Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 27
KVIKMYNDAHUSIN
KVIKMYNDIR
eftir Ólaf Angantýsson
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Margslungid
Bíóhúsiö: Kiss of The Spider-
woman (Koss köngulóar-
konunnar)
★★★★
Bandarísk/brasilísk.
Árgerd 1985.
Framleidandi: Dauid Weisman.
Leikstjórn: Hector Babenco.
Handrit: Leonard Schrader eftir
skáldsögu Manuel Puigs.
Kvikmyndun: Rodolfo Sanchez.
Aðalhlutverk: William Hurt,
Raul Julia, Sonia Braga, José
Legoy, Milton Gonvales o.fl.
Það hlaut að kpma að því að
þessi fjórfalt Óskarstilnefnda
mynd Hectors Babencos, sem jafn-
framt hreppti drjúgan skerf af
Gullpálmaúthlutunum á Cannes-
hátíðinni ’86 hlyti náð fyrir augum
hérlendra kvikmyndahúsaeig-
enda, eftir að hún hvarf svo ófor-
varendis af myndbandaleigunum í
kjölfar margfrægrar lögreglu-
rassíu hér á dögunum.
Myndin byggir á samnefndri
skáldsögu Argentínumannsins
Manuel Puigs og greinir frá lífi og
raunum tveggja klefafélaga í
argentínsku stjórnarfangelsi á
öndverðum áttunda áratugnum.
Stúdentinn Valentín hefur setið
inni undanfarin 3 ár án dóms og
laga fyrir þátttöku í ólöglegum
mótmælaaðgerðum. Hann hefur
jafnframt þurft að sæta pyntingum
af hálfu fangavarða sinna, sem
kerfisbundið og af ótrúlegri hörku
og útsjónarsemi leitast viö að fá
hann til að ljóstra upp um nöfn
„samsektarmanna" sinna. Molina
afplánar átta ára fangelsisdóm
fyrir sakir kynhverfra hneigða
sinna. Honum hefur jafnframt ver-
ið heitið náðun að því tilskyldu að
honum takist að afhjúpa leyndar-
mál klefafélaga síns. Valentín er á
hinn bóginn þegar frá upphafi
gjörsamlega ómóttækilegur fyrir
viðleitni Molina til að stofna til
vináttutengsla þeirra á milli, og
lætur hann í því tilliti óspart í ljós
hina vægast sagt forkastanlegu,
en þó á margan hátt ómeðvituðu
hleypidóma sína gagnvart kyn-
villu hans. Molina tekst þó um síð-
ir og sökum eðlislægrar ljúf-
mennsku sinnar að brjóta niður
varnarmúra þessa forherta klefa-
félaga síns og fer svo um síðir að
hann verður að gera upp við sig «;'
hvort honum er í raun mikilsverð-
ara: Vináttutengsl hans við Valen-
tín, sem hann er reyndar orðinn
ástfanginn af undir lok myndar-
innar, eða hið skilorðsbundna
frelsi utan fangelsismúranna.
Kiss of the Spiderwoman er í
mörgu tilliti með afbrigðum vönd-
uð og fagmannlega unnin kvik-
mynd og þá ekki síst fyrir tilstilli
leiktilþrifa Williams Hurt í hlut-
verki Molina. Þessi margverðlaun-
aða túlkun hans á hlutverkinu er
jafnframt einhver sú magnaðasta
sem um getur í vesturlenskri kvik-
myndagerð um margra ára skeið.
Ó.A.
Grœskufullt gaman
Tónabíó, Fyrsti apríl (April Fool’s
Day):
★★
Bandarísk, árgerð 1985.
Framleiðandi: Frank Mancuso.
Leikstjórn: Fred Walton. Handrit:
Danilo Bach. Tónlist: Charles
Bernstein. Aðalleikarar: Ken
Olandt, Amy Steel, Deborah
Foreman, Griffith O'Neal og
fleiri.
Af einhverjum ástæðum er flest
fólk þannig innbyggt að því finnst
gaman að leika aðra grátt — og
aftur er það af einhverjum ástæð-
um sem gráleikurinn er helst
bundinn við fyrsta apríl. Kvik-
myndin Fyrsti apríl er hrekkja-
lómamynd um almennilega
hrekki á þessum hræðilega degi í
lífi grandalausra. Og maður
hrekkur svo sem við henni.
Sagan er svona: Atta háskóla-
nemum er boðið að dvelja eina
helgi heima hjá skólasystur þeirra,
Muffy. Hún á heima á lítilli eyju og
eina leiðin til að komast þangað er
að taka ferju. Á leiðinni út í eyjuna
fara óvæntir atburðir að gerast —
og verða síst geðslegri eftir því
sem dagarnir (og næturnar) líða á
sjálfri eyjunni. Gestgjafinn virkar
eitthvað svo skrítinn — og um-
hverfið glottir háðslega.
Það er gamall og nýr leikur að
hræða úr mönnum líftóruna með
skipulögðum og keðjuverkandi
hrekkjum sem enda í meira en
vandræðalegu brosi, stundum
gnístan. Bókfellið hefur óspart
miðlað þvíumlíku plotti, svo og
nokkrar kvikmyndir, oftlega unn-
ar upp úr sviðsverkum. April
Fool’s Day er græskufullt gaman,
sem nær, þrátt fyrir vankanta í
leikstjórn (svo sem ofmat á leikur-
um) og skrykkjótta framvindu,
sem verður aðallega að skrifast á
handritið, sæmilegu og einstaka
sinnum ágætu taki á manni.
Ósköp samt saklaus hrollur bor-
ið saman við stemmningu fyrri
tíma verka í þessum dúr, enda
(enn ein) unglingamynd (sem telst
nú skammaryrði) öðrum þræði.
-SER
AHSTURBÆJARRin
LOKAÐ VEGNA BREYTINGA
VITNIN
(Bedroom Window)
NÝ
Evrópufrumsýning á föstudag á þessari
spennumynd „f anda Hitchcock".
Maður nokkur heldur við konu forstjóra
síns og á fundi þeirra eitt sinn verður
konan vitni að líkamsárás. En hún á
erfitt um vik með að bera vitni.
Aðalhlutverk ( höndum Steve
Gutenberg og Isabella Hubbert.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
LITLA HRYLLINGSBÚÐIN
★★★
(Little Shop of Horrors)
Þetta er Islendingum að góðu kunnugt
eftir að Hitt leikhúsið setti upp sam-
nefnt leikrit, en myndin er ekki síður vel
heppnuð.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
PARADlSARKLÚ BBURINN
(Club Paradise)
★★
Grínmynd um sumarleyfi og sól, leik-
stjóri Harold Ramis sem gerði m.a.
Ghostbusters.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
LIÐÞJÁLFINN
(Heartbreak Ridge)
★
Clint Eastwood leikur liðþjálfa sem
þjálfar sérsveitir ( bandaríska hernum.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
NJÓSNARINN
(Jumpin Jack Flash)
★★
Gamanmynd með stjörnunni úr Color
Purple, Whoopi Goldberg.
Sýnd kl. 5, 7 og 11.
KRÓKÓDlLA DUNDEE
(Crocodile Dundee)
★★★
Léttgrín.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
ABENDING
Athygli hlýtur að vera vakin á grinmynd
Landis með þeim Chevy Chase, Steve
Martin og Short í aðalhlutverkum. Von-
andi að handritið sé jafn sterkt og
mannavalið. Aprílgabbsmyndin nýja í
Tónabfói lofar góðu og sama er að
segja um The golden child með hinum
geðþekka Eddie Murphy.
Ráðagóði róbótinn, Hundalíf,
Öskubuska og Hefðarkettir sýndar
kl. 3 um helgina.
BÍÓHÚSIÐ
KOSS KÖNGULÓARKONUNNAR
(Kiss of the Spider Woman)
★★★★
Afar umtöluð og athyglisverð mynd.
William Hurt hlaut óskarinn fyrir leik
sinn í henni.
Ath. hættir um helgina.
GULLBARNIÐ
(The Golden Child)
NÝ
Frumsýning föstudagskvöld á þessari
spennu-grínmynd með Eddie Murphy,
hinum geðþekka og sólbrúna
dáðadreng.
LAUGARÁS
BIO
LITAÐUR LAGANEMI
(Soul Man)
★★
Bandarísk gamanmynd um hvítan
nema sem litar sig svartan til að fá
styrk! Aðalhlutverk: C. Thomas Howell,
Rae Dawn Chong. Leikstjóri Steve
Miner.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
EINKARANNSÓKNIN
(Private Investigations)
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
TVlFARINN
★
Bandarísk spennumynd um ungan pilt
sem flyst til smábæjar og þá fer ýmis-
legt yfirnáttúrulegt að gerast.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
IRE0NBOGRNN
ÞRlR VINIR
(Three Amigos)
NÝ
Dúndur-álitleg grínmynd með brosvipr-
unum Steve Martin, Chevy Chase og
Martin Short undir leikstjórn John
Landis.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
HERBERGI MEÐ ÚTSÝNI
(Room With a View)
★★★★
Frábær mynd. Ekta bresk í klassa fyrir
sig.
Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15.
GUÐ GAF MÉR EYRA
(Children of a Lesser God)
★★★
Marlee Matlin hlaut óskarinn fyrir leik
sinn í þessari mynd i hennar fyrsta hlut-
verki. i hófi væmin ástarsaga.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BLÁ BORG
(Blue City)
★★
Með Judd Nelson og Ally Sheedy.
Sýnd kl. 3.10, og 11.15.
TRÚBOÐSSTÖÐIN
(Mission)
★★★
Ein sú besta í bænum, frábær kvik-
myndataka og stórgóður leikur.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
ÞEIR BESTU
(Top Gun)
★★★
Þjóðernisrembingur ( algleymingi og
pínu ást með.
Sýnd kl. 3.
FALLEGA ÞVOTTAHÚSIÐ MITT
(My Beautiful Laundrette)
Ljómandi góð mánudagsmynd.
Sýnd kl. 7.10 og 9.10.
SKYTTURNAR
★★★
Metnaðarfull mynd og bara vel heppn-
uð að mörgu leyti.
Sýnd kl. 3.15, 5.15 og 11.15.
ENGIN MISKUNN
(No Mercy)
★★★
Bandarísk lögreglumynd með Richard
Gere og Kim Basinger.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
PEGGY SUE GIFTI SIG
(Peggy Sue Got Married)
★★★
Kathleen Turner fær aðsvif og hverfur
aftur í tímann, endurtekur lífið sig?.
Sýnd kl. 5 og 9
STATTU MEÐ MÉR
(Stand by Me)
★★
Fjórir strákar að leita að líki.
Sýnd kl. 7 og 11.
FYRSTI APRÍL
(Apiils Fool's Day)
★★
Spennutryllir. 8 háskólanemar fara
saman og dvelja á eyju. Þeim fækkar
eitthvað á dularfullan hátt...
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ mjög góð
★ ★ miðlungs
★ þolanleg
O mjög vond
MYNDBAND VIKUNNAR
The Man Who Knew To Much
★★★
777 átleigu hjá m.a. Myndbanda-
le/gu kvikmyndahúsanna.
Bandarísk. Árgerð 1955.
Framleiðandi/leikstjórn: Alfred
Hitchcock.
Aðalhlutverk: James Stewart,
Doris Day o.fl.
Úr myndaflokknum The
Essential Hitchcock sem CIC-
Video hefur góðu heilli séð
ástæðu tii að búa í form mynd-
snældunnar gefst okkur um þess-
ar mundir að líta þessa margfrægu
raunasögu spennumeistarans af
manninum sem vissi um of viti
sínu.
Myndin greinir frá Dr. Ben
MacKenna (Stewart) sem fer
ásamt eiginkonu sinni (Doris Day)
og tíu ára gömlum syni þeirra
hjóna í sumarleyfisferð til Mar-
okkó, hvar nefndur MacKenna
hafði þjónað föðurlandinu sem
hermaður í síðari heimsstyrjöld-
inni. Fyrir slysni dragast þau al-
saklaus með í hringiðu atburða er
tengjast starfsemi einkar harð-
svíraðra alþjóðlegra njósna- og
hryðjuverkasamtaka, sem lyktar
með því að syni þeirra er rænt. í
örvæntingarfullri leit þeirra hjóna
að syninum berst leikurinn um
síðir til Lundúnaborgar, hvar
ósköpunum að endingu linnir
með margfrægri og meistaralega
vel útfærðri morðsenu á almenn-
um tónleikum í sjálfum Royal Al-
bert Hall.
í myndinni koma fyrir flest þau
mótíf og meginþemu, sem löngum
hafa þótt helstu aðalsmerki sér-
stæðra stílbragða hins aldna
meistara, og burtséð frá því að hér
er um einstaklega spennandi og
skemmtilega kvikmynd að ræða,
væri það eitt og sér ærin ástæða
fyrir unnendur góðrar kvik-
myndagerðarlistar að endurnýja
gömul kynni sín af þessari ágætu
perlu meistara Hitchcocks.
Ó.A.
HELGARPÓSTURINN 27