Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 14
Eftir Önnu Kristine Magnúsdóttui
Mynd Jim Smart.
Guðrún Ágústa Þórarinsdóttir og David — Kid — Jensen í
opnuviðtali.
Þau eru nú stödd ó Islandi á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar
ITV og gera þótt um Island sem fimmtón milljón óhorfendur munu sjó
í janúar. En hættir að rigna óður en tökur hefjast? Við tölum minnst
um það í viðtalinu.
BARA ÞAÐ HÆTTI AÐ RIGNA!
Þriöjudagur. Síödegi og úrhellisrigning. Inni í bílnum m'mum situr Anna
Lísa Jensen, 9 ára gömul dóttir Gudrúnar Ágústu Þórarinsdóttur og David
Jensen, sem eru í opnuviðtalinu í dag.
Við bíðum eftir foreldrum hennar og bróður, David Alexander 6 ára. Þau
eru enn inni í Listasafni Einars Jónssonar þar sem þau hafa eytt hluta af deg-
inum. Foreldrarnir eru að kaupa afsteypu af Móöurást. Anna Lísa horfir
lengi á mig og spyr svo: „Hvað gerir þú?“„Ég er blaðamaður," svara ég. Hún
horfir á migstórum augum, svolítið hissa, og segir: „Mamma mín gerir ekki
neitt.“
Þá veit maður það. Mamma hennar gerir ekki
neitt. Eg spyr hana hvort mamma hennar sjái
ekki um þau systkinin, taki til í húsinu, búi til
matinn og þvoi af þeim. Hún virðist gera upp-
götvun við þessar spurningar og segir af innlif-
un: „Jú, hú. Og þú ættir bara að sjá allt draslið
eftir mig og bróður minn!" Bætir svo við bros-
andi: „Svo ætlar mamma að eignast annað barn
bráðum. Þá hefur hún ennþá meira að gera.“
MEÐ MÓÐURÁST í PLASTPOKA
Mamman, pabbinn og bróðirinn koma hlaup-
andi í rigningunni með Móðurást í plastpoka.
Eins gott áður en ég frétti fleiri fjölskylduleynd-
armál sem lenda svo á prenti!!! Það er hlegið
mikið að yfirlýsingu Önnu Lísu um móður sína
sem gerir ekki neitt: „Þetta finnst henni vegna
þess að ég vinn ekki úti," segir Guðrún Ágústa.
„Hún veit líka hvers kyns systkinið er svo það
var kannski eins gott að við komum í tæka tíð.
Ég veit nefnilega að þú skellir þessu beint í
blaðið!"
En ástæða viðtalsins er ekki fjölgun í fjölskyld-
unni heldur það að Guðrún og David (eða Kid
eins og flestir vina hans kalla hann) eru stödd
hér á landi í nokkra daga til að gera þátt um ís-
land:
„Þetta er ferðaþáttur sem heitir „Wish you
were here" og er sýndur í Bretlandi á veturna.
Hver þáttur er 30 mínútna langur og í honum
eru tekin fyrir þrjú lönd. Ég valdi Island sem
„landið mitt“,“ segir Kid. „Þótt hvert land fái
ekki nema um 8-10 mínútna umfjöllun er þetta
sterkasta landkynning sem völ er á. Áætlað er
að um 15 milljón manns horfi á þennan þátt og
hvort sem þú trúir því eða ekki hefur ísland
aldrei verið kynnt þar fyrr. Það var tími til kom-
inn! Þess vegna er ég ekki mjög ánægður með
rigninguna... Eins og veðrið hefur verið stór-
kostlegt hér á íslandi í allt sumar," segir hann.
„Hins vegar má kannski segja að það sé að
sumu leyti vafasöm gleði að gera svona þátt..."
— Hvaö meinardu???
„Jú, sjáðu til. ísland er sérstakt. Það er sérstakt
vegna þess að hér geturðu notið náttúrufegurð-
arinnar án þess að byrgt sé fyrir hana af ferða-
mönnum eins og í Englandi þar sem þú sérð
ekki grænar hlíðar fyrir rauðum og gulum vind-
jökkum sem ferðamenn klæðast!"
Þátturinn er gerður á vegum bresku sjón-
varpsstöðvarinnar Thames Television, ITV, þar
sem David hefur starfað í nokkur ár. „Við eyðum
miklum tíma og peningum í að gera þennan þátt
sem best úr garði. BBC hefur líka landkynning-
arþætti en þeir eru ekki eins vinsælir og þessi
hjá ITV."
Hann segist hafa áhuga á að kynna Bretum ís-
land vegna þess að það bregst ekki þegar fólk
hittir Guðrúnu að þaðsegir: „Þú ert fyrsti íslend-
ingurinn sem ég hef séð!" Flestir bæta við:
„Hvernig er ísland?" en það eru mjög fáir sem
segja: „Bara tilhugsunin um ísland... Ekki vildi
ég fara þangað. Það hlýtur að vera mjög kalt þar
og vont veður." Þessi skoðun myndast af van-
kunnáttu. Bretar vita of lítið um fsland. Margir
eiga líka svo stutt frí að þeir vilja eyða því þar
sem þeir geta verið vissir um að sé sól og hiti.
Flestir segjast aftur á móti vera forvitnir að
kynnast landinu og langi að heimsækja það.
Nú getur fólk séð hvað ísland hefur upp á að
bjóða," segir Kid. „Hér er hreint loft, fallegar
gönguleiðir og hægt að njóta útiverunnar í heil-
næmu lofti. Hér er svo mikið frjálsræði."
LÉK Á TROMPET MEÐ
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT í
KANADA
En íslendingar þekkja Kid best vegna starfa
hans hjá Radio Luxembourg, útvarpsstöð sem
íslenskir unglingar á besta aldri (svona 17-20
held ég) hlustuðu á daga og nætur hér á árum
áður. Við spyrjum Kid fyrst hvenær áhugi hans
á dagskrárgerð hafi vaknað:
„Ég hlustaði alltaf mikið á útvarp sem barn,"
segir Kid. „Ég fæddist í Victoria, sem er höfuð-
borg British Columbia í Kanada, en fluttist til
Vancouver þegar ég var tveggja ára. Það var svo
draumurinn frá átta ára aldri að komast á út-
varpsstöð og í gagnfræðaskóla var ég forseti
nemendafélagsins og vandist því fljótt að koma
fram og tala opinberlega. Ég var alltaf lélegur í
reikningi en foreldrar mínir vildu endilega að ég
kæmist í háskóla síðar. Eina leiðin til þess var að
vera með próf í listum og ég fór því í tónlistar-
náin jafnframt því sem ég las listasögu og líf-
fræði til að hífa mig upp í einkunn. Ég lærði að
spila á trompet og lék lengi með Sinfóníuhljóm-
sveit í Vancouver. Þegar ég var 16 ára auglýsti
útvarpsstöð í Vancouver eftir manni til að sjá um
þátt með klassískri tónlist. Ég sótti um starfið því
mér fannst ágætt að prófa þetta með skólanum.
Talaði inn á segulbandsspólu, sendi stöðinni og
fékk starfið. Fyrst í stað sá ég um þátt sem hét
„Music for Dining" og var aðallega leikin kamm-
ertónlist í honum. Sá þáttur var fjármagnaður
með auglýsingum frá jarðarfararfyrirtæki. Mér
fannst henta betur að kalla hann „Music for
Dying"! Sautján ára gamall skipti ég um stöð og
sá um þátt sem hét „Teen Beat" og var milli
fimm og átta síðdegis. Hætti að kynna klassíska
tónlist og kynnti popptónlist. Meðan ég var þar
hitti ég fyrrverandi útvarpsmann hjá BBC, Steve
Young, sem þá starfaði hjá Radio Caroline
South. Hann átti margar segulbandsspólur með
upptökum úr breska útvarpinu sem hann leyfði
mér að heyra. Ég hafði alist upp við breska
menningu því þrír fjórðu fjölskyldu minnar voru
þaðan. Afi minn frá Lincoln í Englandi og tvær
ömmur frá Glasgow. Hinn afi minn var aftur á
móti frá Árósum í Danmörku og þaðan er Jen-
sen-nafnið komið. Mig hafði alltaf langað að
heimsækja England og í mínum huga var það
„gamla landið". Mig hafði jafnvel dreymt um að
komast að hjá útvarpsstöð í Englandi því það
var auðvitað toppurinn. Þar voru Rolling Stones
og Beatles..."
SELDI TROMPETINN FYRIR
FARGJALDI
Kynni Kids við Steve Young urðu til þess að
hann ákvað að hika ekki þegar Radio Luxem-
bourg auglýsti eftir dagskrárgerðarmanni: „Ég
sendi upptöku til þeirra og fékk skeyti strax. Þeir
sögðu að ef ég gæti verið kominn til Lúxem-
borgar innan 96 klukkustunda fengi ég starfið.
Ég hugsaði mig ekki um tvisvar. Hætti í skólan-
um, seldi trompetinn minn og mótorhjólið og
flaug til London. Þar hitti ég breska yfirmenn
Radio Luxembourg og innan fárra daga hafði ég
hafið störf hjá útvarpsstöðinni í Lúxemborg.
Vegna þess að ég var yngstur á stöðinni fékk ég
nafnið „Kid“ — og er kallaður það enn. Jafn-
framt útvarpsstarfinu gerði ég þætti fyrir bresk-
ar sjónvarpsstöðvar, Granada og Yorkshire TV,
og eftir sex og hálfs árs starf hjá Radio Luxem-
bourg flutti ég mig yfir til Bretlands. En það var
eftir að Guðrún kom inn í myndina..."
Á NÆTURKLÚBBI Á
AÐFAN GADAGSKVÖLD
Guðrún kom inn í myndina á aðfangadags-
kvöld árið 1974. Það var á næturklúbbi í Lúxem-
borg sem þau hittust. Höfðu reyndar sést einu
sinni áður og voru þarna bæði að drepa tímann:
„Ég starfaði sem flugfreyja og var kölluð út í flug
á aðfangadag," segir Guðrún. „Ég var ákveðin í
því að þetta yrðu ömurlegustu jól ævi minnar og
þar sem ekkert var að gera eftir kvöldmatinn
skruppum við á næturklúbb. Og þar var Kid....“
Svo var það eins og í ævintýrunum, einn, tveir
og þrír. Einum og hálfum mánuði síðar opinber-
uðu þau trúlofun sína og giftust í Dómkirkjunni
í júní, aðeins fimm og hálfum mánuði eftir að
fundum þeirra bar saman. Þau settust fyrst að í
Nottingham í Englandi þar sem David vann hjá
óháðri útvarpsstöð en fluttu ári síðar til London
þegar hann fór að starfa hjá BBC 1:
„Þar kynnti ég bæði popptónlist og stjórnaði
þáttum sem voru trúarlegs eðlis," segir Kid.
„Einnig starfaði ég við sjónvarp og gerði m.a.
þátt um Martin Luther King fyrir BBC 2 árið
1980. Yfirmaður CBS-sjónvarpsstöðvarinnar í
New York var staddur í London þegar sá þáttur
var sýndur og bauð mér starf við stöðina í
Atlanta í Bandaríkjunum. Þangað fluttum við og
dvöldum þar í eitt ár. Þar kom ég ekki nálægt
popptónlist heldur starfaði við fréttaþætti og
þætti um málefni líðandi stundar. Mér fannst
gaman að takast á við þetta verkefni en við und-
um okkur ekki nógu vel í Bandarikjunum. Við
misstum tengsl við vini okkar og fengum satt að
segja „heimþrá" til Englands þótt hvorugt okkar
sé þaðan. Við höfðum allt til alls í Bandaríkjun-
um, höfðum stórt hús með sundlaug í garðinum
og ég hef aldrei haft eins miklar tekjur og þar. En
það nægir manni ekki að hafa nóg af veraldleg-
um gæðum. Það vantaði algjörlega andleg verð-
mæti og okkur fannst allt fremur yfirborðslegt í
Bandaríkjunum. Eftir árs dvöl þar komu til mín
tveir menn frá BBC og buðu mér gamla starfið
mitt aftur og ég var ekki lengi að taka því.“
Hann segir að margir vina þeirra hafi heim-
sótt þau til Atlanta og hreinlega haldið að þau
væru ekki með öllum mjalla að sleppa þeim
gullnu tækifærum sem Ameríka bauð upp á:
„En við söknuðum svo margs frá Englandi sem
peningar bættu ekki," segir hann.
Til Englands komu þau að nýju síðari hluta
ársins 1981 og Kid starfaði hjá BBC til ársins
1983 er hann flutti sig yfir til Capital-útvarps-
stöðvarinnar, sem er sú stærsta af 45 óháðum
útvarpsstöðvum Bretlands, staðsett í London.
Einnig sér Kid um vinsældalista allra óháðu
stöðvanna á sunnudögum: „BBC er stórkostleg
stöð og það stendur henni engin jafnfætis í
fréttamálum," segir hann. „Tónlistarlega séð
gera þeir hins vegar ekki nóg fyrir hlustendur."
Auk þess að sjá um tónlistarþætti stjórnar Kid
viðtalsþáttum á útvarpsstöðinni og í fyrra hiaut
hann þrjár viðurkenningar fyrir bestu þættina.
„Þetta er í stuttu máli starfsævi mín í hnot-
skurn," segir hann.
í MATSELD HEIMA HJÁ PAUL
MCCARTNEY
Kid hefur alla sína starfsævi umgengist heims-
þekkt fólk og þykir ekki mikið til þess koma.
Þess vegna beinum við næstu spurningum að
Guðrúnu Ágústu og spyrjum hana hvort það sé
rétt að þau hjónin tilheyri vinahópi Paul
McCartney og Lindu konu hans?
„Þú ert nú alveg.J" segir Guðrún skellihlæj-
andi. „Þau eru ekkert öðruvísi en þú og ég.“
— Hvar kynntust þid þeim eiginlega?
„Kid hafði tekið viðtöl við Paul nokkrum sinn-
um en ég hafði aldrei séð hann. Við vorum síðan
í fríi á eyju í Karabíska hafinu, Peter Istand, fyrir
tveimur árum þegar við mættum hjónum á
gangi með börn sín. Það voru Paul og Linda með
börnin og við tókum tal saman. Krakkarnir
okkar voru líka með í ferðinni svo úr þessu varð
hinn besti kunningsskapur, einkum vegna þess
að James sonur þeirra er jafngamall Önnu Lísu.
Þetta þróaðist svo upp í það að við erum góðir
vinir í dag og við Linda höfum mjög oft sam-
band."
— Þú getur kannski frœtt okkur á því hvernig
heimilid þeirra er...!
„Alveg sjálfsagt. Það er mjög svipað þínu...!“
— Láttu ekki svona.
„Jú, þau búa í ósköp venjulegu húsi. Að vísu
eiga þau mjög stórt land sem umlykur húsið en
það er líka það eina sem sker sig úr. Innanhúss
er mjög venjulegt og heimilislegt og í rauninni
allt, allt öðruvísi en maður hefði getað ímyndað
sér að stórstjörnur byggju í. Linda gerir allt sjálf
og þau hafa aldrei haft ráðskonu eins og algengt
er hjá þeim efnameiri. Þegar Paul var að koma
út nýjustu plötu sinni bauð hann okkur heim að
hlusta á hana áður en hún var gefin út. Þá tók
ekki betra við en það að plötuspilarinn hans var
bilaður og við fórum upp í herbergi dótturinnar
til að hlusta á þennan frumflutning! Mér fannst
þetta bara nokkuð gott, að Paul McCartney ætti
bilaðan plötuspilara!! Við höfum haldið saman
grillpartý þar sem allir fjölskyldumeðlimir hjálp-
ast að við eldamennskuna."
— Svo þú hefur verið kokkur heima hjá Paul,
eda hvad?
„Nei, kannski ekki kokkur, en ég hef þó hjálp-
að til við matargerðina. Þetta er bara venjulegt
fólk."
— Ég hef alltaf hálföfundad þig af einu. Þad
var þegar þú hittir Cliff Richard.
„Já, það var eitt af þvi sem mig hafði aldrei
órað fyrir fremur en það að ég ætti eftir að hitta
Paul McCartney. Þegar ég var lítil stelpa dáði ég
Cliff Richard. Ég hafði myndir af honum hang-
andi upp um alla veggi og hlustaði á lögin hans.
Þegar ég hitti hann í fyrsta skipti fannst mér það
svolítið merkilegt, ég verð nú að viðurkenna
það! Nei, ég sagði honum ekki að ég hefði dáð
hann á mínum yngri árum," svarar hún skelli-
hlæjandi. „En það gildir það sama um Cliff og
Paul og reyndar annað frægt fólk sem við höfum
hitt: Þetta eru allt ósköp venjulegar manneskjur
sem vilja að komið sé fram við þau eins og alla
aðra."