Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 32
Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, i gær kom í ljós að hann er engu nær um lausn Útvegsbankamálsins. Ástæðan fyrir því að hann boðaði fundinn var sú að tilkynna frétta- mönnum að Valur Arnþórsson og SÍS annars vegar og Kristján Ragnarsson og lið hans hins vegar myndu taka upp viðræður í dag. Með þessu virðist Jón vera að kaupa sér tíma. Það virðist vera mat hans að allar ákvarðanir geti snúist í höndunum á honum og því hefur hann tekið þá stefnu að fresta þeim í lengstu lög.. . ■ yrir tveimur árum skrifaði Helg- arpósturinn greinaflokk um ólög- legar fasteignasölur. Meðal þeirra sem þar voru nefndir til sögunnar var Lárus Valdimarsson sem rek- ur Aimennu fasteignasöiuna, þó Jóhann Þórðarson héraðsdóms- lögmaður sé skráður fyrir henni. Á sínum tíma brást Lárus hinn versti við skrifum Helgarpóstsins, keypti stórar auglýsingar í Morgunblaðinu þar sem hann lýsti skrifum Helgar- póstsins sem atvinnurógi og níði. Lárus kærði Helgarpóstinn einnig fyrir þessi skrif, en kærunni var vís- að frá. Nú hefur Lárus hins vegar verið kærður til Rannsóknarlög- reglunnar fyrir að stunda fast- eignaviðskipti án tilskilinna rétt- inda, en það var einmitt innihald greina Helgarpóstsins. . . Góða helgi! Pú átt ■ þaö skiliö irV’piZZAHCSH) Grensásvegi 10, 108 R. S: 39933 N I okkur taugatitringur gerði vart við sig hér nýskeð hjá fólki sem starfar við gerð ófrumsýndrar ís- lenskrar kvikmyndar sem hlotið hefur nafnið Foxtrott. Mun tækni- liði og leikurum hafa þótt súrt í broti að fá ekki greidd laun skilvíslega og kom meðal annars til stutts verkfalls af þessum sökum. Það sem þó mun hafa fyllt mælinn var þegar starfs- fólkið komst að því að tæpur helm- ingur þeirra tíu milljóna sem Kvik- myndasjóður veitti til gerðar myndarinnar var fastur í banka í Noregi. Þangað höfðu aðstandend- ur myndarinnar lagt peningana í góðri trú, en þegar á reyndi kom í ljós að innstæðan hafði verið_ fryst í banka. Ástæðan var sú að Ásgeir Bjarnason, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, hefur átt í viðskiptum í Noregi sem hafa gengið það brösu- lega að bankinn vildi halda fénu. Málið leystist þó farsællega að lok- um. Þeir Kari Óskarsson og Jón Tryggvason halda áfram að kvik- mynda, en Ásgeir mun ekki lengur starfa við Foxtrott... 1 FRAMDRIFSBILL Á UNDRAVERDI Lada Samara hefur alla kosti til aö bera sem íslenskar aöstœöur krefjast af fólksbíl í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Þaö er ekki aö ástœöulausu sem Lada Samara er metsölubíll, því veröiö er hreint undur og ekki spilla góö greiöslukjör. Lada Samara 5 gíra Lada Samara 4 gíra | Opiö alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá 1 10—1 Beinn sími söludeildar 31236 z VERIÐ VELKOMIN í Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur Stundum verður bókvitið í askana látið á við um OG METBÓK [TBUNAÐARBÁNKINN \/ l / TRAUSTUR BANKI 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.