Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 39

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 39
FRÉTTAPÓSTUR Stjómarmyndun — þreifingar Forseti Islands hóf að kalla formenn og aðra fyrirsvars- menn flokkanna á sinn fund í dag. Þá voru liðnir ellefu dag- ar frá þvi kosningaúrslit lágu fyrir. Fyrstur fór Steingrimur Hermannsson og síöan aðrir, koll af kolli. Forsetinn mun ljúka yfirferðinni á Stefáni Valgeirssyni, seinnipartinn á morgun. Eftir kappsamar þreifingar strax eftir kosningar tók að draga úr þeim er líða tók á vikuna. Jón Baldvin Hannibals- son var enn sem fyrr kappsamastur. Jón reyndi enn fyrir sér með myndun viðreisnarstjórnar með þátttöku Kvenna- listans, en konurnar drógu hann á svarinu. Þá kom nýsköp- unarstjórn upp og Jón tók að þreifa á Alþýðubandalaginu. Þaer umræður hafa enn ekki borið sýnilegan árangur. Aðrir stjórnmálaforingjar haf a ýmist látið lítið yfir sínum þreifingum, eða hreinlega neitað því að vera i ríkisstjórnar- hugleiðingum. Eftir að Þjóðhagsstofnun birti nýjar upplýsingar um efnahagsástandið og forsetinn hefur rætt við forsvarsmenn flokkanna má hins vegar búast við að meiri alvara hlaupi í umræðurnar. Fóstrur draga aftur uppsagnir Fóstrur á dagheimilum Eeykjavíkurborgar samþykktu á fundi sl. sunnudag að gangast inn á kjarasamkomulag sem Starfsmannafélag Reykjavíkur og borgarstjóri höfðu náð saman um. Samkomulagið var samþykkt með 107 atkvæð- um gegn 51 og felur í sér um 37.500 króna lágmarkslaun, en fóstrur höfðu barist fyrir 40.000 króna lágmarki. Mestur styr stóð um svokölluð sérmál fóstra, sem meðal annars vildu fá samþykktar kröfur um deildarfóstruheiti og að námskeið yrðu metin til launa. Formaður Starfsmannafé- lagsins hefur heitið fóstrum þvi að deildarfóstrukrafan verði komin í höfn um næstu áramót, en námskeiðakrafan náðist ekki fram. Hins vegar var samþykkt krafa um fjölg- un yfirfóstra, um fjölgun starfsmannafunda, vilyrði fyrir launuðum námsleyfum auk launahækkunarinnar, sem er tveimur launaflokkum betur en Starfsmannafélagið sam- þykkti fyrir aðrar stéttir nýlega. Fóstrur samþykktu þetta en voru óánægðar með vinnubrögð formanns Starfsmanna- félagsins og borgarstjóra, sögðust hafa tapað orrustu fyrir karlaveldinu í Reykjavík. Samkomulagið mátti ekki tæpara standa, því mikill fjöldi barnaheimila hefði lokast mánu- dagsmorguninn ef um S00 fóstrur í Reykjavík hefðu haldið uppsögnum sínum til streitu. Útvegsbanki íslands hf. Útvegsbanki íslands hf. opnaði sem hlutafélagsbanki s.l. mánudag. Fyrirhugaðar eru margvíslegar breytingar á starfsemi bankans. Rætt hefur verið um að gera útibúin sjálfstæðari, skipta bankanum í smærri rekstrareiningar og stofna veðdeild við bankann. Nýr bankastjóri er tekinn til starfa í bankanum, Guðmundur Hauksson, en hann starfaði áður sem sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Hafnarfjarð- ar. Nýtt bankaráð er tekið tll starfa í bankanum, en formað- ur þess er Gísli Ólafsson. Bankastjórarnir Ólafur Helgason, Lárus Jónsson og Halldór Guðbjarnason hafa allir látið af störfum. Þær breytingar sem nú verður hrundið i fram- kvæmd af nýju bankaráði og nýjum bankastjórum voru undirbúnir af þeim aðilum sem nú hafa hætt störfum hjá Útvegsbankanum. Hefur undirbúningur þeirra tekið eitt ár. Ársfundur í góðæri Ársfundur Seðlabanka íslands var haldinn í fyrradag. í ræðu Jóhannesar Nordal, sem flutti skýrslu bankastjóra á fundinum, kom fram að hagur íslendinga stæði með mikl- um blóma um þessar mundir. Varð seðlabankastjóra tíðrætt um hvernig viðhalda mætti góðærinu og með hvaða hætti mætti byggja upp íslenskt efnahagslíf á þeim grundvelli sem búinn hefði verið til síðustu misseri. Athygli vakti að Jó- hannes Nordal lagði áherslu á þörfina fyrir vaxtahækkun til að hafa stjórn á peningamálum. Fréttapunktar • Valgeir Guðjónsson og Halla Margrét Árnadóttir, fulltrú- ar íslands í Evróvisjón-keppninni í Brússel fóru utan á mánudag með lagið „Hægt og hljótt". Keppnin er á laugar- dag. • Leiðsögumenn eru ennþá í verkfalli og virðist lítt þokast í samkomulagsátt. Fyrsti stóri ferðamannahópurinn kom til landsins i vikunni. Segulbandsupptökur eru notaðar í rútum. • Um 7000 kjúklingar drápust á bænum Jórvík í Árnes- sýslu síðastliðið föstudagskvöld í miklum bruna sem þar varð í útihúsum. Mönnum varð ekki meint af. • 1. maí hátíðarhöldin fóru vel fram um land allt að þessu sinni, en það var þó óvenjulegt við daginn að víða snjóaði og óð göngufólk sumstaðar litla skafla með kröfuspjöldin sín. • Dan Hanson sigraði á Helgarskákmótinu sem að þessu sinni fór fram á Akureyri. • Sjómann tók út af bátnum Lýtingi á laugardagsmorgun og drukknaði. Maðurinn hét Viðar Ólafsson og lætur eftir sig eiginkonu og 2 börn. • Pétur Ásbjarnarson dvaldi á þaki Laugardalshallar í 300 klukkustundir samhliða heimilissýningu í höllinni. Krýsuvikursamtökin stóðu að þessu uppátæki og var búið að heita tæplega milljón á Pétur þegar hann kom niður á jörðina s.l. sunnudag. • Sigildar sögur, sem margir kannast við, eru nú komnar út að nýju, en þessi ágætu teiknimyndablöð opnuðu mörgu barninu fyrstu innsýn í heimsbókmenntirnar á sínum tíma. • Hjartasjúklingur lét lífið í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík á laugardag. Málið er í rannsókn hjá RLR. • Þjóðhagsstofnun upplýsti í vikunni að fjárlagahallinn væri meiri en ráð var fyrir gert, sjá frekar Innlenda yfirsýn. • Miklar deilur hafa staðið á Súðavík um sölu á fyrirtækinu Frosta sem er eina atvinnufyrirtæki staðarins, sjá bls. 8 og 9. BILALEIGAN Langholtsvegí 109 (í Fóstbræöraheimilinu) Sækjum og sendum Greidslukorta þjónusta Sími 688177 Smokkur Hann gœti reddaö þér h» GEGN EYÐNI Við kynnum Manica-kjötiðnaðarvélarnar í verksmiðju okkar Krókhálsi 6 föstudag 8. maí frá kl. 15—17 og laugardag 9. maí frá kl. 10—16. HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.