Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 22
Listasafn íslands Nátttröll í nútímanum Tuttugu ára eyða í listaverkakaupum safnsins. Klíkuskapur í safnráðinu. Útgáfustarfsemi í lamasessi. Sýningarhald ekki nógu markvisst og metnaðarfullt. Ríkisvaldið hefur gefið safninu langt nef í eina öld. Það fer ekki mikið fyrir Listasafni íslands í daglegri umræðu. Reyndar er það svo að það virðist sem allur almenningur geri sér litla grein fyrir að safnið sé til og hversu mikilvægu hlutverki það gegnir í íslensku þjóðlífi. Sú saga er sögð þessu til staðfestingar að góðkunnur borgari hafi átt þangað erindi fyrir fáum árum og tekið leigubíl. Þegar hann nefndi áfangastaðinn hváði Ieigubíl- stjórinn og kannaðist ekkert við að hér væri safn með þessu heiti. Hvort sem þessi saga er sönn eða ekki verður því ekki á móti mælt að safnið sem varðveita á íslenska myndlist um aldur og ævi og þar með endurspegla hug- arheim íslenskra myndlistarmanna virðist hafa dagað uppi, reyndar ekki aðeins meðal almennings heldur og meðal þeirra sem standa í eldlínunni í íslenskri myndlist. Það skipar alls ekki þann virðingarsess í hugum manna sem Listasafn íslands ætti að gera. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON fé í verk eftir listamenn sem það vildi ekki líta við örfáum árum áður — hefði þá getað fengið verkin fyrir miklu minna fé og þar með keypt fleiri verk. ÍHALDSSAMT SAFNRÁÐ Menn tala almennt um að safnið hafi dagað uppi frá og með Súm-inu, frá því á miðjum sjöunda áratugn- um. Þeir menn sem þar eru fremstir í flokki voru miklir byltingarmenn, ekki aðeins í hugmyndum um hvað væri list og hvað ekki, heldur líka og kannski ekki síður í efni og efnis- tökum. Þetta á að hafa skapað Lista- safninu ákveðna erfiðleika, enda varla annað eðlilegt. Menn sam- þykkja kannski ekki strax allt hið nýja í listinni og sérstaklega ekki þeir sem eldri eru og orðnir rótgrón- ir og íhaldssamir. Kannski má því finna eðlilegar skýringar á því af hverju forstöðumaður Listasafnsins an safnráðsins. Listfræðingur sagði að megingalli safnráðsins væri að það hefði alltof mikil völd. Menn hefðu verið að vonast eftir því að forstöðumaðurinn fengi meiri völd og gæti sýnt meira frumkvæði og áræði. Þarna eru menn í raun að ræða um menntað einveldi. Annar áhugamaður sagðist alltaf hafa ver- ið mjög gagnrýninn á safnráðið og skipan þess. Hann sagðist telja lang- best að einhver einn maður sæi um safnið í ákveðinn árafjölda og hefði þá öll völd í hendi sér. Þannig væri hægt að draga menn til ábyrgðar og jafnframt láta þá njóta góðs af verk- um sínum. Eins og staða mála væri þá væri enginn ábyrgur. Alltaf væri hægt að skýla sér bak við safnráð, forstöðumann og fleira. Allt eftir því hver ætti í hlut. Annar sem rætt var við sagðist líka vera efins um að safnráð ætti að vera skipað starfandi listamönnum. Þegar safnið varð 100 ára 1984 var gefin út á þess vegum heljar- mikil bók (ártalið er miðað við að Björn Bjarnason stofnaði safnið árið 1884). 1 því riti er ritgerð eftir þá- verandi forstöðumann, dr. Selmu Jónsdóttur, þar sem hún rekur sögu safnsins, bæði þá sem snýr að lista- verkunum sjálfum og eins bygging- arsögu og það sem kalla má hinar efnislegu hliðar sem snúa að rekstri safns sem þessa. Þar kemst Selma m.a. svo að orði: „Fjárskortur og mannekla hafa sett starfsemi Lista- safns Islands þröngar skorður, þrengri en svo að unnt sé að sinna öllum þeim verkefnum sem lög kveða á um, hvað þá meira. Óhent- ugur og takmarkaður húsakostur hefur einnig þrengt að starfsemi safnsins. Má nefna að fastasýningar þess hafa jafnan orðið að víkja fyrir sérsýningum." (Listasafn Islands 1884-1984 bls. 18.) Þessi ummæli Selmu segja meira en löng greinargerð um starfsem- ina. Þarna talar manneskja sem hef- ur starfað við safnið í yfir 30 ár og þekkir alla þess erfiðleika, þröng- sýni og áhugaleysi yfirvalda í garð þess. Að minnsta kosti verður ekki hægt að skilja það öðruvísi en svo að yfirvöld á hverjum tíma hafi lít- inn, kannski engan, áhuga haft á safninu eða þeirri starfsemi sem þar átti, skv. lögum, að fara fram. Þrátt fyrir þetta eru menn sam- mála um að Listasafn Islands sé gott safn, en því miður aðeins fram á miðjan sjöunda áratuginn. Enginn mælir á móti því að í safnið vanti að stærstum hluta verk síðustu tuttugu ára, alveg frá og með Súm-urunum. Eftir það hafi safnið, og þeir sem þar hafa verið í forystu hverju sinni, hreinlega ekki fylgst með því sem var að gerast í myndlistinni og þess vegna hafi það dagað uppi. Orðið eins og nátttröll í íslenskri myndlist þar sem engin rækt var lögð við samtímann. HVAÐ HEFUR GERST? Það er vont mál ef það vantar 20 ár inn í listasöguna í Listasafninu. Menn eru þó ekki á einu máli um hvað hefur gerst á þessum tíma sem veldur því að svo er. Það er auðvitað fásinna, eins og margir freistast þó til að gera, að kenna fyrrverandi for- stöðumanni einvörðungu um það. Hann hefur aldrei verið neinn ein- ráður í safninu, alls ekki í innkaup- um. Skv. lögum sér sérstakt safnráð um listaverkakaup og það liggur því 22 HELGARPÓSTURINN ljóst fyrir að þeirsem þar hafa setið hafa ekki allir verið jafn miklir bóg- ar. í safnráðinu eru þrír starfandi myndlistarmenn, tveir málarar og einn myndhöggvari. Að auki á þar sæti einn fulltrúi menntamálaráð- herra og svo forstöðumaðurinn, sem er oddamaður. Þeir sem nú sitja í safnráðinu eru auk Beru Nordal, nýráðins forstöðumanns, Garðar Gíslason borgardómari af hálfu menntamálaráðherra og af hálfu myndlistarmanna sitja í ráðinu þeir Daði Guðbjörnsson, Hringur Jó- hannesson og Helgi Gíslason. Eftir því sem fregnir herma situr þetta safnráð nú sveitt við að kaupa verk eftir menn sem vantar inn í safnið og hefur farið geyst í þeim tilgangi að undanförnu. Það þýðir einfald- lega það að á meðan er ekki mikið keypt af verkum sem eru ný í dag, að minnsta kosti ekki jafn mikið og ætla mætti að væri eðlilegt. Menn velta þvi kannski fyrir sér af hverju það sé í sjálfu sér syndsam- legt að kaupa verk einhverjum ár- um eftir að þau eru gerð — þar með hafi listamaðurinn tekið af öll tví- mæli um að hann standist tímans tönn. Menn eru sammála um að ekkert sé við það að athuga, nema að oft á tíðum hafi það farið svo að safnið hafi þurft að eyða heilmiklu var ekki ginnkeypt fyrir straumum þess tíma. Einn listfræðingur orðaði það reyndar þannig að það væri ekki nema eðlilegt, langvarandi áhugaleysi yfirvalda og fjárskortur hefðu örugglega dregið úr áhuga og starfsorku þeirra sem við það urðu að una. Síðan þetta gerðist eru liðin tutt- ugu ár og menn sem rætt var við furðuðu sig þess vegna á því að ekki skyldi fyrir löngu hafa verið bætt úr þessari vanrækslu. Þegar menn spyrja þessara spurninga hljóta þeir að vera að beina þeim til myndlist- armannanna sem setið hafa í safn- ráðinu gegnum tíðina. Það er nefni- lega þannig að skv. lögum er hægt að skjóta ágreinin gsefnum safnráðs- ins til ráðherra. Það hefur hinsvegar aldrei verið gert. Af því má ráða að það hefur ekki verið veruiegur ófriður ríkjandi innan þess, a.m.k. ekki sá að ekki hafi verið hægt að lægja öldurnar. MENNTAÐ EINVELDI Það er eðlilegt að menn deili mest um það þegar Listasafnið er til um- ræðu hvaða verk eru þar inni. Þau eru jú það sem segja mun komandi kynslóðum hvað var þess virði að varðveita og hvað ekki. Annað er líka algengt deiluefni og það er skip- Þeir hefðu alltof mikilla hagsmuna að gæta og kunningjatengsl væru hér þannig að menn kæmust ekki fram hjá þeim. Myndlistarmennirn- ir sjálfir svöruðu því þannig að það væri hreinlega vonlaust að kaupa verk eftir menn sem þeir ekki þekktu. Allir myndlistarmenn á ís- landi þekktust meira eða minna. Það væri því tæplega hægt að væna einn fremur en annan um kunn- ingjatengsl og klíkuskap. Annars sagði myndlistarmaður að hann teldi að það væri þeim sársauka- laust þó einhver einn maður tæki við stjórn, hann sagðist hinsvegar ekki telja safnráðið sem slíkt vera sérstakt áhyggjuefni. ÍMYND SAFNSINS Það er fleira sem ræður ímynd safnsins en bara listaverkin sem það kaupir. Slíkt er reyndar alltaf um- deilanlegt og getur aldrei orðið öðruvísi. Sýningarhald safnsins, fræðslustarf og útgáfa á vegum þess eru þættir sem þyngst vega þegar menn skoða hvort safnið er lifandi eða ekki. Safn getur verið fullt af listaverkum en það sem endanlega ræður því hvort það telst taka virk- an þátt í þeirri gerjun sem í listinni er á hverjum tíma er það hvernig það sinnir því hlutverki að fræða almenning og aðra um listina og það sem er að gerast í henni. Hvaða áherslur eru í sýningarhaldi og út- gáfustarfsemi. Eins og sakir standa er Listasafnið mjög óvirkt í þessum málum. Út- gáfustarfsemi og fræðsla hafa verið í lágmarki og sýningar á vegum þess hafa verið mjög umdeildar. Sér- staklega þó hin síðustu ár. Engin til- raun hefur verið gerð til að koma saman sýningum á raunverulegri nútímalist en í staðinn verið lögð áhersla á yfirlitssýningar á eldri mönnum, mönnum sem ekki allir eru sammála um að eigi yfirhöfuð að vera á yfirlitssýningum í Lista- safni íslands. Þegar reynt hefur ver- ið að halda sýningu á einhverri þeirri listustefnu sem áberandi var á síðustu áratugum hafi það verið alveg misheppnað. Sem dæmi um þetta taka menn yfirlitssýningu á íslenski popplist árið 1975. Þar hafi vantað flest þau verk sem til tíðinda gátu talist í popplist og mikið hafi verið eftir menn sem alls ekkert höfðu fengist við þá stefnu listar- innar. Af þessum sökum hefur hlutverk Listasafnsins færst yfir í galleríin. Nýlistasafnið tók við hlutverki þess á 7da og 8da áratugnum — þar var hið eiginlega yfirlit yfir það sem var að gerast í íslenskri list á þeim tíma, og í seinni tíð hefur Norræna húsið stöðugt fært sig meira og meira í yf- irlitssýningar, sem menn telja að ætti að vera hlutverk Listasafnsins að halda. Þá eru menn ekki ánægðir með hlut erlendrar listar, hvorki í eigu safnsins né heldur af því sem það hefur sýnt. Menn telja almennt að ekki sé mikill vandi að fá stórar og þekktar sýningar til íslands. Við njótum mikils velvilja erlendis og þar að auki sé þetta ekki svo óskap- Íega dýrt fyrirbæri. Það virðist hins- vegar vera svo að Listasafnið hafi ekki haft sérstakan áhuga á að kynna íslendingum erlenda list. Þess má geta hér að það er safnráð- ið sem tekur ákvarðanir um allar helstu sýningar, ekki forstöðumað- ur á eigin spýtur eins og margir hafa haldið. HVER VERÐUR FRAMTÍÐIN? Af þessu má ráða að Listasafn ís- lands hefur ekki haft á sér þann ferska blæ sem það á að hafa. Fyrir því eru auðvitað margar samverk- andi ástæður, en menn eru þó sam- mála um að meginástæðan sé sú að það hafi alltaf búið við verulegan fjárskort. Þetta er eitt af þeim mál- um sem auðveldara er um að tala en í að komast. Þess vegna verður það verkefni nýráðins forstöðumanns nr. eitt að afla safninu fjár, að sann- færa ráðamenn um að safnið þurfi meiri pening til að geta staðið undir nafni. Reyndar orðaði myndlistar- maður nokkur það svo þegar hann var spurður álits á ráðningu Beru Nordal, að hún væri góð ef hún gæti aflað fjár, annars ekki. Af þessu má ljóst vera hversu mikla áherslu menn leggja á að hægt verði að rífa safnið upp úr þeirri lognmollu sem umvafið hefur það á síðustu árum. Því virðist sem mikið velti á for- stöðumanni safnsins, hversu vel henni tekst að afla safninu þess fjár- magns sem það þarf. Það er a.m.k. ljóst af sögu safnsins að fjármagnið verður að sækja til yfirvalda, þau koma aldrei með það óbeðin.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.