Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 20
ÉG SVAF EKKERT í NÓTT!!!
,,Eg hef ekkert sofiö í nótt!" Hver
kannast ekki vidyfirlýsingu afþessu
tagi, annadhvort frá sjálfum sér eda
ödrum? Svefnleysi er nokkud al-
gengur kvilli medal fólks í nútíma-
þjódfélagi, en er síöur en svo nýtt
fyrirbrigði. Öldum saman hefur fólk
notað efni til að geta sofnað. Á sex-
tándu öld notuðu Astekar í Mexíkó
sérstaka sveppi sem svefnlyf og
Austurlandabúar gœddu sér á hassi
og ópíum til að festa svefn. Nútíma-
fólk fœr sér áfengi eða tekur inn
svefnlyf.
En hversu algengar eru fullyrð-
ingar á borð við þá sem fyrst er
getið? Hún er mjög algeng. Stað-
reyndin mun hins vegar sú að þeir
eru fáir sem sofa ekkert á nóttunni.
Þeir hinir sömu eiga hins vegar erf-
itt með svefn og sofa afar lítið,
vakna þreyttir og illa fyrirkallaðir
og finnst sem sér hafi ekki komið
dúr á auga. Fólk reynir að leysa
vandann á ýmsan hátt. Algengasta
leiðin til að sofna er að fá sér áfengi.
Það veldur syfju, sé það tilgangur-
inn og þess neytt í ró rétt fyrir svefn.
Gallarnir eru hins vegar fleiri en
kostirnir. Áfengið truflar svefn og
fólk vaknar fyrr. Hver þekkir ekki
tilfinninguna að vakna eldsnemma
morguns eftir áfengisneyslu? En eru
svefnlyf notuð of mikið á íslandi? Til
þess að leita svara við þeirri spurn-
ingu var rætt við Ottar Guðmunds-
son lœkni á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi.
,,Það er talsverð ofnotkun á ró-
andi lyfjum og svefnlyfjum hér á
landi. Árlega koma á Vog um það bil
400—500 manns sem misnota lyf
eins og diazepam og skyid lyf. Þessi
lyf eru ekki eingöngu notuð fyrir
svefn heldur allan sólarhringinn."
Er algengt að fólk œtlisér að nota
svefnlyf einungis í stuttan tíma en
verði síðan háð þeim?
,,Já, ofnotkun róandi lyfja byrjar
einmitt þannig. Þá eru notuð slak-
andi lyf og svefnlyf og það endar oft
með því að þau eru notuð meira og
minna allan sólarhringinn."
Veistu hve margir úr neytenda-
hópnum verða háðir svefnlyfjum?
„Nei, ég held það séu engar tölur
til yfir það. Að minnsta kosti þekki
ég ekki til þess. En þetta eru talsvert
Hvers vegna í ósköpunum tókstu ekki
svefnpillu? Eða fékkst þér í glas? Þó
hefðirðu sofnað... Algengar lausnir á
vandamálinu ,,svefnleysi“. En gerir fólk sér
grein fyrir hættunni sem af svefnlyfjum
stafar? Kvídi, spenna, titringur og ofheyrnir
eru meöal þeirra fráhvarfseinkenna sem
svefnlyf valda.
BÖN- OG ÞVOTTASTÖÐIN ÖS
veitir eftirtalda þjónustu:
tjöruþvott, djúphreinsun teppa og
sœta, mótorþvott. Mössum lökk, '
bónum og límum ö rendur.
Opiö virka daga kl. 8—19.
Opiö laugardaga kl.
10-16.
Bón- og þvottastöðin Ós, Langholtsvegi 109 Sími 688177
Kennsla hefst mánudaginn 21. sept.
Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir alla aldurshópa.
Innritun og upplýsingar í sima 38360
kl. 15-19 virka daga.
Afhending skírteina laugardaginn 19. sept. kl. 13-16.
k.A
Ballettskóli ik
Eddu ^
Scheving
Skúlatúni 4
Meðlimur I Félagi íslenskra listdansara og Danskennarasambandi íslands
mikið notuð lyf — og misnotuð."
Aukaverkanir af þeim?
„Fólk vaknar timbrað. Það vaknar
upp með fráhvarfseinkenni. Þetta
eru timburmannafráhvarfseinkenni
vegna þess að þessi lyf breyta svefn-
„rytmanum" sem slíkum þannig að
fólk sefur öðruvísi og hvílist oft verr.
Þá ber oft á skapgerðarbrestum,
þunglyndi og grátköstum hjá fólki
sem notar svefnlyf að staðaldri."
Afengi er mikið notað til að ná
svefni. Hafa svefnlyfin einhverja
kosti fram yfir áfengi ef svo má að
orði komast?
• „Það sem er hollast er auðvitað
að taka ekkert inn fyrir svefn!“
Hvað getur fólk gert sem á erfitt
með svefn?
„Það er ýmislegt hægt að gera og
svefnlyf eiga aðeins að vera neyðar-
úrræði. Því miður er það hins vegar
oft fyrsta úrræðið sem læknar til-
reiða fyrir sjúklinga sína. Meðal
þess sem gott er að gera er að reyna
á sig líkamlega, fara í heitt bað eða
slökun, hvorki reykja né drekka
kaffi o.s.frv. Þetta eru aðferðir sem
ganga út á heilbrigt líferni."
Niðurstöður rannsókna sem gerð-
ar voru á svefnlyfinu halcion leiddu
í Ijós að þeir sem neytt höfðu þess
svefnlyfs fóru að gleyma . . .
„Halcion hefur hvað stystan
helmingunartíma allra þessara lyfja
sem þýðir það að líkaminn er mjög
fljótur að skilja út halcion-lyfið. Aft-
ur á móti er það lyf mikið misnotað
hér á landi og ef það er ekki auka-
verkun þá veit ég ekki hvað auka-
verkun er. Ég hef ekki orðið var við
að lyfið valdi gleymsku. Hins vegar
koma í ljós einkenni sem fylgja
neyslu þessara lyfja s.s. sljóleiki,
þreyta og skert einbeiting."
Er erfitt að venja sig af svefn-
lyfjum?
„Já, það getur verið mjög erfitt.
Helmingunartími þessara lyfja er
mjög langur. Þau eru lengi að skilj-
ast úr líkamanum og fólk er lengi í
fráhvarfi eftir þessi lyf. Fráhvarfs-
einkenni eru oft mjög erfið og
reyndar það erfið að einstaklingur
sem er að venja sig af þessum lyfjum
telur sér trú um að hann geti alls
ekki vanið sig af þeim.“
Hvernig lýsa fráhvarfseinkennin
sér?
„Fráhvarfseinkenni eru yfirleitt
mikill kvíði, spenna, titringur,
skjálfti, sviti, ógleði, uppköst, kláði,
ofheyrnir, minnstu hljóð heyrast
sem mikill hávaði og ljósfælni."
Eftir hversu langa notkun svefn-
lyfja má búast við fráhvarfsein-
kennum?
„Fólk getur fengið einhver frá-
hvarfseinkenni eftir mjög skamma
neyslu þessara lyfja. Það fær það
sem kallast „rebound effect", þ.e.
gömlu einkennin koma aftur af tví-
efldum krafti. Tökum sem dæmi
manneskju sem sefur ekki nema sex
klukkustundir á sólarhring. Hún
leitar til læknis og fær svefnlyf. Við
inntöku þeirra nær hún átta klukku-
stunda svefni. Þessi lyf notar mann-
eskjan í hálfan mánuð og hættir þá.
Þá fer hún yfirleitt ekki niður á sex
tímana, heldur sefur eingöngu í fjór-
ar klukkustundir. Þá hugsar fólk
með sér: Nú sef ég bara í fjórar
klukkustundir, áður svaf ég þó í sex!
Þetta veldur því að fólk telur sér trú
um að það geti ekki án svefnlyfja
verið, byrjar að taka þau að nýju,
reynir að hætta og þannig heldur
hringurinn áfram. Þessi fráhvarfs-
einkenni hverfa með tímanum og
fólk þarf að sýna þolinmæði."
Hvaða svefnlyfer algengast hér á
landi?
„Mogadon er langalgengasta
svefnlyfið hér. Hefmingunartími
þess er mjög langur."
Setjum svo að fólk verði að taka
svefnlyf vegna aðstœðna, t.d. efþað
verður fyrir áfalli eða annað slíkt?
„í undantekningartilfellum finnst
mér mega nota svefnlyf að mjög vel
yfirveguðu ráði, en ekki lengur en í
eina viku. Þá ættu fráhvarfsein-
kenni ekki að vera alvarleg. Helst á
fólk ekki að nota svefnlyf. Það á að
reyna aðrar aðferðir því þær eru
margar til. Það hefur enginn dáið af
svefnleysi."
Samkvæmt þessum upplýsingum
virðist ljóst að fólk ætti að hugsa sig
um oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar áður en það grípur til þeirra
ráða að taka svefnlyf. Aukaverkan-
irnar eru nefnilega mun alvarlegri
og meiri heldur en sú vanlíðan sem
fylgir því að vera syfjaður einn dag.
AKM
Til sölu
Traktorsgrafa
Massey Ferguson 70
árgerð 1975
í mjög góðu standi.
Upplýsingar í síma 83151.
20 HELGARPÓSTURINN