Helgarpósturinn - 07.05.1987, Síða 32
INNLEND YFIRSYN
Fyrsta vinnuplaggið í efnahags-
málum frá Þjóðhagsstofnun: Meiri
viðskiptahalli en gert var ráð fyrir.
Meiri halli á ríkissjóði. 600 milljón-
króna aukahagnaður af brennivíni
lappaði uppá hallatölur Þorsteins.
Kaupmáttaraukning á árinu. Hag-
vöxtur mikill. Góðar afkomuhorfur í
sjávarútvegi.
Margir lausir endar
I gær kom út eins konar ágrip af efnahags-
búskapnum frá Þjóðhagsstofnun. Ágrip
þetta er ætlað stjórnmálaleiðtogum í yfir-
standandi stjórnarmyndunarviðræðum.
Helstu niðurstöður ágripsins eru þær, að
Þjóðhagsstofnun staðfestir kenningar stjórn-
arandstöðunnar fyrir kosningar um hættu-
merki í þjóðarbúskapnum. Þó þykir stjórnar-
sinnum það nokkur huggun að úttekt Þjóð-
hagsstofnunar gefur ekki tilefni til jafn mik-
illar bölsýni og þeir svartsýnustu höfðu hald-
ið fram fyrir kosningar. Um einstök atriði út-
tektarinnar er þó deilt meðal sérfræðinga og
stjórnmálamanna.
Mörgum stjórnmálamanninum, en þeir
fengu þessa skýrslu afhenta sem trúnaðar-
mál í gær, þykir þessi skýrsla þunn í roðinu.
Þessi áfellisdómur á m.a. við um stöðu ríkis-
fjármálanna. Þjóðhagsstofnun teiur að hall-
inn á ríkissjóði verði um 3,4 milljarðar
króna, en flestir telja að hann sé of lágt reikn-
aður. Leiðtogar Alþýðuflokksins hafa beðið
svars frá fjármálaráðherra um stöðu ríkis-
sjóðs og frávik frá fjárlögum, en sú skýrsla
hefur enn ekki borist.
Óttast margir, að inni í þeim tölum, sem
fjármálaráðuneytið gefur upp og Þjóðhags-
stofnun notar, séu ýmsar tölur ekki reiknað-
ar inn í dæmið, t.d. Hafskipsskatturinn í Út-
vegsbankann og ekki er vitað hvernig breyt-
ingin sem ákveðin var á niðurgreiðslunum í
mars er reiknuð inn í dæmið, né heldur
hvernig viðbótarframlög til Egilsstaðaflug-
vallar, sjúkrahúsbyggingar á ísafirði og fleira
kemur inn í þetta yfirlit.
Bíða menn nú eftir nánari skýringum á
þessum halla sem talinn er að verði ekki
undir 3,5 milljörðum króna. Meiri en Þor-
steinn Pálsson fjármálaráðherra vildi vera
láta fyrir kosningar. Mörgum þykir sem fjár-
málaráðuneytið sé að veita nýjar upplýsing-
ar helsti seint. Það vekur sérstaka athygli, að
inn í dæmið um 3,4 milljarða króna halla er
tekið tillit til 600 milljón króna umframhagn-
aðar af sölu ÁTVR á þessu ári. Það þýðir að
ef sá „skattur" væri ekki inni í dæminu, væri
hallinn viðurkenndur 4 milljarðar króna.
Skýrsla Þjóðhagsstofnunar staðfestir að
tekjubreytingar milli ára í peningum verði
meiri en áður var reiknað með, meiri verð-
hækkun en í fyrri spám og viðskiptahalli verði
á bilinu milli 2 og 2,5 milljarðar króna. Til
samanburðar var reiknað með viðskipta-
halla upp á um 1 milljarð króna í síðustu spá
Þjóðhagsstofnunar. Aukinn viðskiptahalli
leiðir óhjákvæmilega til meiri lántöku er-
lendis en áður var reiknað með.
Margir telja að verðbólguspá Þjóðhags-
stofnunar sé mikil bjartsýnisspá. Þjóðhags-
stofnun gerir þannig ráð fyrir að gengið
haldi, og að þann veg verði verðbólgan 13%
til 15% frá upphafi til loka árs samanborið
við 11% til 12% í febrúarspá. Meðalhækkun
verði því 15% til 16% miðað við 14% í fyrri
spám. Þetta þykir mörgum vægt reiknað, því
gert er ráð fyrir að tiltölulega litlar launa-
breytingar verði á vinnumarkaðinum sem
eftir er ársins, þ.e. umfram það sem þegar
hefur verið samið um. Og ekki er heldur gert
ráð fyrir að erlendar verðbreytingar og
gengi hafi truflandi áhrif á verðbólguþróun-
ina — á pappírum Þjóðhagsstofnunar. Fróðir
menn telja að fleiri óvissuþættir þurfi að
reiknast inn í verðbólgudæmið svosem við-
skiptakjarahorfur og vaxtakostnaður erlend-
is. Mönnum þykir sem efnahagsþróunin á al-
þjóðavettvangi hafi orðið okkur óhagstæð-
ari en var; happdrættisvinningsárið frá í
fyrra geti ekki endurtekið sig.
Gert er ráð fyrir aukningu kaupmáttar
milli ára; 8,5% til 10% milli ára, mun meira
en áður hafði verið talið. Einnig þetta telja
vísir menn ekki vera fullreiknað, t.d. eigi eftir
að gera skattadæmið upp. Ekki er gert ráð
fyrir að einkaneyslan aukist að sama skapi,
heldur haldist hún við 6% til 7% aukningu,
sem margir telja bjartsýni t.d. miðað við þró-
un innflutnings, og þróun innlána og útlána,
sem ekki virðist benda til aukins sparnaðar.
En það væri forsenda þess að neyslan ykist
hægar en tekjurnar.
í launakaflanum er tekið fram að mikið
skorti á að fullnægjandi upplýsingar séu fyrir
hendi um launaþróun á þessu ári, bæði
vegna þess að ósamið er við ýmsa hópa og
vegna iaunaskriðsins á markaðnum.
Sjávarútvegurinn virðist standa með
blóma. Botnfiskvinnslan í heild er rekin með
hagnaði sem nemur 9% til 10% af tekjum.
Þar af er hagnaður frystingar 6% og söltunar
17% til 18% þrátt fyrir að greiðslur af saltfiski
í Verðjöfnunarsjóð nemi um 6% af tekjum.
Hagnaður af botnfiskveiðum er ögn minni,
en mikill samt eða 8% til 9%. „Eins og þessar
áætlanir bera með sér, er afkoman nú góð í
öllum þessum greinum og hefur batnað að
mun frá árinu 1986, en þá var afkoma í sjáv-
arútvegi betri en um langt árabil," segir í
skýrslunni. Miðað við þessar góðu afkomu-
horfur þykir gengisforsenda Þjóðhagsstofn-
unar trúverðugri, en um horfurnar eru
menn að sjálfsögðu ekki á eitt sáttir, og spá
eftir Óskar Guðmundsson
margir versnandi afkomu sjávarútvegs síðari
hluta ársins.
I plagginu er gert ráð fyrir að hagvöxtur
verði meiri en áður var talið. Landsfram-
leiðslan gæti aukist um nálægt 4% á þessu
ári og þjóðartekjur um 5,5%-6%. En ekki
þyrfti mikið út af að bregða til að vöxtur
þessi yrði minni, t.d. meiri eftirspurn innan
lands og meiri innflutningur.
En hvaða áhrif hafa þessar upplýsingar um
stöðu efnahagsmálanna á myndun ríkis-
^stjórnar og ráðstafanir hennar? Fyrsta og
mikilvægasta verkefni þykir flestum stjórn-
málamönnum vera að koma lagi á ríkisbú-
skapinn, draga úr halianum skipulega. Það
þýðir að gripið verði til skattahækkana að
öllum líkindum, svo sem margir úr stjórnar-
andstöðunni héldu fram þegar fyrir kosn-
ingar. Skýrsla Þjóðhagsstofnunar er staðfest-
ing á réttmæti þeirra orða, sem fallið hafa
um hættumerki í góðærinu. Ráðstafanir í
efnahagsmálum virðast óhjákvæmilegar og
verða auðvitað meðal helstu mála sem rædd
eru í viðræðum stjórnmálaflokka um stjórn-
armyndun. En af máli manna í gær mátti
greina þá skoðun að upplýsingar þyrftu að
verða gleggri en þær eru á þessu stigi, sér-
staklega varðandi ríkisbúskapinn og raun-
verulega stöðu ríkissjóðs. Enn eru margir
lausir endar. í greinargerð Þjóðhagsstofn-
unar er gefið til kynna að þessi skýrsla sé
einungis fyrsta vinnuplagg í viðræðunum:
„Þetta er ekki heildarendurskoðun þjóð-
hagsspár þar sem efnahagsstefnan fyrir síð-
ari hluta ársins eðli máísins samkvæmt hefur
ekki enn verið mótuð. Áfram verður unnið
að athugunum á ýmsum þáttum efnahags-
mála og ber að líta á þessa greinargerð sem
fyrsta vinnuskjal vegna stjórnarmyndunar-
viðræðnanna. Henni er ætlað að sýna lík-
lega þróun helstu þátta þjóðarbúskaparins á
þessu ári án þess að gert sé ráð fyrir sér-
stökum efnahagsráðstöfunum, sem gripið
kann að verða til að lokinni myndun ríkis-
stjórnar."
ERLEND YFIRSYN
Harri Holkeri gekk
greitt að mynda sam-
stjórn hægri manna og
sósíaldemókrata.
Atvinnubyltingu þarf til að
tryggja góðan hag Finna
Við nýafstaðna stjórnarmyndun í Finn-
landi hefur Mauno Koivisto forseti sýnt, að
hann er jafn leikinn fyrirrennurum sínum,
að beita valdinu sem finnska forsetaembætt-
inu fylgir til að hafa áhrif á framvindu stjórn-
mála. Fyrst eftir að kosningaúrslit urðu
kunn, lét Kalevi Sorsa, foringi sósíaldemó-
krata og fráfarandi forsætisráðherra, í veðri
vaka að flokki sínum bæri að fara í stjórnar-
andstöðu eftir nokkurt tap við kjörborðið.
Kvaðst Sorsa telja réttast, að samstjórn
hægri- og miðflokka tæki við stjórnar-
taumum.
Nú er Sorsa orðinn utanríkisráðherra í
stjórn undir forsæti Harri Holkeri úr Samein-
ingarflokknum, sigurvegara kosninganna.
Holkeri fékk umboð Koivisto forseta til að
mynda stjórn hægri flokks síns og sósíal-
demókrata. Því lauk hann á skömmum tíma,
og tók að auki með í stjórnarsamstarfið
Sænska þjóðarflokkinn og Landsbyggðar-
flokkinn. Áð stjórninni stendur því 131 þing-
maður af 200, sem skipa þing Finnlands. Þar
í landi er naumur þingmeirihluti lélegur
grundvöllur fyrir ríkisstjórn, af því meirihátt-
ar laganýmæli þurfa að hljóta afgreiðslu með
tveim þriðju atkvæða á þingi til að öðlast
gildi. Lítið skortir á að nýja stjórnin geti stát-
að af slíkum meirihluta.
Harri Holkeri hefur verið bankastjóri við
Finnlandsbanka og var væntanlegur fram-
bjóðandi fyrir Sameiningarflokkinn í næstu
forsetakosningum, sem verða að ári. Með því
að velja hann til að mynda stjórn sló Koivisto
tvær flugur í einu höggi. Hann greiddi götu
sjálfs sín að endurkjöri og tryggði að tveir
öflugustu stjórnmálaflokkar Finnlands, ann-
ar frá vinstri og hinn frá hægri, tækju saman
höndum um landsstjórn, þegar vandasöm
verkefni blasa við. Holkeri hefur hins vegar
fengið ákjósanlegt tækifæri til að auka orðs-
tír sinn og stjórnmálareynslu, og búa þannig
í haginn fyrir forsetaframboð sitt að næsta
kjörtímabili afstöðnu.
Sameiningarflokkurinn hefur verið utan
stjórnar í Finnlandi áratugum saman. Utan
Finnlands lá það orð á, að hægri mönnum
væri haldið utan stjórnar til að þóknast sov-
étmönnum, jafnvel að sovétstjórnin hefði
haft í hótunum, fengi flokkurinn stjórnar-
aðild. Fyrir þessu orðspori var, að sögn Finna
sem gerst mega vita, aldrei neinn fótur. Það
sem gerðist á aldarfjórðungs forsetaskeiði
Urho Kekkonens, var að hann notaði forseta-
vald sitt markvisst til að halda Sameiningar-
flokknum afsíðis. Með þessu vann Kekkonen
sér aukið svigrúm til að ná tveim markmið-
um. Miðflokkur hans sjálfs hélt nær stöðugri
stjórnaraðstöðu, og Lýðræðisbandalagið,
með kommúnista innanborðs, var hamið við
stjórnarábyrgð.
Nú eru kommúnistar í Finnlandi klofnir, og
sá hópur þeirra, sem setur sovéthollustu öllu
ofar, stórtapaði í þingkosningunum, fór úr tíu
þingsætum niður í fjögur. Evrópukommún-
istarnir náðu betri árangri, fengu 17 þing-
sæti. Fylgi kommúnista í heild hefur hrapað
um fullan helming frá því sem var á sjötta tug
aldarinnar, þegar Lýðræðisbandalagið hafði
nálægt fjórðung kjörfylgis og þingsæta.
Öll er þessi þróun til marks um hve ómak-
legt og fjarri öllum sanni var blaðuryrðið
„finnlandísering", sem ætlað var að gefa til
kynna, að Finnar væru í raun ofurseldir valdi
og geðþótta sovétstjórnarinnar, að á stöðu
þeirra og þjóða Varsjárbandalagsins væri í
rauninni stigmunur en ekki eðlismunur.
Glósu þessari var líka einkum komið á kreik,
þegar Franz-Josef Strauss og skoðanabræð-
ur hans í vesturþýskum stjórnmálum reyndu
allt hvað af tók að fæla landa sína frá austur-
stefnu sósíaldemókrata og frjálsra demó-
krata í Bonn. Þá var ,,finnlandísering“ máluð
eins og skratti á vegginn, því til sanninda-
merkis að öll Vestur-Evrópa kynni að verða
ofurseld, ef Willy Brandt og Walter Scheel
tækist sú ætlun sín, að koma sambúð Vestur-
Þýskalands við Sovétríkin og fylgiríki þeirra
í eðlilegt horf. Ekki er nema maklegt, að
Strauss verður nú að láta sér lynda að styðja
ríkisstjórn í Bonn, sem framfylgir austur-
stefnu fyrirrennara sinna óbreyttri.
Max Jakobson, margreyndur lykilmaður í
finnskri utanríkisþjónustu, segir í nýlegri
grein, að Ijóst sé að núverandi valdhafar í
Moskvu telji sambúðina við Finnland eitt af
því fáa sem vel hafi tekist í sovéskri utanríkis-
stefnu í Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari.
Hún byggist á því, að stórveldið virðir sjálf-
stæði og þjóðskipulag Finna. Öðru máli
gegnir, segir Jakobson, sunnan Eystrasalts.
„Stalín leitaði öryggis og valds með yfirgrips-
miklum aðferðum — með því að þenja út
veldið og undiroka nágrannaþjóðir. En nú er
svo komið, að landvinningar auðvelda ekki
lengur varnir. Að halda undirokuðum þjóðum
niðri að heimsveldishætti, veldur vaxandi
álagi á valdmiðstöðina. Öryggisbeltið, sem
myndað var í Mið- og Austur-Evrópu, er orð-
ið veikleikabelti." Jakobson lætur í ljós þá
skoðun, að Sovétmenn geri sér ljóst að nú sé
eftir Mognús Torfa Ólafsson
sambúðin við Finnland langtum betri og
traustari en við nokkurt annað nágranna-
ríki.
Helsti vandinn í samskiptum Finnlands og
Sovétríkjanna felst nú í verslunarviðskipt-
um. Lækkun olíuverðs varð til þess, að Sov-
étmenn drógu úr vörukaupum frá Finnlandi,
sem tekjutapi þeirra nam. Fimmtungur af út-
flutningi Finna hefur á síðustu árum farið til
Sovétríkjanna, og í verulegu atvinnuleysi
kemur samdráttur á þessum markaði sér illa.
Frá því Finnum tókst að hemja verðbólgu
og treysta gengi finnska marksins með af-
námi vísitölubindingar og náinni samvinnu
aðila vinnumarkaðarins og ríkisvalds um
kjarastefnu, hefur atvinnulífi og kjörum fólks
í Finnlandi fleygt fram. Þjóðarframleiðslan á
mann er komin fram úr því sem gerist í Bret-
landi og Frakklandi og nálgast önnur Norð-
urlönd. Lánstraust Finna á alþjóðlegum fjár-
magnsmarkaði er hið besta sem gerist.
En nú reynir á nýju rikisstjórnina, að laga
finnskt atvinnulíf að nýjum aðstæðum. Ekki
nægir lengur til velmegunar og hagvaxtar
staða í fremstu röð í einstökum, afmörkuð-
um greinum. Þar ber hæst skipasmíðar, eink-
um smíði ísbrjóta og skemmtiferðaskipa, og
sum svið rafeindatækni.
Atvinnutæki og framleiðsluhættir í margs-
konar léttiðnaði eru langt á eftir tímanum.
Landbúnaður er víða enn verr á vegi stadd-
ur. Hugmyndin með því að drífa saman í rík-
isstjórn tvo stærstu flokkana, hægri menn og
sósíaldemókrata, er að hún eigi styrk til að
koma Finnlandi yfir örðugan aðlögunar-
tíma, sem verður að vera undanfari, ef það
á að hasla sér völl með varanlegum hætti
meðal hátæknivæddra landa.
Til að koma á stjórnarsamstarfinu við sós-
íaldemókrata, gaf Holkeri forsætisráðherra
fyrirheit um að koma á, með lagasetningu ef
þörf krefði, ýmsum fríðindum fyrir laun-
þega. Samtök atvinnurekenda hafa tekið
þessi atriði stjórnarsáttmálans óstinnt upp,
og mótmæla því að gripið sé með lögum á
viðfangsefnum, sem að réttu lagi eigi heima
á samningsborðinu milli aðila vinnumarkað-
arins. Nýja stjórnin á eftir að lenda í mörgum
slíkum útistöðum, ef að líkum lætur.
32 HELGARPÖSTURINN