Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 34

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 34
MATKRAKAN Þarmaflóran, hvad?! Er það svo, að þú getir ekki farið út í búð án þess að fylla alla vasa af súkkulaði eða öðrum sætindum? Veistu kannski ekkert betra en að úða í þig súkkulaði og lakkrís og svolgra með nokkur glös af ískaldri mjólk? Ferðu kannski margar ferðir út í sjoppu á dag? Þambarðu mikið af gosdrykkjum og kaffi? Færðu oft óstjórnlega löngun í ákveðnar drykkjar- og/eða fæðutegundir þótt þú sért alls ekki svangur? Ertu kannski ferlega stressaður og átt erfitt með að einbeita þér? Þjáistu ef til vill af kláða og/eða ofnæmi? Vaknarðu þreyttari að morgni en þú dast út af að kveldi? Áttu erfitt með að hemja áfengisdrykkj- una? Flökrar stundum að þér að þú sért kominn með forstigseinkenni eyðni af því að þér finnst slenið, hausverkurinn, „stingirnir" og þreytan sem hrjá þig „ekkert eðlileg"? Reyndirðu kannski hvítvínskúrinn, sem mælt var með í síðasta pistli til að hressa þig við eftir fúkkalyfjameðferð, en hann dugði ekki til?! Hefurðu iðulega á tilfinningunni að eitt- hvað sé „að“ þér, þú bara veist ekki hvað? Ef þú svarar svo sem eins og þremur af framangreindum spurningum játandi er ekki ósennilegt að þarmaflóran sé í ólagi. Þarma- flóran hvað?! heyri ég nú sjoppufríkin æpa upp yfir sig svo að samlokan eða Freyju- draumurinn stendur í þeim. SVEPPASÝKING AF VÖLDUM FUKKALYFJAATS Jú, þannig er mál með vexti að óhófleg notkun fúkkalyfja frá því í stríðslok hefur valdið því að mótstöðuafl Vesturlandabúa gegn hvers kyns kvillum fer þverrandi, eink- um sökum þess að eftirmedferö hefur skort. Vissulega hafa fúkkalyfin bjargað ófáum mannslífum, t.d. þegar heilahimnubólga á í hlut, en hérlendis sem víða erlendis hefur verið alltof algengt að skrifa sjálfkrafa upp á fúkkalyf um leið og fólk fær hnerra eða hósta og þar með er dregið úr möguleikum líkam- ans á því að vinna sjálfur á sjúkdómum, sem er affarasælast. fnntaka fúkkalyfja hefur nefnilega ýmsar aukaverkanir í för með sér, þótt oftast séu þær látnar liggja í þagnargildi. Hún veikir t.d. starfsemi þarmaflórunnar umræddu sem svo aftur veldur því að líkaminn vinnur ekki úr fæðunni sem skyldi. Hér munar mestu um að iifrin fær ekki rétta næringu og getur því ekki myndað nægilega öflug mótefni gegn sjúkdómum, þ.á m. Afríkuveirunni. 1 því sambandi er rétt að undirstrika að smokka- notkun er engin allsherjar vörn gegn eyðni, heldur ber mönnum ekki síður styrkja ónæmiskerfið: efla mótefnaframleiðslu lifr- arinnar með góðri C- og E-vítamíninntöku, og með því að koma blessaðri þarmaflór- unni í lag. Til að koma henni í jafnvægi eftir fúkkalyfjaát er sérstaklega mælt með inntöku ákveðins dufts, Acidofilus Plus, sem er hrært út í volgu vatni. Hér er um að ræða blöndu úr þurrkuðum appelsínusafa, þrúgusykri og ýmsum frostþurrkuðum gerlum, t.d. hinum fræga Lactobacillus bulgaricus. (Fæst t.d. í Heilsuhúsinu við Skófavörðustíg og Heilsu- markadnum Hafnarstræti. En þar með er ekki öll sagan sögð. Hið gegndarlausa fúkkalyfjaát hefur hrundið af stað nýjum faraldri, sveppasýkingu, sem nú er mjög til umræðu á Vesturlöndum, einkum í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Bretar telja að a.m.k. fimmti hver maður þar í landi sé með sveppasýkingu af fúkkalyfjaáti. Hún lýsir sér svo að neikvæður sveppagerill, Candida albicans, öðru nafni tásveppur eða þruskusveppur, nær yfirhöndinni í smá- þörmunum og veldur þar sýkingu. Einkenn- in eru svo eitthvað í líkingu við það sem að eftir Jóhönnu Sveinsdóttur framan greinir: mikil þörf fyrir orkuríka fæðu og mikil matarþörf yfirleitt sem m.a. kristallast í stöðugri sókn i kolvetni, mjólkur- og gosdrykkjaþamb. Sé sýkingin á alvarlegu stigi getur hún haft í för með sér kláða í húð, bólumyndanir, jafnvel exemissár og ofnæmi fyrir öllu milli himins og jarðar. Þá hefur þessi tegund sveppasýkingar undantekning- arlaust í för með sér að blóðsykurinn minnk- ar, en það veldur svo aftur streitu og lélegri einbeitingu (og helst í hendur við kolvetnis- sóknina miklu). Hin alvarlegri stig sýkingar- innar fela nefnilega í sér að sveppurinn sáir sér út í blóðið í formi sveppaspora og dregur enn frekar mátt úr fólki. BLÓÐHREINSUNARKÚR Helsti heimildarmaður minn í þessum efn- um, Olafur Sveinsson hrossabóndi og hómó- pati, telur að allt að annar hver íslendingur þjáist af framangreindri sveppasýkingu í ein- hverjum mæli. (Það er heldur ekki einleikið að þessi þjóð skuli eiga heimsmet í sykur- og sætindaáti!) Að mati Ólafs er besta ráðið til að hreinsa sveppasporana úr blóðinu að efla mjög mótefnaframleiðslu lifrarinnar eins og að framan greinir. Til þess eru fjallagrös einkar vel fallin, segir hann. En þau þarf að taka inn á sérstakan máta ef þau eiga að koma að gagni í þessu tilliti. Hér á eftir fer uppskrift Ólafs að fjallagrasakúr til blóö- hreinsunar: Sjóðið 10 g af fjallagrösum í 8 dl. af vatni í 6 mínútur. Síið soðið frá og geymið. Takið svo inn á fastandi maga 1 dropa af soði í 20 ml. af vatni í 7 daga. Hættið þá inntökum í 7 daga, en takið svo inn 1 dropa af soði í 30 ml. af vatni í aðra 7 daga. Ef einungis er um að ræða sveppasýkingu í þörmum telur Ólafur ráðlegast að drekka 1 dl. af fjallagrasasoði daglega í eina viku. Og þá er ekki eftir neinu að bíða með að hreinsa sig af þessum óþverra, bæði til að auka almenna vellíðan, svo og framleiðni í landinu. Ekki veitir nú af! FJALLAGRÖS GEGN EYÐNI íslensk fjallagrös eru enda viðurkennd sem einstaklega holl og vítamínauðug fæða. Þar ber nútíma læknavísindum saman við margra alda reynslu fólksins í landinu, þá reynslu sem sumir hafa þó viljað kalla „kerl- ingabækur". Lækningamætti fjallagrasanna er lýst svo í bók Björns L. Jónssonar, íslensk- ar lœkninga- og drykkjarjurtir: „Styrkjandi, barkandi, hægðamýkjandi, blóðhreinsandi, ormdrepandi. Góð við hægðatregðu, uppþembu, lystarleysi, kraft- leysi, blóðsótt; einnig við niðurgangi. Seyðið er gott við kvefi og hósta, blandað hunangi. Af teinu drekkist 1 bolli tvisvar á dag. Fjalla- grösin eru efnarík og nærandi; í þeim eru 40—70% kolvetni, eða álíka og í kornmat; auk þess slímefni, sem verka vel á magann og meltinguna." Og þar sem fjallagrösin efla mjög mótefna- framleiðslu lifrarinnar sem svo aftur styrkir ónæmiskerfi líkamans, ætti HP að vera óhætt að auglýsa ekki bara smokkinn gegn eyðni, heldur jafnframt: Fjallagrös. Þau gœtu reddaö þér! HP gegn eyöni. Og látúm nú þúsund þarmaflórur blómstra með vorinu....! HVAB ÆTLAR Þð AD GERA UM HELGINA? HAUKUR SIGHVATSSON prentari Ég geri fastlega ráö fyrir þvíaö horft veröi á söngvakeppni Evrópu í sjónvarpinu á laug- ardagskvöldiö. Auövitaö vonar maöur aö íslenska lagiö spja ri sig, en ég er satt aö segja ekkert bjartsýnn og spái því aö þaö lendi um þaö bil í miöjunni. Nú spá einhverjir ómark- tœkir veöbankar laginu fimmta sœti en lagiö er bara ekki þaö golt, þaö er má segja sœmi- lega gott en ekkert sérstakt. Nú, auk þess aö vera prentari þá spila ég á trommur í hljóm- sveitinni Ármenn og viö spilum á balli á Hótel Örk í Hverageröi um helgina. Og efvel viörar þá fer ég örugglega í golf. Ég kalla mig mjög áhugasaman, en ef konan mín vœri spurö myndi hún örugglega kalla mig for- fallinn golfsjúkling! STJÖRNUSPÁ HELGINA 8.-10. MAÍ nmmnnmammtmt Föstudaginn skaltu nota til þess að reyna að bæta fjárhaginn. Þú færð nefnilega tækifæri til að sýna öðr- um hvað í þér býr. Löng ferðalög eða samskipti yfir lang- ar vegalengdir geta verið jákvæð fyrir rómantíkina á laugardag. Þú verður þá jafnvel enn meira aðlaðandi en venjulega og gætir lent í nýjum ástarsamböndum. Þú skalt slðan varast alla ákvarðanatöku á sunnudag. Þú skalt ekki halda að einhver sé að gefast upp fyrir þér, því þú hefur sjaldan verið ímeiri vanda. Sannleikur- inn er hins vegar einnig sá, að frelsið bíður þín innan nokkurra vikna. Það er óborganlegt. Þú ert núna með hugann við hluti, sem þú veltir yfirleitt ekki mikið fyrir þér. Heilbrigð skynsemi hlýtur hins vegar að segja þér að leysa ákveðin praktlsk vandamál áður en langtfma- áætlanir verða að veruleika. TVIBURARNIR (22/5-21/61 Þú hefur lært af reynslunni, þó svo það hafi ekki verið tekið út með sældinni, og nú er tími til kominn að fá hlutina á hreint I eitt skipti fyrir öll. Notaðu bremsurnar og sýndu hvað þú getur verið fastur fyrir. Þú hefur látið aðra ganga of langt I einkalífi og fjármálum og ef þú ger- ir ekki eitthvað I málinu núna, verða vandamálin enn verri síðar á árinu. Föstudaginn skaltu nota til hvers kyns félagslífs. Hittu fólk og brjóttu hefðir og venjur. Forðastu samt allt leynimakk og ekki fara illa með þig, ef þú ert kvefaður. Hvers kyns listsköpun mun ganga vel á laugardag og hann er einnig mjög heppilegur á rómantíska sviðinu. Notaðu daginn þann einnig til þess að tala alvarlega við ástvin umframtíðina.Á sunnudaginngætirðuhinsveg- ar lent I alvarlegum fjölskylduerjum. Þú ert að upplifa minnisstætt og gefandi tlmabil, bæði tilfinningalega og I vinnunni, en stjörnurnar eiga eftir að koma þér á óvart enn einu sinni. Og það sem þú kemst að núna, eftir ýmsum krókaleiðum, gefur vissulega tilefni til þess að halda upp á heppnina. Þetta er góður tími til að ræða langtímaáætlanir og þú hefur þann kjark, sem nauðsynlegur er til að takast á við erfið mál. Reyndu að deila ábyrgð I vinnunni til tilbreytingar. Mundu að fæst orð hafa minnsta ábyrgð, jafnvel þó svo þér finnist einhver komast létt frá hlutunum. Innan skamms verður þú laus við það, sem Iþyngir þér núna. Þú munt eiga auðvelt með að takast á við vandamálið, 'hvers eðlis sem það er. Um 13. maí geta orðið miklar breytingar I einkallfinu og það eru fáar Meyjur, sem ekki hafa einhvers konar flutninga eða ferðalög á prjónun- i..i n i n miii— Áhyggjur þínar aukast á föstudag, en þú ættir ekki að setja neitt leyndarmál á blað. Laugardagurinn gæti hins vegar orðið afdrifaríkur í ástarmálunum og skyndibind- ingar leitt til endingargóðra hjónabanda. Þér gengur þá líka öll samvinna vel. Á sunnudag gætu svo ýmis Ijón verið I veginum, t.d. andstaða maka við áform þln. Þú skalt ekki treysta á að fá mikla aðstoð. SPORÐDREKINN (23/10-22/11 Þú kannt að þurfa að reiða fram fé vegna vina þinna eða vandmála þeirra á föstudag. Dagurinn er annars heppilegur til hvers kyns samneytis við vini og félaga, ef peningamál blandast þar ekki inn I. Á laugardag ættir þú hins vegar að leggja rækt við ástarsamband. Það verður notalegur dagur, þó ef til vill ekkert krassandi. Varastu að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við á sunnudag. BOGMAÐURINN (23/11-21/12; Þú þarf kannski að endurmeta gamalt samband, en reyndu þó ekki að þvinga neitt upp á yfirborðið áður en rétti tíminn er runninn upp. Ákveðið samband, sem hef- ur verið vægast sagt kuldalegt upp á slðkastið, verður örlítið hlýlegra um skeið. Njóttu þessog notaðu tlmann til þess að ræða um breytingar I framtíðinni. Tryggð ákveðins aðila ætti að sanna fyrir þér hve þú ert hepp- inn og tilfinningalega öruggur. STEINGEITIN (22/12-21/1 Notaðu föstudaginn til að skipuleggja sumarfríið, þvl uppástungur þlnar fá góðar undirtektir. Þú þarft hins vegar að sinna núverandi verkefni [ vinnunni af meiri ná- kvæmni og þolinmæði. Laugardagurinn er heppilegur I ástarmálum, þar sem annar aðilinn er töluvert yngri en hinn. Fjölskyldumeðlimir standa (vegi fyrir einhverjum áætlunum þlnum á sunnudag og þú kannt að þurfa að taka afdrifaríka ákvörðun. VATNSBERINN (22/1-19/2 Ef einhver yfirboðari þinn virðist llklegur til að ræða langtímasamninga á föstudag, skaltu losa þig undan öllum öðrum skuldbindingum. Þú ert nú I þeirri að- stöðu að geta létt af þér töluverðum áhyggjum. Láttu ekki aðra halda aftur af þér, heldur takstu á við eitthvað spennandi. Notaðu lika fyrri reynslu, jafnvel vonbrigði, þér til framdráttar og láttu ekki glepjast af fögrum lof- orðum, sem þú hefur heyrt áður. Núna snýst allt um tilfinningasambönd og á næstu dögum hefurðu lítinn tíma fyrir annað en það, sem snertir hamingju þína og öryggi i framtiðinni. Notaðu laugardaginn til að slaka á og mundu að yfirstandandi erfiðleikar eru yfirstiganlegir. Ekki ganga endanlega frá mikilvægri ferðaáætlun nema þú vitir að ástvinur þurfi ekki áaðstoð þinni að halda. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.