Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 2
eflir Ólaf Bjarna Guðnason
— Sjáðu til, við viljum selja ríkisfyrirtækin.
Okkur datt í hug að láta Landsbankann
kaupa Útvegsbankann. Svo gætum við látið
Póst og síma selja valda hluta til Orkustofn-
unar meðan Orkustofnun erlendis yrði seld
Aburðarverksmiðju ríkisins. Mér finnst eig-
inlega eðlilegast að við seljum ríkisfyrirtækj-
um ríkisfyrirtæki. Ég meina, sko! Það er bara
ríkið sem hefur peninga til þess að kaupa
stórfyrirtæki af þessu tagi. Ertu ekki sam-
mála? Það má ekki gleyma félagslega þætt-
inum. Og við erum öll íslendingar, þannig að
það er ekki hægt að dreifa eignarhluta meira
en gert er í ríkisfyrirtækjum, sem allir íslend-
ingar eiga, í rauninni...
Hinn kínverski kollegi utanríkisviðskipta-
ráðherrans sýndi þessari löngu einræðu eng-
an áhuga. Hann baðaði út öllum öngum í leit
að útgönguleið undan tjöldunum, en fann
ekki. Loksins gafst hann upp, sneri sér í hina
áttina, opnaði glugga, stakk höfðinu út og
dró djúpt andann.
íslenski utanríkisviðskiptaráðherrann tók
ekki eftir því að athygli kínverska kollegans
hafði beinst að öðru. Hann hélt áfram að
rekja raunir sínar.
— Mér finnst það í rauninni alls ekki vond
hugmynd að selja ríkisfyrirtæki, sérlega öðr-
um ríkisfyrirtækjum. En ég er nú samt harð-
ákveðinn í því, að selja Samtökum sauðfjár-
bænda Landgræðslu ríkisins, þó Samtök
sauðfjárbænda séu ekki ríkisstofnun. Þeir
eiga þar mestra hagsmuna að gæta og lang-
samlega eðlilegast að þeir eignist og reki
Landgræðsluna. Þá verður loksins friður.. .
— Fyrirgefið, hæstvirtur utanríkisvið-
skiptaráðherra, hvislaði kínverski kolleginn,
máttfarinn. — Fiskimjöl. ..
— Blessaður vertu, það er nógur fiskur í
Vestmannaeyjum. Og Utvegsbankinn er ein-
mitt með útibú þar!
— Sjáðu til, sagði íslenski utanríkisvið-
skiptaráðherrann, og brosti með drengja-
legri einlægni og hreinskilni framan í kollega
sinn, sem komst ekki undan tjöldunum. —
Sjáðu til, ég ætla ekki að leyna því, að það
kæmi sér á ýmsan hátt vel að losna svona
við Útvegsbankann. Við erum nefnilega í dá-
litlum vanda, sjáðu til, það eru nefnilega
komnar upp deilur og alls kyns illindi út af
þessu máli.
Kínverski kolleginn hafði nú gefist upp og
beið þess aðeins þolinmóður að íslenski ut-
anríkisviðskiptaráðherrann lyki máli sínu.
— Það er nefnilega þannig að Sambandið
vill fá bankann og okkur er erfitt að standa
á móti Sambandinu.
— Sambang? Hvað er Sambang?
— Ja. . . sko, Sambang. . . fyrirgefðu Sam-
bandið, það er ansi hreint stórt og vill fá að
uaupa bankann og ég get ósköp lítið gert en
vildi samt gjarna finna lausn og Samband-
ið. . .
— Sambang, já takk, sagði kínverski koll-
eginn með stöðugum tón á „já“ og fallandi á
,,takk“. Heimildarmaður minn um kínverska
tungu vildi ekki þýða þetta, en sagði bara að
kínverski kolleginn væri frá Sjanghæ.
Viðræðurnar bak við tjöldin urðu ekki
lengri.
UNDIR SÖLINNI
Eins og þeir segja í Sjanghæ...
og flokkur auka hagvöxt, vernda kaupmátt,
festa gengi, auka framleiðni, jafna lífskjörin,
efla hag þeirra sem minna mega sín. . .
— Ég skil, ég skil, ég skil þegar skellur í
tönnum! Almáttugur, er svona komið hjá
ykkur líka, sagði íslenski utanríkisviðskipta-
ráðherrann og brosti samúðarfullu brosi til
síns kínverska kollega.
— Þannig verður hæstvirtur kollegi að
skilja, að slikt boð verður að bera undir hæst-
virtan flokk og stjórn í Miðríkinu.
— Ég verð að undirstrika það hér og nú, að
það er stefna hæstvirtrar. . . ég meina ríkis-
stjórnarinnar að selja ríkisfyrirtæki. Þannig
hyggjumst við auka hagvöxt, vernda kaup-
mátt, festa gengi, auka framleiðni. . . já, þú
kannt þetta auðvitað.
Órætt brosið á kínverska kolleganum var
orðið breiðara og stífara en nokkru sinni fyrr.
Islenski utanríkisviðskiptaráðherrann var
farinn að þjást af loftleysi líka, en vildi ekki
stíga fram undan tjöldunum strax.
Þetta Útvegsbankamál virðist ætla að
verða eins og endalaus amerískur sjónvarps-
þáttur. Það lengist og lengist og eftir því sem
dregur úr áhuga þjóðarinnar reyna framleið-
endurnir að flækja málið til þess að glæða
áhugann að nýju.
Spurningarnar hlaðast upp á hverjum
degi. Koma fleiri tilboð? Koma hærri tilboð?
Eru þau tilboð sem komin eru tilboð? Hafa
kaupin nokkuð verið gerð? Er lærið selt?
Getur tilboðunum fjölgað? Eru ekki allir ís-
lendingar búnir að bjóða? Af hverju vilja
menn kaupa gjaldþrota banka?
Einni spurningu er ósvarað í þessu máli.
Hún er sú hvað utanríkisviðskiptaráðherra
Islands er að gera bak við tjöldin í þessu
máli? Þeirri spurningu verður svarað hér!
Allir sem fylgjast með fréttum vita að utan-
ríkisviðskiptaráðherra Islands hefur átt
langa fundi með sínum kínverska kollega
síðustu daga. Opinberlega hefur það helst
frést af þeim viðræðum að Kínverjar vildu
fegnir kaupa af ísiendingum fiskimjöl, en
benda hinsvegar réttilega á að það er ansi
hreint langt frá íslandi til Kína. Þetta vilja
menn halda fram að hafi verið megininntak
viðræðnanna.
Ég hef það hinsvegar eftir mjög áreiðan-
legum heimildum, að menn hafi ekki ein-
vörðungu rætt um fiskimjöl við hina austur-
lensku gesti, heldur hafi utanríkisviðskipta-
ráðherra íslands, í leynilegum viðræðum,
bak við tjöldin, boðið sínum kínverska koll-
ega Útvegsbankann til kaups.
Einhverjum kann að þykja þessi saga ótrú-
leg og spyrja hvernig hafa má fréttir af slík-
um tilboðum, sem gerð eru bak við tjöldin.
Hið sanna í málinu er að tjöldin sem þeir
brugðu sér á bak við voru gluggatjöld og það
sást til þeirra af götunni fyrir utan. Þar vildi
svo heppilega til að stóð maður, sem getur
lesið varamál bæði á kínversku og íslensku.
Þetta kynni sumum að þykja ótrúleg tilvilj-
un, en þannig er þetta nú samt og sannast
enn hið fornkveðna að enginn veit hvað
framtíðin ber í skauti sínu, fyrr en allt of
seint.
Nú vilja lesendur auðvitað umfram allt fá
að vita hver viðbrögð hins kínverska kollega
íslenska utanríkisviðskiptaráðherrans voru
við þessu óvænta tilboði. Hinn tvítyngdi,
varamálalesandi vegfarandi segir að
kínverski kolleginn hafi svarað með óræðu
brosi og sagt: ,,Já takk!“
(Lesendum til viðvörunar má þó bæta því
við, að brosið óræða kann að hafa stafað af
óskilgreindum vöðvaherpingi, sem ekkert
hafði að gera með geðhrif kínverska kolleg-
ans vegna hins skyndilega tilboðs. Enn frem-
ur ber að geta þess, að „Já takk!" þýðir ekki
endilega það sama á íslensku og kínversku.
Á kínversku skiptir ítónun miklu máli og segi
maður t.d. „Já takk!“ með fallandi tón á fyrra
atkvæði en rísandi á því síðara þýðir það
„Nei, ómögulega!" á mandarínamállýsku. Sé
það hinsvegar sagt með stöðugum tón á
fyrra atkvæði og fallandi á því síðara þýðir
það „Ætlar hann aldrei að stytta upp?“ Þenn-
an merkingarmun vantar í Kantonmállýsku,
þar sem ítónunarmynstur eru mun einfald-
ari. Menn skyldu hins vegar varast að segja
„Já takk!“ með stöðugum tón á fyrra at-
kvæði og fallandi á því síðara, í Sjanghæ.
Heimildarmaður minn um kínverskt mál og
menningu kunni ekki við að útskýra fyrir
mér af hverju slíkt væri bannað, en sagði
aðeins: „Maður segir bara ekki svoleiðis!"
Síðan bætti hann því þó við, að það væri alls
óhætt að segja þetta hvar sem væri í Góbí-
eyðimörkinni. En snúum okkur aftur að efn-
inu.)
Viðbrögð hins kínverska kollega íslenska
utanríkisviðskiptaráðherrans, þegar sá síð-
arnefndi (utanríkisviðskiptaráðherrann)
bauð hinum fyrrnefnda (kolleganum) Út-
vegsbankann (gjaldþrota) til kaups (gegn
greiðslu), voru sem sagt óræð, eins og við-
brögð austurlandabúa eiga að vera.
— Mjög leitt, en það er háttvirt stefnumál
hæstvirtrar ríkisstjórnar og flokks í Beijing
að efla einkaframtak og draga úr ríkisaf-
skiptum. Þannig hyggst hæstvirt ríkisstjórn
AUGALEIÐ
2 HELGARPÓSTURINN