Helgarpósturinn - 07.05.1987, Side 29
^^\^l^eðgöngutíma nýju
varpsstöðvarinnar fer brátt að
verða lokið og er almennt talið að
hún líti dagsins ljós í byrjun júní.
Fæðing gæti eitthvað dregist á lang-
inn, en ekki þó úr hófi fram. Dag-
skráin mun vera fulimótuð um þess-
ar mundir og eftir því sem við vitum
best er áætlað að vera með fasta
fréttatíma. Að öðru leyti verður
tónlist helsta byggingarefnið en
dagskráin verður síðan krydduð
með talmálsliðum. . .
U
■ ■ ver verði útvarpsstjóri nýju
útvarpsstöðvarinnar sem enn ber
nafnið Hljóðvarp hf. er nokkuð
sem menn hafa velt mjög fyrir sér
upp á síðkastið. Ýmis þekkt nöfn
hafa verið nefnd en illa gengið að fá
staðfestingu á þeim. Núna fréttum
við hins vegar að menn geti farið að
slappa af, það verður sem sé enginn
útvarpsstjóri á nýju stöðinni. Hins
vegar hafa þar valist prýðismenn til
að veita stöðinni forstöðu. Það eru
þeir Hafsteinn Vilhelmsson sem
var áður hjá Útflutningsráði sem
verður framkvæmdastjóri stöðvar-
innar og markaðsstjóri hefur ver-
ið ráðinn Hallur Leopoldsson sem
var áður hjá auglýsingaþjónustunni
Miðlun. Þessir menn verða í for-
svari en með þeim vinnur síðan dag-
skrárstjórn sem í verða m.a. Jón
Axel Ólafsson fyrrum starfsmaður
Rásar 2 og síðar Bylgjunnar og
Þorgeir Ástvaldsson fyrrum for-
stöðumaður Rásar 2. ..
u
I ýja útvarpsstöðin Hljóð-
varp hf. auglýsti eftir nafni á stöð-
ina á dögunum undir kjörorðinu
„Hvað á barnið að heita?“ Eins og
við var að búast af íslendingum
brugðu þeir skjótt við og tillögum
rigndi inn á Hljóðvarp. Margir virð-
ast vilja láta nafnið vera í kvenkyni
eintölu eins og Bylgjan er og bárust
nöfn eins og: Aldan, Báran, Gleð-
in, Gróa, Innrás, Uglan, Lindin
og Peran. Síðasttalda nafnið hljóm-
ar kannski vel en hvernig litist hlust-
endum á að heyra: „Gott kvöld,
þetta er Jón á Perunni...!" Eða ef far-
ið er út í nöfn eins og „Gleðin" eða
„Gróa": „Nú er klukkan ellefu, við
segjum Gróufréttir". Svo ekki sé
minnst á: „Nú verða sagðar Gleði-
fréttir. 200 manns fórust í jarð-
skjálfta..."! Kvenmannsnöfn eiga
upp á pallborðið hjá þeim sem
senda inn tillögur og við heyrum að
nafnið Edda hafi komið við sögu
oftar en einu sinni sem og Saga...
s
^^^vo eru þeir sem vilja fara út
fyrir þá tegund nafngiftar sem
flokkast undir kvennöfn, Suðandi
býfluga var eitt nafnið sem stungið
var upp á og nöfn eins og Plútó bár-
ust einnig í samkeppnina. . .
il-fll
Íggfjf
oet l@kiiSi|ur s|ómanna.
Vió bjódum 15% afslátt af stökum
jökkum, stökum buxum og jakkafötum.
PADDINGTON
TEIKNISAMKEPPNIN
er enn í fullum gangí.
Krakkar, flýtið ykkur
að senda inn myndir,
því nú fer hver
að verða síðastur.
Þrjár bestu myndirnar
fá vegleg verðlaun.
Einnig verða veitt
tíu aukaverðlaun.
Þetta er sýnishorn af
Paddington sparibangsanum,
sparibauk sem gaman er að eignast.
HELGARPÓSTURINN 29