Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 31
NÆRMYNP Það var haustið 1966 að ungur stjórnmálafræðingur, nýkominn frá námi í Englandi, hóf að sjá um útvarpsþætti sem gengu undir nafninu Þjóðlíf. Þættir þessir voru sendir út hálfsmánaðarlega, á fimmtudagskvöldum. Þetta var í árdaga sjónvarpsins og fimmtu- dagskvöld þóttu langvænlegasti hlustunartíminn fyrir útvarp. Stjórnmálafræðingurinn ungi hét Ólafur Ragnar Grímsson, og var aðeins 24 ára gamall. Það leið ekki á löngu áður en fjandinn var laus. Þetta var á þeim tíma þegar fjöl- miðlun á íslandi var ennþá í fjötr- um stjórnmálahagsmuna. Það þótti sjálfsagt að þéra ráðamenn í sjónvarpi og útvarpi. Það var líka alsiða að ráðherrar mættu í viðtöl með spurningar, sem fréttamönn- um var síðan uppálagt að spyrja. En það lágu ýmiss konar breyting- ar í loftinu — sem raunar sér enn- þá ekki fyrir endann á. í þáttum sínum hafði Ólafur Ragnar ekki þann hefðbundna hátt á að ræða fyrst við ráðherra og því næst við talsmann stjórnar- andstöðu. Þættirnir voru há- pólitískir, en Ólafur kaus að reyna að nálgast kjarna mála með því að ræða við það fólk sem málið snerti beint. Hann talaði um útgerð við útgerðarmenn, sjómenn og fisk- vinnslufólk. Það kom líka á daginn að mörgum þóttu þættir Ólafs fyr- ir neðan allar hellur. Almenningur lét sér þó vel líka og var talið að þeir væru með vinsælla útvarps- efni þennan vetur. Steininn tók þó úr þegar Ólafur kvaddi lækna í út- varpssal og ræddi við þá um heil- brigðismál. Aður hafði raunar ekki minni maður en sjálfur forsætisráðherra landsins varað fólk sérstaklega við þáttum Ólafs. Það var Morgun- blaðið sem einna helst hafði horn í síðu slíkra efnistaka. Morgun- blaðið hafði áratugum saman haft nær algera einokun á fjölmiðla- markaði og lét sér illa líka þegar þau bönd fóru að trosna. Ríkisút- varpið tók svo oftast nær annan tveggja kosta; að steinþegja elleg- ar að flytja mál eftir fyrirfram ákveðnum reglum flokkanna. Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra gerði athugasemdir við nokkra af þáttum Ölafs og hafði meðal annars látið vélrita þá upp fyrir sig í heild og birti síðan valda kafla úr þeim í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins, til áréttingar um það hvað mætti segja í útvarpi og hvað ekki. Þegar kom að þætti Ólafs um heilbrigðismál þótti ráðamönnum að við svo búið mætti ekki lengur sitja. Að kröfu fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í útvarpsráði, Sigurðar Bjarnasonar, sem einnig var rit- stjóri Morgunblaðsins, samþykkti viðreisnarmeirihlutinn í ráðinu að þátturinn yrði ekki sendur út. Á fundi ráðsins kom skýrt fram að heilbrigðisráðherra, sem þá var Jóhann Hafstein, var því mjög mótfallinn að þættinum yrði út- varpað. Benedikt Gröndal, for- maður útvarpsráðs, reyndi að stilla til friðar og var geinilega ekki á sama máli og sjálfstæðis- menn, en vildi heldur ekki styggja samstarfsaðilann í ríkisstjórn. Það varð því úr að þátturinn var bann- aður og Ólafur Ragnar Grímsson settur í eins konar straff hjá ríkis- útvarpinu. Því „banni" var aflétt 1970 þegar Ólafur Ragnar tók að sér að stjórna umræðuþáttum í sjón- varpi. En þá leið heldur ekki á löngu áður en hann var kominn upp á kant við útvarpsráð og aðra ráðamenn. Þeim sem agnúuðust út í Ólaf þóttu þættirnir frekar minna á opinberar aftökur en sjónvarpsþætti. Ólafur spurði hart, stillti embættis- og stjórn- málamönnum upp andspænis hópi fólks sem boðið var í sjón- varpssal og átti til að koma við- mælendum sínum úr jafnvægi Ólafur Ragnar Grimsson EFTIR EGIL HELGASON TEIKNING HELGI SIGURÐSSON Það er haft fyrir satt að Ólafur Ragnar Grímsson prófessor stefni að því að verða kjörinn formaður Alþýðubandalagsins á landsfundi flokksins í haust. Ólafur hefur ekki enn tilkynnt framboð sitt opinberlega, það er talið að hann bíði átekta eftir réttu augnabliki. Á meðan leitar flokksforystan ákaft að álitlegum mótframbjóð- anda og finnur ekki. í augum stuðningsmanna Ólafs er hann ein síðasta von hins uppdráttarsjúka Alþýðubandalags, aðrir telja að kjör hans gæti valdið djúpstæðum klofningi í flokknum. betta er ekki í fyrsta skipti sem Ólafur Ragnar á í höggi við ,,flokkseigendafélög“. I tíu ár var hann einn helsti leiðtogi uppreisnarmanna í Framsóknarflokknum, sem lyktaði með því að hann var útlægur ger þaðan. Stjórn- málaferill Ólafs Ragnars Grímssonar er í Nærmynd Helgarpóstsins. með óvæntum innskotum. Þetta var í raun ekki ósvipað þeim vinnubrögðum sem Ólafur hafði kynnst á námsárum sínum erlend- is, en á íslandi þóttu þetta hin mestu helgispjöll. Það fór enda svo að Ólafur var „látínn hætta“ eftir frægan þátt þar sem hann tók bankastjóra á beinið, þar á meðal Jóhannes Nordal og Jónas Haralz. Olafur Ragnar Grímsson er einkabarn foreldra sinna, Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar og Gríms Kristgeirssonar rakara. Líkt og fleiri aðsópsmiklir stjórnmálaforingjar er hann fædd- ur á ísafirði, en þar var faðir hans rakari og bæjarfulltrúi fyrir Al- þýðuflokkinn. Ólafur segir frá því að á ísafirði, í „rauða bænum", hafi hann fyrst smitast af stjórn- málaáhuga, á heimilinu hafi ríkt „óflokksbundinn andi jafnaðar- stefnunnar og mikil vonbrigði með hægri þróunina í Alþýðu- flokknum". Faðir hans tók virkan þátt í bæjarmálapólitíkinni og var að sögn Ölafs einn af „rauðu kröt- unum á ísafirði". Sem barn var Ólafur reyndar langdvölum á Þingeyri hjá móðurforeldrum sin- um, en móðir hans var berkla- sjúklingur og þurfti oft að leita sér lækninga í Reykjavík. Þegar Ólaf- ur var tíu ára flutti fjölskylda hans suður og segir Ólafur að þá hafi faðir hans komist að því að Al- þýðuflokkurinn í Reykjavík var ekki samur og sá á ísafirði. Enda fór það svo að Grímur rakari gekk úr flokknum 1956 ásamt Hannibal Valdimarssyni og varð einn af stofnendum Alþýðubandalagsins, sem þá var reyndar aðeins kosn- ingabandalag vinstri krata, sósíal- ista og kommúnista. Sjálfur segir Ólafur að strax í föðurhúsum hafi hann kynnst þjóðsögunni um Hannibal Valdimarsson. Og líkt og Hannibal hefur Ólafur þótt býsna fjöllyndur í stjórnmálunum, verið kenndur við fleiri en einn stjórn- málaflokk. 1965 kemur Ólafur Ragnar heim með BA-próf í hag- fræði og má segja að bein afskipti hans af stjórnmálum hefjist þá um veturinn. Viðreisnarstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks hafði setið í sex ár og átti enn eftir talsverðan líftíma. I stjórnarand- stöðu sátu Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur. í Alþýðu- bandalaginu dró til innanflokks- átaka sem enduðu með útgöngu Hannibals Valdimarssonar og hans manna. Framsóknarflokkur var undir forystu Eysteins Jóns- sonar. Þetta var tími langrar út- legðar Framsóknarflokksins úr ríkisstjórnum og líklega hefur flokkurinn sjaldan hneigst meira til vinstri. Það blésu a.m.k. frískari vindar þar inni en lengi fyrr eða síðar. Ólafur tók höndum saman við unga menn í Samtökum ungra framsóknarmanna og kjarninn varð til að þeim hópi sem síðar fékk nafnið Möðruvallahreyf- ingin. Markmið þessara ungu manna var að hneigja Framsóknarflokk- inn meira í átt til þeirrar sam- vinnu- og jafnaðarhugsjónar, sem var grundvöllurinn að stofnun hans. Þeir vildu auka tengsl flokksins við verkalýðshreyfing- una, sem raunar voru meiri þá en nú er. Það fór heldur ekki hjá því að þessi hópur væri undir tals- verðum áhrifum frá stúdentabylt- ingunni svokölluðu, sem þá fór eins og eldur í sinu um vesturálfu. Því fylgdu hugmyndir um lýðræði, valddreifingu og opnari flokk. Loks tók stór hluti þessara ungu framsóknarmanna eindregna af- stöðu gegn hernum á Keflavíkur- flugvelli og veru íslands í Nató. Fyrst um sinn varð þessum hópi talsvert ágengt innan Framsóknarflokksins. Hann HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.