Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 22
SKAK Langlokur Hálfsmánaðarlega fá lesendur skákþáttarins sinn skammt af skákþrautum að glíma við. Undan- farið hafa verið tvö dæmi í hvert sinn, í því fyrra á hvítur að máta í öðrum leik, í hinu síðara í þriðja leik. Valið er við það miðað að gera sem flestum til hæfis, tvíleiks- dæmið á að vera sæmilega viðráð- anlegt, hitt að jafnaði þyngra. Að öðru leyti fer ég alveg að eigin smekk um valið. Mér finnst sjálf- um skemmtilegast að fást við dæmi þar sem fáir menn eru á borði. Skákdæmafræðingar eiga sér nöfn á dæmum af þessu tagi: séu sjö menn eða færri á borði, eru þau kölluð míníatúr-dæmi, séu 8—12 menn á borði er talað um Meredith-dæmi, eftir enskum skákdæmahöfundi er samdi fjölda slíkra dæma. Nú eru dæmi ekkert auðveldari þótt fáir menn séu á borði, síður en svo, nýir menn veita oft nýjar vísbendingar um lausn. Þetta er einfaldlega smekksatriði. Það liggur við að ég hrökkvi frá ef ég sé mikinn liðssafnað á borði, en hins vegar finnst mér fallegt og oft nærri ótrúlegt hvernig hægt er að túlka hugmynd með fáum mönn- um. Þríleiksdæmi eru að jafnaði erf- iðari en tvíleiksdæmi, eins og eðli- legt er þar sem lausnarleiðin er lengri. En skákdæmi þarf ekki að vera örðugra þótt lausnarleiðin sé meira en þrír leikir, hugmyndin að baki dæmisins þarf ekki að vera flóknari þótt það taki fleiri leiki að tjá hana. P. Rasch Nielsen Skakbladet 1937 Hér sjáum við að ætti svartur leik hlyti hann að leika 1 - Ke3 og þá kæmi 2 De4 # (= mát). Nú er galdurinn sá að tapa leik: fá sömu stöðu aftur þannig að svartur eigi leik: 1 De4+ Kg5 2De6 Kf4 Dd5 Nú er það komið: 3 - Ke3 4 De4. Svartur gat líka leikið 2 - Kh5 3 h4 Kxh4 4 Dg4# F. Anderson Nya Dagligt Allehanda 1931 Hér kemur svo sjö leikja dæmi því til sönnunar að lengri dæmi þurfa ekki að vera þyngri en skemmri. Lausnin er hrein og bein: svarti kóngurinn er hrakinn út plankann eins og í gamalli sjóræningjasögu: 1 Rd6 Kd5 2 Re4 Ke5 3 Rf6 Kf5 4 Rg4 Kg5 5 Rh6 Kh5 6 Rf7 og 7 Hh6# á fyrra helmingi þessarar aldar. Milan Vidmar, sem einnig var kunnur raffræðingur og varð síðar rektor tækniháskólans í Ljubljana, getur Bláthys á sjálfsævisögu sinni, en hann kynntist honum og starfaði fyrir hann í Búdapest. Bláhty, 1930 Mát í 273. leik (tvö hundruð sjötugasta og þriðja!) Hér koma drög að lausninni handa þeim sem forvitnir eru: eftir Guðmund Arnlaugsson 2. Fyrsti áfangi Kóngurinn leggur í langa ferð. 5 Ka5 Bb7 6 Ka4 Ba8 7 Ka3 Bb7 8 Ka2 Ba8 9 Kbl Bb7 10 Kc2 Ba8 11 Kd3 Bb7 12 Hbl Ba8 13 Hfl Bb7 14 Hdl Ba8 15 Kc2 Bb7 16 Kbl Ba8 17 Ka2 Bb7 18 Ka3 Ba8 19 Ka4 Bb7 20 Ka5 Ba8 21 Kb6 Nú er komin upp sama staða og áður með þeim eina mun að nú á svartur leik. Kóngurinn fór þessa löngu leið til að leysa hrókinn af hólmi við að halda biskupnum á d4. 3. Næstu áfangar Nú verður svartur að leika (21 - h4,) og þá er fyrsti áfangi endur- tekinn, hringekjan snýst einn snúning og það tekur 17 leiki. Þá verður svartur aftur að leika h-peðinu og enn snýst hringekjan einn snúning. Svartur á samtals 15 leiki með h-peðum sínum, þetta verðaþvi alls 15x17 eða255 leikir. En til eru skákdæmi af allt öðru tagi, gríðarlegar langlokur þar sem lausnin tekur hundrað leiki eða meir. Frægasti höfundur slíkra dæma var Bláhty, ungverskur skákmaður, verkfræðingur er stóð mjög framarlega í hönnun rafvéla 1. Inngangur 1 Hdl+ Bd4 2 c4+ Kd6 3 Hxgl Be5 4 Hdl + Bd4 Hvítur má ekki leyfa biskupnum að brjóta gat á múrinn með Bxf4. Ekki dugar nú 5 b4 blD 6 Hxbl cb4+ 4. Lokakaflinn Nú eru h-peðin horfin: 265 - Bb7 266 Kxb7 blD 267 Hxbl Be5 268 Hdl+ Bd4 269 Hxd4+ cd4 270 Kb6 d3 271 a8D Hxb8+ 272 Dxb8 og 273 Dxd8 mát. GÁTAN Hvernig þreifar Kvennalistinn á hinum flokkunum? Svar: —(e6a|euia|euj |0AU(eí 6o) e6a|siQæjQÁ| 6o(uj 'e6a|>|nf|/\i SPILAÞRAUT S Á-7-3 S D-9-8-6-4 H Á-9-4 H 5 T Á-K-6 T D-G-9-5-4 L D-7-6-2 L 8-3 Vestur Norður Austur Suður 1 grand dobl 3 hjörtu3 spaðar pass 4 spaðar pass pass Vestur lætur laufaásinn. Frá austri kemur tían. Vestur skiptir um og lætur hjartakónginn, sem tekinn er með ásnum og frá austur kemur daman labbandi. Hvað ger- um við nú? ígrundanir. Úr því að austur var slíkt „ljúf- rnenni" að tilkynna að hann ætti hjartadömuna, gosann og tíuna, þá er auðséð að vestur á það sem eftir er af háspilunum í hjarta, því annars hefði hann ekki getað opn- að á grandi. Fyrir utan hjarta-lit- inn getur austur ekki átt málað blað. Að eiga bæði gosa og kóng í spaða á eftir sér, er ekki til þess að státa af. Þess utan er hættan sú, að tapa tveim tromp-slögum úr því að kóngurinn og gosinn liggja á eftir drottningunni. Við erum víst í bannsettri klípu. Lausn á bls. 10. LAUSN Á MYNDGÁTU Dregið hefur verið úr réttum lausnum á myndgátunni sem birt- ist á þessum stað fyrir tveimur vik- um. Vinningshafinn er Herdís Friðriksdóttir Norðurbraut 37 Hafnarfirði. Verðlaunin eru spennubók Ólafs Hauks Símonar- sonar, Líkið írauða bílnum, og fær Herdís send þau til síns heima. Lausn myndgátunnar var: Þú manst að krossa við réttan bókstaf á laugardag. Sjáumst. Frestur til að skila inn lausn verðlaunamyndgátunnar hér að neðan er til annars mánudags frá útkomu þessa tölublaðs. Merkið lausnina myndgáta. Verðlaunin sem nú eru í boði er bókin Nútíma- fólk í einkalífi og starfi eftir sál- fræðingana Álfheiði Steinþórs- dóttir og Guðfinnu Eydal. Góða skemmtun. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.