Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 7
Málefni Grjótaþorpsins taka nýja stefnu STJÓRNARSKRÁRBROT? ÍBÚAR ÞORPSINS TELJA NÝFRAMKVÆMDIR í ÞORPINU BRJÓTA ÁKVÆÐI STJÓRNARSKRÁRINNAR, BYGGINGARLAGA OG SKIPULAGSLAGA íbúar Grjótaþorps hafa nú óskad eftir því að Húsfrið- unarnefnd ríkisins kanni hvort fyrirhuguö bygging Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Tryggingamiðstöðvar- innar í Aðalstrœti standist gagnvart lögum. Það er skoð- un íbúanna að svo sé ekki. Þeir telja þessa byggingu stangast á við ákvœði í stjórnarskránni, skipulagslögum og byggingarlögum. GRJOTAÞORPIÐ KYRKT IKYRRÞEY Eins og fram hef ur komið hyggjast þessi fyrirtæki reisa fimm hæða hús á lóðinni í Adalstrœti 8 við hlið Morgunblaðshallarinnar. Húsið er teiknað samkvæmt Kvosarskipulagi sem gerir ráð fyrir háum húsum eft- ir öllu Aðalstræti. Þá er einnig gert ráð fyrir háum húsum við Túngötu og Garðastrœti. Reykjavíkurborg er nú að byggja stórhýsi er nær frá horni Garðastrætis og niður eftir Vesturgötu aöAberdeen. Með þessu virðist stefnt að því að kyrkja Grjótaþorpið inn í múr af háhýsum. Undir húsinu verður bílageymsla. Aðkeyrsla að henni mun liggja í gegnum Grjótaþorp, meðal annars yfir barnaleikvöll. Þessi aðkeyrsla brýtur í bága við skipulag Grjóta- þorps, en það skipulag var sam- þykkt af borgarrádi árið 1982, en hefur aldrei verið staðfest. Þrátt fyr- ir að þetta skipulag hafi verið sam- þykkt hefur ekki verið farið eftir því. Reykjavíkurborg hefur að vísu gert upp eitt gamalt hús í þorpinu. En fyrir utan fjóra ljósastaura á af- mælisárinu eru framkvæmdir borg- arinnar samkvæmt þessu skipulagi upptaldar. Hins vegar hafa verið samþykktar ótal undanþágur frá þessu skipulagi. Stórhýsi Reykjavík- urborgar á horni Garðastrætis og Vesturgötu er til dæmis byggt á tíu byggingarreitum, samkvæmt skipu- laginu. Ibúar Grjótaþorps hafa á undan- förnum árum barist fyrir tilvist þorpsins í borgarkerfinu, en hafa þar ýmist fengið loðin svör eða eng- in. Þeir hafa því snúið sér til Húsfrið- unarnefndar ríkisins og óskað eftir því að hún kanni lagalegan rétt þeirra gagnvart skipulagsbreyting- um á næsta nágrenni húsa sinna. BROTÁ SKIPULAGSLÖGUM í erindi sínu til nefndarinnar benda íbúarnir á að samkvæmt lög- um eigi eigendur húsa lögvarinn rétt til þess að umhverfi húsa sé ekki raskað verulega. Þeir benda á að þessi réttur hafi meðal annars hindr- að það að umfangsmikil atvinnu- starfsemi væri sett niður í íbúðar- byggð. Þó dómur hafi ekki gengið í slíku máli á íslandi eru til margir slíkir dómar frá Norðurlöndunum. En skipulagslög og réttur íbúa og eigenda húsa eru svipuð hér og þar. I skipulagslögunum frá 1964 segir meðal annars í 23. grein: ....skal tilkynna aðilum þá ákvörðun og jafnf ramt boða til sam- eiginlegs fundar þeirra. Skal í þeirri tilkynningu tekið fram, að verði að félagsstofnun um málið, megi þeir, sem ekki gerast þátttakendur, vænta þess, að fasteign þeirra (fast- eignir) á svæðinu verði tekin eign- arnámi af sveitarstjórn." íbúar Grjótaþorps telja að þetta ákvæði sýni að einstakir eigendur fasteigna geti stöðvað endurskipu- lagningu eldra hverfis. 1 greinar- gerðinni með frumvarpinu að þess- um lögum var tekið fram að þetta ákvæði hefði verið um nýjung í ís- lenskum lögum. í greinargerðinni með frumvarp- inu var fjallað um vanda sem ná- grannaþjóðir okkar höfðu átt í við endurskipulagningu eldri hverfa. Þar er dregin sú niðurstaða, að end- urskipulagning eldri hverfa komi helst til greina þar sem hús á svæð- inu væri eyðilögð, eða sveitarfélag hafi keypt allar lóðir á svæðinu. Hvorugu þessara skilyrða er fyrir að fara í Grjótaþorpi. BROTÁ BYGGIN GALÖGUM En íbúar Grjótaþorp telja að ákvæði byggingarlaga hafi einnig verið brotin. í 14. grein þeirra segir: „Byggingarleyfi veitir ekki heim- ild til framkvæmda, sem brjóta í bága við skipulag og ákvæði laga og reglugerða eða rétt annarra." Þessu ákvæði er jafnan beitt þeg- ar breyta þarf tiltölulega litlum atriðum í sambandi við hús; til dæmis hækka þak, setja glugga á hlið og annað slíkt. Þá er þess jafnan krafist að nágrannar og sameigend- ur samþykki breytingarnar. íbúar Grjótaþorps telja að þetta ákvæði eigi ekki síður að gilda þegar stór- hýsi er reist svo til á baklóð annars húss. Þannig er því farið með hús Sölumiðstöðvarinnar og Trygginga- miðstöðvarinnar við Aðalstræti. Það mun í raun múra húsið í Bröttu- götu 6 inni. Auk þess mun það skyggja á elsta hús Reykjavíkur við Aðalstrœti 10. í erindi sínu til Húsfriðunarnefnd- ar lýsa íbúar Grjótaþorps þeirri skoðun sinni að túlka beri lög um friðun húsa á þann veg, að verndin nái einnig yfir lóð og grenndarrétt hússins. Fráleitt sé að skilja ákvæði laganna á þann hátt að eigandi frið- aðs húss geti byggt í kringum það svo það verði hulið sjónum manna. Réttara sé að líta svo á að þegar hús er friðað sé stefnt að því að vernda það og umhverfi þess eins og það var er ákvörðunin var tekin. Hús Sölumiðstöðvarinnar og Tryggingamiðstöðvarinnar verður reist við hlið Aðalstrætis 10, sem er friðað samkvæmt lögum um Þjóð- minjasafn íslands. Þá er baðstofa í öðru húsi í Grjótaþorpinu einnig friðuð. Framhjá því húsi mun að- keyrslan að bílageymslunni undir Aðalstræti 8 liggja. BROT Á STJÓRNARSKRÁ íbúar Grjótaþorpsins telja að sú stefna sem skipulagsmál svæðisins hafa tekið stríði einnig gegn ákvæð- um stjórnarskrárinnar. í 67. grein hennar segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almannaþörf krefji, þarf til þess lagafyrirmæli, og komi fullt verð fyrir." Eins og kom fram hér að ofan telja íbúar Grjótaþorps að eignarréttur húsa nái einnig að hluta yfir ná- grenni þeirra. En auk þess telja þeir sig hafa rökstuddan grun um að það skipulag sem samþykkt var í borgar- ráði 1982 sé ekki lengur í gildi, þó engar opinberar ákvarðanir hafi verið teknar um það. Þeim virðist sem unnið sé að skipulagstillögu fyrir Grjótaþorpið, eins og menn séu óbundnir af eignarrétti, er tengist einstökum húsum á svæðinu. Með þessu erindi hafa íbúar Grjótaþorpsins tekið nýja stefnu í þeirri viðleitni sinni að vernda þorp- ið. Hingað til hafa þeir reynt að hafa áhrif á borgaryfirvöld með því að benda á varðveislugildi húsanna í Grjótaþorpi. Það hefur engan árangur borið. Þrátt fyrir samþykkt á Grjótaþorpsskipulaginu í borgar- ráði 1982 hefur því skipulagi á eng- an hátt verið framfylgt. Þess í stað virðist sem borgaryfirvöld hafi beð- ið þess að velvilji við málstað íbúa Grjótaþorps dvínaði. Borgaryfir- vöjd virðast telja að nú sé lag. íbúar Grjótaþorps hafa því tekið þá stefnu að leita annarra leiða. Með erindi sínu til Húsfriðunarnefndar ríkisins hyggjast þeir afla sér laga- legrar greinargerðar um rétt sinn. Ef lagatúlkun íbúa Grjótaþorpsins er á rökum reist má síðan búast við að þetta erindi leiði til málshöfðun- ar eða lögbanns vegna fram- kvæmda í Grjótaþorpi. EFTtR GUNNAR SMÁRA EGIISSON MYND JIM SMART HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.