Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 13
jlP^^^iklar mannabreytingar standa nú fyrir dyrum hjá frétta- stofu Sjónvarps eins og aðeins hef- ur verið minnst á í þessum dálkum. Sigrún Stefánsdóttir hefur sagt upp fastri stöðu sinni sem hún hefur haldið á námsárum sínum vestur í Bandaríkjunum. Sigrún hyggur á enn frekara nám, rétt eins og Olína Þorvarðardóttir sem mun að lík- indum halda til náms við Blaða- mannaháskólann í Osló eftir ára- mót. Þá er Arnþrúður Karlsdóttir á sömu leið á næstu vikum. Erlenda fréttadeildin verður og fyrir mikilli blóðtöku á næstunni þegar Albert Jónsson fer til starfa hjá öryggis- málanefnd og tekur þar við starfi Gunnars Gunnarssonar, Sturla Sigurjónsson fer til starfa í utanrík- isráðuneytinu og Valur Ingimund- arson í nám. Nokkrir svokallaðra pródúsenta á fréttastofunni eru einnig á förum. Guðbergur Davíðsson og Gunnlaugur Páls- son hyggjast helga sig eigin fyrir- tæki, Myndbandagerð Reykja- víkur, og Anna Hinriksdóttir (Bjarnasonar) mun ætla í nám bráðlega. Samkvæmt heimildum HP er óvíst hvort bætt verður við fólki á fréttastofuna í sama mæli og nú er að hverfa þaðan á braut, en niðurstöðu nefndar um hugsanleg- an niðurskurð á þjónustu fréttastof- unnar við landsmenn er að vænta í þessari viku. . . v Wf eitingahusið Naust fer í hendur nýrra stjórnenda um næstu mánaðamót. Þá taka við rekstrinum vel þekktir einstaklingar úr veit- ingahúsabransanum. Það eru hjón- in Kristjana Geirsdóttir og Sveinn Hjðrleifsson sem hafa í mörg ár starfað á veitingastöðunum Broadway og Hollywood. Krist- jana er mörgum kunn fyrir fram- kvæmdastörf við Fegurðarsam- keppni Islands jafnframt því sem hún gegndi stöðu veitingastjóra í Broadway. Aðrir stjórnendur Naustsins verða Sturla Pétursson framreiðslumaður, sem starfaði lengst af í gamla góða Klúbbnum en var síðast í Þórscafé, og kona hans, Rósa Þorvaldsdóttir, en þau hjónin opnuðu fyrir þremur vikum snyrtivöruverslunina Serínu í Kringlunni. Nýju stjórnendurnir hyggjast halda hinni gömlu ímynd Naustsins og endurvekja Geirs- búð. Þar verður lifandi tónlist og hægt að fá létta rétti. Um þessar mundir standa svo yfir lagfæringar á húsinu að innan sem utan. . . HANDMENNTASKÓLI ÍSLANDS STmi 27644 box 1464 121 Reykjavík Handmenntaskóli fslands er sex ara gömul stofnun, sem yfir 1250 íslendingar alls staðar ó landinu og einnig erlendis,hafa stundað nam við. Skolinn býður uppó kennslu \ teikningu,skrautskrift og barn- ateikningu \ BRÉFASKÓLAFORMI. Þu fœrð send verkefni fró okkur og lausnir þinar verða leiðrettar og sencbr til baka. Innritun \ skólann fer fram fyrstu tvœr vikur hvers mónaðar,- Biðjið um kvnningarrit skólans með þvf að senda nafn og heimilisfang til okkar eða hringið \ 27644 milli kl 17 og 19 (Ath„ breyttur srmatfmi). Þetta er tœkifœrið fyrir þig að reyna þig við ofannefndar jgreinar^ i ro og nœði heima hjó þér,hvar sem þu byrð ó landinu. Þu getur þetta iTka^einaskiiyrðið er óhugi þinn. I ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT I HMÍ MÉR AD KOSTNAÐARLAUSU NAFN. I I ^HEIMILISF. Einkareikningur Landsbankans er tékkareikningur með háum vöxtum, sem gefur kost á heimild til yfirdráttar og láni, auk margvís- legrar greiðsluþjónustu. Einkareikningur er framtíöarreikningur. Einkareikningur er nýr reikningur sem kemur til móts við þær kröfur sem viðskiptahættir nútímans gera um arðsemi og sveigjanleika. Vextir eru reiknaðir daglega og eru miklu hærri en áður hafa þekkst, sem þannig sparar þér snúninga við að færa á milli tékkareikninga og sparisjóðsbóka til að fá hærri vexti. Þeir fara ekki stighækkandi eftir upphæðum heldur eru jafnháir af öllum innstæðum. Þú getur sótt um allt að 30.000 króna yfirdráttarheimild til að mæta tímabundinni aukafjárþörf og möguleiki er á allt að 150.000 króna láni til allt að tveggja ára í tengslum við Einkareikninginn. Reikningnum fylgir bankakort sem hægt er að nota í tvennum tilgangi, sem ábyrgðarkort (tékkaviðskiptum og sem aðgangskort að hraöbönkum. Bankakortið gerir 16-17 ára unglingum kleift að stofna Einkareikning. Þeir nota bankakortið í stað tékkheftis þar til þeir hafa náð aldri til að mega nota tékkhefti. Einkareikningur er þess virði að kynna sér hann betur. Snúðu þér til næsta afgreiðslustaðar Landsbankans og fáðu nánari upplýsingar. Einkareikningur er framtíðarreikningur. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna HELGARPÓSTURiNN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.