Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 28

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 28
Menn fara ekki iengur á fyllerí á kaffihúsunum. Þeir voru ekki sam- mála um ástæðurnar. Minni drykkjuskapur en áður, en samt sem áður spilar vínið inn í. Þeir sem drukku mikið á kaffihúsunum eru komnir á þurrt, en eru eftir sem áð- ur meðal dyggustu gesta kaffihús- anna. Þeir hafa tileinkað sér þá ró og lífsreynslu sem er uppistaðan í góðum kaffihúsamanni. „Það er búið að svipta kaffistað- ina þeirri dulúð, sem fylgdi því að hella í laumi úr pappírspokanum niðrí kaffið." Og ef til vill á sú stað- reynd þátt í þróuninni til þurrksins, að Hressó hefur vínveitingar á kvöldin. Þeir segja að aldrei komi til óláta á kvöldin þar, þá sé kaffihúsa- stemmningin afskaplega Ijúf og fólk drekki ekki síður kaffi en áfengi. Það sé engin kvöð að neyta áfengis eins og annars staðar, þar sem vín er með höndum haft. „Eiginlega hætti fylleríið eftir að farið var að selja vínið hérna." Þá barst talið að því sem væri á mörkum hins leyfilega í kaffihúsum eins og Hressó. „Gunna sat með prjónana sína og þá kom þjónustu- kona og sagði að væri bannað að prjóna. Gunna neitaði að hætta og þá kom framkvæmdastjórinn og sagði að það væri bæði bannað að prjóna og spila á Hressó." Hinir komu með skýringar á þessu: Hressó er gamalt hús með hefð, í eigu KFUM og þess vegna er mikið lagt upp úr hreinlífi og reglusemi og akkúratmennsku. — Jamm, það er eiginlega skírlífisbrot að prjóna á kaffihúsi. Og um daginn var létt- pönkuðu liði, sem ekkert gerði af sér hent út... Margir ráða ráðum sínum í einum salnum á Hressó. Þar er pukrað og KAFFIHUS ER STAÐUR ALHÆFINGA... Helgarpóstsrölt á reykvísk kaffihús þar sem menn ná ýmist póetískum hœöum eða stunda ábyrgöarlaust hjal plottað. Ungherjadeildir stjórnmála- flokkanna halda fundi í básunum og jafnvel eldri pólitíkusar eiga með sér fundi á laun þar á básunum „með háu bökin, þannig að ekki þarf að sjást hverjir eru á plottfund- inum“. STAÐUR HINS EINMANA KARLS Svo barst talið að manngerðum sem sæktu kaffihúsin í miðborginni: Margir atvinnulausir. Útlendingar sem kerfið er að reyna að þrýsta út úr landinu með paragröffum. Sveitamenn sem eru komnir til borgarinnar í hæpnum erindagjörð- um. Fráskildir karlar á miðjum aldri sem hlaupa á milli kaffistaðanna í eirðarleysi sínu. „Skólafólk á bömmer". Og svo lauk einn þessum kafla kaffihúsaumræðunnar: „Kaffi- hús er staður hins einmana karls all- an daginn." Annar botnaði: hann getur þá reynt að telja sér trú um að hann sé ekki lengur einmana. KAFFIHÚSA- BRANDARINN Á kaffihúsunum reyna menn að vera sniðugir og þá oft með absúrd húmor einhvers konar. „Hvæsið í kaffivélinni á Mokka minnir mig á hljóðið þegar skrifstofumaður á sjötugsaldri fleygir sér ofan af 17. hæð í háhýsi." Eða þá að sögurnar verða með þjóðlegu ívafi: Hafið þið heyrt þegar Helgi Hálfdanarson kom inn á Hressó og bað um „mjólkurhristing með glóaldin- bragði"? Afgreiðslustúlkan leit í for- undran á hann, fór síðan eitthvað á bakvið en kom aftur eftir nokkra hríð með yfirmatráðskonuna sem leit á skáldið og spurði: „Do you speak English?" kaffihúsasérfræðinga fyrir, sem vildu af pólitískum ástæðum ekki láta nöfn sín uppi, en voru ómyrkir í máli um ástandið á kaffihúsunum. í þessari frásögn er stuðst við vitnis- burð þeirra. SJARMI HÚSSINS Við höfum verið að skipta um kaffihús — það var vel hægt að fara á Mokka, Mensuna og Kaffi Gest, en eftir breytinguna á Hressó urðu yfir- burðir þessa forna aðalsseturs ljósir. Hér er liðið. Og engin hlandstækja lengur. Hinir staðirnir hafa hætt eða andinn breyst. „Mokka er orðið að elliheimili," sagði einn en annar bætti við: „Miðaldra konur sem kaupa marsipankökur í verslunar- ferðum hafa yfirtekið Mokka." Við nánari athugun féllust menn á að kroppinn. Enginn er krafinn reikn- ingsskila fyrir það sem hann segir á kaffihúsi. Þar er ábyrgðarlaust tal, en það getur verið skemmtilegt, jafnvel betur séð en alvöruþrungnar orðræður." Aðrir við borðið vildu ekki skrifa undir þessa yfirlýsingu. „Hér er ekki töluð vitleysan dreng- ur minn og við náum póetískum hæðum þegar vel stendur í bólið hjá okkur, en við erum absalút." Á kaffihúsunum fara dagblöðin alltaf versnandi — í máli manna. Samt eru þau lesin upp til agna og ganga blöðin oft á milli borðanna. Hefurðu lesið þessa grein? kallaði náungi á næsta borði og gaf lestrar- leiðbeiningar: það er eins og krókó- díll hafi glefsað í typpið á höfund- inum. Náttúrulaus grein. Og eftir því sem lengur var spjallað á Hressó urðu skoðanir manna hispurslaus- ari. Ekki er hægt að fara út á þau mörk prentfrelsislaga í þessari frá- sögn, en þú skilur vonandi stemmn- inguna lesandi góður. Landsfeðurn- ir fengu það óþvegið. DULÚÐINNI SVIPT Við kaffihúsamenn erum ef til vill ennþá létt bóhemskir, en þetta með yrkingarnar og fylleríin á kaffihús- um er búið að vera. Hér koma þó skáldin og spjalla, bæði góðskáldin og ungu misheppnuðu skáldin. Og enn eru seldar fjölritaðar ljóðabæk- ur og önnur kúnstverk á kaffihúsum borgarinnar. Meðan menn voru að tala þetta kom ungur maður og seldi teikningu af konuandliti, lituðu með varalit á 200 krónur. Fékk sér svo kaffi. íheimi kaffihússins er mikiil mun- ur morguns og mids dags. Karlarnir koma í hópum á Hressó, „prikid “ í Bankastrœti, Kaffivagninn á Granda og fleiri stadi snemma á morgnana og fara yfir pólitík dags- ins eftir dagblöðunum og renna yfir nýjustu uppgötvanir í œttfrœðinni. Peir eru fastagestir í kaffihúsunum, aðall húsanna, segja menn. Þeir hiniryngri bukka sig ekki fyrir fasta- gestunum og segja að þetta séu and- lega geldir karlar, sem alltaf tönnlist á sömu sögunni. Þá er sagt aö það sé stéttarmunur á kaffihúsunum strax á morgnana. Þeir hinir virðulegu borgarar fari á kaffihúsin í miðborginni, en erfiðis- mennirnir komi meira niður á Granda og íþau fá u kaffihús sem út- hverfi Reykjavíkur státa af. Um helgar blandar þjóðin meira geði og allra hópa kvikindi fara bœði á Grandann og Hressó. Þegar líður á daginn setja nem- endur úr menntaskólum og háskól- anum frekar svip á kaffihúsin í mið- borginni. Við vísindalega könnun HP á dögunum hittum við nokkra hver staður hefði sinn sjarma og sögu og þannig væri Mokka auðvit- að Mekka kaffihúsanna í miðborg- inni fyrir einhverjar kynslóðir. Svo fóru menn að tala um mismun kaffihúsanna. „Þegar þú gengur inn í Múlakaffi mætir þér mett pipar- sveinastemmning og þú spyrð al- mættið hvers vegna þessi staður hafi verið sviptur félagsskap kvenna. Og þegar kona slysast þar inn í kaffinu verða karlarnir óörugg- ir og lækka róminn." HÚS ALHÆFINGANNA „Konur koma helst ekki inn á kaffihúsin eftir að þær eru komnar yfir tvítugt nema tvær og tvær sam- an,“ sagði einn, en annar bætti við, að fullorðnar konur og ungar stúlk- ur létu sig hafa það að koma einar. Annars væru karlar meira áberandi, alténd í miðborginni. „Helv. kjaft- æði og pungrottuskapur er þetta — auðvitað drekka konur kaffi á hús- unum eins og karlarnir, að minnsta kosti margar." En hvers vegna sækja menn kaffihúsin á unga aldri? „Kaffihús er staður alhæfinga, lík- inga og‘ létts daðurs við andann og 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.