Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 15
ÓVENJULEGAR MÓTTÖKUR í
HONGKONG
Sjálf hafa Kid og Guðrún lent í því aö verða
tekin fyrir allt annað fólk: ,,Já það var alvegstór-
skemmtilegt," segir Guðrún. „Við komum til
Hong Kong og höfðum pantað okkur tveggja
manna herbergi. Okkur var vísað á þessa líka
glæsilegu svítu með setustofu, stóru hjónaher-
bergi og því alstærsta baðherbergi sem ég hef
nokkurn tíma séð. Baðkarið var eins og sund-
laug að stærð og með nuddtækjum. Þau voru
svo öflug að við settum einu sinni freyðisápu í
vatnið og vissum ekki fyrr en baðherbergið var
allt löðrandi í sápu — upp um alla veggi! A her-
berginu beið okkar kampavín, blóm og ávaxta-
karfa frá hótelstjóranum. Daginn eftir fórum við
ásamt öðrum ferðamönnum í bátsferð sem
hafði verið pöntuð fyrir okkur frá Englandi. Þeg-
ar við komum í matsal skipsins var okkur tveim-
ur vísað alveg sérstaklega á skreytt borð. Við
skildum ekkert í þessum almennilegheitum og
fannst reyndar svolítið ótrúlegt að BBC væri
svona vel kynnt t Hong Kong. Það kom í ljós við
brottför að hótelstjórinn hélt að Kid væri leikar-
inn David Jansen sem var þekktur fyrir leik sinn
m.a. í ,,Á flótta", sem var sýndur á Islandi stuttu
eftir að sjónvarpið byrjaði. Það besta af öllu var
þó það að David Jansen leikari hafði dáið þrem-
ur árum áður en við komum til Hong Kong!!“
— Þú sagöir áðan aö börnin heföu veriö meö
ykkur á eyju í Karabíska hafinu. Feröast þau
mikiö meö ykkur?
,,Já, við tökum þau með okkur í flestallar ferð-
ir sem við förum. Þau hafa gaman af að ferðast
og sjá heiminn. Einu sinni á ári förum við þó tvö
ein í frí. Það er svona til að halda rómantíkinni
við...“
— Hvernig er þaö annars með þig. Gerirðu
ekkert?!
„Geri? Ég get sagt þér í fullri hreinskilni að ég
hef alveg meira en nóg að gera þakka þér fyrir.
Ég hef alltaf verið sjálfri mér nóg og aldrei þekkt
þá tilfinningu að leiðast nokkurs staðar, nokk-
urn tíma. Þegar krakkarnir eru í skólanum á vet-
urna hef ég drifið mig sjálf í nám, lært allt frá
blómaskreytingum upp í listasögu. Ég hef mjög
gaman af að fara í leikhús, sjá listsýningar og
heimsækja söfn. Það nægir mér ekki að horfa á
listaverkin, ég verð að vita allt um listamanninn
og eyði gífurlegum tíma í að kynna mér hvað ég
er að fara að skoða.
Það bjargar mér kannski að ég er svo mikið
borgarbarn í mér að það á vel við mig að búa í
nágrenni stórborgar."
— Aldrei heimþrá?
„Aldrei. Fyrir mér er England yheima“. Ég
held það sé ekki gott að kalla Island alltaf
„heima“. í Englandi er húsið okkar, heimilið
okkar og þar eigum við heima. Hins vegar er ég
alltaf íslendingur í mér og verð það alltaf. Ég get
til dæmis ekki hugsað mér sjálfa mig tala með
erlendum hreim. Aður en börnin fæddust talaði
ég við hundinn okkar, Arrow, á íslensku og nú
tala ég íslensku við börnin sem bæði tala hana
og skilja. Ég er svo heppin að hafa tök á því að
komast til Islands þegar ég vil. Hingað kem ég
að meðaltali tvisvar til þrisvar á ári. Þetta er
þriðja ferðin mín hingað á þessu ári og septem-
ber er rétt að byrja. Ég held að hluti af óánægju
minni í Bandaríkjunum hafi verið sá að mér
fannst ég svo fjarri íslandi. England er svo ná-
lægt að það er ekkert mál að koma hingað. Ég
get sagt þér skemmtilega sögu af því hvað ég er
fastheldin á þjóðerni mitt. Kid var að fá breskt
vegabréf núna nýlega eftir langa bið. Mesta mál-
ið hjá þeim var að vita hvers vegna í ósköpunum
eiginkona hans afþakkaði breskt vegabréf! Þeir
trúðu ekki að nokkur afþakkaði slíkt sem á ann-
að borð stæði það til boða! En það er alveg á
hreinu að ef ég fengi nóg af að búa erlendis þá
stæði ekki á Kid að flytjast tii íslands."
„Það get ég alveg hugsað mér,“ segir Kid. „En
við hvað ætti ég að starfa? Það er örugglega
ekki grundvöllur fyrir enn einni útvarpsstöð-
inni."
Talandi um vegabréf. Kid er með kanadiskt
vegabréf (og einnig enskt núna), Anna Lísa með
breskt, David Alexander með bandarískt og
Guðrún Ágústa með íslenskt. Fjögur mismun-
andi vegabréf hjá fjórum fjölskyldumeðlimum.
Hvernig vegabréf fær nýja barnið?
„Islenskt," segir Kid og brosir. .jVið verðum að
finna nafn sem hentar jafnvel á Islandi og Bret-
landi.'
VISSI AÐ ÞAÐ VÆRI ÓDÝRT AÐ
MILLILENDA Á ÍSLANDII
En hvað vissi Kid um fsland áöur en hann
kynntist Guörúnu?
„Bara það að það væri ódýrasta leiðin milli
Evrópu og Bandaríkjanna að millilenda á ís-
landi," segir hann brosandi. „Ég man ennþá þeg-
ar ég las um það í ferðabókum þegar ég var
barn! Síðar bjó éjg um tíma í Norður-Kanada og
hélt lengi vel að Island væri svipað því. Svo kom
ég hingað og sá með eigin augum hvað það var
ólíkt."
— Hvaö finnst þér helst hafa breyst frá því þú
komst fyrst?
„Veitingastaðirnir og aukningin á bifreiðum.
Mér finnst sjávarréttirnir á íslandi bera af. Þeir
eru eftirlætið mitt. Ef þið berið Reykjavík saman
við stórar borgir í Bretlandi komist þið fljótt að
raun um að gæðamatið hér er miklu hærra en
þar."
Hann segir ennfremur að það hafi komið sér
á óvart þegar hann kom núna að sjá Holidaylnn
og Hard Rock Café í Reykjavík: „Það er ótrúlegt
að þetta skuli vera Reykjavík! Þetta er eins og
stórborg."
Ekki finnst börnunum það. Að minnsta kosti
segir mamman að þau elski að koma til íslands:
„Hér geta þau verið úti fram eftir kvöldi og leik-
ið sér. Þau geta farið alein út í búð að versla og
hér eru þau frjáls. Þeim finnst yndislegt að heim-
sækja ömmu og afa og fjölskylduna á íslandi,"
segir hún. Það eina sem þau virðast ekkert alltof
ánægð með er fiskurinn sem foreldrarnir elska:
„Hvað fáum við að borða í kvöld," spyrja þau
þegar líður að heimferðartíma. „Fisk,“ segir
pabbi þeirra glottandi. „Ó, nei!“ segja þau í kór
og vonbrigðin leyna sér ekki. „Aftur?‘
Stríðnissvipurinn á Kid kemur upp um hann
og svo spyr hann þau hvort þau ætli að vera með
í upptöku á sjónvarpsþættinum næsta dag? Þau
ætluðu að hugsa sig um: „í rauninni eigum við
öll að vera í þættinum," segir Kid. „Við göngum
um, förum í bátsferð og í útreiðartúr. Nema Guð-
rún. Hún fer ekki á hestbak komin sex mánuði
á leið!" Guðrún og Kid verða bæði kynnar í
myndinni og eru kynnt þannig: „Introduced by
Gudrun and David Jensen." Kannski byrjunin á
framabrautinni að ganga um á suðvesturhorni
Islands og kynna heimalandið?
„Vonandi," segir Guðrún hlæjandi. „Heldurðu
það fari ekki að koma að því að einhver kvik-
myndaframleiðandinn uppgötvi mig.“
En án gamans verður fróðlegt að fylgjast með
hvort ferðamannastraumurinn frá Bretlandi til
íslands eykst á næsta ári eftir sýningu á þættin-
um „Wish you were here“ — „ICELAND" sem
sýndur verður hjá ITV í byrjun janúar á næsta
ári. Og fimmtán milljón manns horfa á. „Bara
það hætti nú að rigna," segjum við öll í kór og
horfum til himins. Hann heyrði óskir okkar.