Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 9
TOLLUR LÆKKAÐUR MEÐ TILFÆRINGUM TOLLYFIRVÖLD GETA EKKI KOMIÐ í VEG FYRIR AÐ MENN FLYTJI FLUTNINGSKOSTNAÐ MILLI VÖRUFLOKKA TIL AÐ KOMAST HJÁ ÞVÍ AÐ GREIÐA TOLLA. „Við höfum enga adstödu til þess að fylgjast med þuí ad uerð á frakt sé notað til þess að lœkka tolla," sagði Matthías B. Stefánsson, deildarstjóri tollstjóraembættisins í Reykjavík, í samtali við Helgarpóstinn.,, Við get- um og höfum gert athugasemdir og krafist leiðréttinga í nokkrum tilfell- um, en þau eru öll einstök og I Iitl- um mœli," bœtti hann uið. Tollar og önnur aðflutningsgjöld leggjast ofan á heildarinnflutnings- verð vöru. Inni í því verði eru frakt- kostnaður, flutningskostnaður er- lendis, jafnt sem umboðslaun og hið raunverulega kaupverð erlendis. Verð á frakt frá sömu höfn er mjög mismunandi eftir vöruflokkum og þessi mismunur hefur orðið enn fjölbreytilegri með harðnandi sam- keppni. Það er því nær útilokað fyr- ir tollyfirvöld að koma í veg fyrir að fraktkostnaður sé fluttur frá hátolla- vörum yfir á vörur er bera litla eða enga tolla. Flutningskostnaður frá höfn er- lendis og til Islands getur numið allt frá innan við 10 prósentum af inn- flutningsverðinu og upp fyrir 100 prósent. Innflytjandi sem getur fært flutningskostnað á milli vöruflokka, en greitt eftir sem áður sama heild- arverðið fyrir flutninginn, getur þannig lækkað tollinn sinn umtals- vert. Tökum dæmi: Innflytjandi flytur inn tvo vöru- flokka. Annars vegar vöru sem ber 100 prósenta toll. Hins vegar toll- frjálsa vöru. Með því að setja megn- ið af kostnaði vegna flutninganna á tollfrjálsu vöruna getur hann lækk- að tollinn á vörunni sem ber 100 prósenta toll um allt að þriðjungi. Eins og fram kemur í máli Matthí- asar B. Stefánssonar hér að ofan hafa tollyfirvöld gert athugasemdir við fraktkotsnað í einstaka tilfelli. Samkvæmt upplýsingum Helgar- póstsins var eitt dæmið þannig til komið að forstjóri innflutningsfé- lags óskaði eftir afslætti á frakt- kostnaði hjá skipafélagi vegna inn- flutnings á einkabíl sínum. Bílar eru tiltölulega hátt tollaðir, svo í þessu dæmi var um nokkra tugi þúsunda í tollgreiðslur að ræða. Tollyfirvöld gerðu hins vegar athugasemdir við þetta og ákvörðuðu síðan sjálf ákveðinn fraktkostnað. Það getur hins vegar reynst erfitt tollyfirvöldum að koma auga á slík- ar tilfæringar milli vöruflokka hjá stórum innflytjendum. Að sögn embættismanna tollstjórans í Reykjavík er það svo til ómögulegt. Þar hafa menn glímt við umboðs- greiðslur og flutningskostnað er- lendis. Það er almennt viðurkennt að það tíðkast að greiða slíkan kostnað fram hjá tollskýrslum til þess að lækka tolla. Tollayfirvöld hafa í raun hvorki mannskap né getu til að koma í veg fyrir slíkt. -gse Björn Þórhallsson: „Heildarhækk- un kemur ekki til greina." BJÖRN GRÉTAR FORMAÐUR JÖKULS Höfum sjálfir sterka samningsaðstöðu „Við höfum mjög sterka samn- ingsaðstöðu sjálfir og förum ekkert að bakka með hana. Við teljum okkur geta samið fiskuinnslufólk upp í fjórða flokk og förum ekki að fallast á að þuí verði stillt upp í þriöja flokk," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfé- lagsins Jökuls á Höfn, þegar HP leit- aði eftir áliti hans á stöðu mála inn- an Verkamannasambandsins. „Viö fengum í gœr I hendur samþykkt framkvœmdastjórnar og ég uerð að segja að við fyrstu sýn líst okkur alls ekki vel á hana. Þar er ekkert sem kemur fram varðandi fiskvinnslu- fólkið." Þegar höfð eru í huga ummæli Guðmundar J. Guðmundssonar, for- manns Verkamannasambandsins, í fjölmiðlum, þar sem hann hefur lýst því yfir fullum fetum að kröfu þeirra sem gengu út af formannafundi sambandsins hafi verið hafnað, og síðan ummæli Björns hér að ofan, verður ekki annað skilið en að sam- flot í samningum sem fyrir hendi eru sé vonlaust. Björn taldi þó ekki að Verka- mannasambandið væri að klofna vegna þessa máls, hann minnti á að Dagsbrún hefði klofið sig úr sam- bandinu i fyrra og gengið til sér- samninga, án þess að sambandið hefði klofnað. Hann sagði þó að launþegasamtökin yrðu að aðlaga sig tímanum og breyta skipulagi sínu. Samtök fiskvinnslufólks væru ein leið til slíks. Hann sagði einnig að vissulega væri ágreiningur um leiöir, slíkt væri eðlilegt, en hann skildi hinsvegar ekki hvernig menn gætu sett sig á móti því að fisk- vinnslufólk yrði grunnað í efsta flokk þeirra sem Verkamannasam- bandið semur um. Einkum þegar til- lit væri tekið til þess að verkalýðs- forystan hefði í orði kveðnu haft uppi þá stefnu að fiskvinnslufólk þyrfti að fá mest í komandi samn- ingum. KK m væri möguleiki, sagði Þröstur, að fara þá leið að sumir fengju meira en aðrir. Þröstur sagði ennfremur að ef þeim tækist ekki að gera samning samhliða því að vísitölu- hækkunin gengi yfir myndi engin leiðrétting nást fram og ef ASI kæmi fram með kröfur eftir ára- mót, þegar samningar verða laus- ir, þá þýddi það að allir í þjóðfélag- inu fengju það sem þeir semdu um. Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ, sagði að slík hækkun þýddi án efa gengisbreytingu og þar með væri ekki verið að bæta hag þeirra sem verst væru settir fyrir. Hann sagðist fyrir sitt leyti vera afar andsnúinn heildarhækkun, enda myndi hún ekki þýða neina kaupmáttaraukningu. Af þessu má vera Ijóst að ASl er í klemmu um þessar mundir. Þeir geta ekki, þrátt fyrir að eiga odda- mann í launamáíanefnd, látið vísi- töluhækkunina koma til fram- kvæmda án þess að gera samhliða henni kjarasamninga, þar sem hinum lægst launuðu yrðu tryggð- ar bætur vegna verðhækkana, sem þegar hafa orðið. Á hinn bóg- inn er ljóst að almennir félagar í ASÍ munu ekki láta það óátalið að vísitöluhækkunin verði tekin af þeim, að hluta eða í heild. í samtali serh HP átti við Björn Grétar Sveinsson, formann verkalýðsfé- lagsins Jökuls á Höfn, kom fram, að hann teldi að þeir ættu þessa hækkun og að hann tryði því ekki á nokkurn mann innan verkalýðs- hreyfingarinnar að þeir færu að versla með vísitöluhækkunina, sem félagsmenn ættu að fá sam- kvæmt núgildandi kjarasamn- ingum. Fóðraðir, ítalskir gæðaskór frá campos HIGH TECHNOtOGY IN SHOES MANUFACT Svart leður og vaskaskinn. m/gúmmisóla. Stærðir 41-46. Verð kr. 2.980,- Svört mokkasfa Mr vaskaskinnl m/gúmmisóla. Stærðir 41-46. Verð kr. 2.980,- Svart leður m/gúmmfsóla. Stærðir 36-46. Verð kr. 2500,- Svart vaskaskinn m/gúmmísóla. Stærðlr 41-46. Verð kr. 2980,- Skóbúðin, Snorrabraut 38 Sími 14190. Skóbúðin Lipurtá Borgartúni 23. Sími 29350. Póstsendum HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.