Helgarpósturinn - 07.05.1987, Side 26
LEIKLIST
Tveir einþáttungar að vestan
Lilli leikklúbburinn fsaíirði:
Hinn eini sanni Seppi og Svart
og silfrað eflir Tom Stoppard og
Michal Frayn. Þýöing og leik-
stjórn: Gudjón Olafsson.
Leikendur: Bjarni Guömarsson,
Páll Ásgeir Asgeirsson, Dagmar
Gunnarsdóttir, Rúnar Már
Jónatansson, Vigdís Jakobsdóttir,
Marta Eiríksdóttir, Gísli B.
Gunnarsson, Jakob Falur
Garöarsson, Geröur Eövarös-
dóttir, Sigrún Lilja Guöbjörns-
dóttir.
Um helgina kom Litli leikklúbb-
urinn frá Isafirði og sýndi tvo ein-
þáttunga í Skemmunni í Félags-
heimili Kópavogs. í þessum hópi
eru flestir tiltölulega ungir að ár-
um og hafa ekki sérlega margar
sýningar að baki. Þetta kemur
auðvitað fram í sýningunni svo
sem eðlilegt er um áhugamanna-
sýningu, birtist einkum í skorti á
nákvæmni í látbragði og hreyfing-
um. A hinn bóginn var framsögn
yfirleitt skýr og ákveðinn einfald-
ur ferskleiki yfir sýningunni.
Fyrri einþáttungurinn, Hinn eini
sanni Seppi eftir Stoppard, var
býsna skemmtilega saman settur
þáttur. Gengur útá að skopsetja
leikhúsgagnrýnendur sem eru að
horfa á sýningu á sakamálaleik-
riti. Þeir ræða um sjálfa sig og sýn-
inguna en fyrr en þá varir eru þeir
orðnir þátttakendur í leikritinu og
allt endar eiginlega í tómri vit-
leysu. Það er auðvitað eðlilegt að
leikhúsfólk hafi gaman af að skop-
færa gagnrýnendur og tekst það
að mörgu leyti í þessu verki. Hins-
vegar finnst mér að þýðandinn
hefði gjarnan mátt reyna að stað-
færa orðafar þeirra betur og nota
meira klisjur og frasa sem notaðir
eru af íslenskum gagnrýnendum
því þar er af nógu að taka held ég.
Seinni einþáttungurinn og sá
styttri lýsir ungum hjónum sem
eru að reyna að endurtaka brúð-
kaupsferð til Feneyja, en nú mun-
ar því að þau eru með kornabarn
með sér en það setur vissulega
vænt strik í reikninginn. í stað
þess að vera brímafullir elskendur
eru þau eins og hverjir aðrir ung-
barnsforeldrar sem þurfa að
vakna til barnsins á fárra stunda
fresti. í þessum þætti áttu þau
Bjarni Guðmarsson og Gerður
Eðvarðsdóttir ágætan samieik og
skiluðu því vandræðaástandi sem
uppi var hjá þeim hjónakornum.
Fyrri einþáttungurinn er miklu
eftir Gunnlaug Ástgeirsson
flóknari að allri gerð. Bjarni Guð-
marsson og Páll Asgeir Asgeirsson
léku gagnrýnendurna og tókst
þeim nokkuð vel í þeirri skop-
færslu. Einnig fóru leikendur í
sakamálaleikritinu ágætlega með
sín hlutverk, meðan það leikrit
gekk fyrir sig í friði, en hinsvegar
fannst mér samleikur nokkuð fara
úr böndum þegar farið var að
rugla saman hinum tveimur svið-
um verksins.
Þessi sýning Litla leikklúbbsins
var hin notalegasta skemmtun
miðað við gefnar forsendur. Starf-
semi áhugaleikfélaga er mikil-
vægur þáttur í menningarlífi
landsmanna og á hver hópur mik-
ið hrós skilið sem starfar að þeirri
listsköpun sem þar fer fram.
G.Ást.
TONLIST
Kvennatonlist
eftir Atla Heimi Sveinsson og Sigurð Þór Guðjónsson
Á sunnudaginn var hélt hópur
danskra kvenna tónleika í
Norræna húsinu og var eingöngu
leikin samtímatónlist eftir konur á
Norðurlöndum. Con anima-hóp-
urinn, en svo nefna þær sig, leikur
þessa efnisskrá í höfuðborgum
allra Norðurlandanna.
Þær eru allar bráðflínkir hljóð-
færaleikarar, enda þekktar á
Kaupmannahafnarsvæðinu í list
sinni. Tækni þeirra allra er örugg,
samleikur markviss og meitlaður
af innblásinni nákvæmni. Og
hljóðfærasamsetningin, flauta,
fiðla, víóla, selló, harpa og píanó,
býður upp á fjölbreytta samsetn-
ingu efnisskrár.
Þetta var samtímatónlist eins og
hún gengur og gerist á okkar
breiddargráðum, hvorki verri né
betri. Og hún er ekkert frábrugðin
þeirri tónlist sem karlar setja sam-
an hér og i löndunum í kringum
okkur. Og ekki gat ég merkt að
túlkaður væri hinn margumtalaði
reynsluheimur kvenna á þessum
tónleikum. Raunar eru þessar at-
hugasemdir mínar út í hött: hverj-
um dettur í hug að tala um
reynsluheim karla þegar
Amadeus-kvartettinn flytur
Mozart? En rétt er, að karlar eru
miklu fyrirferðarmeiri á efnis-
skrám þar sem samtímatónlist er
flutt, og það er umhugsunarefni.
Hér á íslandi hafa þrjár konur
vakið verðuga athygli og aðdáun
fyrir tónsmíðar sínar: Jórunn
Viðar, Karólína Eiriksdóttir og
Mist Þorkelsdóttir (Sigurbjörns-
sonar). Þær skrifa mjög ólík verk
enda eru þær sín af hverri kyn-
slóð. Con anima-hópurinn flutti
gamalt verk eftir Karólínu, Fjögur
Iög fyrir flautu, fiðlu og selló frá
árinu 1977. Þessi lög eru eins og
mörg önnur verk Karólinu gegn-
Frelsi og hljóðmengun
Þjóðin er nú í sjöunda himni yfir
fjölmiðlabyltingunni. Það er hægt
að hafa popp allan sólarhringinn.
(Ég biðst afsökunar á að vera svo
þjóðlegur og úreltur að segja ekki
„24 stundir á sólarhring.") Áuðvit-
að er ekkert við þetta að athuga ef
fólk hlustar heima hjá sér og tekur
tillit til nágranna sinna. En það
fylgir smá böggull skammrifi.
Nú er hvergi hægt að koma án
þess að vera neyddur til að heyra
popp úr útvarpi eða hljómflutn-
ingstækjum. Þessi ósköp drynja á
flestum vinnustöðum. Það er ekki
komandi inn í margar verslanir
fyrir gauragangi. Strætisvagna-
ferðir eru meiriháttar sálarraun
fyrir farþega sem ekki eru heyrn-
arlausir. Ekki er lengur hægt að
eta mat sinn með lyst né drekka
kaffi eins og siðaðar manneskjur á
veitingahúsum fyrir glymjanda.
Sumar verslanir eru svo ósvífnar
að setja upp gjallarhorn úti við
sem æra vegfarendur er leið eiga
framhjá. Alls staðar popp, popp,
popp. Bylgjan yfir og allt um
kring. Og enginn er spurður hvort
hann kæri sig um hana.
Eins og hvert annað líffæri þolir
eyrað ekki alltof mikið álag. Það
skemmir heyrnina að hafa sífelld-
an hljóðgang í eyrunum. Og það
eyðileggur líka sálina. Músik sem
uppfylling fyrir tómleika og and-
leysi er verri en nokkur fíknilyf.
Það er búið að sanna það með vís-
indalegum mælingum úti í lönd-
um. Fólk verður sljótt, heimskt og
hundleiðinlegt að hvíla aldrei hug-
ann og vera aldrei með sjálfu sér.
Það verður grunnt og yfirborðs-
legt, og þreytt og svo óhamingju-
samt að það fer að kjósa Borgara-
flokkinn. Varla þarf svo að taka
það fram, að þessi beljandi gerir
að engu hæfni manna til greina á
milli hljóða og skilja muninn á
góðri og vondri tónlist. Allt verður
sami kliðurinn. Afleiðingin verður
sú hættulega skoðun að öll músik
sé jafn góð og gild, svo argasta iðn-
aðarafþreying sem listaverk snill-
inganna. Slík jafnaðarstefna er
mjög í tísku og þykir bera vott um
frjálslyndi, en vitnar þó aðeins um
getuleysi til að þekkja sannleika
frá lygi í listrænum efnum. Og
enginn græðir nema kapitalism-
inn.
Segja má að hverjum og einum
sé frjálst að fara í hundana af
popprugli. Það er alveg guðvel-
komið ef menn endilega vilja. En
það veitir þeim engan rétt til að
steypa öðrum í sína eigin glötun.
Nú skríða allir fyrir frelsinu. En
hvar er frelsi vegfarenda til að
vera í friði? Hvert er frelsi mitt
þegar ég versla í hamslausum
hljóðstormi? Ekkert. Hvert er
frelsi mitt í strætó þegar allt ætlar
um koll að keyra? Ekkert. Og
hvert er mitt frelsi þegar ég verð
að flýja sundlaugar til að halda
sönsum? Alls ekkert. Og ef mig
langar til að spóka mig í vorblíð-
unni á Lækjartorgi, er ég neyddur
til að þola hljóðpíslirnar frá Karna-
bæ á daginn, en þegar kvölda fer
tekur íkornaholan við með hrein-
um sadisma sem hlýtur að vera
lærður í Chile. Hvar endar frelsi
þessara ólátaseggja og hvar byrjar
frelsi mitt? Hvað myndi gerast ef
ég setti upp stórkostlega lúðra í
húsi mínu og blési út um þá Bruck-
neri, Carli Nielsen, Leifi Þórarins-
syni og öðrum vinum mínum?
Ætli nágrannarnir kæmu ekki
kærandi í ofboði? Og hvað myndi
hinn músikalski forstjóri Karna-
bæjar leggja til málanna um frels-
ið, ef ég parkeraði fyrir utan heim-
ili hans bilskrifli með einni stórri
trekt á þaki hvaðan útþrumaðist
andríki Niflungahringsins allan
liðlangan daginn? Kunna þeir
enga mannasiði í Austurstræti?
Annars er ekki við miklu að búast
af fyrirtæki sem notar gömlu eld-
stóna í þessu sögulega húsi sem
ruslahaug þrátt fyrir marg endur-
teknar aðfinnslur Minjasafns
Verk Karólfnu, gegnsæ, knöpp og
næstum skrautlaus.
sæ og næstum skrautlaus, gerð af
vandvirkni og nostursemi, meitl-
uð og knöpp í formi. Það er bless-
unarlega lítið um tilfinningavellu
hjá Karólínu. Tónlist hennar minn-
ir mig oft á myndvefnað í þokka-
'fullri nákvæmni sinni. Og lögin
fjögur voru karaktersterk og ólík
hvert öðru.
Af öðrum verkum sem mér
fundust athyglisverð vil ég nefna í
draumi eftir finnska tónskáldið
Kaija Saariaho frá árinu 1980 fyrir
selló og píano og Grata eftir
norska tónskáldið Áse Hedström,
sem samið er fyrir allan hópinn
árið 1986. Þær eru í hópi helstu
framúrstefnutónskálda í heima-
löndum sínum, og hafa átt mikinn
þátt í að lyfta tónlist landa sinna
upp úr útnesjamennsku, sem lengi
var viðloðandi í kjölfari stórsnill-
inganna Griegs og Sibelíusar.
Þetta voru nokkuð óvenjulegir
og mjög skemmtilegir tónleikar
og ber að þakka Con anima-kon-
unum fyrir komuna. -AHS
Reykjavíkur. Segiði svo að poppið
göfgi ekki menningarástand dýrk-
enda sinna.
Frelsi hávaðalýðs er óskorað.
Frelsi friðsamra manna ekkert.
Fólk veigrar sér við að kvarta út af
hljómflutningstækjum á almanna-
færi. Það vill ekki vekja á sér at-
hygli og fá á sig illt orð. Því það
telst ekki kurteisi að kvarta yfir
ónæði, en hins vegar þykir það
engin ókurteisi að valda öðrum
ónæði. Þessu viðhorfi þarf að
breyta. Fólk á að mótmæla hástöf-
um. Það á að heimta rétt sinn til að
fá að vera í friði fyrir annarra
manna músik. Útilúðra ætti skil-
yrðislaust að banna og refsa harð-
lega ef út af er brugðið, t.d. með
því að leika yfir hinum brotlegu öll
tónverk Wagners viðstöðulaust í
einni lotu. Það ætti að kenna þeim
tillitssemi. Þá mætti vekja athygli
strætisvagnastjóra, sem yfirleitt
eru greiðviknin og háttvísin upp-
máluð, á því að þeir séu ekki einu
mennirnir í vagninum með eyru.
Að ekki sé minnst á starfsfólk
verslana og veitingahúsa og yfir-
leitt allra staða þar sem fólk kem-
ur saman. Frelsi fjölmiðla má ekki
leiða til þess að vilja sumra sé
þröngvað upp á alla. Frelsið er
ekki fólgið í því að kúga aðra. Það
er brot á mannréttindum. -SÞG
NEMENDA/e/Músfð frumsýndi
sem kunnugt er finnska sakamála-
leikritið Rúnar og Kyllikki hinum
megin mánaðamótanna, og hefur
uppfærslan yfirleitt fengið góða
dóma. Það er Stefán Baldursson
sem leikstýrði þessu verki Jussi
Kylátasku, sem frumflutt var í
heimalandi höfundar 1973, en í dag
er stykkið það finnska nútímaverk
sem hvað oftast er fært upp utan
Finnlands. Rúnar og Kyllikki segir
frá samnefndum unglingum á ára-
bilinu 1955 til 1960 og samskiptum
þeirra við fullorðna, frá lífsbaráttu
fólksins, þar sem lögmálið um hinn
sterka er í hávegum haft, eins og við
sögðum frá á þessum slóðum í síð-
asta HP. Það sem vekur einkum at-
hygli leikhúsgesta á þessari sýningu
er afburða snjallt leiksvið Grétars
Reynissonar sem hann hefur sér-
hannað fyrir rýmið í Lindarbæ og á
margan hátt ögrandi leikstjórn Stef-
áns, sem síðast leikstýrði fjórða árs
nemum Leiklistarskólans fyrir réttu
ári, lokaverkefninu Hvenœr kem-
uröu aftur rauöhœröi riddari? eftir
Mark Medoff, sem L.A. færði síðar
upp — og notið hefur feikivinsælda
hérlendis. Næstu sýningar á finnsku
sökunum eru núna á föstudagskvöld,
þriðjudagskvöld og fimmtudags-
kvöld. Níu útskriftarnemendur stíga
fram á sviðið á slaginu átta ásamt
fjórum atvinnuleikurum sér til halds
og traust.
ÖRLYGUR Hálfdánarson er
metnaðarfullur bókaútgefandi — og
hefur sýnt að hann þorir að taka
stórar áhættur í viðleitni sinni að
miðla Islendingum almennilegri
kúnst. í þessu efni er skemmst að
minnast Islandsmynda Mayers, sem
bókaforlag hans, Örn <£ Örlygur,
sendi frá sér skömmu fyrir síðustu
jól. Bókin geymir myndir Auguste
Mayers og fleiri sem þeir gerðu í
leiðangri Paul Gaimards um ísland
fyrir hálfri annarri öld, en forlagið
hefur áður gert grein fyrir þætti Páls
á bókfelii. í bókinni eru tæplega 200
myndir sem flestar eru prentaðar í
fyrsta sinn í lit — og eru þannig ein-
hver nákvæmasti, skemmtilegasti
og ugglaust fallegasti vitnisburður
um landslag okkar og lifnaðarhætti
fyrir 150 árum, þegar Jón forseti
fagnaði 25 ára afmælinu sínu! Það
er upplifun hverjum manni sem
flettir í þessum kjörgrip, sem er fá-
anlegur í fagurri öskju...
26 HELGARPÓSTURINN