Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 28
BRIDGE
eftir Hermann Lárusson
Sveit Flugleiða
vann bikarinn
Undanúrslit og úrslit í bikar-
keppni BÍ voru spiluð sl. helgi.
„Stormsveit" Flugleiða, skipuð
Jóni Baldurssyni, Sigurði Sverris-
syni, Aðalsteini Jörgensen, As-
geiri Þ. Ásbjörnssyni, Val Sigurðs-
syni og Ragnari Magnússyni, stóð
eftir ósigruð.
Þeir félagar eru því handhafar
bikarsins 1987, en sveitin vann
einnig í fyrra, þá undir nafni Sam-
vinnuferða.
í undanúrslitum áttust við Ás-
grímur Sigurbjörnsson, Siglufirði,
og Sigurður B. Þorsteinsson, Rvk.,
og hinsvegar Örn Arnþórsson og
Flugleiðir.
Sveit Sigurðar B. vann sína við-
ureign með 28 impa mun, eftir
slæma byrjun. Sveit Flugleiða
vann allar loturnar í landsliðsupp-
gjörinu og leikinn með tæplega 50
impum. Liðsuppstillingin var ,,a la
Brighton", allar 4 loturnar.
Hér er sakleysislegt spil úr leik
Arnar og Flugleiða.
A gefur/O:
♦ 97
KG104
♦ 1043
♦ KG53
♦ KDG852 ♦ -
OÁ732 D865
❖ 2 O ÁG97
+ 98 + Á10762
♦ Á10643
O 9
O KD865
+ D4
sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar.
Hér er annað spil sem lætur lítiO
yfir sér:
♦ KG10 ♦ D54
^ 1052 O ÁG863
O D64 O 7
+ Á1093 + KG75
Eftir tvö pöss vakti Ásgeir í A á
1-hjarta. S 2-hjörtu (spaði og láglit-
ur). Aðalsteinn í V 3-hjörtu. Pössuð
út. Það er rétt að upplýsa að inná-
koman lofar í flestum tilfellum 5-5.
Útspil suðurs var tígul-2. N fékk á
gosa og hélt áfram með ás á
tromp. Ásgeir spilaði nú trompi að
heiman. S vann á drottningu. Tíg-
ulkóngur fékk að eiga næsta slag,
Ásgeir kastaði spaða til að geta
ráðið við trompið 4-1. S tók næst á
spaðaás, sem gafst ekki vel og hélt
síðan áfram með tígul í tvöfalda
eyðu, besta vörn. Ásgeir trompaði
í borði og kastaði laufi heima.
Hann var nú á krossgötum. Það
sýnist rökrétt að spila STRAX
lauf-10 og síðan tromp-10. (Ef N
leggur á laufdömu er laufkóngur
næst yfirtekinn með ás og þú
hefur yfirhöndina, þ.e. ef þú gætir
þess að grýta laufgosa í
tígulkóng!!!)
Ásgeir reyndi fyrst tromp-10,
kóngur og ás. Nú var Ásgeir í
þvingaðri stöðu: Laufkóngur og
laufgosi. . . drottning birtist í Suð-
ur! Lauftía sá fyrir 7. slagnum og
trompkúppið fyrir þeim 8. og 9.
Vel leikið!
í lokaða salnum keyrðu Hjalti
Elíasson og Ásmundur Karlsson
AV-spilið í 4-hjörtu, sem Sigurður
Sverrisson í N doblaði. 100 til NS.
í opna salnum hófust sagnir
eins, uns breytti um átt.
N A S V
Guðl. Ásgeir Örn Aðalst.
1-T 1-S pass
pass dobl 2-T dobl!
Dobl Aðalsteins hafði ekkert
með tígul að gera, en ábyrgðist
vörn gegn hugsanlegum spaða-
samningi! Ásgeir ákvað að láta
kyrrt liggja.
Með laufi út virðist stefna í 300,
en Aðalsteinn valdi trompinnspil-
ið; og nían kostaði drottningu.
Laufdrottning átti næsta slag. Þá
I lokin spil sem bauð upp á tak
tísk færi í sókn og vörn.
N gefur/AV á:
♦ Á5
Á97632
❖ K
+ G973
+ K10 ♦ DG8743
<9 1084 5
O ÁG106 O D82
+ ÁD62 +K105
♦ 962
<Þ KDG
O 97543
+ 84
hjarta-9 sem fór hringinn. Asgeir
fékk á drottninguna. Nú er líklega
öruggast að leggja niður laufás og
spila síðan trompás og gosa og
sætta sig við einn niður, skiptingin
í S er orðin Ijós. En Ásgeir spilaði
trompgosa. Örn vann og skilaði
trompi til baka á ás. Ásgeir skipti
í hjarta og Örn var feginn að losna
við einn spaðatapara. Aðalsteinn
fékk því á ás og spilaði laufi á ás fé-
laga.
Spilamennskan fram til þessa
hafði tekið um 15 mínútur, þegar
Ásgeir, nauðbeygður, spilaði sig út
á tígul-7.
Örn var of fljótur að seilast eftir
áttunni. Tveir tapslagir á spaða
urðu ekki umflúnir. 100 til AV. EF
Örn leyfir tromp-7 að halda slagn-
um er borðið skyndilega 3ja slaga
virði! Spilið vinnst.
Sveit Flugleiða náði strax ör-
uggri forystu í úrslitunum gegn
í lokaða salnum vakti Ásgeir á
1-hjarta. Sigurður B. 2-spaða og
Aðalsteinn í S 2-Gr. sem sýndi
lélega hjartahækkun. Guðni
Þorsteinsson í V lét 3-spaða duga.
Meira en lítið hæglæti í stöðunni.
170.
1 opna salnum vakti Haukur
Ingason einnig á 1-hjarta. Jón
Bald. stakk inn 1-spaða. Runólfur
Pálsson hækkaði í 2-hjörtu og
3-hjörtu hjá Val Sigurðssyni í V.
Tækifærið var nú hjá Hauki. Með
spaðaás og möguleika á 2 hjarta-
slögum í vörn gegn 4-spöðum er
tígulútspil aðkallandi. 4-tíglar er
taktískt góð sögn í stöðunni. En
Haukur valdi 4-hjörtu og Jón Bald-
ursson fékk síðan 11 slagi í spaða-
geiminu, eftir hjartaútspil. Það
gefur EKKI bestar vinningslíkur
að stinga upp ás, eftir tígulútspil,
ef N notar tækifærið.
i
í myrkri gildn
að sjást.
Notaðu endurskinsmerki!
M | UMFERÐAR Famrheifíf\
Uráð ZSZtI?
ÍÞRÓTTIR
Þrumusumar í boltanum
— Keppnin í 2. deild var œvintýraleg — 1. deildin
fyrirsjáanlegri — sóknarbolti í hávegum haföur
Það hefur varla farið framhjá neinum að knattspyrnu-
vertíðin er að lokum komin. Lokið er Ieikjum í deilda-
keppninni og aðeins eftir að fylgjast með útreið íslensku
liðanna í Evrópukeppninni (fyrri leikirnir eru búnir er
þetta birtist).
Að lokinni slíkri vertíð sem þessari er ekki úr vegi að
líta yfir sumarið og velta sér upp úr hinu og þessu sem
setti svip og ekki svip á sumarið.
Pétur Ormslev og McLintock.
FYRIRSJÁANLEG
1.DEILD
Eins og svo margir spekingar sáu
fyrir voru það Valsmenn sem sigr-
uðu í deildinni á afar sannfærandi
hátt. Liðið leiddi deildina nánast
allan tímann og eftir að KR-ingar
„skitu í buxurnar" um miðbik móts-
ins var nokkuð Ijóst að Ieikurinn var
Valsmönnum auðveldur. Lið Vals er
skipað gífurlega reyndum leik-
mönnum sem allir kunna sitt hlut-
verk. Liðskipan Vals breyttist ekkert
að ráði yfir sumarið og meiðsl settu
ekkert strik í reikning þeirra. Jafnt
og gott sumar skilaði þeim titli.
Frammarar voru daprir í byrjun
móts og skorti þá verulega á sóknar-
menn liðsins. Þá kom Raggi Mar-
geirs til bjargar og síðan Gummi
Steins. Árangurinn varð bikarmeist-
aratign og annað sætið í deildinni.
Skagamenn voru Þórsurum sterkari
í baráttunni um UEFA-sæti og kom
það mér bæði á óvart og ekki.
Gömlu brýnin hjá Skaganum eru
seigari en allt seigt og á Skaganum
eru gerðar slíkar kröfur að UEFA-
sæti þykir lítið. Þórsarar ollu mér
vonbrigðum en um mitt mót sá ég
fyrir mér lið sem væri líklegast til að
velgja Valsmönnum undir rassi.
Þórs-Iiðið hefur þó þann galla að ef
illa gengur skortir oft manndóm í
liðið til að ná sér upp úr eymdinni.
Þannig hætta sumir leikmenn að
einbeita sér að leiknum og nöldur í
dómara og annað í þeim dúr verður
fótboltanum yfirsterkara.
FH-ingar féllu í 2. deild á knatt-
spyrnulegri getu sem ekki mörg lið
geta státað af. Liðið var hinsvegar
algjörlega „karakterlaust" og það
að missa unna leiki niður í jafntefli
eða tap trekk í trekk kostar bara
sæti í deildinni. Haldi þeir Hafnfirð-
ingar hinsvegar utan um sína menn
á næstu árum og komi upp féiags-
legri aðstöðu í Krikanum er framtíð-
in í lagi.
Eitt mark varð Garðsbúum að falli
og nú er draumurinn úti í bili. Eitt
verður þó að segjast um Garðinn,
sem ekki á við mörg önnur lið. Þeir
gefast ekki upp. Að koma úr 0-5-tapi
í úrslitaleik bikarkeppninnar og
vinna Skagamenn á þeirra eigin
heimavelli 4-3 er nokkuð sem að-
eins örfáum liðum gæti tekist. Það
sýnir svo ekki verður um villst að
Garðsbúar taka knattspyrnuna al-
varlega.
Völsungar héldu sæti sínu í deild-
inni — naumlega. Liðið byggði á
gömlum jöxlum sem stóðu fyrir sinu
þegar á reyndi. Þeir Húsvíkingar
eiga hrós skilið en vel þarf að halda
á hlutunum á þeim bæ til að halda
liði í 1. deild.
Keflvíkingar og KR-ingar voru
vonbrigði ársins. KR-ingar spiluðu
fínan fótbolta í upphafi móts og
unnu leiki. Þegar þeir spiluðu síðan
fínan fótbolta í seinni hluta mótsins
töpuðu þeir — gengi KR-inga var
skrítið og kann ég enga skýringu
þar á. Keflvíkingar voru án varnar í
mörgum leikja sinna og á þeim bæ
var líka skipt um „stjóra" sem hafði
sitt að segja er upp var staðið.
ÓTRÚLEG 2. DEILD
Keppnin í 2. deild var ótrúlega
spennandi og réðst ekki fyrr en með
tveimur úrslitaleikjum í síðustu um-
ferð. Það leit reyndar ekki út fyrir
spennandi keppni eftir nokkrar
fyrstu umferðirnar. Þá voru Víking-
ar komnir með 19 stig en næsta lið
var einum sjö stigum á eftir og Sel-
fyssingar, sem spiluðu til úrslita við
Víkinga síðastliðinn sunnudag,
höfðu þá aðeins 9 stig. Þessi forysta
Þorgrímur fyrirliði Vals með íslands
bikarinn.
Víkinga lá að miklu leyti í ótrúlega
auðveldri uppröðun leikja í fyrstu
umferðunum. En síðan mættu Vík-
ingar í sinn fyrsta verulega útileik á
grjótinu á Ólafsfirði og steinlágu. Þá
vöknuðu hin liðin af svefni og
nánast helmingur af liðum deildar-
innar komst í efsta sæti hennar um
tíma. Að lokum voru það malarpilt-
arnir frá Leiftri sem komu, sáu og
sigruðu bísperrta Þróttara á þeirra
eigin heimavelli undir kröftugum
hvatningarópum frá áhorfendum
sem fæstir sáu leikinn sökum skelfi-
legra vallaraðstæðna. Ég var reynd-
ar ekki hissa á að sjá Leiftur
sigra í þessum leik. Það fyrsta sem
blasti við augum er á völlinn kom
voru nokkrir Þróttarar sem sökum
leikbanns og meiðsla voru ekki í 11
manna liði dagsins. Þessir piltar
veittu lítinn móralskan stuðning
þeim piltum er á vellinum strituðu,
heldur helltu í sig kóki og öli og
ömuðu sínum mönnum. Hvatning
og samkennd einkenndu hinsvegar
malarpiltana frá Ólafsfirði og því fór
sem fór.
Selfyssingar voru hársbreidd frá
því að gera deildina að ævintýra-
deild. Þeir máttu þó bíða lægri hlut
fyrir skynsömum Víkingum í loka-
leiknum þar sem keppt var fyrir
framan ótrúlegan áhorfendafjölda
og lætur sennilega nærri að hálfur
Selfossbær hafi komið til að styðja
við bakið á sínum mönnum.
Frammistaða Leifturs og Selfoss og
ekki síður stuðningsmanna þessara
liða verður í minnum höfð.
Einherji féll í 3. deild á 19 stigum
en það er næsta ótrúlegt. Þó ber að
hafa í huga að næsta lið var með 25
stig svo töluvert vantaði upp á hjá
þeim Vopnfirðingum. ísfirðingar
voru með áberandi lakasta liðið í
deildinni og sönnuðu endanlega að
vera þeirra í 1. deild fyrir örfáum
árum var byggð á sandi.
BETRI KNATTSPYRNA
Knattspyrnan í 1. og 2. deild var
góð í sumar. Lið virðast leggja mikið
upp úr góðum sóknarleik og þó að
íslandsmeistararnir hafi unnið sinn
titil á góðum varnarleik fyrst og
fremst var það sóknarknattspyrnan
sem réð ríkjum. Ein af ástæðum
þessa er eflaust þriggja stiga reglan
sem nú virðist endanlega hafa unn-
ið sér sess og viðurkenningu á með-
al leikmanna og þjálfara. Önnur
ástæða góðu knattspyrnunnar var
endurkoma nokkurra af „útlending-
unurn" okkar, s.s. Péturs Pétursson-
ar, Sœvars Jónssonar, Ragnars Mar-
geirssonar og Gudmundar Steins-
sonar. Þjálfarar liðanna virðast
einnig hafa lagt sitt af mörkum til að
ná fram skemmtilegri knattspyrnu
með uppstillingum á sóknarliðum
fyrst og fremst. Þá er að skila sér
upp í meistaraflokk gott unglinga-
starf margra félaga svo og landsliðs-
starf KSI með yngri landsliðin.
Margir efnilegir leikmenn litu dags-
ins Ijós og frammistaða íslenska OL-
landsliðsins gegn A-Þjóðverjum ber
okkar ungu leikmönnum gott vitni.
Þar spiluðum við íslendingar á ný
með hjarta og sál og höfðum einnig
getu til að láta boltann ganga þegar
við átti.
A-landsliðið háði erfiðan leik við
nágrannana Norðmenn í Evrópu-
keppninni og bar sigur úr býtum,
2-1. Þessi leikur var spilaður af skyn-
semi. Eftir að hafa horft undir iljar
Norömanna allan fyrri hálfieik bit-
um við frá okkur og náðum forystu.
Eftir það spilaði íslenska liðið skyn-
samlega en vissulega leiðinlega. En
eftir 0-6-ófarirnar gegn A-Þjóðverj-
um í vor var þetta skiljanleg spila-
mennska. Að ætla að fara að taka
Norsarana á beinið og í nefið var
óðs manns æði og því var sigurinn
mikilvægari fótlistinni.
28 HELGARPÓSTURINN