Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 37
NÆRMYND
stráka og stelpna. Samstúdent
hans annar minnist þess ekki að
hann hafi viðrað hug sinn til
stjórnmála, hann hafi fremur leitt
allt slíkt hjá sér og þau eru sam-
mála um að hann hafi ekki verið
mikill töffari eða sýnt neina til-
burði í þá átt. Hann hafi fyrst og
síðast verið ljúfur og almennilegur
og sem slíkur sé hann eftirminni-
legur en ekki vegna þess að hann
hafi skorið sig úr í hinu daglega
amstri.
Stuðmenn, hljómsveit allra
landsmanna til sjávar og
sveita, sleit barnsskónum í
MH og voru þeir Valgeir og Jakob
helstu forvígismenn hennar og
eru þeir einu sem hafa verið með
frá blábyrjun. Þeir gerðu í því að
vera púkó og voru fyrst og fremst
gleðiband, enda segir einn af
heimildarmönnum að það haf;
ekki verið nein furða þar sem
saman hafi farið skáti og fram-
sóknarmaður.
Valgeir tók þátt í fleiri hljóm-
sveitum innan veggja skólans sem
flestar áttu það sameiginlegt að
vera stofnaðar til að koma einu
sinni fram og deyja síðan drottni
sínum. Fæstir þeir sem rætt var
við sögðust þó hafa átt von á að
Valgeir gerðist poppari að at-
vinnu, þó margir haldi því líka
fram að hann og hinir Stuðmenn-
irnir hafi haft eitthvað sem gerði
þá öðruvísi og væri líklegt til að
verða þeim vegsauki þegar fram
liðu stundir. Ágúst Atlason, sem
var með Valgeiri í hljómsveitinni
Complex í Réttarholtsskóla, sagði
þó að ferill Valgeirs hefði ekki
komið sér á óvart en ÞórdurÁrna-
son, gítarleikari Stuðmanna og
félagi Valgeirs frá barnæsku, sagði
að hann hefði talið líklegra á
menntaskólaárunum að Valgeir
yrði lögfræðingur eða hagfræð-
ingur, endaði jafnvel í einhverju
ráðuneyti sem embættismaður.
Spilverk þjóðanna, sem kall-
að var guðsgjöf til íslensku
þjóðarinnar þegar það kom
fram, varð líka að einhverju leyti.
til í MH, þó fæðingarhríðir þess og
gerjunartími hafi verið miklu
lengri en Stuðmanna. Spilverkið
var reist á öðrum grunni en Stuð-
menn og segja má að þar hafi
komið fram hin hliðin á Valgeiri,
ljúf og þægileg lög með snarpóli-
tískum textum sem var andstæða
galgopaháttar Stuðmanna.
Hann hefur þannig óneitanlega
sýnt á sér tvær hliðar sem tónlist-
armaður, annarsvegar grínið og
glensið í kringum Stuðmenn og
hinsvegar alvöruna og ljóðræn-
una í Spilverkinu. Hann hefur sýnt
með Stuðmönnum að hann er
húmoristi góður. Árni Vilhjálms-
son, frændi hans og félagi til
margra ára, segir reyndar að húm-
orinn miðist fyrst og fremst við að
gera grín að sjálfum sér og sínum
líkum. Hann sé sjaldnast fyndinn á
kostnað annarra.
Valgeir hefur líka sýnt á sér aðra
hlið, hlið sem mörgum finnst ein-
lægari, þ.e. í Spilverkinu þar sem
tekin var afstaða, oftast með því
að varpa nýju ljósi á fyrirbærin
sem fjallað var um, til margra mik-
ilvægra mála og af þeim verkum
hlýtur hann að dæmast sem mað-
ur sem hefur lagt skerf til þjóð-
félagsumræðunnar. Hann virðist
oft vera fjarrænn en náinn ættingi
bendir á að hann tali aldrei um
sjálfan sig berum orðum. Það er
hans stíll að tjá sig undir rós. Hann
hefur ekki gert það á hefðbundinn
hátt, frekar en annað sem hann
gerir. Það er þó einkenni á öllu
sem eftir hann liggur að á bak við
liggur metnaður og mikil vinna og
sjálfskrítík sem hefur að sögn ná-
kunnugra alltaf fylgt honum.
Valdahlutföllin í þessum tveim-
ur hljómsveitum — Stuðmönnum
og Spilverkinu — hafa aldrei verið
ljós en þáttur Valgeirs er stór og
sjálfstraust hans mikið, svo mikið
að hann sést oft ekki fyrir í að
koma sínum hugmyndum á fram-
færi, sagði einn viðmælandi og
annar bætir við að hann komi sín-
um hugmyndum alltaf í gegn, bara
á sinn mjúka hátt. Hann hefur
samið mikið af þeirra lögum og
textum og um það segir viðmæl-
andi: Hann hefur samið eitt og eitt
gott lag en þau eru ekki mjög
frumleg öll. Hann er alltaf að, en
það er spurning hversu djúpar
hugmyndirnar eru.
Valgeir lauk stúdentsprófi
1972, eins og lög gerðu
ráð fyrir og næstu ár hans
fóru mestanpart í músíkina, fyrst í
Stuðmenn og um miðjan áttunda
áratuginn og fram eftir í Spilverk-
ið. Báðar þessar sveitir nutu gríð-
arlegra vinsælda en þrátt fyrir þá
velgengni var hart að Valgeiri lagt
að leggja á menntabrautina. Guð-
rún Þorvarðardóttir minnist þess
að innan Hánefsstaðaslektisins,
eins og þau kalla sig sjálf, hafi ver-
ið deildar meiningar um þessar
músíktilraunir drengsins og flestir
hafi raunar bara beðið eftir því að
þetta eltist af honum, hann myndi
hætta þessu og fara í nám og
verða mætur borgari. Popparar
nutu enda ekki mikillar virðingar
á þessum árum þó að tilkoma Spil-
verksins og Megasar hafi breytt í
nokkru þessu áliti manna.
Valgeir reyndi fyrir sér á ýmsum
sviðum í Háskólanum á þessum ár-
um en varð lítt ágengt. Hann byrj-
aði á viðskiptafræðinni en vék
þaðan eftir fáa daga og mun föður
hans hafa sárnað það verulega en
móðirin hinsvegar staðið fast að
baki honum, eins og hún reyndar
hefur gert í hverju sem hann hefur
tekið sér fyrir hendur.
Það var fleira sem faðir hans var
ekki ánægður með á þessum ár-
um, því Guðjón var mikið íhald og
gat illa þolað að Valgeir skyldi
verða vinstri sinnaður og fara að
setja fram skoðanir í þá átt. Var
reyndar ekki annars að vænta því
þegar Valgeir var barn var hann
mjög ákafur sjálfstæðismaður og í
fjölskylduboðum reifst hann við
hina krakkana úr þessari miklu
framsóknarætt um pólitík og gaf
sig hvergi þrátt fyrir liðsmuninn.
Leiðin lá svo í jarðfræði, ásamt
Siguröi Bjólu, en þeir félagar sáu
einnig fljótlega að það var ekki fag
við þeirra hæfi. Valgeir var síðan
einn vetur í ensku, þó hann lyki
ekki prófum um vorið. Þegar hann
var í hópi félaga sinna í enskunni
átti hann til að hlaupa út í bíl og ná
í gítarinn og setjast síðan út í horn
og slá einhverja hljóma með djöf-
ullegt glott á vör, eftir því sem Sig-
rún Hardardóttir man, en hún var
samtíða honum í enskudeildinni.
Hún minnist hans einnig fyrir sér-
staka góðmennsku, velvild og
hjálp sem hann veitti gjarna óbeð-
Iámsferli Valgeirs var þó
ekki lokið því 1978 tók
hann sig upp ásamt fjöl-
skyldu sinni sem hann var þá bú-
inn að stofna með Ástu K. Ragn-
arsdóttur, og fór til Noregs og nam
Þetta er Ijúflingur fyrst ocj fremst,
elskulegur, ærslafengmn og
hrekklaus. Laus við alla flærð og
undirhyggju.
Hann var barnið sem sagt var um:
mikið er hún heppin með drenginn.
Hann hefur mikið og gott sjúlfs-
traust oa það eru engar nagandi
efasemdir sem geta truflað sköp-
unargleðina.
Hann er ofsalega góður i fótbolta.
Eldfljótur, ókveðinn, markheppinn
og mikill keppnismaður. Hann er
samt drencjlyndur og heiðarlegur.
Þetta gildir líka um allt annað i
hans lífi.
Hann hefur samið eitt og eitt gott
laa en þau eru ekki mjög frumleg
ölfl Hann er alltaf að, en það er
spurning hversu djúpar hugmynd-
irnar eru.
Hann talar aldrei um sjálfan si
berum orðum. Það er hans still a
tjá sig undir rós.
þar félagsráðgjöf. Guðrún Frí-
mannsdóttir, félagsráðgjafi á Ak-
ureyri, var þar samtíða honum og
segir að hann hafi verið duglegur
í náminu, þó annar sem þar var á
sama tíma segi reyndar að Valgeir
hafi tekið það svona hæfilega
alvarlega. Þau eru sammála um
það, Guðrún og Þorsteinn Már
Balduinsson framkvæmdastjóri
Samherja á Akureyri, en hann var
í Þrándheimi á sama tíma, að Val-
geir hafi verið þægilegur í um-
gengni og skemmtilegur á allan
hátt. A samkomum Islendinga-
félagsins var hann hrókur alls
fagnaðar og reyndar í skólanum
líka, en þar kom hann gjarna fram
með gítarinn og söng Ríðum, ríð-
um við ýmis tækifæri. Hinsvegar
lét hann Norðmennina aldrei vita
að hann væri einn af fremstu
poppurum íslands og barst aldrei
neitt á af þeim sökum eftir því sem
samlandar hans og félagar þar
ytra sögðu.
Til þess var þó tekið af öðrum
íslendingum á þessum tíma að
Valgeir þótti ekki vera sérlega lag-
inn við Saab-bifreið sem þau
hjónaleysin áttu og mundu menn
að hann hefði sennilegast eytt í að
lesa viðgerðaleiðbeiningabók
sem honum fylgdi, meiri tíma en
nokkra aðra bók. Hann þótti ekki
mjög tæknilega sinnaður og kunn-
ingjar þeirra bentu á að ef þyrfti að
bjarga einhvefju með skrúfjárni á
heimilinu, þá sæi Ásta sambýlis-
kona hans um það.
Þegar náminu lauk vann
Valgeir um sinn í Noregi
en eitthvað mun honum
hafa líkað sú vinna illa og kom
heim og gerðist forstöðumaður
Ársels, félagsmiðstöðvar ungl-
inga. Þar var hann afar vel liðinn
og Ómar Einarsson hjá Æskulýðs-
ráði sagði að þeir hefðu verið
mjög vonsviknir að missa hann
þegar hann ákvað að hætta til að
endurvekja Stuðmenn. Hann átti
auðvelt með að umgangast ungl-
ingana og var mjög vinsæll í
þeirra hópi og ekki síður í hópi
samstarfsmanna sinna eftir því
sem Ómar sagði.
Sigríður Gudjónsdóttir, systir
Valgeirs sem m.a. vann með hon-
um um tíma í Árseli, segir að sá
tími sem Valgeir vann í Arseli hafi
verið undarlegur fyrir hann því að
hann hafi ekki sinnt músíkinni og
þessvegna ekki fundið sig.
Þegar Valgeir snýr síðan frá fag-
inu og aftur í faðm Stuðmanna og
poppsins er löngu tímabili upp-
reisnar lokið. Hann hefur gert upp
við sig endanlega að hann ætli að
vera músíkant og ekkert annað.
Guðrún Þorvarðardóttir, frænka
hans, segir að fjölskyldan sé alveg
búin að sætta sig við að hann sé
poppari að atvinnu. Hann sé elsk-
aður og dáður innan Hánefsstaða-
slektisins en verði auðvitað að
standa fyrir sínu sem poppari og
gera góða hluti eins og aðrir.
Ferill Valgeirs, bæði opinber-
lega og í einkalífinu, er því
svo sannarlega ekki þyrnum
stráður, hann er afburða vinsæll
innan fjölskyldu sinnar, sem popp-
ari og ekki síður á öðrum stöðum
þar sem hann hefur unnið við ým-
is verkefni á síðastliðnum árum.
Hann hefur komið sér vel við alla
sem hann hefur fyrirhitt á lífsleið-
inni og virðist eiga erindi til allra
aldurshópa, stétta og sviða mann-
lífsins. Gunnar Steinn Pálsson,
sem unnið hefur með Valgeiri að
auglýsingagerð á undangengnum
misserum segir um hann að hann
sé afburða snjall, eldfljótur að
vinna og snöggur að upphugsa
melódíur sem hitta í mark. Það sé
nánast hægt að ganga að því vísu
að ef Valgeir er fenginn til að
semja músík við auglýsingu þá
hitti hún í mark og hann heldur
áfram: Hann er ofsalega góður í
fótbolta. Eldfljótur, ákveðinn,
markheppinn og mikill keppnis-
maður. Hann er samt drenglyndur
og heiðarlegur. Þetta gildir líka
um allt í hans lífi. Og Fridrik Hall-
dórsson skrifstofustjóri hjá Iðn-
tæknistofnun, en fyrir þá stofnun
vann Valgeir kynningarverkefni
fyrir grunnskóla, sagði að sam-
vinnan við hann hefði verið mjög
góð, reyndar svo góð að þeir hefðu
beðið hann að taka annað verk-
efni. Hann hefði unnið verkið óað-
finnanlega og væri mjög hug-
myndaríkur og það sem hann var
að gera hefði fallið í mjög góðan
jarðveg hjá krökkunum. Þorgeir
Ibsen fyrrum skólastjóri Lækjar-
skóla, en þar kenndi Valgeir með
háskólanáminu, sagði að hann
hefði verið ágætur kennari, hefði
reyndar getað lagt það fyrir sig
með miklum ágætum. Hann hafi
verið ljúfur í umgengni, samstarfs-
lipur en um leið frískur og fjör-
ugur.
Skólabróðir hans einn hafði
þetta að segja um persónuleika
Valgeirs: Þetta er ljúflingur fyrst
og fremst, elskulegur, ærslafeng-
inn og hrekklaus. Laus við alla
flærð og undirhyggju.
Valgeir hefur vakið athygli
fyrir jákvæðni og bjart-
sýni og hann á auðvelt
með að sjá spaugilegu hliðina á til-
verunni og þá ekki á þann veg
sem flestum er tamast, heldur ein-
mitt svolítið á skjön við alla aðra.
Einn sagði að hann væri ólíkur
öðrum poppurum, stælalaus og
þægilegur og að hann hefði
óvenjulega hæfileika til að gera
annars alvarlegt efni aðgengilegt
á skemmtilegan hátt, án þess að
það tapaði gildi sínu. Hann kynni
að spila á línunni milli alvöru, láta-
láta og háðs sem sýndi að hann
væri enginn væminn asni. Allir
sem rætt var við voru sammála
um að hann hefði alls ekkert
breyst síðan hann var lítill strákur,
hann væri ennþá sami yfirlætis-
lausi, hægláti pilturinn sem öllum
líkaði vel við, jafnt ungum og öldn-
um, frægðin og framinn hefðu
engin áhrif haft á prúðmennskuna
og kurteisina. Hann hefur haft lag
á að varðveita barnið í sér að
margra áliti og eins og einn heim-
ildarmaður orðaði það, þá er hann
stundum allt að því bernskur í
háttum í jákvæðri og góðri merk-
ingu þess orðs.
I seinni tíð hefur honum aukist
sjarmi að margra mati og hann
laðar að sér konur á öllum aldri,
hann sjarmerar gamlar kerlingar
og ekki síður yngri konur sem,
eins og einn orðaði það, laðast allt
að því ósæmilega að honum.
Fyrir skemmstu skemmti
hann gamla fólkinu í Nes-
kirkju og þar fékk hann alla
til að slá teskeiðunum í bollana í
takt við músíkina og þegar hann
skemmti yngstu kynslóðinni á
Andrésar Ándar leikunum á Akur-
eyri í vetur, hafði hann 450 börn,
á aldrinum 3—12 ára, í vasanum
og lét þau öll syngja með sér. Þessi
fjöldi er þó ekki mikill, miðað við
það þegar hann hefur stjórnað sjö
þúsund manns á útihátíðum í Atla-
vík og fengið allan þann fjölda til
að gera ýmsar hundakúnstir.
Hann er stemmningarmaður, öðr-
um betri í að finna og nýta þá
stemmningu sem ríkir hverju
sinni. I Atlavík ’85 höfðu móts-
haldarar áhyggjur af því að fólk
myndi ef til vill drepast úr kulda, ef
það dæi brennivínsdauða á víða-
vangi og fundu engar leiðir til að
benda ölvuðum æskulýðnum á
þessa hættu. Valgeir leysti málið í
snarhasti, hann sagði bara við
krakkana að það væri skylda að
minnst tveir færu í hvern svefn-
poka um nóttina. Engin predikun,
heldur talað til fólksins á tæpi-
tungulausu máli sem það skildi.
HELGARPÓSTURINN 37