fram, að okkur hafi tekist að nýta þá framför sem annars hefur augljóslega orðið. Við höfum í fyrsta skipti tækifæri á að þoka okkur veruiega upp stigatöfluna í móti sem þessu, án tillits til þess hvort við eigum það í raun og veru skilið en um leið getum við sýnt fram á getu okkar svo ekki verði um villst og að við eigum ekki heima í hópi þjóða sem aldrei ná að vinna leik. Miðað við fyrri hlutann sem iokið er ættum við því að geta gert okkur góðar vonir um að ná fimm stigum úr riðlinum, fjögur væri ekk- ert óeðlilegt, en úr því sem komið er má teljast hæpið að landinn sætti sig við minna. Og vafa- iítið munu heyrast raddir sem krefjast þess að við náum fimm stigum úr þeim ieikjum sem eft- ir eru; en ef það gengur eftir getum við dansað sömbu á götum úti í þrjá daga eins og brass- arnir gerðu þegar þeir urðu heimsmeistarar. mt H igj 1 a' ; &] wá ? v... ; » ‘M m i Jl| A. tiansen Veitingahús i hjarta Hafnarfjardar BORÐAPANTANIR í SÍMA 651130 DREGIÐ NÆSTKOMANDIMÁNUDAG11. MAÍ Kristján Sigmundsson landsliösmarkvörður: Með þínum stuðningi verðlaunasæti á Ólympíuleikunum í Seoul Verömæti vinninga 28 milljónir Óvenjuhátt vinningshlutfall ÁFRAM ÍSLAND HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.