Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 27
TILBOÐ ALDREIGERÐ SÍMLEIÐIS segir Asthildur Gunnarsson, íslensk kona sem starfar sem fasteignasali í Vancouver í Kanada Okkur þœtti eflaust fullmikid ad borga fasteignasala 7% af andvirdi fasteignar. Okkur þykir nefnilega oft- ast nóg um þegar á að fara að greida þeim prósentin tvö, sem fast- eignasalar á íslandi fá fyrir að ganga frá sölu. Fasteignasölum annars staðar þykir tvö prósent hins vegar lágt gjald fyrir sölu, enda mun kerfið á Islandi vera byggt upp á allt annan hátt en tíðkast víða annars staðar. Asthildur Gunnarsson er íslensk kona sem búsett hefur verið í Van- couver í Kanada í 30 ár. Þangað flutti hún með eiginmanni sínum, Snorra Gunnarssyni, sem lést fyrir 8 árum, og syninum Sturlu, sem þá var 6 ára. Snorri starfaði sem bygg- ingameistari í Vancouver og fyrstu árin starfaði Ásthildur þar á síman- um. „Arið 1963 ákvað ég að fara á námskeið fyrir sölumenn fasteigna. Það er sex mánaða skóli þar sem kennd eru öll iög viðvíkjandi fast- eignasölu, allt sem viðkemur lánum og lánastarfsemi og þar fram eftir götunum. Það er mikil ásókn í þenn- an skóla og takmarkaður fjöldi nem- enda tekinn inn. Bið eftir að komast inn er yfirleitt ekki skemmri en hálft ár. Við þurftum að skila tveimur rit- gerðum í hverri viku, og í rauninni var þetta nám miklu meira en mig hafði órað fyrir. Aðeins 40% þeirra sem sitja skólann ná lokaprófinu. Þeir sem falla mega reyna aftur mánuði síðar, en ef þeir ná ekki prófinu þá heldur verður að líða heilt ár þar til þeir mega reyna aftur við prófið og verða þá að setjast að nýju á skólabekk. Síðan fór ég að starfa hjá fasteignasölu og var þar i þrjú ár. Mér fannst starfið þó ekki samræmast vel heimilislífi þvi mesta vinnan er á kvöldin og um helgar. Eg hætti því, ákveðin í að taka upp þráðinn síðar. Þá starfaði ég hjá flugfélagi um nokkurra ára skeið. Eftir að ég missti manninn minn árið 1979 dreif ég mig aftur á námskeið í fasteignasölu og hélt það væri minni vandi að fara í annað sinn. Það varð þó ekki raunin því í viðskiptum sem þessum eiga breyt- ingar sér alltaf stað.“ TILBOÐ ALDREI TILKYNNT SÍMLEIÐIS Ásthildur er félagi í The Multiple Real Estate Board sem eru samtök fasteignasala. Þau samtök gefa vikulega út lista yfir eignir sem eru til sölu og þann kostnað sem af aug- lýsingunum hlýst ber sá fasteigna- sali sem er með eignina í sölu: „Við byrjum á að skoða eignirnar og mæla stærð þeirra, öflum okkur allra upplýsinga sem þörf er á og auglýsum síðan. Þegar tilboð berst í eignir sjáum við um að skrifa það fyrir kaupendur og koma því til selj- anda. 1 þessu sambandi má nefna að við tökum aldrei við tilboðum sím- leiðis né tilkynnum seljendum hversu hátt tilboð er komið í eignina nema augliti til auglitis. Símaboð geta svo auðveldlega valdið mis- skilningi. Við tökum einnig strangt á því að bæði hjónin skrifi undir til- boð jafnvel þótt aðeins annað þeirra sé skráð fyrir eign. Fjölskyldulögin í Kanada eru það sterk að ef húseign er seld án samþykkis beggja aðila mættum við fasteignasalar eiga von á góðu ef öðru hjónanna dytti í hug að fara i mál." EIGNIR SELDAR GEGN STAÐGREIÐSLU „Þegar tilboð hefur verið sam- þykkt er það sent lögfræðingi sem sér um að þinglýsa eigninni yfir á nafn kaupanda," segir Ásthildur. „Fasteignasalan í British Columbia er þannig uppbyggð að þar fær eng- inn lykil að húseign sem hann hefur verið að kaupa fyrr en gengið hefur verið frá öllum samningum og eign- in er komin yfir á hans nafn. Selj- andi tekur enga áhættu, hann selur eign sína aðeins gegn staðgreiðslu. Það var reynt um tíma að halda þessari keðjuverkun gangandi sem mér skilst að sé hérlendis, að einn verði að selja sína eign svo næsti geti keypt, síðan sá þriðji o.s.frv., en það sýndi sig að slíkt gekk ekki. Ef fyrsti aðilinn gat ekki selt sína eign urðu hinir þrír að bíða líka. Lán til fasteignakaupa geta farið allt upp í 88% af verðmæti eignarinnar," segir hún. „Þau eru veitt til 25 ára og afborganir verða yfirleitt jafn há- ar og fólk þyrfti annars að greiða í leigu fyrir samsvarandi stórar eign- ir. Af (sessum lánum er greitt mán- aðarlega og í upphafi getur fólk beð- ið um að fá að vita hver afborgunin verður á mánuði í einhvern ákveð- inn tíma, sem samið er um. Ef við til dæmis nefnum fimm ár, sem er lengsta ,,term“ sem hægt er að fá, borgar fólk alltaf sömu upphæðina á mánuði burtséð frá breytingu á vöxtum, en greiða þá Vh prósenti hærri vexti en eru í gildi á þeim tíma sem lánið er tekið. Þetta getur þýtt það að vextir geta verið 9% þegar lánið er tekið en verið komnir upp í 14% þegar fimm ára tímabilið renn- ur út. Þá byrjar fólk upp á nýtt, þ.e. það endurnýjar lánið sitt og þá á þeim vöxtum sem þá gilda. Þetta tryggir fólk þó í þann tíma sem það semur um í upphafi. Við lentum í því árið 1980 að vextir fóru upp í 22% og þá urðu margir illa úti með af- borganir af lánum sínum. Vextir höfðu ekki orðið eins háir frá því ár- ið 1914, en þegar þeir hækkuðu svona mikið 1980 höfðu þeir hangið í 12—13% í nokkur ár en eru nú aft- ur komnir niður í 9,5—10,5%.“ HEIÐARLEIKINN í FYRIRRÚMI Ásthildur starfar á fasteignasölu sem hún á hluta í, en segist ekki hafa hug á að fara í fjögurra ára nám sem heimilar henni að opna eigin fast- eignasölu: „Eg held ég nenni bara ekki að fara að bera ábyrgð á öllu á þessum aldri!" segir hún brosandi. „Mér finnst þetta ágætt eins og það er núna. Við erum þrjátíu sem keyptum okkur inn í fasteignasölu. Þar eru tveir menn með próf til að reka fasteignasölu og virka því nokkurs konar yfirmenn okkar. Ásamt þeim höfum við lögfræðing sem starfar á skrifstofunni. Við er- um í rauninni í sjálfstæðri vinnu og greiðum sameiginlega upphæð mánaðarlega til rekstrarins. Skrif- stofan er opin í 12 klukkustundir á dag frá 8—20 og eftir klukkan átta á kvöldin erum við í sambandi við símaþjónustu þannig að hægt er að ná til okkar allan sólarhringinn ef með þarf. Við erum skyldug til að sækja að minnsta kosti eitt nám- skeið á ári til að fylgjast með þeim breytingum sem verða í lánamálum og öðru sem viðkemur fasteignavið- skiptum, enda værum við fljót að heltast úr lestinni ef við fylgdumst ekki með breytingum. Samvinna milli okkar er mjög góð. Við höfum það sem kallast „opið hús“ annað- hvort á laugardögum eða sunnu- dögum í 12 klukkustundir, þar sem við skiptumst á í tvo klukkutima í senn við að sýna ný hús, sem þá eru opin öllum sem eru að leita sér að húsnæði. Ef einhver kemur og skoð- ar meðan ég er á vaktinni og kaupir síðan húsið nokkrum dögum síðar tilheyrir salan mér og ég fæ prósent- urnar af sölunni. Það er mjög sjald- gæft að einhver reyni að svindla á öðrum og taka söluna til sín og ef slíkt gerist er það nær undantekn- ingarlaust vegna misskilnings. Þá hefur kaupandi komið aftur þegar annar sölumaður er við og sá veit ekki að annar hefur sýnt þeim hús- ið. Það kemur þó fljótt í ljós þegar farið er að gera tilboðin." Einhvern veginn hljómar þetta svolítið einkennilega hérna uppi á íslandi þar sem vitað er að fast- eignasalar gera hvað þeir geta til að ná til sín sölu: „Nei, það þekkist ekki að fasteignasalar reyni að svíkja hver annan," segir Ásthildur og bæt- ir við að gerðu þeir það ættu þeir sér ekki langa lífdaga innan stéttar- innar: „Auðvitað hafa einhverjir reynt að svíkja bæði aðra fasteigna- sala og viðskiptavini en slíkt spyrst fljótt út og eftir það forðast allir við- komandi." Hún nefnir mér dæmi um þann heiðarleika sem ríkir milli fasteignasala: „Tveimur dögum áð- ur en ég fór síðast hingað til íslands í frí hringdu í mig hjón sem voru að leita eftir húsi í hverfinu hjá mér. Ég sýndi þeim eitt í þeim verðflokki sem þau töldu sig geta ráðið við en þeim leist ekkert á það. Konan kom síðan með mér á skrifstofuna og ég reiknaði út hversu dýrt hús þau gætu keypt á þeim lánum sem þeim buðust. Við komumst þá að því að þau gætu keypt ákveðið hús sem henni leist mjög vel á í sölulistanum svo ég fór með hana í húsið og sýndi henni. Hún ákvað að láta eigin- manninn vita og við kvöddumst og ég hélt til íslands í frí. Þegar ég kom til baka biðu mín sölulaun fyrir sölu á húsinu sem þau hjónin höfðu ákveðið að kaupa meðan ég var fjarverandi. Þau höfðu þá haft sam- band við fasteignasalann sinn sem seldi þeirra hús og þar sem hún náði hvorki í mig né staðgengil minn gekk hún frá tilboðinu fyrir þau og sá um að láta þinglýsa eigninni yfir á þeirra nafn. Síðan tók hún sölu- launin og sendi mér þau. Að sjálf- sögðu greiddi ég henni helming þeirra, annað kom ekki til greina af minni hálfu. Auðvitað hefði þessi fasteignasali getað tekið öll sölu- launin til sín og sagt sem svo: Þú varst bara ekki á staðnum þegar sal- an fór fram. En svona ganga fast- eignaviðskiptin fyrir sig. Þetta bygg- ist á gagnkvæmu trausti og heiðar- leika umfram allt.“ Hún segir að fyrstu tvö árin séu erfið því þá þurfi að byggja upp „við- skiptamannakjarnann": „Það halda margir að starf fasteignasalans fari þannig fram að við sitjum á skrif- stofunni frá 9—5 og bíðum eftir að einhver hringi til okkar sem vill selja eign sína. Það er misskilningur. Minnstan hluta dagsins erum við á skrifstofunni, heldur fer tíminn í að fá eignir á skrá. Það spyrst fljótt út hvernig það er að eiga viðskipti við þessa eða hina fasteignasöluna og þess vegna koma viðskiptavinir aft- ur og aftur og vísa vinum og vanda- mönnum á okkur. Þegar við höfum þessi „opnu hús“ koma margir sem ætla að selja eignir sínar og þannig bætist óðum við á viðskiptamanna- listann. Við sendum út fréttabréf annan hvern mánuð og í mínum hópi eru 200 manns.“ MEÐ FRIÐÞJÓFI í LEIKHÚSINU Þótt þau séu ekki mikið við á skrifstofunni segir Ásthildur að eng- in hætta sé á að ekki náist í þau þeg- ar á þarf að halda: „Við erum alltaf með „kalltæki" á okkur, líkt og læknar bera á sér og mér er sagt að hér séu kallaðir ,,Friðþjófar“. Þetta fannst mér alveg stórkostlegt orð, Friðþjófur, því það er svo sannar- lega „friðar þjófur" þegar tækið byrjar að pípa! Hér áður fyrr var ekki nema um tvennt að velja þegar maður fór til dæmis í leikhús, hafa kveikt á tækinu og hætta á að það færi ekki að pípa í miðri leiksýningu — eða hafa slökkt á því og hætta á að missa af sölu. Það var auðvitað nokkuð mikil áhætta því rekstrar- kostnaðinn á skrifstofunni sem og allar auglýsingar borgum við úr eig- in vasa, burtséð frá því hvort við get- um selt eitthvað eða ekki. Núna eru tækin hins vegar orðin svo fullkom- in að hægt er að stilla á minni og þegar kveikt er þá prentast út skila- boð, sem færð hafa verið af síma- stúlkunum inn á sérstakar tölvur. Flestir fasteignasalar sem ég þekki eru líka með bílasíma en ég hef ekki enn fengið mér slíkan. Ætla að bíða eftir að þeir verði svo litlir að þeir rúmist í veskinu mínu!“ Annað sem vekur athygli við upp- byggingu fasteignasölunnar er að starfsmennirnir sjá eingöngu um sölu í „sínu hverfi": „Richmond, þar sem ég bý og fasteignasalan er, er nærri jafn stór Reykjavík. Við höld- um okkur við þann hluta Vancouv- er-borgar sem við þekkjum eins og ef við rækjum fasteignasölu í Kópa- voginum og seldum aðeins eignir þar. Það gerir öllum auðveldara fyr- ir, bæði seljendum og kaupendum, og við forðumst að fara út fyrir okk- ar ramma. Fasteignasalar í öðrum borgarhlutum vísa á okkur ef kaup- andi hjá þeim er að leita að fasteign í okkar hverfi og við vísum á aðra fasteignasala um leið og fólk er farið að leita út fyrir Richmond." Hún segir að kerfið sem þau vinna eftir sé upprunnið í Ástralíu og hafi gefist svo vel víða að nú sé Kali- fornía að breyta sínum fasteigna- háttum að þeirra kerfi: „Það er ekki aðeins að þetta kerfi verndi seljend- ur og kaupendur, heldur verndar það einnig fasteignasalana. Mér skilst að hér á landi hafi fasteigna- salar enga vernd fyrir sjálfa sig sem er auðvitað mjög slæmt. Það er ekki hægt að reka viðskipti sem þessi nema á heiðarleika og gagnkvæmu trausti, annars verður alltaf einhver undir í viðskiptunum," sagði Ást- hildur að lokum. lEFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND JIM SMARTl HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.